AÐGERÐIR NÚNA: Vinnustofur um loftslagsaktivisma
Taktu þátt í tveimur vinnustofum um samspil hagsmunabaráttu stúdenta og loftslagsaktivisma á Íslandi og í Danmörku. Á vinnustofunum fá stúdentar tækifæri til þess að þróa hugmyndir sínar, búa til verkefni og hrinda þeim í framkvæmd. Þátttakendur munu öðlast nýja færni, stækka tengslanet sitt og kynnast stúdentum frá Íslandi og Danmörku.
Vinnustofurnar verða haldnar 23. - 25. maí í Kaupmannahöfn og 26. - 28. september í Reykjavík. Flugmiðar, gisting og matur eru greidd af LÍS og DSF.
Áhugasöm eru beðin um að veita stutta útskýringu á af hverju þau hafa áhuga á að taka þátt í vinnustofunum, fyrri reynslu eða þekkingu á stúdenta- og loftslagsmálum og hvaða námi viðkomandi er í. Umsóknarfrestur er til og með 28. mars, umsóknir skulu berast í gegnum umsóknarformið hér.
Ekki er gerð krafa um reynslu eða þekkingu á stúdenta- og loftslagsaktivisma, einungis áhuga á að læra og deila reynslu með öðrum stúdentum. Nokkrir þátttakendur verða valdir til þess að taka þátt í báðum vinnustofunum en einungis hluti íslenskra þátttakenda fer til Kaupmannahafnar. Þátttakendur skuldbinda sig til þess að taka þátt í netfundi eftir vinnustofurnar og að deila reynslu sinni af vinnustofunum með öðrum.
Verkefnið er skipulagt af Landssamtökum íslenskra stúdenta og Danske Studerendes Fællesråd (Landssamtökum stúdenta í Danmörku).
//
Are you interested in climate and student activism?
Then you are invited to participate in two workshops around the interconnection between climate activism and student activism in Iceland and Denmark. The workshops are for students to develop ideas, convert them into projects and learn how to turn those projects into a reality. The participants will gain new skills and a large network among students in Iceland and Denmark.
The workshops will be held on May 23th - 25th in Copenhagen and on September 26th - 28th in Reykjavik. Travel, accommodation and meals will be covered by the organisers.
Applicants are asked to send their motivation, previous experience with climate and/or student activism and which education they are enrolled in. Apply through the application form here. The deadline is 28th of March.
It is not a requirement that you have previous experience with climate and student activism, but you need to have an interest in learning and sharing experiences with other students. Selected participants will have to commit to participate in both workshops as well as a follow up online meeting to share tools and inspiration achieved during the workshops.
The workshops are organised by The National Union of Icelandic Students (Landssamtök íslenskra stúdenta) and The National Union of Students in Denmark (Danske Studerendes Fællesråd).