Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Kynningarfundur á kröfum stúdenta

Landssamtök íslenskra stúdenta buðu til kynningarfundur á kröfum stúdenta vegna endurskoðunar á lögum um Menntasjóð námsmanna. Kröfur LÍS voru unnar í þéttu og góðu samráði og samvinnu aðildarfélaga LÍS en starfshópur LÍS um menntasjóðsmál héldu utan um vinnuna.

Alexandra Ýr van Erven (forseti LÍS), Jóna Þórey Pétursdóttir (lánasjóðsfulltrúi SÍNE) og María Sól Antonsdóttir (lánasjóðsfulltrúi SHÍ) kynnty kröfur stúdenta og svöruðu spurningum að því loknu. Fundurinn var haldinn fimmtudaginn 2. Febrúar á Litla Torgi í Háskóla Íslands.

Samkvæmt bráðabirgðaákvæði í lögum um Menntasjóð námsmanna nr. 60/2020 skal fara fram endurskoðun á lögunum innan þriggja ára frá því þau komu til framkvæmda og niðurstöður endurskoðunarinnar kynntar eigi síðar en á haustþingi 2023. Í ljósi þess að ekki er kveðið á um reglulega endurskoðun þessara laga er ljóst að endurskoðun þessi veitir gríðarlega mikilvægt tækifæri til að gera nauðsynlegar breytingar á fyrirkomulagi námslána hér á landi.

Í bráðabirgðaákvæði þessu er ekki kveðið nánar á um hvernig endurskoðunin skuli fara fram. Er það vilji stúdenta að þetta tækifæri verði nýtt til hins ítrasta og að kerfið í heild sinni verði tekið til ítarlegrar skoðunar og í kjölfarið verði lagt fram nýtt frumvarp um Menntasjóð námsmanna á haustþingi 2023.

Hlutverk Menntasjóðs námsmanna er að vera félagslegur jöfnunarsjóður sem veitir stúdentum tækifæri til náms, óháð efnahagi eða stöðu að öðru leiti. Þörf er á mikilli vinnu og talsverðum breytingum á lögum sjóðsins til þess að þetta hlutverk sé uppfyllt.

Háskólanemar og önnur áhugasöm um námslánakerfið mættu á fundinn.

Read More
Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Fulltrúaráðsfundur 24. janúar

Þriðjudaginn 24. janúar kl 17:00 verður haldinn fundur hjá fulltrúaráði LÍS.

Fulltrúaráðsfundir eru skv. lögum LÍS opnir öllum stúdentum og hvetjum við alla háskólanema með áhuga á hagsmunabaráttu stúdenta að sækja fundina. Að þessu sinni er fundurinn haldinn í Haskólanum í Reykjavík í stofu V 102. Er það nýjung í starfsemi LÍS að halda fulltrúaráðsfundi í skólum aðildarfélaganna en er það gert til þess að styrkja sambönd þeirra félaga sem mynda LÍS.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

  1. Fundargerð síðasta fundar borin upp til samþykktar (17:00-17:05)

  2. Kynng frá Tór Marni Wihe á European Students Union (ESU). Tór er fulltrúi í framkvæmdastjórn ESU og fyrrverandi formaður MFS, systursamtaka LÍS í Færeyjum (17:05 - 17:20).

  3. Fréttir frá aðildarfélögum (17:20-17:35)

  4. Tilnefning LÍS í ráðgjafarnefnd á vegum Mennta- og barnamálaráðuneytis vegna innleiðingar og eftirfylgni aðgerða til að auka nýliðun kennara. (17:35-17:40)

  5.  Herferð LÍS  (17:35-17:55)

  6. Fjármálaáætlun (17:55-18:15)

  7. Landsþing LÍS (18:15-18:25)

  8. Stytting framhaldsskóla (18:25-18:45)

  9. Önnur mál (18:45-19:00).

Read More
Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Háskólamenntun í hættu

Aðsókn ungs fólks í háskólanám er mun minni á Íslandi en í löndum sem við berum okkur saman við. Í nýútgefinni skýrslu um virði menntunar kemur fram að 38% ungs fólks á aldrinum 25-34 ára hafa aflað sér háskólamenntunar á Íslandi, samanborið við 51% í Noregi og 49% í Svíþjóð. 

