Háskóli á að vera draumur, ekki fjárhagsleg martröð! // Studying should be a dream, not a financial nightmare!
Herferð LÍS um hækkun grunnframfærslu námslána frá Menntasjóð námsmanna
Kröfur stúdenta:
Hækka skal grunnframfærslu framfærslulána um 17% til að tryggt sé að hún samsvari, að lágmarki, dæmigerðu neysluviðmiði félagsmálaráðuneytisins.
Samkvæmt könnun Eurostudent VII segist fjórðungur stúdenta á Íslandi eiga erfitt með að sinna náminu sínu vegna álags í vinnu. Nái stúdent ekki að klára þær einingar sem hann sótti um lán fyrir, þá skerðist námslánið. Ef stúdent vinnur of mikið, þannig að tekjur fara yfir frítekjumarkið, þá skerðist námslánið. Tæpur þriðjungur stúdenta segjast glíma við fjárhagslega erfiðleika. Lág framfærsla veldur því að stúdentar þurfa að vinna, vinnan getur valdið álagi, álagið hefur áhrif á námsframvindu og stúdentinn situr upp með skert námslán. Allt þetta spilar saman í fjárhagslega martröð. Grunnframfærsla námslána hefur ekki hækkað í takt við verðlag, það er löngu komin tími til þess að leiðrétta upphæðina og gera háskólanám raunverulega aðgengilegt.
Stúdentar eiga ekki að þurfa að vinna með námi til að geta framfleytt sér.
Brjótum vítahringinn sem of lág grunnframfærsla veldur!
//
Studying should be a dream, not a financial nightmare!
LÍS’ campaign for higher subsistence loans
Students’ demands:
The basic support student loan should be increased by 17% to ensure that it corresponds, at a minimum, to the typical consumption criteria of the Ministry of Social Affairs.
According to Eurostudent VII, a quarter of Icelandic students say they find it difficult to pursue their studies due to workload. If a student does not manage to complete the credits for which they applied for a loan, the student loan will be reduced. If a student works too much, so that income exceeds the maximum income limit, the student loan is reduced. Almost a third of students say they are struggling financially. Low subsistence means that students have to work, work can cause stress, the stress affects academic progress and the student is left with a reduced student loan. All of this plays into a financial nightmare. The basic subsistence of student loans has not increased in line with the cost of living, it is high time to correct the amount and make university education actually accessible.
Students should not have to work alongside studying to be able to support themselves.
Let's break the vicious cycle that too low subsistence loans cause!