
Umræður á landsþingi LÍS um húsnæðismál Listaháskóla Íslands
Á Landsþingi LÍS óskaði Nemendaráð Listaháskólans eftir því að tekin yrði til umræðu þingsályktunartillaga sem liggur nú fyrir. Þingsályktunartillagan hvetur til þess að húsnæðismál Listaháskólans verði sett í forgang á komandi tíð og að einhvers konar endanlegt fyrirkomulag verði fundið.
Á landsþingi Landssamtaka íslenskra stúdenta sem var haldið í Háskólanum á Akureyri helgina 17. - 19. mars var ýtarlega fjallað um gæðamál háskólanna. Um hvað þau snerust, hvernig farið er að þeim og það tekið til umræðu hvaða mál ætti að leggja áherslu á út frá sjónarhóli stúdenta.
Það var því mjög viðeigandi, eftir heila helgi af slíkum umræðum og hugarflugi, að nemendaráð Listaháskólans óskaði eftir því að tekin yrði til umræðu þingsályktunartillaga sem liggur nú fyrir. Þingsályktunartillagan, sem lögð er fram af hópi þingmanna úr þremur mismunandi flokkum, hvetur til þess að húsnæðismál Listaháskólans verði sett í forgang á komandi tíð og að einhvers konar endanlegt fyrirkomulag verði fundið.
Eins og staðan er í dag þá er Listaháskólinn niðurkominn í fjórum mismunandi húsnæðum í misgóðu ástandi. Til dæmis um það má nefna að tvö húsnæðanna búa yfir engu aðgengi fyrir hreyfihamlaða og í einu þeirra er núna vænst staðfestingar á því að þar megi finna myglusvepp, en kennarar og nemendur, sem hafa lýst því að finna fyrir áhrifum myglusvepps, hafa tekið upp á því að flýja húsnæðið og leitað í aðstöður utan skólans til þess að geta haldið störfum sínum áfram. Þær deildir sem eru staðsettar í því húsnæði munu koma til með að vera húsnæðislausar þegar staðfesting á myglusvepp hefur borist.
Húsnæði tónlistar- og sviðlistabrautar Listaháskólans er staðsett á Sölvhólsgötu. Beðið er eftir staðfestingu á því að í húsinu, sem er fimm hæða og lyftulaust, sé myglusveppur. – Mynd: visir.is
Sandra Rún Jónsdóttir, formaður NLHÍ, gerir grein fyrir umsögn NLHÍ um þingsályktunartillöguna – Mynd: Elín Dóra Birgisdóttir
Nemendaráð Listaháskólans las upp umsögn sína um þingsályktunartillöguna þar sem rök voru færð fyrir nauðsyn þessa máls og óskaði eftir stuðningi við umsögnina frá hinum aðildarfélögum LÍS. Bón NLHÍ var tekið af hinum aðildarfélögunum með eindæma hvatningu og vilja til stuðnings. Þau hvöttu NLHÍ til þess að láta í sér heyra og fögnuðu því að NLHÍ vekti athygli á þessu, undirstrikuðu þörfina á umfjöllun og tjáðu sig um það að LÍS ætti að beita sér sem þrýstiafl í þessu máli. Afrakstur umræðnanna fólst í því að öll aðildarfélögin hyggðust skrifa undir stuðningsyfirlýsingu við umsögn nemendaráðs Listaháskóla Íslands og að í framhaldi af því myndi LÍS beita sér fyrir þessu.
NLHÍ er þakklátt fyrir þær móttökur sem það fékk við umleitan sinni, en viðtökur sem þessar eru tákn um einstakan hóp einstaklinga sem sitja í forsvari fyrir stúdenta landsins, þar sem ekki er leitað eftir því að kljúfa í fylkingar, heldur sameinast í baráttumálum sínum og gæta hagsmuna hvers annars.
Þessar umræður voru byltingakenndar að mörgu leyti, og þá mögulega fyrst og fremst að því að þarna var komið veigamikið mál sem LÍS gæti beitt sér fyrir með öllum sínum mætti, sem sameinuð rödd stúdenta.
