Stuðningsyfirlýsing við umsögn Rauða Krossins um breytingar á lögum um útlendinga

inked2019-02-05-11_08_07-_li.jpg

Fulltrúar LÍS fundu sig knúin til þess að taka afstöðu gangvart frumvarpi um breytingar á lögum um útlendinga og atvinnumál útlendinga. Þó að málið virðist ekki varða beint málefni stúdenta, þá finnum við fyrir samfélagslegri ábyrgð til þess að tala fyrir mannréttindum og gegn því sem frumvarpið felur í sér, skerðingu á möguleikum umsækjenda um alþjóðlega vernd til að hljóta hér dvalarleyfi. Í stefnu LÍS um alþjóðavæðingu íslenskra háskóla er lagt áherslu á verðmæti fjölmenningar fyrir öflugt háskólasamfélag. LÍS vinna að bættu aðgengi flóttafólks að háskólamenntun með verkefninu Student Refugees Iceland og látum við því okkur þetta málefni varða.

Málið var síðast til umræðu á þingi í maí og til umfjöllunar í allsherjar og menntamálanefnd í júní, en við birtum stuðngingyfirlýsinguna núna þar sem það liggur nú fyrir að farið verður áfram með málið þar sem það er að finna á þingmálaskrá 2020-2021.

Samkvæmt greinargerð frumvarpsins er markmið breytinganna að auka skilvirkni og gagnsæi í málsmeðferðum umsókna um alþjólega vernd.

Lagt er til að þetta verði gert með ýmsu móti en meðal annars með því að setja umsóknir í forgang sem ólíklegt er að verði samþykktar og stytta þannig biðtíma umsækjenda. En með styttri biðtíma er í raun verið að gera Útlendingastofnun kleift að synja fleirum, hraðar.

Í stað þess að skrifa umsögn sjálf vísum við á umsögn Rauða Krossins, og treystum þannig á sérþekkingu þeirra á málefnum innflytjenda og flóttafólks. Við vísum einnig á umsögn Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna sem gera alvarlegar athugasemdir við frumvarpið.

Hér er okkar samantekt á helstu atriðum umsagnarinnar:

2. grein felur í sér að synjun umsóknar verði sjálfkrafa send til kærunefndar útlendingamála, vissulega til þess að málsmeðferðartími styttist, en í raun er verið að gefa kæranda takmakaðari tíma til að afla gagna til stuðnings síns máls og ýta undir líkurnar á synjun í annað skipti.

5. grein felur í sér að skilgrein skuli allar umsóknir frá öruggum ríkjum sem „bersýnilega tifhæfulausum“, þannig að það megi vísa þeim strax frá án efnislegrar meðferðar. Þá yrði einstaklingi sem annars uppfyllir skilyrði um vernd vísað frá án þess að mál þeirra sé skoðað einungis vegna vegna upprunalands síns.

6. grein felur í sér að ríkari sönnunarkröfur verði gerðar á umsækjendum frá örruggum ríkjum en gengur og gerist í málum er varða alþjóðlega vernd, sem Rauði Krossinn telur „augljóslega vera í andstöðu við 2. mgr. 11. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 (ssl.). þar sem fram kemur að óheimilt sé að mismuna aðilum við úrlausn mála á grundvelli sjónarmiða byggðum á kynferði þeirra, kynþætti, litarhætti, þjóðerni, trúarbrögðum, stjórnmálaskoðunum, þjóðfélagsstöðu, ætterni eða öðrum sambærilegum ástæðum.“ Þar að auki eru í frumvarpinu ákvæði sem takmarka fjölskyldusameiningu og fleiri atriði sem þrengja að umsækjendum um vernd.

Afstaða LÍS er sú að tekið skal mark á umsögnum Rauða Krossins og Flóttamannastofnun sameinuðu þjóðanna.

Stuðningsyfirlýsinguna má sjá undir útgefið efni og hér að neðan. Hún var sett var fram af Derek T. Allen, jafréttisfulltrúa LÍS, og samþykkt á fundi fulltrúaráðs LÍS.

Previous
Previous

LÍS biðla til háskólanna að skylda stúdenta ekki til að mæta í próf á prófstað / LÍS appeal to universities to not require students to show up to exams in person

Next
Next

Nýr markaðsstjóri LÍS // LÍS‘s new Marketing Officer