Samanburðurinn kallar á stórsókn í menntamálum og verða stjórnvöld að taka á málefnum háskólanna af festu. Ástæður fyrir lágri aðsókn ungmenna á Íslandi að háskólanámi á sér eflaust fleiri en eina rót en ein sú stærsta er tvímælalaust Menntasjóður námsmanna.

Menntasjóður námsmanna er verkfæri ætlað til þess að tryggja stúdentum tækifæri til náms óháð efnahag og félagslegri stöðu. Hlutverk sjóðsins er í raun einfalt þ.e. að veita nemum fjárhagslega aðstoð  til að standa straum af skólagjöldum og almennum framfærslukostnaði en allir sem hafa tekið námslán síðustu ár vita þó að kerfið þarfnast verulegra úrbóta til þess að geta þjónað hlutverki sínu sem skyldi. 

Ef við lítum á tölurnar sjáum við að fjöldi lántaka hjá menntasjóðnum hefur hríðfallið síðastliðinn áratug þ.e. að covid árunum undanskildum. Skólaárið 2009-2010 tóku 12.393 nemar námslán en tíu árum síðar voru þeir orðnir 4.979. Það er ekki hægt að sjá þessar tölur og draga aðra ályktun en þá að eitthvað er að klikka. 

Stúdentar hafa bent á vankanta í mörg ár, framfærslulánin duga ekki fyrir útgjöldum hvers mánaðar og tæpur helmingur stúdenta eru með íþyngjandi húsnæðiskostnað. Ljóst er að lág framfærsla skerðir aðgengi að menntun og er ein helsta ástæða þess að íslenskir stúdentar vinna mikið með námi. Samkvæmt Eurostudent VII vinna 71% háskólanema á Íslandi með námi og er hlutfallið með því hæsta af þeim þjóðum sem taka þátt í könnuninni. Í sömu könnun kemur fram að 72% þeirra nema sem vinna með námi fullyrða að án vinnunnar gætu þau ekki verið í námi. Niðurstöður könnunarinnar eru áfellisdómur yfir námslánakerfinu og dregur fram þann vanda sem ófullnægjandi framfærsla skapar.

 Þar að auki býr fyrirkomulag frítekjumarksins til vítahring þar sem stúdentar neyðast til að vinna til geta framfleytt sér en við það skerðist námslánið svo þeir þurfa að vinna enn meira. Þannig er kerfið samtímis að ýta undir atvinnuþátttöku og refsa fyrir hana. Þá er ónefnt álagið sem fylgir því að vinna með námi en álagið leiðir í mörgum tilfellum til þess að stúdentar eru lengur með námið og í einhverjum tilfellum flosna upp úr því. Það að námsmenn taki ekki námslán bitnar beinlínis á námsframvindu og aðgengi að menntun og það er raunveruleikinn.

Þetta hafa stúdentar mælt fyrir daufum eyrum í mörg ár. En nú er ljóst að gallar námslánakerfisins bitna ekki einungis á háskólanemum heldur á menntunarstigi þjóðarinnar og það er kominn tími til að stjórnvöld hlusti. Íslenska menntakerfið á betra skilið en fjársvelta háskóla og stúdenta sem hafa varla tíma í lærdóm því þau þurfa að vinna svo mikið

Alexandra Ýr van Erven

Höfundur er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta.

Grein birt á visir.is 17. janúar 2023.

Read More
Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Kröfur Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS) vegna endurskoðunar á lögum um Menntasjóð námsmanna

Samkvæmt bráðabirgðaákvæði í lögum um Menntasjóð námsmanna nr. 60/2020 skal fara fram endurskoðun á lögunum innan þriggja ára frá því þau komu til framkvæmda og niðurstöður endurskoðunarinnar kynntar eigi síðar en á haustþingi 2023. Í ljósi þess að ekki er kveðið á um reglulega endurskoðun þessara laga er ljóst að endurskoðun þessi veitir gríðarlega mikilvægt tækifæri til að gera nauðsynlegar breytingar á fyrirkomulagi námslána hér á landi. 

