
NOM74 í Ríga: Student engagement in student movement as part of civic society
Salka Sigurðardóttir, alþjóðaforseti og Teitur Erlingsson varaformaður LÍS sóttu ráðstefnu og stjórnarfund NOM74 í Ríga, Lettlandi sem var haldin dagana 8.-12. nóvember. NOM - The Nordiskt Ordförande Møte er samráðsvettangur Landssamtaka stúdenta á Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjanna er reglubundin ráðstefna sem fulltrúar LÍS sækja tvisvar á ári. LSA, Landssamtök lettneskra stúdenta hélt ráðstefnuna að þessu sinni.
Salka Sigurðardóttir, alþjóðaforseti og Teitur Erlingsson varaformaður LÍS sóttu ráðstefnu og stjórnarfund NOM74 í Ríga, Lettlandi sem var haldin dagana 8.-12. nóvember. NOM - The Nordiskt Ordförande Møte er samráðsvettangur Landssamtaka stúdenta á Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjanna er reglubundin ráðstefna sem fulltrúar LÍS sækja tvisvar á ári. LSA, Landssamtök lettneskra stúdenta hélt ráðstefnuna að þessu sinni.
Yfirskrift ráðstefnunnar var ,,þátttaka stúdenta í stúdentahreyfingunni sem hluti af samfélaginu” (e. Student engagement in student movement as part of civic society) og var þar rætt um þátttöku stúdenta bæði frá sjónarhorni landssamtaka og stúdentafélaga. Þar voru ráðstefnugestir sammála um að aðal hindrun þátttöku stúdenta væri skortur á tíma sem og skortur á viðurkenningu fyrir þá vinnu sem er unnin í stúdentahreyfingunni sjálfri.
Á NOM fundinum sjálfum voru meðal annars tillögur að nýjum siðareglur NOM kynntar fyrir ráðstefnugestum, en þær eru aðalega úr siðareglum ESU (e. European Students Union) sem og SAMOK, Samtökum finnskra stúdenta við fagháskóla. Siðareglur NOM er leiðarvísir sem að þátttakendur og skipuleggjendur skulu fylgja á NOM viðburðum, markmiðið er að skapa andrúmsloft sem að stuðlar að jákvæðum umræðum og jafnrétti. Siðareglurnar eru til þess að þátttakendur sem og skipuleggjendur séu meðvitaðir um jafnrétti, áreiti, einelti á viðburðum. Í siðarreglunum er meðal annars komið á að á NOM viðburðum skulu vera skipaðir tveir trúnaðarmenn af mismunandi kyni og er þeirra verkefni að hlusta fordæmalaust og bregðast við, þegar á við.
Rætt var um næstu staðsetnintgar og dagsetningar NOM-sins og var það samþykkt að næstu tveir stjórnarfundir eða NOM75 færi fram í Danmörku dagana 10.-14. apríl 2019 og NOM76 færi fram í Færeyjum dagana 24.-28. október 2019.
Fulltrúar LÍS héldu ánægð heim til Íslands full af metnaði eftir góða ráðstefnu og stjórnarfund NOM og þakka LSA kærlega fyrir vel heppnað utanumhald.
LÍS leita að markaðsstjóra!
Framboð skulu berast á kjorstjorn@studentar.is fyrir kl 23:59 þann 15. nóvember og skal fylgja ferilskrá og nokkur orð um ástæðu framboðs. Kosið verður rafrænt af fulltrúaráði vikuna 19.-23. nóvember.
Framboð skulu berast á kjorstjorn@studentar.is fyrir kl 23:59 þann 15. nóvember og skal fylgja ferilskrá og nokkur orð um ástæðu framboðs. Kosið verður rafrænt af fulltrúaráði vikuna 19.-23. nóvember.
Lýsing á hlutverki markaðsstjóra úr lögum LÍS:
27. gr. Markaðsstjóri
Markaðsstjóri sér um að koma samtökunum á framfæri og skal semja markaðsáætlun í upphafi starfsárs. Markaðsstjóri skal vekja athygli á LÍS í samfélaginu, þá sérstaklega meðal framhalds- og háskólanema. Markaðsstjóri ber ábyrgð á útgáfu LÍS svo sem á heimasíðu, samfélagsmiðlum og prenti. Markaðsstjóri sér um viðburði sem haldnir eru á vegum samtakanna. Markaðsstjóri er yfir markaðsnefnd.
