Yfirlýsing LÍS vegna langvarandi fjársvelti háskólastigsins

LÍS sendi þingmönnun eftirfarandi brýningu fyrir síðustu umræðu fjárlagafrumvarpsins Við bentum m.a. á að fyrirhuguð hækkun opinberu háskólanna á skrásetningargjaldinu er enn önnur birtingarmynd fjársvelts háskólastigs.

Við komum inn á að framlög til íslenskra háskóla eru lág í samanburði við önnur OECD lönd og þá sérstaklega Norðurlöndin. Heildartekjur á ársnema við Háskóla Íslands voru 2,9 milljónir árið 2019, til samanburðar voru meðaltekjur á ársnema sama ár við háskóla í Danmörku 5,5 milljónir og 4,8 milljónir í Noregi.

Þá vöktum við sérstaka athygli á þessi samanburður er sérstaklega varaverður í ljósi lágs menntunarstigs á Íslandi. Aðsókn ungs fólks að háskólanámi er mun minni á Íslandi en í öðrum löndum með svipaða efnahagsstöðu. Einungis 38% ungs fólks á aldrinum 25-34 ára hafa aflað sér háskólamenntunar, samanborið við 51% í Noregi og 49% í Svíþjóð. Því er ljóst að langvarandi fjársvelti háskólastigsins hér á landi verður ekki rökstudd með tilvísan í aðgangsstýringar í ýmsum háskólum Norðurlandanna.

Yfirlýsinguna má sjá hér í heild sinni.

Fjármögnun háskólastigsins er á ábyrgð stjórnvalda en ekki stúdenta.

Þá var bent á að þessarar 20.000 kr. sem opinberu háskólarnir hyggjast bæta við skrásetningargjaldið duga skamma leið til þess að lækna fjársvelti skólanna. Þessi upphæð er þó há fyrir stúdenta en nái breytingin fram að ganga verður heildarupphæð skrásetningargjalda 90% af grunnframfærslu eins mánaðar frá Menntasjóði námsmanna. Breytingin yrði því veruleg skerðing á jafnrétti til náms en í ljósi lágrar aðsóknar ungs fólks í háskólanám á Íslandi ætti hið opinbera fremur að einbeita sér að því að greiða leið ungs fólks að háskólanámi í stað þess að skapa þeim hindranir.

Previous
Previous

Samfélagsstyrkur Landsbankans fyrir SRI

Next
Next

Umsögn LÍS vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um Menntasjóð námsmanna, nr. 60/2020 (launatekjur o.fl.)