Er þú næsti markaðstjóri LÍS? / Are you LÍS's new marketing manager?


crop-auglýst eftir framboðum í markaðstjóra.jpg

-English below-


Markaðsstjóri LÍS, Guðbjartur Karl Reynisson, hefur hlotið inngöngu í doktorsnám í Noregi og hefur því ákveðið að stíga til hliðar til þess að einbeita sér að náminu. Við óskum Guðbjarti innilega til hamingju með þennan áfanga og óskum honum alls hins besta!

Við opnum nú fyrir framboð á ný í hlutverk markaðsstjóra. Áhugasamir geta tilkynnt framboð sitt á lis@studentar.is til og með 1. september. Framboðum skulu fylgja kynningarbréf og ferilskrá, en frambjóðendum mun einnig gefast tækifæri til þess að kynna sig á rafrænum fundi með fulltrúaráði, sem munu svo í kjölfarið greiða atkvæði.

Ekki er um launaða stöðu að ræða en við leitum helst að einstaklingi í námi sem tengist markaðsmálum á einhvern hátt sem vill leggja stúdenta hreyfingunni lið samhliða því að öðlast reynslu í kynningarstarfi.

//

LÍS's Marketing Officer, Guðbjartur Karl Reynisson, has been admitted to doctoral studies in Norway and has therefore decided to step aside to focus on his studies. We sincerely congratulate Guðbjartur on this milestone and wish him all the best!

We are now re-opening elections for the position of Marketing Officer. Interested candidates can send a resume and cover letter to lis@studentar.is until September 1st. Candidates will also be given the opportunity to present themselves at an electronic meeting with the Board of Representatives, which will then vote.

This is not a paid position, but we are primarily looking for an individual studying something related to marketing who wants to help the student movement while also gaining experience in promotional work.


Previous
Previous

Auglýsum eftir doktorsnema í undirnefnd Gæðaráðs íslenskra háskóla

Next
Next

Nýr framkvæmdastjóri ráðinn // New executive director hired