Lýsing á hlutverki markaðsstjóra úr verklagi LÍS:
Markaðsstjóri skal vekja athygli á LÍS í samfélaginu, þá sérstaklega meðal framhalds- og háskólanema.
Markaðstjóri sækir umboð sitt til fulltrúaráðs.
Í upphafi stjórnartíðar nýrrar framkvæmdastjórnar ber markaðstjóri ábyrgð á mótun áætlunar varðandi markaðsstarfsemi LÍS fram að næsta landsþingi. Áætlun þessi er lifandi og breytist stöðugt yfir tímabil hvers fulltrúaráðs en miðað er við að markaðsstjóri leggi fram drög að áætluninni fyrir fulltrúaráð einum mánuði eftir að hann tekur formlega við embætti.
Markaðsstjóri ber ábyrgð á útgáfu LÍS svo sem á heimasíðu, samfélagsmiðlum og prenti. Hann ber ábyrgð á að miðlarnir séu ávallt virkir.
Markaðsstjóri sér um viðburði sem haldnir eru á vegum samtakanna.
Markaðsstjóri hefur yfirumsjón með markaðsnefnd, heldur utan um starf nefndarinnar og ber ábyrgð á því að markaðsnefndin sinni hlutverki sínu vel.
Markaðsstjóri er formaður markaðsnefndar.
Markaðsstjóri sér um að boða markaðsnefnd á fundi og gegnir jafnframt stöðu fundarstjóra, ásamt því að skipa fundarritara.
Markaðsstjóri hefur umsjón með sameiginlegu skjala- og gagnasafni markaðsnefndar sem geymd er inni á sameiginlegum gagnagrunni LÍS í þar tilgerðri möppu sem tilheyrir markaðsnefnd.
Stuðningsyfirlýsing LÍS við SHÍ vegna tanngreininga á hælisleitendum innan Háskóla Íslands
LÍS, Landssamtök íslenskra stúdenta, senda frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er yfir stuðningi allra stúdenta á Íslandi sem og íslenskra stúdenta erlendis við afstöðu Stúdentaráðs Háskóla Íslands, SHÍ gegn aldursgreiningum á hælisleitendum innan menntastofnana.
LÍS, Landssamtök íslenskra stúdenta, lýsa yfir stuðningi allra stúdenta á Íslandi sem og íslenskra stúdenta erlendis við afstöðu SHÍ, Stúdentaráðs Háskóla Íslands, gegn aldursgreiningum á hælisleitendum innan menntastofnana.
LÍS taka undir afstöðu Stúdentaráðs Háskóla Íslands um að háskólar séu menntastofnanir. Hælisleitendur sem leita hingað til lands að öryggi eiga að hafa aðgang að menntun og njóta virðingar og mannréttinda innan samfélagsins. Skýtur skökku við að á sama tíma séu framkvæmdar slíkar rannsóknir innan veggja stærstu menntastofnunar landsins þegar fremur ætti að fullnýta möguleika háskólakerfisins til þess að styðja og efla þessa viðkvæmu hópa innan samfélagsins.
Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa hér að neðan:
Forskot til framtíðar
Þann 2. nóvember fór fram ráðstefnan ,,Forskot til framtíðar” á Hilton Reykjavík Nordica sem fjallaði um vinnumarkað framtíðarinnar með áherslu á möguleg áhrif breyttrar heimsmyndar á náms- og atvinnutækifæri ungs fólks.
