Mánaðarlegur pistill forsetans - 31. október 2021
Að mínu mati einkennist októbermánuðurinn af skipulögðum glundroða. Skólaárið er komið vel í gang og það er nógu mikið að gera fyrir stúdenta í sambandi við miðannarpróf, verkefnaskil, o.s.frv. Þrátt fyrir álagið samt eru stúdentar að standa sig vel á þessum tíma misseris enda þetta álag kom ekki á óvart og nægileg orka er ennþá til staðar. Til viðbótar við núverandi verkefni þurfa stúdentar að hugsa til framtíðarinnar þar sem lok misseris er að nálgast. Á tímabili þessu eru stúdentar að undirbúa sig fyrir það sem bíður þeim, nefnilega lokapróf og ritgerðaskil.
Þessi myndlíking á við starfsemi LÍS þessum mánuði. Starfsárið er löngu byrjað og sem slíkt er nóg að gera. „Miðannarpróf“ kom í formi ferðar til Danmerkur þar sem rætt var um kynjajafnrétti og vellíðan stúdenta. Lært var mikið af þeim frábærum erindum, vinnustofum, og umræðum sem áttu sér stað. Við hlökkum eindregið til að innleiða allar nýjar hugmyndir sem fengnar voru á þessari ráðstefnu.
Framtíðarverkefni hafa einnig verið efst á huga samtakanna, eins og þau hafa verið efst á huga stúdenta. Tveir spennandi viðburðir eru á döfinni sem munu vera upplýsandi sem og skemmtilegir. Annars vegar mun rafræn vinnustofa á vegum Ráðgjafarnefndar íslenskra háskóla vera haldin á 10. nóvember þar sem rætt verður hvernig rödd stúdenta getur verið notað til umbóta í gæðastarfi háskólanna. Svo daginn eftir mun blandaður (rafrænn sem og viðburður) á okkar vegum vera haldinn sem varðar þverfaglegar rannsóknir. Þessir viðburðir skulu vera öllum þátttakendum og áhorfendum til hags.