Guest User Guest User

Landsþing LÍS 2017: “Hvers virði er mín menntun? – Efling stúdenta í gæðastarfi háskólanna“

Landsþing LÍS verður haldið í Háskólanum á Akureyri um helgina, 17. - 19. mars. Þema þingsins í ár snýr því að gæðastarfi í íslenskum háskólum og þátttöku stúdenta í því. Í framhaldi verður unnin stefna í gæðamálum sem við teljum nauðsynlega fyrir framþróun íslensks háskólasamfélags. Einn af hornsteinum samtakanna við stofnun árið 2013 var að vinna ötullega að samræmingu gæðastarfs milli háskóla á Íslandi.

Landsþing LÍS verður haldið í Háskólanum á Akureyri um helgina, 17. - 19. mars.

Yfirskrift þingsins er: Hvers virði er mín menntun – Efling stúdenta í gæðastarfi háskólanna. Þema þingsins í ár snýr því að gæðastarfi í íslenskum háskólum og þátttöku stúdenta í því. Í framhaldi verður unnin stefna í gæðamálum sem við teljum nauðsynlega fyrir framþróun íslensks háskólasamfélags. Einn af hornsteinum samtakanna við stofnun árið 2013 var að vinna ötullega að samræmingu gæðastarfs milli háskóla á Íslandi.

Fyrirlesarar á þinginu verða Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, Sigurður Óli Sigurðsson, sérfræðingur hjá Rannís, María Kristín Gylfadóttir, sérfræðingur hjá Rannís, Einar Hreinsson, forstöðumaður kennslusviðs HR, Erna Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi stúdenta í Gæðaráði íslenskra háskóla, og Arnheiður Eyþórsdóttir, aðjúnkt við auðlindadeild HA.

Dagskrá þingsins

Ásamt fjörlegum dagskrárliðum um gæðamál verður skýrsla stjórnarinnar kynnt og reikningar samtakanna bornir upp, verklags- og lagabreytingar teknar fyrir og kjör formanns, gæðastjóra og alþjóðaforseta. 

Fyrir utan öfluga stefnumótunarvinnu þá er þingið einnig mikilvægur vettvangur fyrir fulltrúa allra íslenskra stúdenta, þvert á landið, til þess að hittast, ræða hin ýmsu málefni stúdenta, miðla þekkingu og læra hver af öðrum.

Fulltrúar stúdenta á Landsþingi LÍS árið 2016.

Fulltrúar stúdenta á Landsþingi LÍS árið 2016.

Það er ljóst að umræður þingsins verða fjölbreyttar og með margvíslegu sniði en þó allar með það að markmiði að efla hagsmunabaráttu stúdenta.

Við erum full tilhlökkunar og bjartsýn á að afurð helgarinnar verði kærkomin viðbót í það flotta gæðastarf sem á sér stað í íslenska háskólasamfélaginu.


Aldís Mjöll Geirsdóttir og David Erik Mollberg

_MG_2609 (1).jpg
Read More
Guest User Guest User

Háskóladagurinn 4. mars

Háskóladagurinn var haldinn hátíðlega þann 4. mars síðastliðinn en þúsundir lögðu leið sína í Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og Listaháskóla Íslands til þess að kynna sér það nám sem háskólar landsins bjóða upp á. Fulltrúar frá öllum skólunum kynntu þær rúmlega 500 námsleiðir sem í boði eru en auk kynninga á þeim voru m.a. alls konar skemmtilegar uppákomur, kynningar á þeim tækjum og tólum sem skólarnir búa yfir sem og á ýmsum rannsóknum. 

Háskóladagurinn var haldinn hátíðlega þann 4. mars síðastliðinn en þúsundir lögðu leið sína í Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og Listaháskóla Íslands til þess að kynna sér það nám sem háskólar landsins bjóða upp á. Fulltrúar frá öllum skólunum kynntu þær rúmlega 500 námsleiðir sem í boði eru en auk kynninga á þeim voru m.a. alls konar skemmtilegar uppákomur, kynningar á þeim tækjum og tólum sem skólarnir búa yfir sem og á ýmsum rannsóknum. 

David Erik, formaður LÍS og Kristín Sólveig, fulltrúi SFHR í framkvæmdastjórn LÍS kynntu samtökin í Háskólanum í Reykjavík

David Erik, formaður LÍS og Kristín Sólveig, fulltrúi SFHR í framkvæmdastjórn LÍS kynntu samtökin í Háskólanum í Reykjavík

Ágústa Björg, fulltrúi í jafnréttisnefnd LÍS, Sunna Mjöll, gæðastjóri LÍS og Aldís Mjöll, varaformaður LÍS, í Háskóla Íslands

Ágústa Björg, fulltrúi í jafnréttisnefnd LÍS, Sunna Mjöll, gæðastjóri LÍS og Aldís Mjöll, varaformaður LÍS, í Háskóla Íslands

Landssamtök íslenskra stúdenta tóku þátt í fyrsta skipti í deginum en fulltrúar frá samtökunum stóðu vaktina í Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. Þar gafst verðandi háskólanemum auk annarra gesta tækifæri á að kynna sér samtökin. Þá voru margir sem gáfu sig á tal við fulltrúa LÍS og spurðu út í starfsemi samtakanna sem og hin ýmsu málefni sem varða stúdenta.

