Sameinuð rödd stúdenta

Mynd frá landsþingi

Fréttir og greinar

Hvað eru LÍS?

LÍS eru regnhlífarsamtök háskólanema á Íslandi sem og íslenskra háskólanema á erlendri grundu. LÍS sinna hagsmunagæslu stúdenta hérlendis og á alþjóðavettvangi og skapa um leið samstarfs- og samráðsvettvang fyrir íslensk stúdentafélög.
Að LÍS standa átta aðildarfélög sem saman eru í forsvari fyrir yfir 22 þúsund stúdenta.

Aðildarfélög

Student Refugees er verkefni sem veitir flóttafólki og hælisleitendum á Íslandi aðstoð við að sækja um háskólanám hér á landi. Verkefnið er byggt á þeirri hugmynd að menntun teljist til mannréttinda í sjálfu sér og þar af leiðandi eigi öll rétt á sama aðgengi að námi. Öflugur hópur sjálfboðaliða heldur mánaðarleg umsóknarkaffi í samstarfi við Rauða krossinn.

LÍS heldur úti rafræna upplýsingabankanum Háskóli fyrir öll með gagnlegum upplýsingum um lög og réttindi nemenda á háskólastigi á Íslandi. Einnig má finna þau stuðningsúrræði sem eru í boði fyrir nemendur með sértæka námsörðugleika og þau stuðningsúrræði sem háskólarnir bjóða upp á, svo sem lengri próftíma, sérkennslu, námsráðgjöf og aðgengi.

Hafðu samband

Ertu með fyrirspurn tengda háskólasamfélaginu, náminu þínu, vantar upplýsingar um námslán - eða ert ekki viss(t) um hvert best er að leita með erindi þitt? Við veitum ráðgjöf og getum bent þér á réttar boðleiðir.

Sendu okkur fyrirspurn og við höfum samband við fyrsta tækifæri.

Finndu okkur á samfélagsmiðlum: