Háskóladagurinn 4. mars
Háskóladagurinn var haldinn hátíðlega þann 4. mars síðastliðinn en þúsundir lögðu leið sína í Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og Listaháskóla Íslands til þess að kynna sér það nám sem háskólar landsins bjóða upp á. Fulltrúar frá öllum skólunum kynntu þær rúmlega 500 námsleiðir sem í boði eru en auk kynninga á þeim voru m.a. alls konar skemmtilegar uppákomur, kynningar á þeim tækjum og tólum sem skólarnir búa yfir sem og á ýmsum rannsóknum.
Háskóladagurinn var haldinn hátíðlega þann 4. mars síðastliðinn en þúsundir lögðu leið sína í Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og Listaháskóla Íslands til þess að kynna sér það nám sem háskólar landsins bjóða upp á. Fulltrúar frá öllum skólunum kynntu þær rúmlega 500 námsleiðir sem í boði eru en auk kynninga á þeim voru m.a. alls konar skemmtilegar uppákomur, kynningar á þeim tækjum og tólum sem skólarnir búa yfir sem og á ýmsum rannsóknum.
David Erik, formaður LÍS og Kristín Sólveig, fulltrúi SFHR í framkvæmdastjórn LÍS kynntu samtökin í Háskólanum í Reykjavík
Ágústa Björg, fulltrúi í jafnréttisnefnd LÍS, Sunna Mjöll, gæðastjóri LÍS og Aldís Mjöll, varaformaður LÍS, í Háskóla Íslands
Landssamtök íslenskra stúdenta tóku þátt í fyrsta skipti í deginum en fulltrúar frá samtökunum stóðu vaktina í Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. Þar gafst verðandi háskólanemum auk annarra gesta tækifæri á að kynna sér samtökin. Þá voru margir sem gáfu sig á tal við fulltrúa LÍS og spurðu út í starfsemi samtakanna sem og hin ýmsu málefni sem varða stúdenta.
LÍS vonar að þetta verði fastur liður í starfsemi samtakanna en það var frábært að fá tækifæri til þess að kynna samtökin og vera til staðar til að svara ýmsum spurningum. Nú er ekki annað en að vona að verðandi háskólanemar séu einhverju nær um valið á sínu námi. Sjáumst í einhverjum af þeim sjö háskólum sem Ísland býr yfir, í haust!
Heiðdís Hanna, fulltrúi NLHÍ í framkvæmdastjórn LÍS og Maria Araceli, fulltrúi í viðburðanefnd LÍS
Allskonar kræsingar á boðstólum!
#hdagurinn #LÍSnemar
Nýársþing LÍS á Hvanneyri
Nýársþing framkvæmdastjórnar LÍS var haldið helgina 21. - 22. janúar í húsakynnum Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Á þingið mættu framkvæmdastjórnar- og nefndarmeðlimir og unnu allir hörðum höndum.
Nýársþing framkvæmdastjórnar LÍS var haldið helgina 21. - 22. janúar í húsakynnum Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Á þingið mættu framkvæmdastjórnar- og nefndarmeðlimir og unnu allir hörðum höndum.
Ávinningur helgarinnar var efling á innviðum samtakanna, vinna í stefnumótun í ýmsum málum og vinna að skipulagningu næstu viðburða. Tveir stórir viðburðir eru í vændum, Landsþing LÍS og NOM-fundur. Á þessum stutta tíma sem fulltrúar LÍS dvöldu á náttúruperlunni sem Hvanneyri er, var unnin afkastamikil vinna. Unnið var í þremur vinnustofum; Þátttaka stúdenta í eflingu gæða í háskólum, Kynningarefni samtakanna og Alþjóðlegt samstarf LÍS.
Við þökkum LBHÍ kærlega fyrir frábærar móttökur.
Vilt þú taka þátt í spennandi frumkvöðlaverkefni á vegum jafnréttisnefndar LÍS?
Jafnréttisnefnd LÍS leitar að áhuga- og framtakssömum háskólanemum sem hafa áhuga á því að taka þátt í uppsetningu vefsíðunnar Réttinda Ronju. Réttinda Ronja er vefsíða sem inniheldur gagnagrunn og upplýsingar um réttindi og úrræði fyrir háskólanema með fatlanir og sértæka námsörðugleika.
Stjórnarfundur ESU í Gdansk
Stjórnarfundur European Students Union (ESU) er æðsta ákvörðunarvald samtakanna. Þar koma saman öll 45 landssamtök þeirra 38 landa sem því tilheyra. Fundurinn er haldinn tvisvar sinnum á ári, í desember og maí. Þar eru tekin fyrir og kosið um ýmis málefni sem varða samtökin. Þá má til dæmis nefna lagabreytingar, stefnumótun, aðildarumsóknir
Stjórnarfundur European Students Union (ESU) er æðsta ákvörðunarvald samtakanna. Þar koma saman öll 45 landssamtök þeirra 38 landa sem því tilheyra. Fundurinn er haldinn tvisvar sinnum á ári, í desember og maí. Þar eru tekin fyrir og kosið um ýmis málefni sem varða samtökin. Þá má til dæmis nefna lagabreytingar, stefnumótun, aðildarumsóknir og framkvæmdarstjórn ESU gerir grein fyrir vinnu sinni með því að kynna starfskýrslur sínar.