Húsnæði myndlistardeildar er staðsett á Laugarnesi. Húsið er fyrrum sláturhús SS. Listaháskólinn nýtir einungis hluta húsnæðisins, en restin er nýtt í geymslurými fyrir ríkisstarfsmenn og þjóðleikhúsið. Pípulagnir hússins eru að mestu leyti handónýtar svo að skólplykt hefur legið í húsinu ásamt því að eina lyftan sem stendur til boða er vörulyfta. Húsið hefur ekki gengið í gegnum viðunandi breytingar til þess að geta þjónað sem almennilegt skólarými. – Mynd: lhi.is
Frétt unnin af Elsu Maríu Guðlaugs Drífudóttur, fulltrúa NLHÍ í framkvæmdastjórn LÍS
Mikil samstaða og baráttuhugur einkenndi Landsþing LÍS 2017 – Samantekt frá þinginu
Landsþing Landssamtaka íslenskra stúdenta var haldið í Háskólanum á Akureyri um helgina, 17. - 19. mars. Yfirskrift þingsins var Hvers virði er mín menntun? – Efling stúdenta í gæðastarfi háskólanna.
Landsþing Landssamtaka íslenskra stúdenta var haldið í Háskólanum á Akureyri um helgina, 17. - 19. mars. Yfirskrift þingsins var Hvers virði er mín menntun? – Efling stúdenta í gæðastarfi háskólanna.
Landsþing LÍS hefur æðsta vald í öllum málum samtakanna og vinnur framkvæmdastjórn eftir stefnum þingsins í sínum daglegu störfum. Á hverju landsþingi er ákveðið þema og dagskrá í samræmi við það.
Á föstudeginum byrjaði dagskráin á erindi frá Eyjólfi Guðmundssyni, rektor Háskólans á Akureyri. Hann brýndi fyrir þinggestum þá ábyrgð sem lægi á herðum þeirra sem berjast fyrir hagsmunum stúdenta og mikilvægi þess að íslenskir stúdentar, hvaðan af landinu sem þeir kæmu, stæðu saman í baráttunni. Hann minnti einnig á að íslenskir stúdentar væru, þrátt fyrir að vera að landfræðilega einangraðir, partur af alþjóðasamfélagi og ættu að taka virkan þátt í mótun þess.
Hefðbundin mál voru einnig á dagskrá á þinginu. Ársskýrsla stjórnar var kynnt, reikningar samtakanna bornir upp til samþykktar og árgjöld aðildarfélaganna rædd.
Myndir: Elín Dóra Birgisdóttir
Stefnumótun: Efling stúdenta í gæðastarfi
Á laugardeginum var fjallað um ólíka fleti í gæðastarfi og mikilvægi þátttöku stúdenta í starfinu. Í upphafi dags flutti Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, erindi um virðisauka háskólamenntunar á Íslands. Þórunn sýndi að við lok prófgráðu stöndum við á Íslandi höllum fæti í samanburði við nágrannalönd. Það er samfélaginu til hagsbóta að hafa hátt menntunarstig í landinu en aftur á móti vantar hvata til að sækja sér menntun á háskólastigi þar sem í því felst lítil virðisaukning þegar kemur að launakjörum.
Þinggestir fengu síðan að hlýða á áhugaverða fyrirlestra um gæðastarf í háskólasamfélaginu frá sérfræðingum á því sviði og nemendum sem hafa unnið ötullega að gæðastarfi í sínum háskóla. Sigurður Óli Sigurðsson og María Kristín Gylfadóttir, frá Rannís, fjölluðu um gæðastarf og gerðu þinggestum grein fyrir stöðu gæðamála á Íslandi. Þá fjölluðu þau sérstaklega um QEF (Quality Enhancement Framework), sem er rammaáætlun um ytri og innri gæðaúttektir íslenskra háskóla. Fyrsti hluti QEF fór fram á árunum 2010-2015 en nú í haust mun annar hluti gæðaúttektanna fara af stað og standa til ársins 2024. Í ferlinu munu allir íslenskir háskólar fara í gegnum innri og ytri gæðaúttektir sem stýrt verður af erlendum sérfræðingum. Skólunum verður að lokum gefin einkunn þar sem kemur fram hvort þeir hafi staðist úttektirnar að fullu, að hluta til eða ekki staðist þær.