Í bráðabirgðaákvæði þessu er ekki kveðið nánar á um hvernig endurskoðunin skuli fara fram. Er það vilji stúdenta að þetta tækifæri verði nýtt til hins ítrasta og að kerfið í heild sinni verði tekið til ítarlegrar skoðunar og í kjölfarið verði lagt fram nýtt frumvarp um Menntasjóð námsmanna á haustþingi 2023.

Hlutverk Menntasjóðs námsmanna er að vera félagslegur jöfnunarsjóður sem veitir stúdentum tækifæri til náms, óháð efnahagi eða stöðu að öðru leiti. Þörf er á mikilli vinnu og talsverðum breytingum á lögum sjóðsins til þess að þetta hlutverk sé uppfyllt. 

 

LÍS leggur fram eftirfarandi sameiginlegar kröfur stúdenta um þær breytingar sem gera þarf á kerfinu og ferlinu framundan. Hér má finna kröfurnar heild í sinni. Kröfurnar snerta á fjölbreyttum þáttum og þar á meðal eftirfarandi:

  1. Námsstyrkur. Stúdentar leggja áherslu á að við styrkveitingu sé horft sé til jafnréttissjónarmiða í víðum skilningi og krefjast breytinga á styrkveitingum á þann hátt að kerfið sé sambærilegt hinum norska lánasjóði þ.e. með 25% niðurfelling í lok hverrar annar og 15% viðbótar niðurfelling við námslok óháð lengd námstíma. Stúdentar gera þá kröfu til íslenskra stjórnvalda að þau sýni sama metnað og norsk stjórnvöld í fyrirkomulagi námsstyrkja.

    Þá ber að hafa í huga að markmið núverandi styrkjakerfis er að skapa hvata fyrir stúdenta til þess að ljúka námi á tilsettum tíma. Í því ljósi leggur LÍS höfuðáherslu á að stjórnvöld skoði lengd námstíma háskólanema á Íslandi í víðara samhengi og taki tillit til þátta líkt og framfærslu námsfólks og hárrar atvinnuþátttöku stúdenta. Samkvæmt Eurostudent VII vinna 71% háskólanema á Íslandi með námi og er hlutfallið með því hæsta af þeim þjóðum sem taka þátt í könnuninni. Í sömu könnun kemur fram að 72% þeirra nema sem vinna með námi fullyrða að án vinnunar gætu þau ekki verið í námi. Við gerð hvatakerfis er því mikilvægt að unnin er greining á þeim ástæðum sem búa að baki löngum námstíma stúdenta hérlendis og vinna að lausnum út frá niðurstöðum hennar. Sömuleiðis þarf að greina hvaða hópi núverandi hvata- og styrkjakerfi gagnast og skoða í kjölfarið hvort markmið sjóðsins sem félagslegs jöfnunartóls verði betur uppfyllt með öðrum útfærslum

  2. Árleg hækkun námslána verði lögbundin. Stúdentar krefjast þess að ákvæði þess efnis að upphæðir námslána skuli endurskoðaðar til hækkunar árlega, m.t.t. verðlagsbreytinga, þróunar leiguverðs og gengisbreytinga verði bætt við lög um Menntasjóð námsmanna. Í núgildandi lögum er ekkert sem skyldar stjórn Menntasjóðsins eða ráðherra til að bregðast við þegar efnahagsaðstæður breytast til hins verra. Í núverandi efnahagsástandi er slíkt ákvæði nauðsynlegt.

  3. Lægra vaxtaþak. Stúdentar krefjast þess að vaxtaþak bæði verðtryggðra og óverðtryggða námslána frá Menntasjóði námsmanna verði lækkað. Með því að lækka vaxtaþakið á ný er komið í veg fyrir að markaðsáhætta og áhætta vegna affalla falli alfarið á lántaka. Þannig er dregið úr óvissu fyrir lántaka sem stuðlar að því að markmiði sjóðsins um að veita aðgengi að námi án tillits til efnahags og stöðu að öðru leyti sé betur uppfyllt.

