Landsþing færeyskra stúdenta
Meginfelag Føroyskra Studenta (MFS), systursamtök LÍS í Færeyjum buðu tveimur fulltrúum frá LÍS á landsþing MFS í Þórshöfn.
Á nýliðnu starfsári unnu LÍS og MFS að því að styrkja böndin á milli félaganna og héldu til að mynda sameiginlega vinnuhelgi í Reykjavík í febrúar og þá kom forseti MFS á landsþing LÍS á Akureyri.
Forseti og fyrrverandi alþjóðafulltrúi LÍS sóttu þingið í Færeyjum og fengu um leið góða innsýn inn í störf systursamtakanna og stöðu hagsmunabaráttu stúdenta í Færeyjum. Á þinginu voru m.a. fulltrúar frá Stúdentaráði Háskólans í Færeyjum og fulltrúar færeyskra stúdenta í Danmörku og Noregi.
Háskólanemar á Íslandi og í Færeyjum eiga um margt sameiginlegt. Hátt hlutfall stúdenta í báðum löndum vinna hlutfallslega mikið með námi og því er bættur fjárhagsstuðningur við stúdenta baráttumál á báðum stúdnetum. Þá er stór hluti stúdenta í báðum löndum foreldrar eða með börn undir sinni umsjá.
Føroyar Pride var í haldið í sömu viku og gengu stúdentar saman í göngunni.
LÍS þakkar MFS kærlega fyrir boðið og hlökkum við til þess að styrkja rækta sambandið um komandi ár.