Viðtal við forseta LÍS í kvöldfréttum Stöðvar 2

Drög að frumvarpi um breytingar á lögum um Menntasjóð námsmanna er nú að finna í samráðsgátt stjórnvalda, og forseti LÍS ræddi frumvarpið og vankanta námslánakerfisins í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 6. mars síðastliðinn.

Í viðtalinu ræddu Lísa Margrét Gunnarsdóttir, forseti LÍS, og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, meðal annars þá staðreynd að þrjátíu milljarðar hafa safnast upp í Menntasjóðnum á meðan stúdentar standa frammi fyrir 9% vöxtum á óverðtryggðum lánum auk vaxtaálags. Einnig var fyrirhugað frumvarp ráðherra rætt og kröfur stúdenta, en fyrir helgi birtu LÍS umsögn um frumvarpsdrögin. Lesa má umfjöllun Vísis í heild sinni hér.

Previous
Previous

AÐGERÐIR NÚNA: Vinnustofur um loftslagsaktivisma

Next
Next

Umsögn LÍS - breytingar á lögum um Menntasjóð námsmanna