
Framboðsfrestur til fjármálastjóra og jafnréttisfulltrúa framlengdur
Framboðsfrestur til fjármálastjóra og jafnréttisfulltrúa LÍS hefur verið framlengdur um þrjá daga. Framboð skulu berast á kjorstjorn.lis@gmail.com fyrir kl 23:59 þann 5. júní og skal fylgja ferilskrá og nokkur orð um ástæðu framboðs. Kosið verður á fundi fulltrúaráðs LÍS í júní, dagsetning auglýst síðar.
Framboðsfrestur til fjármálastjóra og jafnréttisfulltrúa LÍS hefur verið framlengdur um þrjá daga. Framboð skulu berast á kjorstjorn.lis@gmail.com fyrir kl 23:59 þann 5. júní og skal fylgja ferilskrá og nokkur orð um ástæðu framboðs. Kosið verður á fundi fulltrúaráðs LÍS í júní, dagsetning auglýst síðar.
Fyrir upplýsingar um embætti sjá hér: http://www.haskolanemar.is/frettir-og-greinar/opidfyrirframbod
Nánari upplýsingar veitir Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, formaður LÍS á lis@haskolanemar.is.
Opið er fyrir framboð til fjármálastjóra og jafnréttisfulltrúa
Opið er fyrir framboð til fjármálastjóra og jafnréttisfulltrúa LÍS. Framboð skulu berast á kjorstjorn.lis@gmail.com fyrir kl 23:59 þann 2. júní og skal fylgja ferilskrá og nokkur orð um ástæðu framboðs. Kosið verður á fundi fulltrúaráðs LÍS í júní, dagsetning auglýst síðar.
Opið er fyrir framboð til fjármálastjóra og jafnréttisfulltrúa LÍS. Framboð skulu berast á kjorstjorn.lis@gmail.com fyrir kl 23:59 þann 2. júní og skal fylgja ferilskrá og nokkur orð um ástæðu framboðs. Kosið verður á fundi fulltrúaráðs LÍS í júní, dagsetning auglýst síðar.
Lýsing á hlutverkum úr lögum LÍS:
25. gr. Fjármálastjóri
Fjármálastjóri skal hafa yfirumsjón með fjármálum samtakanna. Fjármálastjóri ber ábyrgð á því að greiða þau gjöld er samtökunum ber að greiða og innheimta kröfur. Fjármálastjóri skal sjá um gerð fjárhagsáætlunar í upphafi starfsárs og leggja fyrir fulltrúaráð til samþykktar. Fjármálastjóri hefur prókúru fyrir reikningum samtakanna. Fjármálastjóri skal sjá til þess að ársreikningur sé gerður, kynna hann á landsþingi og bera hann upp til samþykktar. Fjármálastjóri er ábyrgur fyrir fjáröflun og hefur umsjón með gerð styrktar- og viðskiptasamninga. Fjármálastjóri er yfir fjármálanefnd.
28. gr. Jafnréttisfulltrúi
Jafnréttisfulltrúi skal gæta þess að jafnrétti ríki innan samtakanna. Hann skal leitast við að tryggja öllum stúdentum jafnan rétt, jafna stöðu og leggja ríka áherslu á að allir samfélagsþegnar búi við jafnrétti til náms. Jafnréttisfulltrúi skal sjá til þess að jafnréttisstefnu samtakanna sé fylgt. Jafnréttisfulltrúi er yfir jafnréttisnefnd.
Nánari upplýsingar veitir Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, formaður LÍS á lis@haskolanemar.is.
LÍS og BHM endurnýja samstarfssamning
LÍS og BHM (Bandalag háskólamanna) hafa endurnýjað samstarfssamning sinn með það fyrir augum að efla samstarfið enn frekar. Í samningnum felst meðal annars að LÍS munu eiga rétt til þátttöku í stefnumótun BHM um sameiginleg hagsmuna- og réttindamál og að BHM mun leita til LÍS um málefni sem bandalagið ályktar um og varða stúdenta. Aðilar munu beita sér sameiginlega fyrir því að settar verði skýrar reglur um starfsnám á háskólastigi, auk þess sem LÍS verða BHM til ráðgjafar vegna hugsanlegra breytinga á Lánasjóði íslenskra námsmanna. Þá munu LÍS vera tengiliður BHM við Gæðaráð íslenskra háskóla.
LÍS og BHM (Bandalag háskólamanna) hafa endurnýjað samstarfssamning sinn með það fyrir augum að efla samstarfið enn frekar. Í samningnum felst meðal annars að LÍS munu eiga rétt til þátttöku í stefnumótun BHM um sameiginleg hagsmuna- og réttindamál og að BHM mun leita til LÍS um málefni sem bandalagið ályktar um og varða stúdenta. Aðilar munu beita sér sameiginlega fyrir því að settar verði skýrar reglur um starfsnám á háskólastigi, auk þess sem LÍS verða BHM til ráðgjafar vegna hugsanlegra breytinga á Lánasjóði íslenskra námsmanna. Þá munu LÍS vera tengiliður BHM við Gæðaráð íslenskra háskóla.
Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, formaður LÍS, og Þórunn Sveinbjarnadóttir, formaður BHM, við undirritun samningsins
Sameiginleg kynning á kjara- og réttindamálum háskólamenntaðra
Enn fremur munu aðilar standa sameiginlega að kynningu á kjara- og réttindamálum háskólamenntaðra á vinnumarkaði fyrir aðildarfélög LÍS og undirbúa ráðstefnu eða fundaraðir um það efni fyrir stúdenta. Fulltrúar LÍS munu hafa seturrétt á upplýsingafundum BHM og fá afnot af skrifstofu- og fundaaðstöðu í húsakynnum bandalagsins.
