Fulltrúaráðsfundur 29. janúar

Mánudaginn 29. janúar kl 17:00 verður fundur hjá fulltrúaráði LÍS.

Í fulltrúaráði LÍS sitja 2 fulltrúar frá hverju aðildarfélagi LÍS. Að LÍS standa átta aðildarfélög sem eru í forsvari fyrir stúdenta við Háskólann á Akureyri, Háskólann á Bifröst, Landbúnaðarháskóla Íslands, Listaháskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Hólum, Háskóla Íslands og fyrir íslenska stúdenta sem stunda nám erlendis.

Fulltrúaráðsfundir eru skv. lögum LÍS opnir öllum stúdentum og hvetjum við alla háskólanema með áhuga á hagsmunabaráttu stúdenta að sækja fundina. Að þessu sinni er fundurinn haldinn í Listaháskóla Íslands, Skipholti 31. Fjórða hæð, fræðastofa 3. Fulltrúar í fulltrúaráði geta nálgast fundargögn á heimasvæði fundarins.

Dagskrá fundarins:

  1. Fundargerð síðasta fundar (17:00-17:05)

  2. Fréttir (17:05-17:25)

  3. Skýrsla um Endurskoðun á Menntasjóði námsmanna og áherslur stúdenta við gerð frumvarps (17:25-17:40)

  4. Skipun kjörstjórnar (17:40-17:45)

  5. Stéttarfélagið Viska (17:45-18:15)

  6. Starfsáætlanir framkvæmdastjórnarfulltrúa (18:15- 18:40)

    Matarhlé

  7. Landssamband Ungmennafélaga (19:10-19:35)

  8. Sameiningarviðræður Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst (19:35-19:50)

  9. Landsþing 2024 (19:50-20:00)

  10. Önnur mál (20:00-20:15)

Previous
Previous

Opið fyrir umsóknir í alþjóðanefnd LÍS

Next
Next

Ályktun LÍS um aðgengi fóttafólks að háskólanámi