Einar Hreinsson, forstöðumaður kennslusviðs í HR, tók svo til máls. Einar sagði frá nýju gæðakerfi sem hefur verið í þróun hjá skólanum. Hann fjallaði sérstaklega um mikilvægi þátttöku nemenda í gæðastarfi og sagði að samstarf við nemendur væri nauðsynlegur hlekkur til að þróa og innleiða gæðakerfi.
Því næst fengu þinggestir að hlýða á erindi frá Ernu Sigurðardóttur, meistaranema í lögfræði við HR. Erna er hagsmunafulltrúi SFHR og hefur unnið með Einari að þróun nýs gæðakerfis. Hún fjallaði um mikilvægi þátttöku stúdenta í ferlinu og sagði þar sérstaklega mikilvægt að auka þátttöku nemenda í kennslukönnunum.
Að lokum var erindi frá heimamanni, Arnheiði Eyþórsdóttur, sem er starfandi gæðastjóri HA. Arnheiður fjallaði um gæðakerfi Háskólans á Akureyri, en HA hefur verið framarlega í þátttöku stúdenta í gæðastarfi sínu.
Seinni hluti laugardags fór í stefnumótunarvinnu um gæðamál, en María Kristín og Sigurður Óli frá Rannís stýrðu vinnustofum þess efnis. Þar komu meðal annars fram helstu áskoranir sem fylgja gæðastarfi. Augljóst er að háskólanemendur eru uggandi yfir undirfjármögnun háskólakerfisins og telja það vera mikla hindrun í eflingu gæða í háskólunum. Aðrar áskoranir sem þinggestir sammældust um voru skortur á upplýsingum og sýnileika árangurs, en þetta kemur til dæmis oft fyrir í úrvinnslu kennslukannana. Einnig kom fram að mikilvægt er að stofnanaminni glatist ekki í hagsmunabaráttu stúdenta, en þinggestir bentu á að hröð endurnýjun fulltrúa stúdenta ásamt tímaleysi á meðan námi stendur sé eitthvað sem þarf að leysa til að tryggja öfluga þátttöku stúdenta í gæðastarfi.
Mynd: Elín Dóra Birgisdóttir
Þinggestir voru á einu máli um mikilvægi þess að stúdentar taki þátt í gæðastarfi í háskólunum. Þetta hefur þó oft verið erfitt að innleiða sökum áskorana sem bent hefur verið á og mikið rými til úrbóta. Í stefnumótunarvinnunni kom meðal annars fram að þátttaka stúdenta tryggir fjölbreyttara og jafnara háskólasamfélag. Það er öllum til hagsbóta að mikið samtal sé milli nemenda og starfsfólks háskólanna þar sem það auðveldar alla innleiðingu á breytingum. Úr nægu efni er að vinna eftir öflugar vinnustofur og hlakkar framkvæmdastjórn LÍS til að skoða það nánar við gerð stefnu samtakanna í gæðamálum.
Eftir að vinnustofum dagsins lauk voru breytingar á lögum samtakanna teknar fyrir. Lagabreytingarnar tóku tæpa fimm klukkustundir. Framkvæmdastjórn LÍS var ánægð með hvernig allt fór fram en vel tókst að vinna úr öllum minniháttar ágreiningsmálum sem upp komu og þær farsælur málamiðlanir sem mynduðust styrkja stoðir samtakanna. Út frá ýmsum lagabreytingum sköpuðust oft áhugaverðar umræður um ákveðna fleti starfsemi samtakanna sem munu koma til með að vera leiðbeinandi og til hagsbóta fyrir framkvæmdastjórn næsta starfsárs.
Stefnumótunarvinna um sameiginleg hagsmunamál stúdenta. Mynd: Elín Dóra Birgisdóttir
Það sem stóð upp úr á sunnudeginum var vinnustofan sem framkvæmdastjórn LÍS sá um en þar veltu þingfulltrúar því fyrir sér hver stærstu sameiginlegu hagsmunamál stúdenta væru og af hverju. Í framhaldi var það rætt sérstaklega hvernig LÍS gæti beitt sér fyrir þeim hagsmunamálum er þingfulltrúar töldu vera í forgangi. Þau hagsmunamál sem augljóst er að brenna hvað mest á stúdentum er undirfjármögnun háskólakerfisins, lánasjóður íslenskra námsmanna og aðgengi að námi.