Gildistími samningsins er frá 18. maí 2018 til 31. maí 2019 og skal hann endurskoðaður í apríl 2019.
Skiptaráðstefna LÍS 2018
Skiptaráðstefna LÍS fer fram helgina 18. - 20. maí í Brautartungu, Lundarreykjadal. Á ráðstefnunni fara fram ýmsir fyrirlestrar og vinnustofur um málefni stúdenta sem mikilvægt er kunna skil á fyrir þátttöku í hagsmunabaráttunni. Einnig verður farið ítarlega yfir starfsemi og starfshætti LÍS.
Skiptaráðstefna LÍS fer fram helgina 18. - 20. maí í Brautartungu, Lundarreykjadal.
Á ráðstefnunni fara fram ýmsir fyrirlestrar og vinnustofur um málefni stúdenta sem mikilvægt er kunna skil á fyrir þátttöku í hagsmunabaráttunni. Einnig verður farið ítarlega yfir starfsemi og starfshætti LÍS. Fráfarandi (gamlir og reyndir) LÍS-arar munu þannig miðla reynslu og þekkingu sinni, svo að nýir meðlimir LÍS öðlist yfirgripsmikla innsýn í starfsemi samtakanna áður en þeir taka til starfa. Inni í dagskrá ráðstefnunnar er einnig opinn liður fyrir þá sem sækja ráðstefnuna, þar sem þeim er frjálst að halda sína eigin vinnustofu eða kynningu. Dagskráin mun því samanstanda af mismunandi kynningum, vinnustofum og skemmtilegu hópefli (og stöku sundsprett). Sjá dagskrá neðst.
Markmið helgarinnar er að veita stúdentafulltrúum öflugan stökkpall og gæta þess að þeir og verði vel undirbúnir fyrir komandi slagi sem hagsmunabaráttan mun bjóða uppá starfsárið 2018-2019!
Þetta er í fyrsta skiptið sem LÍS halda slíka ráðstefnu og er mikil eftirvænting og spenna fyrir helginni. Allar ábendingar eru vel þegnar.
Sjáumst í Lundarreykjadal!
Vilt þú vera með?
LÍS auglýsa eftir framboðum til:
varaformanns
fjármálastjóra
ritara
markaðsstjóra
jafnréttisfulltrúa
Framboð skulu berast á kjorstjorn.lis@gmail.com fyrir kl 23:59 þann 14. maí.
Framboð skulu berast á kjorstjorn.lis@gmail.com fyrir kl 23:59 þann 14. maí og skal fylgja ferilskrá og nokkur orð um ástæðu framboðs. Kosið verður á fundi fulltrúaráðs LÍS þann 15. maí.
Lýsing á hlutverkum úr lögum LÍS:
24. gr. Varaformaður
Varaformaður skal sinna formennsku í fjarveru formanns. Varaformaður skal aðstoða formann við gerð fundardagskrár. Varaformaður hefur yfirumsjón með lagabreytingum samtakanna og fer fyrir lagabreytingarnefnd. Lagabreytinganefnd skal endurskoða lög samtakanna ár hvert.
25. gr. Fjármálastjóri
Fjármálastjóri skal hafa yfirumsjón með fjármálum samtakanna. Fjármálastjóri ber ábyrgð á því að greiða þau gjöld er samtökunum ber að greiða og innheimta kröfur. Fjármálastjóri skal sjá um gerð fjárhagsáætlunar í upphafi starfsárs og leggja fyrir fulltrúaráð til samþykktar. Fjármálastjóri hefur prókúru fyrir reikningum samtakanna. Fjármálastjóri skal sjá til þess að ársreikningur sé gerður, kynna hann á landsþingi og bera hann upp til samþykktar. Fjármálastjóri er ábyrgur fyrir fjáröflun og hefur umsjón með gerð styrktar- og viðskiptasamninga. Fjármálastjóri er yfir fjármálanefnd.
26. gr. Ritari
Ritari LÍS skal skrá fundargerðir fyrir hvern framkvæmdastjórnarfund, á vinnudögum og vinnuþingum stjórnar. Ritari skal halda utan um mætingu stjórnarmanna á fundi og ber ábyrgð á varðveislu og vistun fundargagna samtakanna. Þá hefur ritari jafnframt umsjón með sameiginlegum gögnum samtakanna – að á þeim sé gott skipulag og hægt að finna öll þau gögn er samtökin varða.
27. gr. Markaðsstjóri
Markaðsstjóri sér um að koma samtökunum á framfæri og skal semja markaðsáætlun í upphafi starfsárs. Markaðsstjóri skal vekja athygli á LÍS í samfélaginu, þá sérstaklega meðal framhalds- og háskólanema. Markaðsstjóri ber ábyrgð á útgáfu LÍS svo sem á heimasíðu, samfélagsmiðlum og prenti. Markaðsstjóri sér um viðburði sem haldnir eru á vegum samtakanna. Markaðsstjóri er yfir markaðsnefnd.
28. gr. Jafnréttisfulltrúi
Jafnréttisfulltrúi skal gæta þess að jafnrétti ríki innan samtakanna. Hann skal leitast við að tryggja öllum stúdentum jafnan rétt, jafna stöðu og leggja ríka áherslu á að allir samfélagsþegnar búi við jafnrétti til náms. Jafnréttisfulltrúi skal sjá til þess að jafnréttisstefnu samtakanna sé fylgt. Jafnréttisfulltrúi er yfir jafnréttisnefnd.
Nánari upplýsingar veitir Aldís Mjöll Geirsdóttir, formaður LÍS á lis@haskolanemar.is.