Mánaðarlegur pistill forsetans - 30. september 2021

Ágætu lesendur,

Þvílíkur mánuður var september 2021. Þessi fjórði mánuður kjörtímabilsins var mikið fjör sökum þess að allt var að keyra sig í gang. Þessu bjóst ég við, enda er september alltaf stórt völundarhús af mánuði fyrir mörg (sérstaklega fyrir stúdenta), en mikið hefur gerst hinu síðastliðnu 29 daga sem er samtökunum til bóta.  

Þó að september tákni oft nýjar byrjanir náðum við að halda yndislegu samstarfi áfram með góðum förunaut Bandalagi háskólamanna, eða BHM. Þetta var staðfest þann 10. þessa mánaðar og var til mikils fögnuðar. Þetta samstarf er okkur mikils virði, en við fáum m.a. fjármagn og skrifstofuaðstöðu frá bandalaginu. Lesa má nánar um skilmála samstarfssamnings hér.

Annað sem gerði september viðburðarríka tímaskeið fyrir samtökin var Haustþing. Haustþing er haldið árlega að hausti, eins og nafnið bendir til. Hér eru LÍS kynnt fulltrúaráði og nefndarmeðlimum og helstu málefnin eru rætt. Í ár höfum við ákveðið að einblína okkur á nýsköpunar- og rannsóknastarf stúdenta og þar af leiðandi snérist umræðan um þessi viðfangsefni. Við fengum frábærar kynningar frá mismunandi hagsmunaaðilum. Annar þeirra er Friðrik Hreinn Sigurðsson fyrir hönd Nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd Stúdentaráðs Háskóla Íslands og hinn var Kolbrún Bjargmundsdóttir frá Rannís.

Það sem hefur vakið mest athygli þessum mánuði eru hinsvegar Alþingiskosningar. Þær hafa ekki farið framhjá neinum og umræða um þær hefur ekki heldur róað sig niður í ljósi endurtalningar og breyttra úrslita. Fyrr í þessum mánuði héltu samtökin pallborðsumræðu þar sem frambjóðendur frá ýmsum flokkum mættu til að ræða málefni okkar stúdenta. Þessi pallborðsumræða gekk prýðilega vel og af henni lærðum við mikið. Við óskum þeim sem kjör hlutu til hamingju og við hlökkum innilega til samstarfsins.

Þessi mánuður var eins og enginn annar hingað til. Eins krefjandi og hann var lagði hann niður grundvöllinn fyrir magnað haust sem boðar gott.

Kærar kveðjur,

Derek Terell Allen, forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta

Previous
Previous

Laus sæti í tveimur nefndum / Available seats in two committees

Next
Next

Opið fyrir umsóknir í nýsköpunar- og rannsóknanefnd LÍS / Open for applications to LÍS' Innovation and Research committee