Aldís Mjöll kjörin formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta
Aldís Mjöll Geirsdóttir lagði áherslu á mikilvægi samstöðu stúdenta í hagsmunabárattu þeirra í framboðsræðunni sinni. - Mynd: Elín Dóra Birgisdóttir
Síðasti dagskrárliður sunnudagsins, og þar með landsþingsins sjálfs, var kjör formanns, gæðastjóra og alþjóðaforseta samtakanna en samkvæmt lögum LÍS er kosið um þau embætti á landsþingi. Aldís Mjöll Geirsdóttir hlaut kjör sem formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta en hún er 22 ára laganemi á öðru ári við Háskóla Íslands. Aldís hefur setið í framkvæmdastjórn samtakanna síðastliðin tvö ár og þar af sinnt stöðu gjaldkera og varaformanns. Í ræðu sinni lagði hún áherslu á að stúdentar yrðu að standa saman í hagsmunabaráttunni en kominn væri tími á að styrkja rödd stúdenta í samfélaginu. Sameinuð rödd stúdenta væri besta þrýstiaflið.
Í embætti gæðastjóra LÍS var David Erik Mollberg kosinn en hann er sitjandi formaður samtakanna og hefur tekið drjúgan þátt í gæðastarfi samtakanna á árinu. David er 22 ára rekstrarverkfræðinemi á þriðja ári í Háskólanum í Reykjavík. Nýkjörinn alþjóðaforseti LÍS er Elsa María Guðlaugs Drífudóttir en síðastliðið starfsár hefur hún sinnt stöðu jafnréttisfulltrúa. Elsa er nemi á þriðja ári í myndlist við Listaháskóla Íslands.
Tilnefningar í framkvæmdastjórn LÍS
Í lok þings var einnig tekið á móti tilnefningum í framkvæmdastjórn LÍS fyrir komandi starfsár.
Aðildarfélögin tilnefna einn einstakling á hverju ári til setu í framkvæmdastjórn í tvö ár. Þannig er það tryggt að reynsla haldist innan samtakanna. Sum félög báðu um undanþágu til tilnefningar og hafa þau til skiptafundar til að tilnefna í stjórnina.
Framkvæmdatjórn LÍS fyrir starfsárið 2017 - 2018 verður svo hljóðandi:
Frá Félagi stúdenta við Háskólann á Akureyri
Varamenn:
Sigurbjörg Arna Stefánsdóttir
Björn Auðun Ólafsson
Fulltrúar:
Anna Sif Guðmundsdóttir
Lísa Margrét Rúnarsdóttir
Frá Nemendafélagi Háskólans á Bifröst
Varamaður:
Þórarinn Halldór Óðinsson
Fulltrúar:
Guðrún Marisibil heimisdóttir
Teitur Erlingsson
Frá Nemendafélagi Landbúnaðarháskóla Íslands
Fulltrúi:
Ísfold Líf Ágústdóttir
Frá Nemendaráði Listaháskóla Íslands
Fulltrúar:
Elsa María Guðlaugs Drífudóttir
Heiðdís Hanna Sigurðardóttir
Frá Stúdentafélagi Háskólans í Reykjavík
Varamenn:
Íris Björk Snorradóttir
Salka Sigurðardóttir
Fulltrúar:
Kristín Sólveig Kormáksdóttir
Eygló María Björnsdóttir
Frá Stúdentaráði Háskóla Íslands
Varamenn:
Kristrún Helga Jóhannsdóttir
Sandra Silfá ragnarsdóttir
Fulltrúi:
Ágústa Björg Kettler Kristjánsdóttir
Frá Stúdentafélagi Hólaskóla
Varamaður:
Fríða Hansen
Fulltrúi:
Brynjar Darri Sigurðsson Kjerúlf
Samband íslenskra námsmanna erlendis bað um undanþágu til skiptafundar.
Ný stjórn tekur formlega við á skiptafundi samtakanna sem haldinn verður í maí.
