Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Opið fyrir framboð í framkvæmdastjórn 2022-2023 // Candidacy for LÍS’ Executive Committee 2022-2023 is Open

LÍS óskar eftir framboði í framkvæmdastjórn LÍS fyrir starfsárið 2022-2023. Framboðsfrestur er til 19. Febrúar. Hafir þú áhuga skaltu senda kynningarbréf og ferilskrá á lis@studentar.is .//LÍS is opening the call for candidates for next year’s Executive Committee. The application deadline is February 19th, if you are interested, please send an introductory letter and CV to lis@studentar.is

// English below

LÍS óskar eftir framboði í framkvæmdastjórn LÍS fyrir starfsárið 2022-2023. Framboðsfrestur er til 19. Febrúar. Hafir þú áhuga skaltu senda kynningarbréf og ferilskrá á kjorstjorn@studentar.is

Kosið er í embætti á Landsþingi sunnudaginn 6. mars, en tíminn frá þinginu að skiptafundi í lok maí í nýtist í að þjálfa nýja stjórn upp í hlutverkin. Við hvetjum frambjóðendur til þess að kynna sér lög og verklag samtakanna vel, en nánari upplýsingar um hvert embætti má einmitt finna þar. Þú getur líka haft samband við sitjandi embættismenn, en tengiliða upplýsingar má finna hér.

Mikilvægar upplýsingar:

  • Starfsárið hefst í júní 2022 og er til maí 2023.

  • Vinnutungumál LÍS er íslenska.

    • Efni til birtingar er bæði á ensku og íslensku en fundargögn eru almennt á íslensku.

  • Kjörgengi hafa…

    • Öll sem stunda háskólanám á Íslandi og/eða eru meðlimir í aðildarfélagi LÍS. (getur til dæmis verið í námi erlendis en samt hluti af SÍNE!)

    • Frambjóðendur mega hafa lokið námi, ef það eru innan við tvö ár frá námslokum.

  • Tvær stöður eru launaðar (forseti og varaforseti) en hinar eru sjálfboðaliðavinna.

    • Vinnuálag endurspeglar að einhverju marki þessa skiptingu, forseti er almennt í 100% vinnu og varaforseti í 40%. Vinnustundir hinna embættanna fara eftir eðli hlutverksins, en samtökin eiga því miður ekki tök á því að launa allar stöður (vonandi á næstu árum!).

Það eru sjö embætti í framkvæmdastjórn LÍS

Forseti

·         Forsvarsaðili samtakanna

·         Boðar og stýrir fundum

·         Hefur yfirsýn yfir öll verkefni

·         Leiðir stefnumótun

Varaforseti

·         Tengiliður við aðildarfélög

·         Forseti lagbreytingarnefndar

·         Staðgengill forseta

Ritari

·         Ritar og heldur utan um fundargerðir

·         Sér um birtingu efnis á vefsíðu samtakanna

·         Stekkur í tilfallandi verkefni

Markaðsstjóri

·         Forseti markaðsnefndar

·         Sér um samfélagsmiðla, kynningarefni og hlaðvarp

·         Skipuleggur auglýsingaherferðir um málefni stúdenta

·         Vinnur í sýnileika samtakanna

Jafnréttisfulltrúi

·         Forseti jafnréttisnefndar

·         Berst fyrir auknu aðgengi að námi og bættri stöðu stúdenta

·         Verkefnastjóri Student Refugees Iceland

Alþjóðafulltrúi

·         Forseti alþjóðanefndar

·         Sækir ráðstefnur erlendis fyrir hönd samtakanna

·         Viðheldur tengslanet LÍS á alþjóðavísu

·         Verkefnastjóri Student Refugees Iceland

Gæðastjóri

·         Forseti gæðanefndar

·         Situr í ráðgjafarnefnd gæðaráðs

·         Stuðlar að þekkingu og áhuga stúdenta á gæðamálum

// English

Dear students,

LÍS is opening the call for candidates for next year’s Executive Committee. The application deadline is February 19th, if you are interested, please send an introductory letter and CV to kjorstjorn@studentar.is

Elections will take place at the National Assembly on Sunday March 6th, and the time from the assembly to the hand-over meeting at the end of May will be used to train the new committee for their respective roles.

