
Framkvæmdastjóri LÍS 2019-2020
Þann 1. ágúst síðastliðinn tók Theodóra Listalín Þrastardóttir við starfi framkvæmdastjóra LÍS. Þetta er í fyrsta sinn í sögu samtakanna sem framkvæmdastjóri er ráðinn en samkvæmt lögum LÍS ber framkvæmdastjóri ábyrgð á daglegum rekstri samtakanna.
Þann 1. ágúst síðastliðinn tók Theodóra Listalín Þrastardóttir við starfi framkvæmdastjóra LÍS.
Þetta er í fyrsta sinn í sögu samtakanna sem framkvæmdastjóri er ráðinn en samkvæmt lögum LÍS ber framkvæmdastjóri ábyrgð á daglegum rekstri samtakanna. Framkvæmdastjóri skal sjá um gerð fjárhagsáætlunar og hefur prókúru fyrir reikningum LÍS. Einnig hefur hann rétt til setu, málfrelsi og tillögurétt á öllum fundum fulltrúaráðs og framkvæmdastjórnar en ekki atkvæðisrétt.
Theodóra hefur lokið BS-gráðu í sálfræði við Háskóla Íslands (HÍ) og mun hefja diplómanám á meistarastigi í vefmiðlun við HÍ í haust. Samhliða námi sínu í sálfræði tók Theodóra þátt í ýmsum félagsstörfum, bæði á vegum félags sálfræðinema, Animu, og Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ).
Bjóðum við Theodóru velkomna til starfa.
Hefur þú áhuga á stöðu framkvæmdastjóra LÍS
Landssamtök íslenskra stúdenta leita að framkvæmdastjóra. Samkvæmt lögum LÍS sinnir framkvæmdastjóri daglegum rekstri og hefur yfirumsjón með fjármálum samtakanna. Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á því að greiða þau gjöld er samtökunum ber að greiða, innheimta kröfur, sér um gerð fjárhagsáætlunar og hefur prókúru fyrir reikningum samtakanna.
Landssamtök íslenskra stúdenta leita að framkvæmdastjóra.
Samkvæmt lögum LÍS sinnir framkvæmdastjóri daglegum rekstri og hefur yfirumsjón með fjármálum samtakanna. Framkvæmdastjóri ber m.a. ábyrgð á því að greiða þau gjöld er samtökunum ber að greiða, innheimta kröfur, sér um gerð fjárhagsáætlunar og hefur prókúru fyrir reikningum samtakanna. Framkvæmdastjóri hefur rétt til setu, málfrelsi og tillögurétt á öllum fundum fulltrúaráðs og framkvæmdastjórnar en ekki atkvæðisrétt.
Hæfniskröfur:
Þekking og reynsla af fjármálum og bókhaldi
Menntun sem nýtist í starfi er kostur
Góð hæfni í mannlegum samskiptum
Góð kunnáttu í íslensku og ensku
Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
Önnur þekking og reynsla sem nýtist í starfi
Framkvæmdarstjóri verður ráðinn í 40% starf frá 1. ágúst næstkomandi til 1. júní 2020 og hefur vinnuaðstöðu á skrifstofu LÍS í Borgartúni 6, 105 Reykjavík.
Umsókn sendist á netfang samtakanna lis@studentar.is með kynningarbréfi auk ferilskrá.
Spurningum um starfið er hægt að beina til forseta LÍS:
Sonja Björg Jóhannsdóttir, sonja@studentar.is, s. 616-2620
Umsóknarfrestur er til miðnættis miðvikudaginn 17. júlí
LÍS og BHM endurnýja samstarfssamning
Þann 1. júlí undirrituðu Sonja Björg Jóhannsdóttir, forseti LÍS, og Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður Bandalags Háskólamanna (BHM), nýjan samstarfssamning milli félaganna tveggja. Samningurinn svipar til fyrri samstarfssamninga en BHM og LÍS hafa átt í farsælu samstarfi síðastliðin ár.
Þann 1. júlí undirrituðu Sonja Björg Jóhannsdóttir, forseti LÍS, og Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður Bandalags Háskólamanna (BHM), nýjan samstarfssamning milli félaganna tveggja. Samningnum svipar til fyrri samstarfssamninga en BHM og LÍS hafa átt í farsælu samstarfi síðastliðin ár. Eins og fram kemur í frétt BHM um samsstarfsamninginn er markmið hans samvinna um stefnumótun BHM um sameiginleg hagsmuna- og réttindamál, svo eitthvað sé nefnt.
Nýr liður í samningnum er samstarfsverkefni milli LÍS og BHM sem felst í að búa til fræðslumyndbönd um kjara- og réttindamál háskólamenntaðra á vinnumarkaði, en undirbúningsvinna þessa verkefnis hófst á seinasta starfsári. Það er dýrmætt að fá tækifæri til þess að vinna verkefni af þessu tagi með BHM og eru LÍS þakklát fyrir það góða samstarf sem hefur ríkt.
