
Vilt þú taka þátt í spennandi frumkvöðlaverkefni á vegum jafnréttisnefndar LÍS?
Jafnréttisnefnd LÍS leitar að áhuga- og framtakssömum háskólanemum sem hafa áhuga á því að taka þátt í uppsetningu vefsíðunnar Réttinda Ronju. Réttinda Ronja er vefsíða sem inniheldur gagnagrunn og upplýsingar um réttindi og úrræði fyrir háskólanema með fatlanir og sértæka námsörðugleika.
Stjórnarfundur ESU í Gdansk
Stjórnarfundur European Students Union (ESU) er æðsta ákvörðunarvald samtakanna. Þar koma saman öll 45 landssamtök þeirra 38 landa sem því tilheyra. Fundurinn er haldinn tvisvar sinnum á ári, í desember og maí. Þar eru tekin fyrir og kosið um ýmis málefni sem varða samtökin. Þá má til dæmis nefna lagabreytingar, stefnumótun, aðildarumsóknir
Stjórnarfundur European Students Union (ESU) er æðsta ákvörðunarvald samtakanna. Þar koma saman öll 45 landssamtök þeirra 38 landa sem því tilheyra. Fundurinn er haldinn tvisvar sinnum á ári, í desember og maí. Þar eru tekin fyrir og kosið um ýmis málefni sem varða samtökin. Þá má til dæmis nefna lagabreytingar, stefnumótun, aðildarumsóknir og framkvæmdarstjórn ESU gerir grein fyrir vinnu sinni með því að kynna starfskýrslur sínar.
Fulltrúar LÍS, Aldís Mjöll Geirsdóttir og Þórður Jóhannsson, fylgjast með ræðu forsætisráðherra Póllands á opnun stjórnarfundarins
LÍS sendi tvo fulltrúa til Gdansk til þess að sitja 71. stjórnarfundinn sem fór fram í Gdansk (Póllandi) 1. - 3. desember. Það var margt áhugavert sem kom fram en það sem stóð upp úr að mati fulltrúanna var umræða um tvær mikilvægar yfirlýsingar ESU sem báðar voru samþykktar eftir nokkra samvinnu og rökræður.
“Þá dregur hún einnig fram möguleika og kosti menntunar í baráttunni gegn hvers konar öfgum og þá sérstaklega þeim þjóðernisöfgum sem virðast vera rísandi í Evrópu um þessar mundir. ”
Sú fyrri ber heitið „Statement on the role of education in promoting peaceful and cohesive societies“ og fjallar í stórum dráttum um mikilvægi menntunar í því að styrkja og viðhalda góðum samfélagslegum innviðum. Þá dregur hún einnig fram möguleika og kosti menntunar í baráttunni gegn hvers konar öfgum og þá sérstaklega þeim þjóðernisöfgum sem virðast vera rísandi í Evrópu um þessar mundir.
Sú seinni ber heitið „Statement on the new skills agenda for Europe“ og er í raun ráðlegging stúdenta til Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um það hvernig það eigi að framkvæma sína eigin aðgerðaráætlun í baráttunni gegn vaxandi atvinnuvanda Evrópu.
Nálgast má báðar yfirlýsingarnar á heimasíðu ESU eða hér.
Næsti stjórnarfundur verður í Möltu í byrjun maí 2017. Undirbúningur fyrir þann fund er nú þegar hafinn og stefnir LÍS á að senda þrjá fulltrúa.
Frétt unnin af Þórði Jóhannssyni og Aldísi Mjöll Geirsdóttur
Ráðstefna í Malmö: House Erasmus
Nýverið var LÍS boðið að taka þátt í mikilvægu samráði um húsnæðismál háskólanema á Norðurlöndunum, dagana 22. - 23. nóvember. Hrefna Ósk Maríudóttir, fulltrúi í alþjóðanefnd LÍS, sótti fyrsta viðburðinn af þremur sem House Erasmus mun standa fyrir.
Nýverið var LÍS boðið að taka þátt í mikilvægu samráði um húsnæðismál háskólanema á Norðurlöndunum, dagana 22. - 23. nóvember. Hrefna Ósk Maríudóttir, fulltrúi í alþjóðanefnd LÍS, sótti fyrsta viðburðinn af þremur sem House Erasmus mun standa fyrir.
Markmið ráðstefnunnar voru m.a. að bera kennsl á þær hindranir og erfiðleika sem skiptinemar þurfa að takast á við til þess eins að setjast að í nýju landi. Með samráði og betri skilningi á núverandi stöðu mála er von að hagsmunasamtök nemenda geti betur stutt við skiptinema sína og auðveldað þeim að finna húsnæði.
Í upphafi viðburðarins fengum við nokkuð ítarlegar skýringar á þeirri tölfræði sem House Erasmus hafði safnað og unnið úr síðastliðna mánuði. Tölfræðin snerti á hlutföllum skiptinema, hvernig þeir finna húsnæði, hversu mikið þeir greiða og hvernig gæði húsnæðisins er.
“Það var auðvitað töluverður munur á því besta og versta sem háskólar Norðurlandanna bjóða skiptinemum sínum upp á við komu þeirra til landsins.”
