Guest User Guest User

Framlengdur frestur í sæti varafulltrúa í áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema

Landssamtök íslenskra stúdenta auglýsa eftir áhugasömum einstaklingi til þess að sitja sem varafulltrúi í áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema. Nefndin starfar samkvæmt 20. gr. laga um háskóla nr. 63/2006 og reglum nr. 1152/2006. Hún fjallar um kærur og kvartanir stúdenta í háskólum á hendur skólunum vegna málsmeðferðar og/eða ákvarðana um þeirra mál. 

 Landssamtök íslenskra stúdenta auglýsa eftir áhugasömum einstaklingi til þess að sitja sem varafulltrúi í áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema. 

Nefndin starfar samkvæmt 20. gr. laga um háskóla nr. 63/2006 og reglum nr. 1152/2006. Hún fjallar um kærur og kvartanir stúdenta í háskólum á hendur skólanna vegna málsmeðferðar og/eða ákvarðana um þeirra mál. 

Sótt er um með því að senda umsókn á lis@studentar.is. Umsóknarfrestur rennur út þann 9. september kl. 12:00.

Umsókn skal innihalda helstu upplýsingar, m.a.: 

  • Nafn og aldur.

  • Ferilskrá.

  • Stutt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið.

Menntunar- og hæfniskröfur eru eftirfarandi:

  • Umsækjendur þurfa að uppfylla starfsgengisskilyrði héraðsdómara sbr. 29. gr. laga nr. 50/2016.

  • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu 

  • Gott vald á íslenskri tungu.

  • Skipulögð, sjálfstæð og vönduð vinnubrögð. 

  • Lipurð í mannlegum samskiptum. 

Æskilegt er að umsækjandi hafi:

  • Reynslu af störfum kæru- og/eða úrskurðarnefnda.

  • Þekking á lagaumhverfi háskóla

  • Reynslu af og/eða áhuga á hagsmunabaráttu stúdenta. 

Fulltrúinn er skipaður til 17. maí 2020. 

Lesa má nánar um störf nefndarinnar hér á heimasíðu Stjórnarráðsins. Nánari upplýsingar veitir Sonja Björg Jóhannsdóttir, forseti LÍS á sonja@studentar.is. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum verður svarað.

Read More
Guest User Guest User

Sjálfboðaliðar óskast í Student Refugees // Seeking volunteers for Student Refugees

Viltu gerast sjálfboðaliði? Vertu með í að auka aðgengi hælisleitenda og flóttafólks að námi! // Would you like to become a volunteer? Come be a part of making higher education more accessible to asylum seekers and refugees! 

MEÐ AUGLÝSINGU - ÍSLENSKA.jpg

Viltu gerast sjálfboðaliði?

Opið er fyrir umsóknir í sjálfboðaliðahóp Student Refugees! Vertu með í að auka aðgengi hælisleitenda og flóttafólks að námi.

Student Refugees er stúdenta rekið framtak sem býður hælisleitendum og flóttafólki upp á aðstoð við að sækja um háskólanám á Íslandi sem byggir alfarið á vinnu sjálfboðaliða.

Aðstoðin verður veitt á heimasíðu Student Refugees, í tölvupósti og í eigin persónu á umsóknarkaffi. Umsóknarkaffið eru opnir viðburðir í huggulegu umhverfi þar sem fólk getur komið að vinna í umsóknum undir leiðsögn. Sjálfboðaliðar munu hljóta þjálfun frá verkefnastjórum og sérfræðingum, svo það er engin þörf á fyrri reynslu. 

Ábyrgð sjálfboðaliða:

  •  Skipuleggja og mæta á umsóknarkaffihús u.þ.b. einu sinni í mánuði.

  • Svara fyrirspurnum og vera í sambandi við hælisleitendur og flóttafólk í tölvupósti.

  • Uppfæra vefsíðu.

  • Vera í samskiptum við og vinna með hópi sjálfboðaliða.

  • Safna upplýsingum um framvindu verkefnis.

Sækja um hér

Umsóknarfrestur er til og með 27. ágúst. Ekki hika við að hafa samband ef spurningar vakna! Frekari upplýsingar veita: 

MEÐ AUGLÝSINGU - ENSKA.jpg

English:

Would you like to become a volunteer? Come be a part of making higher education more accessible to asylum seekers and refugees! 

Student refugees is a student run initiative which provides asylum seekers and refugees with assistance in applying for higher education in Iceland.

This service will be provided through the Student Refugees website, via email and in person at the Application Café. The Application Cafés are open sessions in a cosy environment where people can receive guidance while working on their applications. Volunteers will undergo training from team leaders and specialists, so no prior experience is needed.

 Responsibilities:

  • Plan, host and participate in Application Cafés, about once a month.

  • Answer questions and contact asylum seekers and refugees via email.

  • Update website.

  • Communicate with and meet up in your team of volunteers.

  • Collect data on progress.