 

 

LÍS vonar að þetta verði fastur liður í starfsemi samtakanna en það var frábært að fá tækifæri til þess að kynna samtökin og vera til staðar til að svara ýmsum spurningum. Nú er ekki annað en að vona að verðandi háskólanemar séu einhverju nær um valið á sínu námi. Sjáumst í einhverjum af þeim sjö háskólum sem Ísland býr yfir, í haust!

Heiðdís Hanna, fulltrúi NLHÍ í framkvæmdastjórn LÍS og Maria Araceli, fulltrúi í viðburðanefnd LÍS

Heiðdís Hanna, fulltrúi NLHÍ í framkvæmdastjórn LÍS og Maria Araceli, fulltrúi í viðburðanefnd LÍS

Allskonar kræsingar á boðstólum!

Allskonar kræsingar á boðstólum!

#hdagurinn #LÍSnemar

Read More
Guest User Guest User

Nýársþing LÍS á Hvanneyri

Nýársþing framkvæmdastjórnar LÍS var haldið helgina 21. - 22. janúar í húsakynnum Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Á þingið mættu framkvæmdastjórnar- og nefndarmeðlimir og unnu allir hörðum höndum.

Nýársþing framkvæmdastjórnar LÍS var haldið helgina 21. - 22. janúar í húsakynnum Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Á þingið mættu framkvæmdastjórnar- og nefndarmeðlimir og unnu allir hörðum höndum.

IMG_3560.JPG

Ávinningur helgarinnar var efling á innviðum samtakanna, vinna í stefnumótun í ýmsum málum og vinna að skipulagningu næstu viðburða. Tveir stórir viðburðir eru í vændum, Landsþing LÍS og NOM-fundur. Á þessum stutta tíma sem fulltrúar LÍS dvöldu á náttúruperlunni sem Hvanneyri er, var unnin afkastamikil vinna. Unnið var í þremur vinnustofum; Þátttaka stúdenta í eflingu gæða í háskólum, Kynningarefni samtakanna og Alþjóðlegt samstarf LÍS.

Við þökkum LBHÍ kærlega fyrir frábærar móttökur.

IMG_3637.JPG
Read More
Guest User Guest User

Stjórnarfundur ESU í Gdansk

Stjórnarfundur European Students Union (ESU) er æðsta ákvörðunarvald samtakanna. Þar koma saman öll 45 landssamtök þeirra 38 landa sem því tilheyra. Fundurinn er haldinn tvisvar sinnum á ári, í desember og maí. Þar eru tekin fyrir og kosið um ýmis málefni sem varða samtökin. Þá má til dæmis nefna lagabreytingar, stefnumótun, aðildarumsóknir

Stjórnarfundur European Students Union (ESU) er æðsta ákvörðunarvald samtakanna. Þar koma saman öll 45 landssamtök þeirra 38 landa sem því tilheyra. Fundurinn er haldinn tvisvar sinnum á ári, í desember og maí. Þar eru tekin fyrir og kosið um ýmis málefni sem varða samtökin. Þá má til dæmis nefna lagabreytingar, stefnumótun, aðildarumsóknir og framkvæmdarstjórn ESU gerir grein fyrir vinnu sinni með því að kynna starfskýrslur sínar.

Fulltrúar LÍS, Aldís Mjöll Geirsdóttir og Þórður Jóhannsson, fylgjast með ræðu forsætisráðherra Póllands á opnun stjórnarfundarins

Fulltrúar LÍS, Aldís Mjöll Geirsdóttir og Þórður Jóhannsson, fylgjast með ræðu forsætisráðherra Póllands á opnun stjórnarfundarins

LÍS sendi tvo fulltrúa til Gdansk til þess að sitja 71. stjórnarfundinn sem fór fram í Gdansk (Póllandi) 1. - 3. desember. Það var margt áhugavert sem kom fram en það sem stóð upp úr að mati fulltrúanna var umræða um tvær mikilvægar yfirlýsingar ESU sem báðar voru samþykktar eftir nokkra samvinnu og rökræður.

Þá dregur hún einnig fram möguleika og kosti menntunar í baráttunni gegn hvers konar öfgum og þá sérstaklega þeim þjóðernisöfgum sem virðast vera rísandi í Evrópu um þessar mundir.

Sú fyrri ber heitið „Statement on the role of education in promoting peaceful and cohesive societies“ og fjallar í stórum dráttum um mikilvægi menntunar í því að styrkja og viðhalda góðum samfélagslegum innviðum. Þá dregur hún einnig fram möguleika og kosti menntunar í baráttunni gegn hvers konar öfgum og þá sérstaklega þeim þjóðernisöfgum sem virðast vera rísandi í Evrópu um þessar mundir.

Sú seinni ber heitið „Statement on the new skills agenda for Europe“ og er í raun ráðlegging stúdenta til Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um það hvernig það eigi að framkvæma sína eigin aðgerðaráætlun í baráttunni gegn vaxandi atvinnuvanda Evrópu.

Nálgast má báðar yfirlýsingarnar á heimasíðu ESU eða hér.

IMG_3783.JPG

Næsti stjórnarfundur verður í Möltu í byrjun maí 2017. Undirbúningur fyrir þann fund er nú þegar hafinn og stefnir LÍS á að senda þrjá fulltrúa.  

 

Frétt unnin af Þórði Jóhannssyni og Aldísi Mjöll Geirsdóttur  

_MG_2539.jpg
_MG_2609 (1).jpg
 
Read More