Þegar leið á daginn hófum þátttakendur að bera saman bækur okkar, nánar tiltekið, hvernig við höfðum nálgast vandamálið í okkar heimalandi. Það var auðvitað töluverður munur á því besta og versta sem háskólar Norðurlandanna bjóða skiptinemum sínum upp á við komu þeirra til landsins. Í flestum tilfellum sjá háskólarnir skiptinemum fyrir húsnæði, en fjöldi íbúða er ávallt takmarkaður og nemendur þurfa að greiða óhemju há gjöld til þess að halda húsnæðinu. Í verstu tilfellunum bjóða háskólarnir ekki upp á neina aðstoð hvað varðar húsnæði og þó nokkrir nemendur enda á því að halda aftur heim þar sem þeir finna hvergi húsnæði.
Einnig kom fram að í flestum löndum eru alls konar skipulagðar svikamyllur sem blekkja nemendur til þess að borga himinháar upphæðir fyrirfram án þess að fá nokkurn tíma lykla að neinu. Okkur var því ljóst að aðstæður skiptinema eru svo sannarlega bágar.
Að loknum samanburði og samráði hófum við leit að ráðum, aðferðum og lausnum. Þar sem þetta var einungis fyrsti samráðsfundur þessarra samtaka eru ekki komnar endarlegar niðurstöður hvað það varðar. Þó má taka fram að aðferðir sem önnur lönd hafa góða reynslu af gætu vel gengið hérlendis til þess að bæta úr stöðu mála.
Svíþjóð, Finnland og Danmörk hafa undanfarið haldið rannsóknir til þess að betur skilja vilja skiptinema sinna og hafa þar af leiðandi marktækar upplýsingar til þess að byggja kröfur sínar á. Þannig sameina þau raddir sínar undir einföldum en skýrum markmiðum sem þau leggja sínar fyrir sínar menntastofnanir og ríkisstjórn.
Frétt unnin af Hrefnu Ósk Maríudóttur
Nordiskt Ordförande Møte í Helsinki: „EU advocacy and Nordic cooperation“
Nordiskt Ordförande Møte eða NOM er fastur fundur í árlegri alþjóðastarfsemi LÍS. Á fundinum, sem er haldinn tvisvar á ári, hittast landssamtök Norðurlandanna og Eystrarsaltsríkjanna til þess að ræða mikilvæg mál er varða hagsmuni stúdenta.
Nordiskt Ordförande Møte eða NOM er fastur fundur í árlegri alþjóðastarfsemi LÍS. Á fundinum, sem er haldinn tvisvar á ári, hittast landssamtök Norðurlandanna og Eystrarsaltsríkjanna til þess að ræða mikilvæg mál er varða hagsmuni stúdenta.
Dagana 4. - 7. nóvember sótti LÍS sjötugasta NOM fundinn sem haldinn var í Helsinki. Þema fundarins var „EU advocacy and Nordic cooperation“. Það var mikið rætt um hvernig landssamtök geta og eiga að beita sér sem þrýstiafl sem var mjög áhugavert í ljósi þess að LÍS eru enn ung samtök í mótun og á leið í samningaviðræður við menntamálaráðuneytið snemma árið 2017. Þá var einnig áhugvert og gagnlegt að fylgjast með skipulagningu fundarins því það fellur einmitt í skaut LÍS að halda næsta NOM fund. Hann verður haldinn í Reykjavík dagana 6. - 10. apríl á næsta ári. Þema fundarins verður „Student Support Systems and the Social Dimension“.
Fulltrúar landssamtaka stúdenta, frá Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum, á fundinum
Á fundinum voru einnig mál rædd sem tekin verða fyrir á næsta stjórnarfundi ESU en sem dæmi um slík mál má nefna yfirlýsingar og yfirferð fjármála ESU. Næsti stjórnarfundur ESU verður haldinn í Gdansk 28. nóvember til 4. desember og hlökkum við til að mæta vel undirbúin til leiks.
Frétt unnin af Þórði Jóhannssyni og Aldísi Mjöll Geirsdóttur
Ert þú háskólanemi með áhuga á nýsköpun?
Landssamtök íslenskra stúdenta auglýsa eftir áhugasömum háskólanema til þess að sitja í stjórn Nýsköpunarsjóð námsmanna sem fulltrúi stúdenta. Um launaða stjórnarsetu er að ræða. Sækja verður um fyrir miðnætti 14.nóvember næstkomandi
Landssamtök íslenskra stúdenta auglýsa eftir áhugasömum háskólanema til þess að sitja í stjórn Nýsköpunarsjóð námsmanna sem fulltrúi stúdenta.
Hægt er að sækja um með því að senda póst á lis@haskolanemar.is
Pósturinn skal innihalda helstu upplýsingar
- Nafn
- Aldur
- Ferilskrá
- Stuttur texti um hvers vegna þú sækir um
Hæfniskröfur eru eftirfarandi
- Umsækjandi verður að vera háskólanemi eða að ekki sé lengra en ár síðan viðkomandi var háskólanemi.
- Reynsla af störfum innan stúdentahreyfinga háskólanna er æskileg og sama gildir um reynslu af nýsköpun, sama hvort hún er á akademískum eða praktískum grunni.
Fulltrúinn kemur til með að taka sæti 7. janúar 2017. Þá verður úr hópi umsækjenda einnig valinn varafulltrúi. Um launaða stjórnarsetu er að ræða.
Sækja verður um fyrir miðnætti 14.nóvember næstkomandi.
Hægt að er lesa sér frekari til um sjóðinn hér á heimasíðu Rannís en einnig má hafa samband við David Erik Mollberg á lis@haskolanemar.is um nánari upplýsingar. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum verður svarað.