Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Stúdentar vilja heildarúttekt á áhrifum styttingu framhaldsskólanna

Landssamtök íslenskra stúdenta og Samband íslenskra framhaldsskólanema hafa sent mennta- og barnamálaráðherra og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra bréf þess efnis að samtökin krefjist þess að lagt verði mat á áhrif þess að námstími til stúdentsprófs var styttur úr fjórum árum í þrjú ár.

Ágæt reynsla er nú komin á endurskipulagningu á námstíma til stúdentsprófs og því mikilvægt að gerð verði heildarúttekt á áhrifum þessarar breytinga. Brýnt er að staða þeirra háskólanema sem koma úr hinu nýja kerfi verði skoðuð í samanburði við þá nemendur sem komu úr því fyrra. Úttektin þarf að taka mið af fjölbreyttum þáttum líkt og líðan stúdenta, gæði náms og undirbúning fyrir háskólanám. Jafnframt þarf að meta hvort þau markmið sem stjórnvöld settu fram með þessari breytingu hafi verið uppfyllt og hvaða önnur áhrif breytingin hefur haft á íslenskt samfélag, tómstundaþátttöku ungmenna og vinnumarkað.

Stúdentar krefjast þess sömuleiðis að fulltrúar Landssamtaka íslenskra stúdenta og Sambandi íslenskra framhaldsskólanema hafi aðkomu að úttektinni og fái aðgang að niðurstöðum hennar.


Stytting námstíma til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú ár var umfangsmikil breyting sem hafði víðtæk áhrif á íslenskt samfélag, þar á meðal á starfsemi framhaldsskóla, háskóla, líðan ungmenna og íslenskan vinnumarkað. Þar sem nú hefur hlotist reynsla af styttingunni er ástæða til að taka saman upplýsingar um hvaða árangur hefur náðst með breytingunni og hvaða samfélagslegu og efnahagslegu áhrif hún hefur haft.

Í skýrslu þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra frá árinu 2020 um árangur og áhrif þess að námstími til stúdentsprófs var styttur úr fjórum árum í þrjú ár sem unninn var af beiðni Alþingis kemur m.a. fram að mennta- og menningarmálaráðherra hafi áformað að setja af stað verkefni til fimm ára til að leggja samræmt mat á það hversu vel undirbúnir nemendur koma til háskóla með því að fylgjast með þróun námsárangurs. Sú vinna hefur þó enn ekki hafist og því er mikilvægt að hún hefjist sem allra fyrst.


Hér má finna bréfið í heild.

Read More
Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Opið fyrir framboð í framkvæmdastjórn LÍS 2023-2024! / Open for applications for LÍS's executive committee 2023-2024!

Opið fyrir framboð í framkvæmdastjórn LÍS 2023-2024! / Open for applications for LÍS's executive committee 2023-2024!

// English below

LÍS óska eftir framboði í framkvæmdastjórn LÍS fyrir starfsárið 2023-2024. Framboðsfrestur er til og með 15. mars 2023. Hafir þú áhuga skaltu senda kynningarbréf og ferilskrá á kjorstjorn@studentar.is


Kosið er í embætti á Landsþingi stúdenta sem haldið verður á Akureyri 29. mars til 1. apríl.

Brottför frá Höfuðborgarsvæðinu til Akureyrar verður með rútu á vegum LÍS í hádegi miðvikudaginn 29. mars.

Mikilvægar upplýsingar:

Það eru fimm embætti í framkvæmdastjórn LÍS fyrir starfsárið 2023-2024

  • Forseti

  • Varaforseti

  • Gæðastjóri

  • Alþjóðafulltrúi

  • Jafnréttisfulltrúi

Við hvetjum frambjóðendur til þess að kynna sér lög og verklag samtakanna vel, en nánari upplýsingar um hvert embætti má einmitt finna þar. Þú getur líka haft samband við sitjandi embættismenn, en tengiliða upplýsingar má finna hér.

Starfsárið hefst í byrjun júní 2023 og er til lok maí 2024.

Tímabilið frá kosningu embætta á Landsþingi fram að byrjun starfsársins er nýtt til að læra á hlutverkið frá fráfarandi framkvæmdastjórnarmeðlimum samtakanna.

  • Vinnutungumál LÍS er íslenska

    • Efni til birtingar er bæði á ensku og íslensku en fundargögn eru almennt á íslensku

  • Kjörgengi hafa…

    • Öll sem stunda háskólanám á Íslandi og/eða eru meðlimir í aðildarfélagi LÍS

    • Frambjóðendur mega hafa lokið námi, ef það eru innan við tvö ár frá námslokum


// ENGLISH

Dear students,

LÍS is opening the call for candidates for our Executive Committee for 2023-2024.

The application deadline is 15th of march, if you are interested, please send an introductory letter and CV to kjorstjorn@studentar.is

Elections are held at the Student General Assembly which will be held in Akureyri from March 29th to April 1st.

