Fulltrúaráðsfundur 7. nóvember
Mánudaginn 2. október kl 17:00 verður fundur hjá fulltrúaráði LÍS.
Í fulltrúaráði LÍS sitja 2 fulltrúar frá hverju aðildarfélagi LÍS. Að LÍS standa átta aðildarfélög sem eru í forsvari fyrir stúdenta við Háskólann á Akureyri, Háskólann á Bifröst, Landbúnaðarháskóla Íslands, Listaháskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Hólum, Háskóla Íslands og fyrir íslenska stúdenta sem stunda nám erlendis.
Fulltrúaráðsfundir eru skv. lögum LÍS opnir öllum stúdentum og hvetjum við alla háskólanema með áhuga á hagsmunabaráttu stúdenta að sækja fundina. Að þessu sinni er fundurinn haldinn í Háskóla Íslands (stofa auglýst þegar nær dregur). Fulltrúar í fulltrúaráði geta nálgast fundargögn á heimasvæði fundarins.
Fundardagskrá er eftirfarandi:
Fundargerð síðasta fundar
Fréttir
Gervigreind í háskólanámi
Geir Finnsson, forseti LUF og framhaldsskólakennari, kemur og ræðir um gervigreind í námi.
Umræður
Landsþing LÍS 2024
Tillaga SHA um dagsetningu
Skipun landsþingsnefndar
Umsögn um reiknilíkan háskólanna
Ísrael-Palestína. Tillaga frá alþjóðanefnd
Önnur mál