Þessi helgi sýndi það og sannaði hversu mikilvægur góður samráðs- og samskiptavettvangur er íslenskum stúdentum. Aðildarfélög mega vera gríðarlega stolt af sínum þingfulltrúum sem voru algjörlega til fyrirmyndar í vinnu sinni og framkomu. Nálgun þeirra á þau málefni sem voru til umræðu var bæði fagleg og lausnamiðuð. Viljinn til skilnings og samstarfs var sterkur og hvetjandi. Það var því framkvæmdarstjórn snemma ljóst að þrátt fyrir að koma úr ólíkum áttum þá er samstaða á milli stúdenta mikil. Allir þingfulltrúar höfðu miklar áhyggjur af undirfjármögnun íslenska menntakerfisins og mikilvægi þess að endurskoða fyrirkomulag Lánasjóðs íslenskra námsmamma með hlutverk hans í huga. Þá voru allir sammála um mikilvægi þess að tryggja gæði náms og var stórt skref tekið í þá átt á þinginu með mikilvægu innleggi þingfulltrúa.
Mörg krefjandi verkefni bíða komandi framkvæmdarstjórnar. Ásamt því að tryggja að íslenskir stúdentar séu sameinaðir í baráttu sinni um öll hagsmunamál og halda áfram að rækta sambönd sín við landssamtök stúdenta erlendis verður hafin mótun stefnu í gæðamálum sem byggir á framlagi þingfulltrúanna þessa helgi. Þó að verkefnin séu krefjandi má framkvæmdarstjórn vera bjartsýn því ef andinn á landsþinginu, sem einkenndist af vilja, virðingu og vináttu, er einhver fyrirboði þá er samstaða íslenskra stúdenta mikil. Rödd íslenskra stúdenta er sameinuð undir Landssamtökum íslenskra stúdenta!
LÍS þakkar öllum þeim sem tók þátt á þinginu og komu að skipulagningunni kærlega fyrir.
Myndir: Elín Dóra Birgisdóttir
Landsþing LÍS 2017: “Hvers virði er mín menntun? – Efling stúdenta í gæðastarfi háskólanna“
Landsþing LÍS verður haldið í Háskólanum á Akureyri um helgina, 17. - 19. mars. Þema þingsins í ár snýr því að gæðastarfi í íslenskum háskólum og þátttöku stúdenta í því. Í framhaldi verður unnin stefna í gæðamálum sem við teljum nauðsynlega fyrir framþróun íslensks háskólasamfélags. Einn af hornsteinum samtakanna við stofnun árið 2013 var að vinna ötullega að samræmingu gæðastarfs milli háskóla á Íslandi.
Landsþing LÍS verður haldið í Háskólanum á Akureyri um helgina, 17. - 19. mars.
Yfirskrift þingsins er: Hvers virði er mín menntun – Efling stúdenta í gæðastarfi háskólanna. Þema þingsins í ár snýr því að gæðastarfi í íslenskum háskólum og þátttöku stúdenta í því. Í framhaldi verður unnin stefna í gæðamálum sem við teljum nauðsynlega fyrir framþróun íslensks háskólasamfélags. Einn af hornsteinum samtakanna við stofnun árið 2013 var að vinna ötullega að samræmingu gæðastarfs milli háskóla á Íslandi.
Fyrirlesarar á þinginu verða Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, Sigurður Óli Sigurðsson, sérfræðingur hjá Rannís, María Kristín Gylfadóttir, sérfræðingur hjá Rannís, Einar Hreinsson, forstöðumaður kennslusviðs HR, Erna Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi stúdenta í Gæðaráði íslenskra háskóla, og Arnheiður Eyþórsdóttir, aðjúnkt við auðlindadeild HA.
Dagskrá þingsins
Ásamt fjörlegum dagskrárliðum um gæðamál verður skýrsla stjórnarinnar kynnt og reikningar samtakanna bornir upp, verklags- og lagabreytingar teknar fyrir og kjör formanns, gæðastjóra og alþjóðaforseta.
Fyrir utan öfluga stefnumótunarvinnu þá er þingið einnig mikilvægur vettvangur fyrir fulltrúa allra íslenskra stúdenta, þvert á landið, til þess að hittast, ræða hin ýmsu málefni stúdenta, miðla þekkingu og læra hver af öðrum.
Fulltrúar stúdenta á Landsþingi LÍS árið 2016.
