Stuðningsyfirlýsing við bréfi jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands um að kynjafræði verði skyldufag í kennaranámi.
Landssamtök íslenskra stúdenta - LÍS telja að skyldug kynjafræði í kennaranámi sé mikilvægt skref til þess að tryggja framgang jafnréttismála í íslensku samfélagi.
Í jafnréttisstefnu LÍS, samþykkt á landsþingi 2019, er kveðið á um að bjóða þurfi upp á fræðslu í kynjafræði, hinseginmálum og fötlunarmálum fyrir kennaranema sem stuðlar að víðsýni og aukinni yfirsýn yfir þarfir stúdenta.
LÍS hvetur rektora og stjórnendur háskólanna til að hlusta á jafnréttisnefnd KÍ og leita allra leiða til þess að bjóða upp á aukna fræðslu í jafnréttismálum í kennaranámi. Hnitmiðuð stefnumótun í háskólasamfélaginu, þá fyrst og fremst hjá stjórnvöldum, er grunnatriði þess að jafnrétti kynja sé þar náð.
Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa hér að neðan: