Niðurstöður könnunar um áhrif COVID-19 á stúdenta og seta fulltrúa LÍS í Sókn fyrir stúdenta

LÍS eru í miklum samskiptum við stjórnvöld um stuðning við stúdenta vegna heimsfaraldursins. Hér verður sagt frá könnun um stöðu stúdenta síðasta sumar sem send var út í mars 2021 en einnig fjallað um starfshópinn Sókn fyrir stúdenta þar sem fulltrúar LÍS, Mennta- og menningarmálaráðuneytis og Félagsmálaráðuneytis sitja. Könnunin er hugsuð til þess að kortleggja stöðu stúdenta eins og hún var síðasta sumar, og eins og hún er núna, og bregðast við með aðgerðum. Önnur könnun verður framkvæmd seinna í vor til að kanna hvernig stúdentum gengur að útvega sér vinnu yfir sumarið. Aðgerðir í þágu stúdenta fyrir sumarið 2021 undir formerkjum Sókn fyrir stúdenta verða kynntar á næstunni en þær munu fela í sér sumarnám og sumarstörf.

Stúdentar fagna því að eiga sæti við borðið og að tekið sé markt á áhyggjum þeirra.

Sköpun sumarstarfa er nauðsynleg til þess að sporna við brotfalli úr námi, þar sem stúdentar safna sér inn fyrir veturinn yfir sumartímann. Aðgerðir síðasta sumars virðast hafa heppnast vel miðað við niðurstöður þessarar könnunar sem sýna að í þessu úrtaki hafi atvinnuleysi stúdenta síðasta sumar endað með að vera fremur lítið eða rúm 4%.

Við viljum samt benda á nokkur atriði:

  • Sumarstörf hins opinbera voru yfir tvo mánuði, en sumarleyfi stúdenta eru almennt 3 mánuðir eða lengur

    • Niðurstöður könnunarinnar sýna að 33% svarenda hefðu viljað vinna lengra tímabil en þau fengu

  • Stúdentar lentu í minnkuðu starfshlutfalli eins og aðrir

    • Tæp 24% hefðu viljað hærra starfhlutfall

  • Þessi 4% sem voru atvinnulaus eiga ekki rétt á atvinnuleysisbótum og voru því alfarið án öryggisnets

  • Það áttu 9% erfitt með að mæta útgjöldum síðasta sumar og 3% mjög erfitt

  • Núna í mars glíma 14% við mikla og 10% við mjög mikla fjárhagserfiðleika

  • Fjárhagsleg staða stúdenta var slæm fyrir COVID-19, þau vandamál sem voru til staðar áður eiga í hættu á að ágerast í ástandinu. Stúdentar fagna aðgerðum til að sporna við áhrifum heimsfaraldursins á stúdenta en vilja einnig sjá langtíma lausnir á borð við hækkun grunnframfærslu námslána.

Í umfjöllun um sumarstörf hins opinbera síðasta sumar kom fram að ekki öll störf sem aulýst voru gengu út. Það átti að skapa um 3400 störf fyrir stúdenta þegar búið var að auglýsa í 1500 störf höfðu 1500 stúdentar sótt um. Þá taldi félagsmálaráðherra ekki þörf á því að skapa fleiri störf. Stúdentar töldu ótímabært að draga í land, þar sem kannanir stúdenta í byrjum sumars á atvinnuleysi stúdenta sýndu mjög sláandi hlutfall á atvinnu eða um 40%. Gagnrýni stúdenta voru einnig þau að ótækt væri að skapa þúsundir starfa sem henta nákvæmlega þeim hópi sem er í atvinnuleit. Það var mat stúdenta að störfin sem auglýst voru voru mörg sérfræðistörf og alls ekki þannig að öll gætu gengið í þau. Svör við þessari gagnrýni voru á þann veg að stjórnvöld skapa fjármagn fyrir þessi störf en hafa ekki stjórn á því hverskonar störf verði í boði. Í þessari nýjustu könnun var spurt í hvaða atvinnugreinum stúdentar vinna og eru það helst umönnunarstörf og þjónustustörf. Sé það ómögulegt að hafa áhrif á það hverskonar störf verða til fyrir stúdenta þá væri eðlilegt að skapa nógu mörg til þess að fjölbreytni verði til staðar.


Niðurstöðurnar í heild sinni má sjá hér.

Könnunin var gerð af Maskínu fyrir Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Landssamtök íslenskra stúdenta. Markmið könnunarinnar var að kanna áhrif kórónu-veirufaraldursins sem veldur sjúkdómnum COVID-19 á stöðu stúdenta Íslandi.

Könnunin var send með tölvupósti á 2500 manna slembiúrtak allra háskólanema á Íslandi. Áminning var send fimm sinnum með tölvupósti og tvisvar í gegnum SMS. Einnig var hringt í þá sem ekki höfðu svarað. Þátttakendur gátu valið um að svara könnuninni á íslensku eða ensku.

Könnunin fór fram dagana 25. febrúar til 26. mars 2021. Svör fengust frá 892 stúdentum, sem gerir 35,7% svarhlutfall.

Að neðan má sjá nokkur skjáskot af heildarniðurstöðunum.

Af mynd eitt má sjá að líðan stúdenta er einhverju skárri en hún var á öðrum tímum faraldursins, en þó eru enn um 19% sem líður fremur illa og 3% sem líður mjög illa.

andleg líðan.png

Næsta spurning var sú helsta sem stúdentar vildu sjá tölur um, þar sem gögn um atvinnuleysi stúdenta eru hvergi fáanleg. Í þessu úrtaki var staðan nokkuð góð síðasta sumar, sem bendir til þess að atvinnulífið hafi tekið við sér við tilslakanir á sóttvarnarreglum og vegna sköpun sumarstarfa hjá hinu opinbera. Á næstu myndum má sjá að helstu atvinnugreinarnar sem stúdentar hafa verið í og sækja í eru umönnunarstörf og þjónustu störf.

varst þú í starfi.png
atvinna hefurru unnið.png
atvinna viltu vinna.png

Að neðan má sjá þær niðurstöður sem vísað er í að ofan.

starfshlutfall.png
vinna meira.png
mánuðir.png
vinna lengur.png
útgjöld sumar.png
útgjöld núna.png
Previous
Previous

Yfirlýsing LÍS um aðlögun námsmats í háskólum vegna COVID-19 / LÍS' statement on the adjustment of assessment in universities due to COVID-19

Next
Next

Háskóli á að vera draumur, ekki fjárhagsleg martröð! // Studying should be a dream, not a financial nightmare!