Frá vinstri: Berta Daníelsdóttir, Ingileif Friðriksdóttir, Elsa María Guðlaugs Drífudóttir og Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir
Þann 2. nóvember fór fram ráðstefnan ,,Forskot til framtíðar” á vegum Velferðarráðuneytisins á Hilton Reykjavík Nordica sem fjallaði um vinnumarkað framtíðarinnar með áherslu á möguleg áhrif breyttrar heimsmyndar á náms- og atvinnutækifæri ungs fólks. LÍS tóku þátt í skipulagi ráðstefnunnar ásamt Sambandi íslenskra framhaldsskólanema - SÍF. Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, ávarpaði ráðstefnugesti í upphafi dags. Umræðuefni ráðstefnunnar var víðfeðmt og var því skipt niður í nokkrar lotur þar sem teknar voru fyrir mannafla- og færnispár á íslenskum vinnumarkaði, leiðir til þess að undirbúa ungt fólk fyrir vinnumarkað framtíðarinnar, breytt vinnuumhverfi og breytt viðhorf til vinnu og áskoranir og tækifæri á vinnumarkaði framtíðarinnar. Ingileif Friðriksdóttir hélt erindi fyrir hönd stúdenta sem bar heitið ,,Fljúgandi bílar og tíkallasímar” og fékk ráðstefnugesti til þess að velta fyrir sér hvort að framtíðarspár rætist í raun með samlíkingum við myndina ,,Back to the future”. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, formaður LÍS, tók svo þátt í pallborðsumræðum við lok ráðstefnunnar, ásamt Gunnhildi Fríðu Hallgrímsdóttur, formanni SÍF, Ingileif Friðriksdóttur, Bertu Daníelsdóttur, framkvæmdastjóri Sjávarklasans, og Ingva Hrannari Ómarssyni, kennara við Árskóla, og tóku fyrir áskoranir og tækifæri á vinnumarkaði framtíðarinnar.
Mikil gleði á fimm ára afmæli LÍS!
Á laugardaginn síðasta, 3. nóvember urðu Landssamtök íslenskra stúdenta fimm ára og var haldið upp á það með glæsibrag. Yfir daginn sjálfann var haldin ráðstefna þar sem aðal áherslan var lögð á aðildarfélögin, uppbyggingu þeirra, helstu áskoranir og framtíðar samstarf með LÍS.
Mynd frá ráðstefnunni sem haldin var yfir daginn, 3. nóvember.
Á laugardaginn síðasta, 3. nóvember urðu Landssamtök íslenskra stúdenta fimm ára og var haldið upp á það með glæsibrag. Yfir daginn sjálfann var haldin ráðstefna þar sem aðal áherslan var lögð á aðildarfélögin, uppbyggingu þeirra, helstu áskoranir og framtíðar samstarf með LÍS. Á ráðstefnuna mættu fríður hópur erlendra gesta. Það voru þau Robert Napier og Katrina Koppel frá ESU, evrópsku stúdenta samtökunum, Petteri Heliste frá SYL, öðrum landssamtökum finnskra stúdenta, Oisín Hassan frá USI, landssamtökum írskra stúdenta og Turið Jónleyg Johannesen og Hans Andrias Gregoriussen frá MFS, landssamtökum færeyskra stúdenta. Öll héldu þau stutta fyrirlestra um það helsta sem þeirra samtök eru að vinna að ásamt því að Oisín stjórnaði vinnustofu þar sem aðildarfélög LÍS kortlögðu starfsemi sína, baráttumál og helstu hindranir. Í framhaldi af því var rætt hvernig LÍS geta komið til móts við aðildarfélög sín og hvernig aðildarfélögin geta komið að frekari uppbyggingu landssamtakanna samhliða því.
Glöð framkvæmdastjórn LÍS í 5 ára afælisveislu samtakanna
Um kvöldið var haldin veisla þar sem öllum þeim er hafa komið að starfi samtakanna í gegn um árin og öðrum velunnurum samtakanna var boðið að fagna tímamótunum. Á dagskrá voru meðal annars ávörp frá núverandi og fyrrverandi formönnum LÍS, rektors Háskólans á Akureyri, uppistand frá fyndnasta háskólanemanum, Alice Bower og söngatriði frá Söndru Rún Jónsdóttur.
Á sunnudagskvöldið var myndin “Bráðum verður bylting” sýnd í Stúdentakjallaranum. Myndin fjallar um baráttu námsmanna á 7. áratug síðustu aldar fyrir bættum kjörum íslenskra stúdenta. Fimmtíu ár eru liðin frá atburðunum og lýstu þáttakendur aðgerðanna upplifun sinni og áhrifunum sem þær höfðu á líf þeirra. Öllum stúdentum var boðið að mæta og fá innsýn í baráttu stúdenta þá í ljósi stöðu stúdenta í dag.
LÍS vilja þakka öllum þeim sem tóku þátt í fögnuðinum fyrir komuna. Við hlökkum til að halda áfram því góða starfi sem hefur tekist að byggja upp á þessum fimm árum.