Það er ljóst að umræður þingsins verða fjölbreyttar og með margvíslegu sniði en þó allar með það að markmiði að efla hagsmunabaráttu stúdenta.
Við erum full tilhlökkunar og bjartsýn á að afurð helgarinnar verði kærkomin viðbót í það flotta gæðastarf sem á sér stað í íslenska háskólasamfélaginu.
Aldís Mjöll Geirsdóttir og David Erik Mollberg
Háskóladagurinn 4. mars
Háskóladagurinn var haldinn hátíðlega þann 4. mars síðastliðinn en þúsundir lögðu leið sína í Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og Listaháskóla Íslands til þess að kynna sér það nám sem háskólar landsins bjóða upp á. Fulltrúar frá öllum skólunum kynntu þær rúmlega 500 námsleiðir sem í boði eru en auk kynninga á þeim voru m.a. alls konar skemmtilegar uppákomur, kynningar á þeim tækjum og tólum sem skólarnir búa yfir sem og á ýmsum rannsóknum.
Háskóladagurinn var haldinn hátíðlega þann 4. mars síðastliðinn en þúsundir lögðu leið sína í Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og Listaháskóla Íslands til þess að kynna sér það nám sem háskólar landsins bjóða upp á. Fulltrúar frá öllum skólunum kynntu þær rúmlega 500 námsleiðir sem í boði eru en auk kynninga á þeim voru m.a. alls konar skemmtilegar uppákomur, kynningar á þeim tækjum og tólum sem skólarnir búa yfir sem og á ýmsum rannsóknum.
David Erik, formaður LÍS og Kristín Sólveig, fulltrúi SFHR í framkvæmdastjórn LÍS kynntu samtökin í Háskólanum í Reykjavík
Ágústa Björg, fulltrúi í jafnréttisnefnd LÍS, Sunna Mjöll, gæðastjóri LÍS og Aldís Mjöll, varaformaður LÍS, í Háskóla Íslands
Landssamtök íslenskra stúdenta tóku þátt í fyrsta skipti í deginum en fulltrúar frá samtökunum stóðu vaktina í Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. Þar gafst verðandi háskólanemum auk annarra gesta tækifæri á að kynna sér samtökin. Þá voru margir sem gáfu sig á tal við fulltrúa LÍS og spurðu út í starfsemi samtakanna sem og hin ýmsu málefni sem varða stúdenta.
LÍS vonar að þetta verði fastur liður í starfsemi samtakanna en það var frábært að fá tækifæri til þess að kynna samtökin og vera til staðar til að svara ýmsum spurningum. Nú er ekki annað en að vona að verðandi háskólanemar séu einhverju nær um valið á sínu námi. Sjáumst í einhverjum af þeim sjö háskólum sem Ísland býr yfir, í haust!
Heiðdís Hanna, fulltrúi NLHÍ í framkvæmdastjórn LÍS og Maria Araceli, fulltrúi í viðburðanefnd LÍS
Allskonar kræsingar á boðstólum!
#hdagurinn #LÍSnemar
Nýársþing LÍS á Hvanneyri
Nýársþing framkvæmdastjórnar LÍS var haldið helgina 21. - 22. janúar í húsakynnum Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Á þingið mættu framkvæmdastjórnar- og nefndarmeðlimir og unnu allir hörðum höndum.
Nýársþing framkvæmdastjórnar LÍS var haldið helgina 21. - 22. janúar í húsakynnum Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Á þingið mættu framkvæmdastjórnar- og nefndarmeðlimir og unnu allir hörðum höndum.
Ávinningur helgarinnar var efling á innviðum samtakanna, vinna í stefnumótun í ýmsum málum og vinna að skipulagningu næstu viðburða. Tveir stórir viðburðir eru í vændum, Landsþing LÍS og NOM-fundur. Á þessum stutta tíma sem fulltrúar LÍS dvöldu á náttúruperlunni sem Hvanneyri er, var unnin afkastamikil vinna. Unnið var í þremur vinnustofum; Þátttaka stúdenta í eflingu gæða í háskólum, Kynningarefni samtakanna og Alþjóðlegt samstarf LÍS.
Við þökkum LBHÍ kærlega fyrir frábærar móttökur.