Fulltrúar LÍS, Aldís Mjöll Geirsdóttir og Þórður Jóhannsson, fylgjast með ræðu forsætisráðherra Póllands á opnun stjórnarfundarins
LÍS sendi tvo fulltrúa til Gdansk til þess að sitja 71. stjórnarfundinn sem fór fram í Gdansk (Póllandi) 1. - 3. desember. Það var margt áhugavert sem kom fram en það sem stóð upp úr að mati fulltrúanna var umræða um tvær mikilvægar yfirlýsingar ESU sem báðar voru samþykktar eftir nokkra samvinnu og rökræður.
“Þá dregur hún einnig fram möguleika og kosti menntunar í baráttunni gegn hvers konar öfgum og þá sérstaklega þeim þjóðernisöfgum sem virðast vera rísandi í Evrópu um þessar mundir. ”
Sú fyrri ber heitið „Statement on the role of education in promoting peaceful and cohesive societies“ og fjallar í stórum dráttum um mikilvægi menntunar í því að styrkja og viðhalda góðum samfélagslegum innviðum. Þá dregur hún einnig fram möguleika og kosti menntunar í baráttunni gegn hvers konar öfgum og þá sérstaklega þeim þjóðernisöfgum sem virðast vera rísandi í Evrópu um þessar mundir.
Sú seinni ber heitið „Statement on the new skills agenda for Europe“ og er í raun ráðlegging stúdenta til Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um það hvernig það eigi að framkvæma sína eigin aðgerðaráætlun í baráttunni gegn vaxandi atvinnuvanda Evrópu.
Nálgast má báðar yfirlýsingarnar á heimasíðu ESU eða hér.
Næsti stjórnarfundur verður í Möltu í byrjun maí 2017. Undirbúningur fyrir þann fund er nú þegar hafinn og stefnir LÍS á að senda þrjá fulltrúa.
Frétt unnin af Þórði Jóhannssyni og Aldísi Mjöll Geirsdóttur
Ráðstefna í Malmö: House Erasmus
Nýverið var LÍS boðið að taka þátt í mikilvægu samráði um húsnæðismál háskólanema á Norðurlöndunum, dagana 22. - 23. nóvember. Hrefna Ósk Maríudóttir, fulltrúi í alþjóðanefnd LÍS, sótti fyrsta viðburðinn af þremur sem House Erasmus mun standa fyrir.
Nýverið var LÍS boðið að taka þátt í mikilvægu samráði um húsnæðismál háskólanema á Norðurlöndunum, dagana 22. - 23. nóvember. Hrefna Ósk Maríudóttir, fulltrúi í alþjóðanefnd LÍS, sótti fyrsta viðburðinn af þremur sem House Erasmus mun standa fyrir.
Markmið ráðstefnunnar voru m.a. að bera kennsl á þær hindranir og erfiðleika sem skiptinemar þurfa að takast á við til þess eins að setjast að í nýju landi. Með samráði og betri skilningi á núverandi stöðu mála er von að hagsmunasamtök nemenda geti betur stutt við skiptinema sína og auðveldað þeim að finna húsnæði.
Í upphafi viðburðarins fengum við nokkuð ítarlegar skýringar á þeirri tölfræði sem House Erasmus hafði safnað og unnið úr síðastliðna mánuði. Tölfræðin snerti á hlutföllum skiptinema, hvernig þeir finna húsnæði, hversu mikið þeir greiða og hvernig gæði húsnæðisins er.
“Það var auðvitað töluverður munur á því besta og versta sem háskólar Norðurlandanna bjóða skiptinemum sínum upp á við komu þeirra til landsins.”
Þegar leið á daginn hófum þátttakendur að bera saman bækur okkar, nánar tiltekið, hvernig við höfðum nálgast vandamálið í okkar heimalandi. Það var auðvitað töluverður munur á því besta og versta sem háskólar Norðurlandanna bjóða skiptinemum sínum upp á við komu þeirra til landsins. Í flestum tilfellum sjá háskólarnir skiptinemum fyrir húsnæði, en fjöldi íbúða er ávallt takmarkaður og nemendur þurfa að greiða óhemju há gjöld til þess að halda húsnæðinu. Í verstu tilfellunum bjóða háskólarnir ekki upp á neina aðstoð hvað varðar húsnæði og þó nokkrir nemendur enda á því að halda aftur heim þar sem þeir finna hvergi húsnæði.
Einnig kom fram að í flestum löndum eru alls konar skipulagðar svikamyllur sem blekkja nemendur til þess að borga himinháar upphæðir fyrirfram án þess að fá nokkurn tíma lykla að neinu. Okkur var því ljóst að aðstæður skiptinema eru svo sannarlega bágar.
Að loknum samanburði og samráði hófum við leit að ráðum, aðferðum og lausnum. Þar sem þetta var einungis fyrsti samráðsfundur þessarra samtaka eru ekki komnar endarlegar niðurstöður hvað það varðar. Þó má taka fram að aðferðir sem önnur lönd hafa góða reynslu af gætu vel gengið hérlendis til þess að bæta úr stöðu mála.
Svíþjóð, Finnland og Danmörk hafa undanfarið haldið rannsóknir til þess að betur skilja vilja skiptinema sinna og hafa þar af leiðandi marktækar upplýsingar til þess að byggja kröfur sínar á. Þannig sameina þau raddir sínar undir einföldum en skýrum markmiðum sem þau leggja sínar fyrir sínar menntastofnanir og ríkisstjórn.
Frétt unnin af Hrefnu Ósk Maríudóttur