 Apply here

Deadline for applications is before midnight on the 27th of August. Please do not hesitate to reach out or ask questions! Further information are provided by:

Read More
Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Framkvæmdastjóri LÍS 2019-2020

Þann 1. ágúst síðastliðinn tók Theodóra Listalín Þrastardóttir við starfi framkvæmdastjóra LÍS. Þetta er í fyrsta sinn í sögu samtakanna sem framkvæmdastjóri er ráðinn en samkvæmt lögum LÍS ber framkvæmdastjóri ábyrgð á daglegum rekstri samtakanna.

Þann 1. ágúst síðastliðinn tók Theodóra Listalín Þrastardóttir við starfi framkvæmdastjóra LÍS.

Þetta er í fyrsta sinn í sögu samtakanna sem framkvæmdastjóri er ráðinn en samkvæmt lögum LÍS ber framkvæmdastjóri ábyrgð á daglegum rekstri samtakanna. Framkvæmdastjóri skal sjá um gerð fjárhagsáætlunar og hefur prókúru fyrir reikningum LÍS. Einnig hefur hann rétt til setu, málfrelsi og tillögurétt á öllum fundum fulltrúaráðs og framkvæmdastjórnar en ekki atkvæðisrétt.

Theodóra hefur lokið BS-gráðu í sálfræði við Háskóla Íslands (HÍ) og mun hefja diplómanám á meistarastigi í vefmiðlun við HÍ í haust. Samhliða námi sínu í sálfræði tók Theodóra þátt í ýmsum félagsstörfum, bæði á vegum félags sálfræðinema, Animu, og Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ).

Bjóðum við Theodóru velkomna til starfa.

Framkvæmdastjóri LÍS (1).png
Read More
Guest User Guest User

Hefur þú áhuga á stöðu framkvæmdastjóra LÍS

Landssamtök íslenskra stúdenta leita að framkvæmdastjóra. Samkvæmt lögum LÍS sinnir framkvæmdastjóri daglegum rekstri og hefur yfirumsjón með fjármálum samtakanna. Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á því að greiða þau gjöld er samtökunum ber að greiða, innheimta kröfur, sér um gerð fjárhagsáætlunar og hefur prókúru fyrir reikningum samtakanna. 

Landssamtök íslenskra stúdenta.png

Landssamtök íslenskra stúdenta leita að framkvæmdastjóra. 

Samkvæmt lögum LÍS sinnir framkvæmdastjóri daglegum rekstri og hefur yfirumsjón með fjármálum samtakanna. Framkvæmdastjóri ber m.a. ábyrgð á því að greiða þau gjöld er samtökunum ber að greiða, innheimta kröfur, sér um gerð fjárhagsáætlunar og hefur prókúru fyrir reikningum samtakanna.  Framkvæmdastjóri hefur rétt til setu, málfrelsi og tillögurétt á öllum fundum fulltrúaráðs og framkvæmdastjórnar en ekki atkvæðisrétt. 

Hæfniskröfur: 

  • Þekking og reynsla af fjármálum og bókhaldi

  • Menntun sem nýtist í starfi er kostur 

  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum

  • Góð kunnáttu í íslensku og ensku 

  • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð

  • Önnur þekking og reynsla sem nýtist í starfi

Framkvæmdarstjóri verður ráðinn í 40% starf frá 1. ágúst næstkomandi til 1. júní 2020 og hefur vinnuaðstöðu á skrifstofu LÍS í Borgartúni 6, 105 Reykjavík. 

Umsókn sendist á netfang samtakanna lis@studentar.is með kynningarbréfi auk ferilskrá.

Spurningum um starfið er hægt að beina til forseta LÍS: 

Sonja Björg Jóhannsdóttir, sonja@studentar.is, s. 616-2620

Umsóknarfrestur er til miðnættis miðvikudaginn 17. júlí


Read More
Guest User Guest User

LÍS og BHM endurnýja samstarfssamning

Þann 1. júlí undirrituðu Sonja Björg Jóhannsdóttir, forseti LÍS, og Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður Bandalags Háskólamanna (BHM), nýjan samstarfssamning milli félaganna tveggja. Samningurinn svipar til fyrri samstarfssamninga en BHM og LÍS hafa átt í farsælu samstarfi síðastliðin ár. 

Þann 1. júlí undirrituðu Sonja Björg Jóhannsdóttir, forseti LÍS, og Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður Bandalags Háskólamanna (BHM), nýjan samstarfssamning milli félaganna tveggja. Samningnum svipar til fyrri samstarfssamninga en BHM og LÍS hafa átt í farsælu samstarfi síðastliðin ár.  Eins og fram kemur í frétt BHM um samsstarfsamninginn er markmið hans samvinna um stefnumótun BHM um sameiginleg hagsmuna- og réttindamál, svo eitthvað sé nefnt.

Nýr liður í samningnum er samstarfsverkefni milli LÍS og BHM sem felst í að búa til fræðslumyndbönd um kjara- og réttindamál háskólamenntaðra á vinnumarkaði, en undirbúningsvinna þessa verkefnis hófst á seinasta starfsári. Það er dýrmætt að fá tækifæri til þess að vinna verkefni af þessu tagi með BHM og eru LÍS þakklát fyrir það góða samstarf sem hefur ríkt.

Sonja (til vinstri) og Þórunn við undirritun samningsins.

Sonja (til vinstri) og Þórunn við undirritun samningsins.

Read More