LÍS óskar stúdentum og velvildarfólki þeirra til hamingju með dag íslenskrar tungu! // LÍS wishes students and their well-wishers a happy Icelandic Language Day!
—English below—
Við viljum nýta tækifærið til að minna á fjölbreytileikann og mikilvægi þess að öll fái að njóta sín, hvert sem samband þeirra við íslenska tungu er.
Það sést ekki utan á fólki hvort það talar íslensku. Það má spyrja hvaða tungumál fólk vill tala en ávallt skal gera það af virðingu og nærgætni! Það getur verið þreytandi fyrir einstakling sem talar íslensku að vera ítrekað ávarpað á ensku, eða fyrir einstakling sem er að læra íslensku að lenda alltaf í því að skipt sé yfir á ensku í miðju samtali sem byrjaði á íslensku. Þó þú haldir að það sé af tillitsemi, þá er það líklega vegna þess að þú ákvaðst út frá útliti/nafni/aðstæðum að einstaklingur tali ekki íslensku, sem eru einfaldlega fordómar sem hver og einn þarf að horfast í augu við hjá sér og reyna að breyta.
Við eigum öll ólík sambönd við tungumál. Það getur tekið fólk tvö ár eða tvo áratugi að læra nýtt tungumál, og í raun er aldrei neinn “búinn” að læra tungumál. Gefum fólki þann tíma og stuðning sem það þarf til þess að læra íslensku, á sínum forsendum og af áhuga, og pössum að fólk fái samt að vera jafngildur hluti samfélagsins þangað til það er tilbúið til þess að tala íslensku, ef það vill.
Það er hægt að fagna, efla og auðga íslenska tungu, samhliða því að önnur tungumál séu töluð á Íslandi. Ef fólk kýs að tala saman á öðru tungumáli en íslensku, eða biður þig um að tala ensku við það frekar en íslensku, þá er það líka bara frábært! Við verðum öll fróðari af því að kynnast fleiri tungumálum, fólk sem talar íslensku sem móðurmál tapar ekki íslensku sinni á því að tala stundum ensku, heldur græðir þekkingu á ensku í viðbót.
//
LÍS wishes students and their well-wishers a happy Icelandic Language Day!
We want to take this opportunity to remind people of diversity and the importance of everyone having the ability to thrive, regardless of their relationship with the Icelandic language.
1. You can’t tell if a person can speak Icelandic just by looking at them. You can ask what language people prefer to speak, but always do so with respect and prudence! It can be exhausting for an individual who speaks Icelandic to be repeatedly addressed in English, or for an individual who is learning Icelandic when the other person always switches to English in the middle of a conversation that began in Icelandic. Even though you think it's out of consideration, it's probably because you decided based on their appearance/name/situation that an individual does not speak Icelandic, which are simply prejudices that each person has to face in themselves and try to change.
2. We all have different relationships with languages. It can take people two years or two decades to learn a new language, and in fact no one is ever “finished” learning a language. We must give people the time and support they need to learn Icelandic, on their own terms and based on their interest, and make sure that people are still allowed to be an equal part of society until they are ready to speak Icelandic, if they want to.
3. It is possible to celebrate, strengthen and enrich the Icelandic language, at the same time as other languages are spoken in Iceland. If people choose to speak together in a language other than Icelandic, or ask you to speak English with them rather than Icelandic, then that's just great too! We all become more knowledgeable by getting to know more languages, people who speak Icelandic as their mother tongue do not lose their Icelandic by sometimes speaking English, but gain additional knowledge of English.