    Í dag eru vextir á verðtryggðum lánum frá Menntasjóði námsmanna 2,49% en í október mældist verðbólga 9,4% sem þýðir að raunvextir af verðtryggðum lánum frá Menntasjóði námsmanna eru nú 11,9%. Vextir á óverðtryggðum lánum frá sjóðnum eru aftur á móti 7,13%. LÍS krefst þess að við endurskoðunina verði sérstaklega athugað hvernig hægt sé að bregðast við aðstæðum sem þessum, enda er ekki tækt að vaxtabyrði stúdenta sé eins há og raun ber vitni, það skerðir ekki aðeins aðgengi að námi, heldur má einnig ætla að það dragi úr jafnréttisáhrifum sjóðsins.

  4. Svigrúm vegna fæðingarorlofs. Eins og kerfið er sett upp er engin leið fyrir foreldri í námi til að taka sér orlof til að hlúa að nýfæddu barni. Þar sem skólar eru almennt skipulagðir í önnum gæti foreldri, eftir fæðingarmánuð barns, neyðst til þess að taka tvær núll eininga annir í röð. Slíkur námsárangur er ekki lánshæfur svo ekki er hægt að fá aukið svigrúm til námsloka vegna barneigna eins og framkvæmd sjóðsins hefur verið. 

Kröfur stúdenta voru unnar í samvinnu allra aðildarfélaga LÍS og hafði starfshópur LÍS um menntasjóðmál umsjá með vinnunni. Í starfshópnum sátu Alexandra Ýr van Erven (forseti LÍS), María Sól Antonsdóttir, (lánasjóðsfulltrúi SHÍ), María Nína Gunnarsdóttir (hagsmunafulltrúi SFHR), Nanna Hermannsdóttir (meðstjórnandi SÍNE) og Rebekka Karlsdóttir (forseti SHÍ).

Read More
Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

LÍS auglýsa eftir doktorsnema í ráðgjafarnefnd um mat á rannsóknum (REAC) // LÍS are seeking a doctoral student representative for For The Research Evaluation Advisory Committee (REAC)

// ENGLISH BELOW //

Framlengdur frestur.

Landssamtök íslenskra stúdenta ásamt Gæðaráði íslenskra háskóla auglýsa eftir doktorsnema við íslenskan háskóla til að sitja í ráðgjafarnefnd um mat á rannsóknum (REAC).

REAC er ráðgefandi nefnd fyrir Gæðaráð íslenskra háskóla en í henni sitja fulltrúar frá hverjum íslenskum háskóla ásamt fulltrúa Gæðaráðs, formanni vísindanefndar vísinda- og tækniráðs, doktorsnema og nýdoktor.

Fundir REAC eru yfirleitt degi eftir að Gæðaráð fundar og er fundað ársfjórðunglega.

Helstu skyldur REAC eru að styðja við mat á stjórnun rannsókna, þróun rannsóknarupplýsinga og þróun rannsóknarmats innan Rammaáætlunar um eflingu gæða á sviði æðri menntunar (QEF) á sama tíma og tryggja áframhaldandi áherslu á að efla jákvæða námsupplifun stúdenta.

Nánari upplýsingar um REAC er að finna á heimasíðu Gæðaráðsins.

Umsóknarfrestur er til og með 30. janúar og þið getið sótt um með því að senda ferilskrá og kynningarbréf á kolbrun@studentar.is

The National Union of Icelandic Students together with the Quality Board for Icelandic Higher Education are advertising for a PhD student at an Icelandic University to sit on the Research Evaluation Advisory Committee (REAC).

The Research Evaluation Advisory Committee (REAC) is an advisory committee to the Quality Board.

REAC is chaired by a Board member, and each university is represented by one member. Also included in REAC’s membership are the Chair of the Science Committee of the Icelandic Science and Technology Policy Council, a representative of the Quality Council, a doctoral student and a postdoctoral researcher.

The Board Chair and Secretariat may also attend meetings of REAC as observers.

Activities of REAC: REAC meetings are normally scheduled the day after a Quality Board meeting.

The main responsibilities of REAC are to support the evaluation of research management, the development of research information and the development of research assessment within the QEF while ensuring continued focus on enhancing students’ learning experience. More information on REAC is available on the Quality Board’s website.

Application deadline is until the 30th of january. You can apply by sending your CV and Cover letter to kolbrun@studentar.is

Read More