Stefnumótunarþing BHM 2025

Nú á dögunum var Stefnumótunarþing Bandalags háskólamanna (BHM) haldið, þar sem yfir 140 fulltrúar aðildarfélaga, þingfulltrúar úr atvinnulífinu og starfsfólk mættu og ræddu framtíðarsýn BHM.

Lísa Margrét Gunnarsdóttir, forseti LÍS, mætti fyrir hönd LÍS og stýrði umræðum um menntamál og háskólamenntun.

BHM eru regnhlífarsamtök 24 stéttarfélaga. Í aðildarfélögunum eru yfir 18 þúsund félagar með margvíslegan bakgrunn og sérfræðiþekkingu sem starfa á öllum sviðum samfélagsins. BHM og LÍS eiga í nánu samstarfi um málefni sem snerta háskólasamfélagið og þökkum við BHM kærlega fyrir vel heppnað Stefnumótunarþing og mikilvægar umræður!

Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM, ávarpaði þingið, en dagurinn einkenndist af líflegum umræðum, stefnubreytingum og samtali um enn frekari eflingu BHM sem sameiningarafli fyrir félög háskólamenntaðra.

Previous
Previous

Opið fyrir framboð í framkvæmdastjórn LÍS 2025 - 2026!

Next
Next

Fulltrúaráðsfundur LÍS 24. febrúar 2025