Fulltrúaráðsfundur LÍS 24. febrúar 2025
Í fulltrúaráði LÍS sitja 2 fulltrúar frá hverju aðildarfélagi LÍS. Að LÍS standa átta aðildarfélög sem eru í forsvari fyrir stúdenta við Háskólann á Akureyri, Háskólann á Bifröst, Landbúnaðarháskóla Íslands, Listaháskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Hólum, Háskóla Íslands og fyrir íslenska stúdenta sem stunda nám erlendis.
Að þessu sinni er fundurinn haldinn í Borgartúni 27, á þriðju hæð, í fundarsal Visku. Nanna Hermannsdóttir, lánasjóðsfulltrúi SÍNE (Samband íslenskra nemenda erlendis) og Páll Winkel, framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna, fræða fulltrúaráð og fundargesti um námslánakerfið auk þess sem Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM, og Lísa Margrét Gunnarsdóttir, forseti LÍS, fjalla um starfsemi og samstarf samtakanna í kjölfar myndun nýrrar ríkisstjórnar.
Fulltrúaráðsfundir eru skv. lögum LÍS opnir öllum stúdentum og hvetjum við alla háskólanema með áhuga á hagsmunabaráttu stúdenta og háskólamenntaðra að sækja fundina.