Opið fyrir framboð í framkvæmdastjórn LÍS 2025 - 2026!

// English below //

LÍS óska eftir framboði í framkvæmdastjórn LÍS fyrir starfsárið 2025 - 2026. Framboðsfrestur er til og með 20. mars 2025. Hafir þú áhuga skaltu senda kynningarbréf og ferilskrá á kjorstjorn@studentar.is.


Kosið er í embætti á Landsþingi stúdenta sem haldið verður í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri 3. - 6. apríl.

Skipulögð brottför verður frá höfuðborgarsvæðinu og Akureyri til Hvanneyrar seinnipart 3. apríl.

Mikilvægar upplýsingar:

Það eru fimm embætti í framkvæmdastjórn LÍS fyrir starfsárið 2025 - 2026.

  • Forseti

  • Varaforseti

  • Gæðastjóri

  • Alþjóðafulltrúi

  • Jafnréttisfulltrúi

Við hvetjum frambjóðendur til þess að kynna sér lög og verklag samtakanna vel, en nánari upplýsingar um hvert embætti má einmitt finna þar. Þú getur líka haft samband við sitjandi embættismenn, en tengiliðaupplýsingar má finna hér.
Á myndunum að neðan má sjá helstu verkefni hvers embættis.

Starfsárið hefst í byrjun júní 2025 og er til loka maí 2026.

Tímabilið frá kosningu embætta á Landsþingi fram að byrjun starfsársins er nýtt til þekkingarmiðlunar nýkjörinna fulltrúa frá fráfarandi framkvæmdastjórnarmeðlimum samtakanna.

  • Vinnutungumál LÍS er íslenska.

    • Efni til birtingar er bæði á ensku og íslensku en fundargögn eru almennt á íslensku

  • Kjörgengi hafa…

    • Öll sem stunda háskólanám á Íslandi og/eða eru meðlimir í aðildarfélagi LÍS

    • Frambjóðendur mega hafa lokið námi, ef það eru innan við tvö ár frá námslokum.

Applications are open for LÍS’ Executive Committee for 2025-2026.

The application deadline is March 20th, if you are interested, please send an introductory letter and CV to kjorstjorn@studentar.is.

Elections are held at the Student General Assembly which will be held in Hvanneyri, April 3rd - April 6th.

Important information:

There are five positions in the executive board of LÍS for the working year 2024-2025

  • President

  • Vice President

  • Quality officer

  • International officer

  • Equality officer

We encourage candidates to familiarize themselves with the association's laws and procedures, but more detailed information about each position can be found there. You can also contact our current officials, whose contact details can be found here.

The working year starts at the beginning of June 2025 and ends in May 2026.

The period from the election of offices in the National Assembly until the beginning of the working year is used to learn about the role from the outgoing executive committee.

  • The working language of LÍS is Icelandic

    • Material for publication is in both English and Icelandic, but meeting documents are generally in Icelandic

  • Who can apply for the EC?

    • Everyone who is studying at an Icelandic university and/or is a member of LÍS's member associations.

    • Candidates may have completed their studies, if it is less than two years since the end of their studies

Previous
Previous

Umsögn LÍS - breytingar á lögum um Menntasjóð námsmanna

Next
Next

Stefnumótunarþing BHM 2025