Áttunda Landsþingi LÍS slitið

Þinggestir landsþings Landssamtaka Íslenskra Stúdenta samankomnirMynd eftir: Rolando Díaz

Þinggestir landsþings Landssamtaka Íslenskra Stúdenta samankomnir

Mynd eftir: Rolando Díaz

Sunnudaginn 7. mars var áttunda Landsþingi LÍS slitið en samantekt á vinnustofum, kosningar til embætta, ályktun um fjárhagslega stöðu stúdenta og fleira var til umræðu á síðasta degi Landsþings.

Dagskráin hófst á stuttri samantekt á vinnustofum helgarinnar áður en farið var í önnur mál. Þar kom Stúdentaráð Háskóla Íslands með tillögu að ályktun um fjárhagslega stöðu stúdenta og aðra tillögu um þróunaráætlun LÍS. Báðar tillögur voru samþykktar.

Næst voru umræður um tungumál innan LÍS en í vetur hefur verið aukning í þátttöku innra starfs samtakanna af einstaklingum sem hafa ekki íslensku sem móðurmál. Á föstudag var samþykkt viðbót í lög LÍS um tungumál. Vinnutungumál LÍS er íslenska en heimilt er að nota önnur tungumál á fundum samtakanna eftir samkomulagi og voru umræðurnar framhald um mögulegt fyrirkomulag tungumálanotkunar.

Nýkjörin framkvæmdastjórn LÍS 2021-2022Mynd eftir: Sylvía Lind Birkland

Nýkjörin framkvæmdastjórn LÍS 2021-2022

Mynd eftir: Sylvía Lind Birkland

Frambjóðendur í embætti framkvæmdastjórnar kynntu sig fyrir þinggestum og opnað var fyrir spurningar úr sal. Fóru kosningar á þann veg að Derek T. Allen hlaut kjör í embætti forseta LÍS, Kolbrún Lára Kjartansdóttir hlaut kjör í varaforseta, Jonathan Wood í jafnréttisfulltrúa, Erla Guðbjörg Hallgrímsdóttir í alþjóðafulltrúa, Úlfur Atli Stefaníuson í ritara og Nhung Hong Thi Ngo hlaut endurkjör í markaðsstjóra samtakanna. Embætti gæðastjóra er enn ómannað og mun LÍS óska eftir framboðum í það embætti fljótlega. Ný framkvæmdastjórn mun taka við keflinu á skiptaþingi samtakanna í maí.

Í kjölfar kosninga var staðsetning næsta landsþings rædd. Tillaga var lögð fyrir þingið að næsta landsþing yrði haldið á Hólum og sú tillaga var samþykkt einróma.

Að lokum kom framkvæmdastjórn saman upp á svið og veitti forseta samtakanna, Jóhönnu Ásgeirsdóttur, þakklætistvott fyrir vel unnin störf í erfiðum aðstæðum. Jóhanna þakkaði þinggestum fyrir framúrskarandi Landsþing og kraftmikla vinnu af hálfu stúdenta og bauð Derek, verðandi forseta að slíta þinginu.

Previous
Previous

Háskóli á að vera draumur, ekki fjárhagsleg martröð! // Studying should be a dream, not a financial nightmare!

Next
Next

Menntun á umrótartímum