Evrópska háskólasvæðið fyrir 2030: Aðgengilegt, nýstárlegt og samtengt / EHEA by 2030: Inclusive, innovative and interconnected
—English below—
Þann 19. nóvember var haldinn rafrænn ráðherrafundur Evrópska háskólasvæðisins (e. European Higher Education Area, EHEA). Viðburðurinn á sér stað á tveggja ára fresti og þar koma menntamálaráðherrar 48 landa saman til þess að setja sér sameiginleg markmið um æðri menntun og meta árangur frá síðasta fundi. Þessi sameiginlegu markmið heita öðru nafni Bologna ferlið, „The Bologna Process”, því fyrsti samningurinn um samræmingu háskóla í Evrópu var gerður í Bologna árið 1999.
Bologna ferlið hefur með beinum hætti mótað háskóla í allri Evrópu. Þaðan koma ECTS einingar, skipting gráða í grunnnám og framhaldsnám og það að háskólagráður frá einu aðildarríki séu teknar gildar í öllum hinum ríkjum svæðisins. Utanumhald um Bologna ferlið hefur „The Bologna Follow-Up Group, BFUG”, þar sem aðildarlönd EHEA skiptast á að leiða vinnuna. Að þessu sinni voru það Þýskaland og Bretland en Ísland sinnti sem dæmi formennsku, ásamt Lettlandi, árið 2015.
Forseti LÍS tók þátt í sendinefnd Íslands á ráðstefnunni í ár sem fulltrúi stúdenta. Það er mjög mikilvægt að allir hagaðilar háskólanna, sér í lagi stúdentar, þekki til og komi að vinnu EHEA og BFUG. Á ráðherrafundum EHEA koma sama æðstu embættismenn hvers lands í menntamálum, þau skuldbinda sig til þess að framfylgja ákveðnum gildum og vinna að úrbótum og skulu styðja hvort annað í innleiðingu aðgerða sem auka gæði, aðgengi og gagnsæi æðri menntunar.
Afurð hverrar ráðstefnu er yfirlýsing sem skilgreinir áherslur næstu ára. Þetta árið voru þrjú einkunnarorð í forgrunni sem síðan verða sett skýrari markmið í kringum:
Aðgengi
Nýsköpun
Samstarf
„Til að ná fram framtíðarsýn okkar skuldbindum við okkur til að byggja upp aðgengilegt, nýstárlegt og samtengt EHEA árið 2030 sem verður fært um að styrkja sjálfbæra, samheldna og friðsæla Evrópu.”
Yfirlýsingin nefnir einnig að háskólamenntun verði lykilaðili að því að uppfylla Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna fyrir árið 2030.
Yfirlýsingunni fylgja þrír viðaukar sem útlista markmið á nokkrum mikilvægum sviðum ásamt leiðbeiningum um hvernig megi ná þeim markmiðum. Viðaukarnir eru eftirfarandi:
„Meginreglur og leiðbeiningar til að styrkja félagslega vídd æðri menntunar í EHEA“ (viðauki II)
„Tilmæli til landsyfirvalda um endurbætur á námi og kennslu í háskólum EHEA “(viðauki III)
Þessar leiðbeiningar munu nýtast hagaðilum (ríkistjórnum, háskólum og stúdentum) í eflingu æðri menntunar en viðauki I um akademískt frelsi þykir sérstaklega mikilvægur í því samhengi að eitt aðildarríki EHEA hefur undanfarnar vikur og mánuði þverbrotið þau viðmið sem þar koma fram. Stór hluti ráðstefnunnar fór í að ræða þau mannréttindabrot sem eiga sér stað um þessar mundir í Hvíta-Rússlandi þar sem stúdentar og háskólastarfsfólk hafa þurft að þola ólögmæta beitingu ofbeldis, hefur verið handtekið eða neyðst til að flýja land fyrir það að mótmæla ólögmætu endurkjöri forsetans Alexander Lukashenko. Mjög margir ráðherrar nýttu þær tvær mínútur sem hver og einn fær til að tjá sig til þess að tala fyrir mannréttindum og gegn ógnarstjórn Hvíta-Rússlands. LÍS hefur verið í samskiptum við Evrópusamtök Stúdenta (e. European Students’ Union, ESU) landssamtök stúdenta í Hvíta-Rússlandi (BSA og BOSS) vegna stöðunnar. LÍS hefur deilt yfirlýsingu þar sem kröfur BSA og BOSS koma fram: að háskólar og yfirvöld taki afstöðu gegn takmörkunum á akademísku frelsi og gangi til aðgerða. Það er mikilvægt skref að stór hluti aðildarríkja EHEA fordæmi framgang yfirvalda í Hvíta-Rússlandi og er það von okkar að þrýstingurinn beri árangur.
