Umsögn LÍS - breytingar á lögum um Menntasjóð námsmanna

Í mörg ár hafa stúdentar kallað eftir betrumbættu námslánakerfi og vakið athygli á vanköntum Menntasjóðs námsmanna. Þegar lögbundin heildarendurskoðun laganna stóð til árið 2023 birtu LÍS ítarlegar kröfur stúdenta um bætt námslánakerfi.
LÍS og aðildarfélög hrintu svo í kjölfarið af stað herferð sem bar yfirskriftina Háskólamenntun í hættu. Tilgangur herferðarinnar var að vekja athygli á vanköntum nýja námslánakerfisins og afleiðingum þeirra á ungt fólk, stúdenta, háskólamenntaða og samfélagið í heild.

Lögbundin heildarendurskoðun laganna hefur dregist, nú síðast vegna stjórnarskipta, en á dögunum birti háskóla-, menningar- og nýsköpunarráðherra drög að frumvarpi um breytingu á lögum um Menntasjóð námsmanna, nr. 60/2020 í samráðsgátt stjórnvalda. LÍS fengu umsagnarbeiðni og má lesa umsögn LÍS í heild sinni hér.

Þær breytingar sem lagðar eru til í frumvarpsdrögunum eru skref í rétta átt að mati LÍS og í anda þess sem stúdentahreyfingin hefur kallað eftir árum saman - en það er gríðarlega mikilvægt að tefja ekki lögbundna heildarendurskoðun sem er orðin löngu tímabær og kalla eftir víðtækari breytingum á óviðunandi vaxtafyrirkomulagi og greiðslubyrði sem sligar stúdenta.

Previous
Previous

Viðtal við forseta LÍS í kvöldfréttum Stöðvar 2

Next
Next

Opið fyrir framboð í framkvæmdastjórn LÍS 2025 - 2026!