Departure from the capital area to Akureyri will be via bus at noon on Wednesday, March 29th.

Important information:

There are five positions in the executive board of LÍS for the working year 2023-2024

  • President

  • Vice President

  • Quality officer

  • International officer

  • Equality officer

We encourage candidates to familiarize themselves with the association's laws and procedures, but more detailed information about each position can be found there. You can also contact our current officials, whose contact details can be found here.

The working year starts at the beginning of June 2023 and ends in May 2024.

The period from the election of offices in the National Assembly until the beginning of the working year is used to learn about the role from the outgoing executive committee.

  • The working language of LÍS is Icelandic

    • Material for publication is in both English and Icelandic, but meeting documents are generally in Icelandic

  • Who can apply for the EC?

    • Everyone who is studying at an Icelandic university and/or is a member of LÍS's member associations.

    • Candidates may have completed their studies, if it is less than two years since the end of their studies

Read More
Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Fulltrúaráðsfundur 20. febrúar

Mánudaginn 20. febrúar kl 17:00 verður haldinn fundur hjá fulltrúaráði LÍS.

Fulltrúaráðsfundir eru skv. lögum LÍS opnir öllum stúdentum og hvetjum við alla háskólanema með áhuga á hagsmunabaráttu stúdenta að sækja fundina. Að þessu sinni er fundurinn haldinn í Haskóla Íslands í stofu 101 á Háskólatorgi. Er það nýjung í starfsemi LÍS að halda fulltrúaráðsfundi í skólum aðildarfélaganna en er það gert til þess að styrkja sambönd þeirra félaga sem mynda LÍS.

Dagksrá fundarins er eftirfarandi:

  1. Fundargerð síðasta fundar borin upp til samþykktar (17:00 - 17:05)

  2. Kynning frá auglýsingaskrifstofunni Sahara um samfélagsmiðla (17:05-18:00) 

  3. Fréttir (18:00-18:05)

  4. Auglýsingaherferð (18:05 - 18:10)

  5. Lagabreytingar og fjöldi þingfulltrúa á landsþingi LÍS 2023 (18:10 - 18:45)

  6. Fjárhagsáætlun (18:45 - 19:00)

  7. Kynning á Erasmus Student Network (19:00 - 19:20)

  8. Önnur mál (19:20-19:30)

Read More
Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

10 ára afmælisár LÍS!

Þann 3. nóvember 2023 mun LÍS fagna 10 ára afmæli samtakanna og því verður árið í ár sannkallað afmælisár. Þetta eru stór tímamót fyrir ungt félag en við erum stolt af því að hafa gegnt hlutverki okkar sem sameiginlegt hagsmunaafl stúdenta í næstum því áratug. Við munum halda upp á áfanginn með ýmsum hætti út árið en fögnuðurinn mun ná hámarki á afmælisdaginn sjálfan. Takk fyrir samstarfið í gegnum árin og mega þau verða miklu fleiri!

Í tilefni af afmælilnu sviptum við því hulinni af afmælislógói LÍS.

Read More
Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Málstofa á vegum Student Refugees Iceland og Spretts á jafnréttisdögum HÍ 2023

Verkefnin Student Refugees Iceland og Sprettur héldu saman málstofu á jafnréttisdögum HÍ. Málstofan bar nafnið Computer Says No: Experiences and Narratives of University Students with a Foreign Background og fjallaði um reynslu og upplifun erlendra nema af námi á Íslandi. Umræðuefnin voru þær áskoranir sem viðmælendur hafa upplifað á skólagöngu sinni. Eins voru ræddar lausnir varðandi inngildandi kennsluhætti og viðmót bæði kennara og samnemenda. Lykilhugtök sem lögð voru til grundvallar á þessum viðburði varða inngildingu, menningarnæmi og öráreiti sem nemendur með erlendan bakgrunn upplifa í námi sínu. 

Málstofan hófst á kynningu á bæði SRI og Sprett. SRI er verkefni sem leitt er af Sigríði Helgu Kárdal Ásgeirsdóttur, alþjóðafulltrúa LÍS og sér SRI um að aðstoða flóttafólk að sækja nám hér á landi. Sprettur er verkefni á vegum HÍ sem styður og undirbýr nemendur með innflytjendabakgrunn til háskólanáms. Markmið Spretts er að stuðla að jöfnum tækifærum til menntunar. Sabrina frá Sprett kynnti verkefnið og samstarf milli Spretts og SRI. Á málstofunni var rætt við Marcello Milanezi (hann), Juan José Colorado Valencia (hann) og  Karolina Monika Figlarska (hún) ræddu þau reynslu sína og upplifun af námi á Íslandi. 

Málstofan var haldin á Litla torgi í HÍ og var einnig streymt á facebook. Þátttaka og mæting var góð og þakkar SRI kærlega fyrir sig.


Read More