Important information:

  • The next operating year will begin in June 2022 and last until May 2023.

  • LÍS' working language is Icelandic.

    • Our published information is in Icelandic and English but meeting documents are generally in Icelandic.

  • Eligability to run…

    • Any university student in Iceland and/or member of an Icelandic student union (e.g. member of SÍNE, the union if Icelandic students abroad).

    • Candidates may have finished studying, as long as they have been a student within the last two years.

  • Two positions are salaried (president and vice-president) and the others are volunteers.

    • This division is reflected in the workload, the president generally works full time and the vice-president part time (40%). The work for the other roles vary depending on the nature of the work, but unfortunately the union is unable to compensate all executive committee members (this will hopefully change in the next few years!)

There are seven officers on the executive committee:

President

·         Official union representative

·         Convenes and chairs meetings

·         Oversees all activities

·         Leads policy work

Vice-President

·         Liaison with member unions

·         Chairs legislative committee

·         Stand in for president

Secretary

·         Writes and keeps track of meeting documents and notes

·         Oversees websites and publications

·         Incidental tasks and support

Marketing officer

·         Chairs marketing committee

·         Oversees social media, promotional material and podcast

·         Plans marketing campaigns on student issues

·         Maintains the unions' public visibility

Equal Rights Officer

·         Chairs the equal rights committee

·         Advocates for equal access to education and students' welfare

·         Project manager of Student Refugees Iceland

International Officer

·         Chairs international committee

·         Attends conferences abroad on behalf of LÍS

·         Maintains LÍS's international connections

·         Project manager of Student Refugees Iceland

Quality Officer

·         Chairs the quality committee

·         Sits on the Quality Council

·         Supports knowledge of and interest in quality matters among students

Read More
Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Fundur með háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra (English included)

--English below—

Í gær fékk framkvæmdastjórn LÍS það tækifæri að funda með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra ásamt framkvæmdastjórnarmeðlimum LÍS (vinstri til hægri: framkvæmdastjóri Agnar Logi Kristinsson, ritari Úlfur Atli Stefaníuson, forseti Derek Terell Allen, markaðsstjóri Nhung Hong Thi Ngô) /// The Minister of Universities, Industry, and Innovation alongside members of LÍS’ Executive Committee (left to right: Executive Director Agnar Logi Kristinsson, Secretary Úlfur Atli Stefaníuson, President Derek Terell Allen, Marketing Executive Nhung Hong Thi Ngô)

Á fundinum ræddum við stöðu mála í sambandi við okkar samtök, ráðuneytin, háskólana, og fleiri. Fundurinn var afkastamikill og við teljum hann góðan grundvöll fyrir framtíðina. Við hlökkum eindregið til samstarfsins.

Yesterday, the Executive Committee of LÍS got the opportunity to meet with Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, the Minister of Universities, Industry, and Innovation. At the meeting, we discussed the current state of affairs regarding LÍS, the ministries, the universities, and more. The meeting was productive and we believe that it has laid down a good foundation for the future. We look forward to what is on the horizon.

Read More
Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Stofnanaúttekt á Stofnun Árna Magnússonar/Institution-Wide Review on the Árni Magnússon Institute for Icelandic Studies

—English below—

Gæðaráð íslenskra háskóla er að leita að stúdentafulltrúa til að taka þátt í stofnanaúttekt á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Hæfniskröfur eru eftirfarandi:

  • Vera doktorsnemi

  • Góð hæfni í skriflegri og munnlegri ensku

  • Góð/góður/gott í hópvinnu

  • Engin náin tengsl við viðkomandi stofnun

Úttektin mun eiga sér stað 4.-8. apríl. Fyrir úttektina sjálfa er veitt þjálfun. Fulltrúinn verður valið af Gæðaráði og greitt 400.000kr. í þóknun. Senda má ferilskrá og kynningarbréf á lis@studentar.is eða bjorgvin@studentar.is.

