Skiptafundur LÍS
Fimmtudaginn 25. maí kl 18:00 verður skiptafundur LÍS 2023 haldinn í Borgartúni 6. Á skiptafundi verður árið gert upp, ársskýrsla lögð til samþykktar og ný stjórn og fulltrúaráð taka við keflinu. Að fundi loknum verður gleðistund þar sem verður skálað fyrir öflugu starfsári. Við hvetjum öll áhguasöm um hagsmunabaráttu stúdenta að mæta á fundinn. Fulltrúar geta nálgast fundargögn á heimasvæði ráðsins. Dagskrá fundarins er eftirafrandi:
Fundargerð síðasta fundar borin upp til samþykktar
Fjárhagsáætlun 2023-2024
Árskýsla 2022-2023
Alþjóðamál
Framboð til framkvæmdastjórnar
Fráfarandi framkvæmdastjórn og fulltrúaráð gefa keflið áfram
Forseti ávarpar fundinn
Önnur mál
Þá skal vakin sérstök athygli á því að kosið verður í embætti alþjóða- og jafnréttisfulltrúa LÍS. Frekari upplýsingar um kjörgengi og framboð sjá hér.