Stúdentar á árlegri ráðstefnu Gæðamats háskóla

Árleg ráðstefna Gæðamats háskóla (IAQA) fór fram 17. september í Listaháskóla Íslands. Þar var meðal annars haldið pallborð þar sem stúdentar ræddu reynslu sína og áskoranir í háskólanámi. Gaga Gvenetadze, stjórnarmaður í Gæðamati háskólanna, leiddi pallborðið.

Íris Björk Ágústsdóttir, jafnréttisfulltrúi LÍS, lagði áherslu á andlega heilsu stúdenta, kulnun og mikilvægi þess að háskólar veiti stuðning til nemenda sem glíma við ýmsar áskoranir.

Þórdís Dröfn Andrésdóttir, fyrrverandi forseti SÍNE, benti á réttindaleysi stúdenta til fæðingarorlofs og ósveigjanleiki í kerfinu gagnvart foreldrum í námi.

Silja Rún Friðriksdóttir, fyrrverandi forseti SHA, ræddi um mikilvægi sveigjanleika í námi svo að stúdentar geti skipulagt sig sem best með vinnu og félagslíf. Auk þess lagði hún áherslu á opið og traust samtal milli stúdenta og háskóla.

Anamarija Veic, formaður FEDON, fjallaði um stöðu alþjóðlegra stúdenta og mikilvægi þess að styrkja fræðslu til leiðbeinenda doktorsnema, þar sem velferð doktorsnema er ekki síður mikilvægur en fjármögnun rannsókna.

Lísa Margrét Gunnarsdóttir, forseti LÍS, undirstrikaði að háskólanám ætti að vera eins sveigjanlegt og einstaklingsmiðað og kostur er, til að tryggja sem best rétt stúdenta að stunda nám.

Ráðstefnan var vettvangur fyrir mikilvæga umræðu um hvernig háskólar geta betur mætt þörfum fjölbreytts hóps stúdenta og tryggt að rödd þeirra heyrist.

Previous
Previous

LÍS mótmælir fyrirhuguðum hækkunum á skrásetningargjöldum háskóla

Next
Next

LÍS, Q-félagið og ERGI lýsa yfir samstöðu með hinsegin stúdentum