Sonja (til vinstri) og Þórunn við undirritun samningsins.
Skiptaþing LÍS
Helgina 24. til 26. maí fór skiptaþing LÍS fram. Þetta er í annað skipti sem slíkur viðburður er haldinn frá stofnun LÍS. Þingið hófst á skiptafundi í Reykjavík þar sem fráfarandi forseti, Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, afhenti nýjum forseta, Sonju Björg Jóhannsdóttur, keflið. Því næst var haldið á Varmaland í Borgarbyggð þar sem dagskrá helgarinnar hélt áfram.
Helgina 24. til 26. maí fór skiptaþing LÍS fram. Þetta er í annað skipti sem slíkur viðburður er haldinn frá stofnun LÍS. Þingið hófst á skiptafundi í Reykjavík þar sem fráfarandi forseti, Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, afhenti nýjum forseta, Sonju Björg Jóhannsdóttur, keflið. Því næst var haldið á Varmaland í Borgarbyggð þar sem dagskrá helgarinnar hélt áfram.
Sonja Björg Jóhannsdóttir (til vi.) að taka við lukkudýrinu Erik af Elsu Maríu Guðlaugs Drífudóttur.
Áhersla var lögð á að fráfarandi og reyndir LÍS-arar deildu reynslu og þekkingu sinni með nýjum meðlimum LÍS. Dagskrá þingsins innihélt fyrirlestra, vinnustofur og að sjálfsögðu hópefli.
Markmið þingsins var að undirbúa nýja framkvæmdastjórn og fulltrúaráð svo þau séu í stakk búin að takast á við verkefni og hagsmunabaráttu komandi starfsárs. Fráfarandi framkvæmdastjórn lagði ýmis raunhæf verkefni fyrir nýja framkvæmdastjórn sem hún átti að leysa hratt og örugglega. Framkvæmdastjórn þurfti til dæmis að bregðast við breyttum úthlutunarreglum LÍN árið 2020, rýna í fjárlög og mynda sér álit um stóra breytingu á háskólakerfinu sem kæmi sér illa fyrir stúdenta.
Ný framkvæmdastjórn hefur því formlega tekið við. Mikil tilhlökkun ríkir fyrir komandi starfsári og það er ljóst að mörg og fjölbreytt verkefni eru framundan.
Eftirfarandi eru meðlimir framkvæmdastjórnar LÍS starfsárið 2019 - 2020:
Efri röð frá vinstri: Eygló María, Sonja Björg og Anastasía
Neðri röð frá vinstri: Hjördís, Aníta Eir, Sigrún, Polina Diljá og Jóhanna
Forseti - Sonja Björg Jóhannsdóttir
Varaforseti - Sigrún Jónsdóttir
Alþjóðafulltrúi - Jóhanna Ásgeirsdóttir
Fjáröflunarstjóri - Aníta Eir Jakobsdóttir
Markaðstjóri - Polina Diljá Helgadóttir
Gæðastjóri - Eygló María Björnsdóttir
Jafnréttisfulltrúi - Anastasía Jónsdóttir
Ritari - Hjördís Sveinsdóttir
Evrópskir stúdentar standa með íslenskum stúdentum í baráttu gegn aldursgreiningum á fylgdarlausum hælisleitendum í Háskóla Íslands
Á stjórnarfundi ESU, Evrópusamtaka stúdenta (European Students’ Union), kölluðu LÍS, Landssamtök íslenskra stúdenta, eftir stuðningi við baráttu gegn aldursgreiningum með rannsóknum á tönnum hælisleitenda tanngreiningum sem framkvæmdar hafa verið af Háskóla Íslands sem þjónusta við Útlendingastofnun.
Á stjórnarfundi ESU, Evrópusamtaka stúdenta (European Students’ Union), kölluðu LÍS, Landssamtök íslenskra stúdenta, eftir stuðningi við baráttu gegn aldursgreiningum með rannsóknum á tönnum hælisleitenda tanngreiningum sem framkvæmdar hafa verið af Háskóla Íslands sem þjónusta við Útlendingastofnun.
ESU eru regnhlífarsamtök 45 landssamtaka stúdenta frá 39 evrópskum löndum. ESU talar þar af leiðandi fyrir hönd um það bil 20 milljón stúdenta í Evrópu. Á stjórnarfundinum koma saman um 150 stúdentafulltrúar hvaðanæva úr Evrópu og taka stefnumótandi ákvarðanir fyrir samtökin, fundurinn var að þessu sinni haldinn í Sofiu, Búlgaríu, 6.-11. maí sl.