Fram að næsta ráðherrafundi EHEA, sem verður í Albaníu árið 2022, mun mikil vinna eiga sér stað. Skipað verður í nefndir til þess að fylgja áætlunum eftir en ánægjulegt er að segja frá því að BFUG tryggir að fulltrúar stúdenta eigi sæti við borðið í nefndum. Það á eftir að koma í ljós hvort LÍS muni taka þátt í vinnu BFUG með beinum hætti en samtökin munu í öllu falli halda á lofti þeim gildum og markmiðum sem EHEA hefur samþykkt.
//
EHEA by 2030: Inclusive, innovative and interconnected
The European Higher Education Area (EHEA) held their biennial Ministerial Conference online on 19 November. There, ministers of education from 48 countries meet to set common goals for higher education and evaluate the results from the last meeting. These common goals are also known as the Bologna Process, as the first agreement on the harmonization of higher education in Europe was signed in Bologna in 1999.
The Bologna Process has directly shaped higher education across Europe. It has resulted in ECTS credits, the division of degrees into undergraduate and graduate studies and the fact that university degrees from one member state are accepted as valid in all the other states in the region. The Bologna process is managed by "The Bologna Follow-Up Group, BFUG", where EHEA member countries take turns leading the work. This time it was Germany and the United Kingdom, but Iceland served as the chair, along with Latvia, in 2015.
The President of LÍS participated in the Icelandic delegation at this year's conference as a student representative. It is very important that all university stakeholders, especially students, are familiar with and involved in the work of EHEA and BFUG. At the EHEA Ministerial Conference, senior officials of each country in education commit to enforcing certain values and working towards improvements, while also supporting each other in the implementation of measures that increase the quality, accessibility and transparency of higher education.
The product of each conference is a statement, or communiqué, that defines the focus of the coming years. This year there were three key phrases which will serve as the basis for upcoming goals:
Inclusive
Innovative
Interconnected
"To achieve our vision, we commit to building an inclusive, innovative and interconnected EHEA by 2030, able to underpin a sustainable, cohesive and peaceful Europe."
The declaration also mentions that higher education will be a key player in meeting the UN Sustainable Development Goals for 2030.
The statement is accompanied by three annexes which outline goals in several important areas, as well as guidelines on how to achieve those goals. The appendices are as follows:
These guidelines will be useful to stakeholders (governments, universities and students) in enhancing higher education, but Annex I on academic freedom is considered particularly important in the context that one EHEA member has in recent weeks and months violated the criteria set out therein. A large part of the conference focused on the human rights violations that are currently taking place in Belarus, where students and university staff have had to endure the illegal use of force, have been arrested or forced to flee the country for protesting of Alexander Lukashenko’s illegitimate re-election. Many of the ministers took advantage of the two minutes each had to speak out in favor of human rights and against Belarus' current regime. LÍS has been in contact with the European Students' Union (ESU), and National Unions ofSstudents in Belarus (BSA and BOSS), regarding the situation. LÍS has shared a statement stating the demands of BSA and BOSS: that universities and authorities take a stand against restrictions on academic freedom and take action. It is an important step that a large part of the EHEA member states condemn authorities in Belarus, and it is our hope that the pressure will be effective.
Until the next EHEA Ministerial Confernce, which will take place in Albania in 2022, a great deal of work will take place. Committees will be appointed to follow up on the work to be done, and we are pleased to report that BFUG ensures that student representatives have a seat at the table in committees. It remains to be seen whether LÍS will participate directly in BFUG's work, but in any case the organization will uphold the values and goals agreed on by the EHEA.