
Stofnanaúttekt á Stofnun Árna Magnússonar/Institution-Wide Review on the Árni Magnússon Institute for Icelandic Studies
—English below—
Gæðaráð íslenskra háskóla er að leita að stúdentafulltrúa til að taka þátt í stofnanaúttekt á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Hæfniskröfur eru eftirfarandi:
Vera doktorsnemi
Góð hæfni í skriflegri og munnlegri ensku
Góð/góður/gott í hópvinnu
Engin náin tengsl við viðkomandi stofnun
Úttektin mun eiga sér stað 4.-8. apríl. Fyrir úttektina sjálfa er veitt þjálfun. Fulltrúinn verður valið af Gæðaráði og greitt 400.000kr. í þóknun. Senda má ferilskrá og kynningarbréf á lis@studentar.is eða bjorgvin@studentar.is.
—
The Quality Board of Icelandic Higher Education is looking for a student representative to participate in an institution-wide review of the Árni Magnússon Institute for Icelandic Studies. The requirements for applicants are as follows:
Be a doctorate’s student
High proficiency in written and spoken English
Be a good team player
No close ties to the institution in question
The review will take place April 4th-8th. Training is provided before the review. The representative will be chosen by the Quality Board and paid 400.000 ISK. You may send your CV and cover letter to lis@studentar.is or bjorgvin@studentar.is.
Yfirlýsing vegna Stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
—English below—
LÍS hafa samþykkt yfirlýsingu í kjölfar birtingar af Stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Þar sem nokkur atriði í þessum sáttmála varða stúdenta er það mikilvægt að við látum í okkur heyra. Yfirlýsingin finnst hér. Brot af henni finnst hérna fyrir neðan.
—
LÍS has approved a statement on the recently-published Government Agreement. Since multiple parts of the Agreement pertain to students, it is important that we amplify our voices. The statement can be found here. An excerpt of it can be found below.
Mánaðarlegur pistill forsetans - 30. nóvember 2021
Kæru lesendur,
Nóvembermánuðurinn var sá afkastamesti mánuðurinn hingað til. Þetta tímaskeið bauð upp á ýmis tækifæri til að láta í okkur heyra. Að mínu mati nýttum við þessi tækifæri af stakri prýði, og það gleður mig að geta sagt frá þeim.
9. nóvember átti frábær fundur með Gæðaráði íslenskra háskóla sér stað. Þátttaka í Gæðaráði íslenskra háskóla hefur veitt okkur botnlausan viskubrunn þar sem við getum nýtt okkur þekkingu alþjóðlegra sérfræðinga í gæðamálum. Fundur þessi reyndist vera öllum þátttakendum til mikilla bóta.
Daginn eftir fengum við að vera sýnileg á ráðstefnu sem var undir umsjón Ráðgjafarnefndar íslenskra háskóla, séríslensk stofnun sem sérhæfir sig í gæðamálum. Á þessari ráðstefnu sáu stúdentafulltrúar yfir vinnustofu þar sem rætt var helstu málefnin á sviði gæðamála í smærri hópum. Samvinnan í þessum hópum var glæsileg og aðkoma okkar að þessum viðburði var vel metin.
Viku eftir, á 17. nóvember, var fagnað alþjóðlegum degi stúdenta. Á þessum degi var birt pistil eftir mér um valmöguleikana sem standa núna fyrir okkur á tímum COVID. Við tókum þátt í herferðinni #DontCutOurFuture á samfélagsmiðlum og vorum hluti af stærri heild.
Að lokum voru LÍS með aðkomu að áttugasta og fyrsta stjórnarfundi Evrópusamtaka stúdenta (e. European Students’ Union). Á þeim fundi kom margt fyrir. LÍS komu með tillögu með þeim tilgangi að hvetja samtökin til að takast á við fleiri jafnréttismál en þau sem snerta hinsegin og kynjajafnrétti, en tillagan var felld. Okkar ásamt öðrum samtökum komu með yfirlýsingar í kjölfarið til að mótmæla dóminn. Aðrar stórar fréttir frá þessum fundi eru þær að Meginfélag Føroyskra Stúdenta, einnig þekkt sem MFS, urðu fullgildir meðlimir að ESU. MFS eru færeysk samtök sem hafa verið náinn samstarfsaðili í gegnum tíðina. Við erum mjög spennt fyrir þeirra hönd og hlökkum til enn öflugra samstarfs með þeim.
Þegar allt kemur til alls var þessi mánuður eins yndislegur og hann var krefjandi. Stundum getur það tekið á einstakling að sinna svona mikilli vinnu, en mér þykir það svo ánægjulegt að ég finn varla fyrir því. Miðpunktur starfsársins er eiginlega bara byrjunin af miklu fjöri sem að bíður okkar. Ég hlakka eindregið til að sjá hvað berst næst á fjöruna.
Yfirlýsing um áhrif heimsfaraldursins á skólastarf
—English below—
LÍS vilja að farið er með skólastarf með ábyrgum hætti á meðan heimsfaraldurinn blasir við. Þess vegna hafa samtökin samþykkt yfirlýsingu með þeim vonum að hvetja háskólayfirvöld til skynsamlegra aðgerða. Yfirlýsingin í heild sinni finnst hér fyrir neðan og einnig á þessari slóð: https://static1.squarespace.com/static/5507f2dfe4b0c945f1a3d7eb/t/619b7d4664bf3c1df76b5f17/1637580102459/%C3%81hrif+heimsfaraldursins+%C3%A1+sk%C3%B3lastarf.docx.pdf
—
LÍS wants for universities to behave responsibly while the pandemic is about. As such, LÍS has approved a statement with the hopes of encouraging university authorities to act wisely during this time. The statement can be seen below (in Icelandic) and also at this link (in Icelandic): https://static1.squarespace.com/static/5507f2dfe4b0c945f1a3d7eb/t/619b7d4664bf3c1df76b5f17/1637580102459/%C3%81hrif+heimsfaraldursins+%C3%A1+sk%C3%B3lastarf.docx.pdf
Alþjóðlegur dagur stúdenta / International Day of Students #DontCutOurFuture
—English below—
Í dag er alþjóðlegur dagur stúdenta. Í þvi tilefni viljum vekja athygli á mikilvægi þess að bæta kjör stúdenta fyrir framtíðina. Við sinnum afar þýðingarmiklu hlutverki innan samfélagsins og þess vegna eigum við það besta skilið. Hérna má sjá greinar eftir forseta LÍS og SHÍ í tilefni dagsins: https://www.visir.is/g/20212184251d/geta-ha-skola-nemar-lifad-med-veirunni-
https://www.visir.is/g/20212184131d/-ekki-skera-nidur-fram-tidina-okkar-
—
Today is the International Day of Students. To celebrate, we would like to shine a light on the importance of our futures. We play a hugely important in society and as such, we deserve the best. Articles from the presidents of LÍS and the Student Council of the University of Iceland (SHÍ) can be found below:
https://www.visir.is/g/20212184251d/geta-ha-skola-nemar-lifad-med-veirunni-
https://www.visir.is/g/20212184131d/-ekki-skera-nidur-fram-tidina-okkar-