Stuðningsyfirlýsing var samþykkt einróma, en í henni er kallað eftir því að Háskóli Íslands láti af aldursgreiningunum. Þar er einnig undirstrikað, að sem menntastofnun og lykilhluti samfélagsins eigi Háskólinn frekar að beita sér við að taka vel á móti innflytjendum og að styðja við samfélagshópa í viðkvæmri stöðu. Stuðningsyfirlýsingin staðfestir þær efasemdir og rökfærslur sem íslenskir stúdentar, og þá sér í lagi SHÍ, Stúdentaráð Háskóla Íslands, hafa fært fram gegn þessari starfsemi. Tuttugu milljón evrópskir stúdentar krefjast þess, ásamt íslenskum stúdentum, að háskólinn láti af þessari framkvæmd og sjái sóma sinn í því að þjónusta hælisleitendur í krafti þekkingar sinnar með öðrum, mannúðlegri hætti og veita þeim aðstoð. Íslenskir stúdentar búast við því að Háskóli Íslands og Útlendingastofnun taki kröfur stúdenta loks alvarlega til greina og láti af þessari siðferðislega óverjandi framkvæmd.
Evrópskir stúdentar ganga því til liðs við SHÍ, LÍS, starfsfólk og doktorsnema á Menntavísindasviði HÍ, Félagsvísindasviði HÍ og Hugvísindasviði HÍ, Rauða krossinn, UNICEF, Barnaréttardeild Evrópuráðsins og fleiri mannúðarsamtök sem leggjast gegn þeim aðferðum sem háskólinn beitir.
Yfirlýsingin í heild sinni:
Regarding the University of Iceland (UI) performing age assessment via dental x-rays on unaccompanied asylum seeking minors as a service to the Icelandic Directorate
In 2018, students at the University of Iceland (UI) brought to light that the institution had been performing age assessment via dental x-rays on unaccompanied asylum seeking minors as a service to the Icelandic Directorate of Immigration. These services were performed when the age of unaccompanied asylum seekers was put to doubt by the Directorate. The UI had been performing these services since 2014 without any contract or regulation and has received payment for it. No assessment had been made on the ethical implications of the practice at that time.
The results of these practices have been used in academic publications and are therefore scientific and academic research which must be in line with scientific ethical codes. Scientific ethic rules and the laws on patients of medical health demand informed consent of the patient undergoing a medical procedure of any kind. Individuals do not have to be ill or sick to be categorized as a patient. This means that these services given to the directorate must have informed consent from the unaccompanied minors seeking asylum. Informed consent has not been guaranteed in the time the services have been provided, and according to the ethic rules of the UI an unaccompanied minor can not give an informed consent. In addition, these x-rays are not a choice for the minors despite the UI arguing it is. The Icelandic Directorate of Immigration has publicly claimed that if a minor refuses to have the dental assessment, they are evaluated as an adult which can negatively affect their application for refuge in Iceland.
The Student Council of the University of Iceland (SHÍ) and the National Union of Icelandic Students (LÍS) have protested these practices being performed by the UI. In addition to the student unions, the Red Cross of Iceland and UNICEF Iceland have protested the measures being used in Iceland. A number of Phd students and academic staff within the UI signed a petition, publicly criticising this treatment of migrant children and demanded the UI to stop taking part in the process of migrants in this way. It was stated in the petition that the UI is a Higher Education Institution (HEI) that conducts research which aims to clarify and help the situations of this particular group in society. It is not responsible or fair for HEI to take part in the procedure of migrants in this way. The results of these proceedings can after all be used against asylum seekers and lead to them being sent out of the country. This has happened at least once in the recent years. In October of 2017 a 17 year old boy was to be deported since he was wrongly concluded to be 19 years of age by the UI
Regardless of the criticism and arguments received and complete lack of adequate counterarguments, the UI still continues performing these procedures and has now established a contract with the Directorate of Immigration. The UI is firm in their stand that it is important that they conduct these services with their best practices, but students have pointed out that they are indeed not even doing so by using x-rays, which are more harmful than an MRI. In the light of the ethical concerns and the incompatibility of HEIs and services such as this, these steps are unacceptable. The UI should immediately cease performing age assessment via dental x-rays on unaccompanied asylum seeking minors as a service to the Icelandic Directorate of Immigration.
ESU takes a stand with Icelandic students in this matter. X-ray use of unaccompanied migrant children as a service to governmental structures is a practice which HEIs as educational institutions with a key role in society should not be involved in. This is also in line with the stance of the Council of Europe, the British Dental Association and the United Nations Committee on the Protection of the Rights of All Migrant Workers and Members of Their Families and the Committee on the Rights of the Child on State Obligations Regarding the Human Rights of Children in the Context of International Migration in Countries of Origin, Transit Destination and Return.