The Quality Board of Icelandic Higher Education is looking for a student representative to participate in an institution-wide review of the Árni Magnússon Institute for Icelandic Studies. The requirements for applicants are as follows:

  • Be a doctorate’s student

  • High proficiency in written and spoken English

  • Be a good team player

  • No close ties to the institution in question

The review will take place April 4th-8th. Training is provided before the review. The representative will be chosen by the Quality Board and paid 400.000 ISK. You may send your CV and cover letter to lis@studentar.is or bjorgvin@studentar.is.

Read More
Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Yfirlýsing vegna Stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar

—English below—

LÍS hafa samþykkt yfirlýsingu í kjölfar birtingar af Stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Þar sem nokkur atriði í þessum sáttmála varða stúdenta er það mikilvægt að við látum í okkur heyra. Yfirlýsingin finnst hér. Brot af henni finnst hérna fyrir neðan.



LÍS has approved a statement on the recently-published Government Agreement. Since multiple parts of the Agreement pertain to students, it is important that we amplify our voices. The statement can be found here. An excerpt of it can be found below.

Read More
Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Mánaðarlegur pistill forsetans - 30. nóvember 2021

Kæru lesendur,

Nóvembermánuðurinn var sá afkastamesti mánuðurinn hingað til. Þetta tímaskeið bauð upp á ýmis tækifæri til að láta í okkur heyra. Að mínu mati nýttum við þessi tækifæri af stakri prýði, og það gleður mig að geta sagt frá þeim.

9. nóvember átti frábær fundur með Gæðaráði íslenskra háskóla sér stað. Þátttaka í Gæðaráði íslenskra háskóla hefur veitt okkur botnlausan viskubrunn þar sem við getum nýtt okkur þekkingu alþjóðlegra sérfræðinga í gæðamálum. Fundur þessi reyndist vera öllum þátttakendum til mikilla bóta.

Daginn eftir fengum við að vera sýnileg á ráðstefnu sem var undir umsjón Ráðgjafarnefndar íslenskra háskóla, séríslensk stofnun sem sérhæfir sig í gæðamálum. Á þessari ráðstefnu sáu stúdentafulltrúar yfir vinnustofu þar sem rætt var helstu málefnin á sviði gæðamála í smærri hópum. Samvinnan í þessum hópum var glæsileg og aðkoma okkar að þessum viðburði var vel metin.

Viku eftir, á 17. nóvember, var fagnað alþjóðlegum degi stúdenta. Á þessum degi var birt pistil eftir mér um valmöguleikana sem standa núna fyrir okkur á tímum COVID. Við tókum þátt í herferðinni #DontCutOurFuture á samfélagsmiðlum og vorum hluti af stærri heild.

Að lokum voru LÍS með aðkomu að áttugasta og fyrsta stjórnarfundi Evrópusamtaka stúdenta (e. European Students’ Union). Á þeim fundi kom margt fyrir. LÍS komu með tillögu með þeim tilgangi að hvetja samtökin til að takast á við fleiri jafnréttismál en þau sem snerta hinsegin og kynjajafnrétti, en tillagan var felld. Okkar ásamt öðrum samtökum komu með yfirlýsingar í kjölfarið til að mótmæla dóminn. Aðrar stórar fréttir frá þessum fundi eru þær að Meginfélag Føroyskra Stúdenta, einnig þekkt sem MFS, urðu fullgildir meðlimir að ESU. MFS eru færeysk samtök sem hafa verið náinn samstarfsaðili í gegnum tíðina. Við erum mjög spennt fyrir þeirra hönd og hlökkum til enn öflugra samstarfs með þeim.

Þegar allt kemur til alls var þessi mánuður eins yndislegur og hann var krefjandi. Stundum getur það tekið á einstakling að sinna svona mikilli vinnu, en mér þykir það svo ánægjulegt að ég finn varla fyrir því. Miðpunktur starfsársins er eiginlega bara byrjunin af miklu fjöri sem að bíður okkar. Ég hlakka eindregið til að sjá hvað berst næst á fjöruna.

Read More