Fulltrúaráðsfundur 18. desember
Mánudaginn 18. desember kl 17:00 verður fundur hjá fulltrúaráði LÍS.
Í fulltrúaráði LÍS sitja 2 fulltrúar frá hverju aðildarfélagi LÍS. Að LÍS standa átta aðildarfélög sem eru í forsvari fyrir stúdenta við Háskólann á Akureyri, Háskólann á Bifröst, Landbúnaðarháskóla Íslands, Listaháskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Hólum, Háskóla Íslands og fyrir íslenska stúdenta sem stunda nám erlendis.
Fulltrúaráðsfundir eru skv. lögum LÍS opnir öllum stúdentum og hvetjum við alla háskólanema með áhuga á hagsmunabaráttu stúdenta að sækja fundina. Að þessu sinni er fundurinn haldinn í Háskólanum í Reykjavík í stofu M306. Fulltrúar í fulltrúaráði geta nálgast fundargögn á heimasvæði fundarins.
Opið fyrir framboð í stöðu alþjóðafulltrúa
English below
LÍS óskar eftir framboði í framkvæmdastjórn LÍS fyrir starfsárið 2023-2024. Ein staða eru laus: Alþjóðafulltrúi.
Framboðsfrestur er til og með 14. desember 2023. Hafir þú áhuga skaltu senda kynningarbréf og ferilskrá á kjorstjorn@studentar.is
Kosið er í embætti á fulltrúaráðsfundi LÍS. Fundarboð berst umsækjendum.
Við hvetjum frambjóðendur til þess að kynna sér lög og verklag samtakanna vel, en nánari upplýsingar um hvert embætti má einmitt finna þar. Þú getur einnig haft samband á lis@studentar.is
Starfsárið er til lok maí 2024.
Kjörgengi hafa:
Öll sem stunda háskólanám á Íslandi og/eða eru meðlimir í aðildarfélagi LÍS
Frambjóðendur mega hafa lokið námi, ef það eru innan við tvö ár frá námslokum
Helstu skyldur alþjóðafulltrúa:
Forseti alþjóðanefndar
Sækir ráðstefnur erlendis fyrir hönd samtakanna
Viðheldur tengslaneti LÍS á alþjóðavísu
ENGLISH
Dear students,
LÍS is opening the call for candidates for this year’s Executive Committee. The application deadline is 14th of December, if you are interested, please send an introductory letter and CV to kjorstjorn@studentar.is
The voting takes place on LÍS´s board meeting. An invite to the meeting will be sent to applicants timely.
The mandate is until the end of May 2024.
Eligability to run:
Any university student in Iceland and/or member of an Icelandic student union (e.g. member of SÍNE, the union if Icelandic students abroad).
Candidates may have finished studying, as long as they have been a student within the last two years.
International officer:
President of the International committee
Attends conference abroad on behalf of the association
Maintains LÍS´s international network
85. fundur ESU í Tallinn
85. stjórnarfundur Evrópusamtaka stúdenta (ESU) átti sér stað í Tallinn dagana 20-26. nóvember. Fyrir hönd LÍS mættu Sylvía Lind og Þóra Margrét , meðlimir í alþjóðanefnd LÍS, ásamt Alexöndru Ýr, forseta LÍS.
Stjórnarfundir ESU eru haldnir tvisvar á ári og koma þar saman fulltrúar frá aðildarfélögum ESU en ESU samanstendur af 45 landssamtökum stúdenta. Fundurinn var haldinn í Tallinn, höfuðborg Eistlands og var í boði Landssamtaka eistneskra stúdenta. LÍS þakkar kollegum okkar frá Eistlandi kærlega fyrir gestrisnina og stórgóða skipulagsvinnu.
Þétt dagskrá beið fulltrúanna að vanda en alla daga var unnið frá morgni til kvölds. Fyrsti dagurinn samanstóð af erindum og umræðum frá eistneskum og úkraínskum stjórnmálamönnum en ESU hefur gætt réttinda úkraínskra stúdenta eftir innrás Rússa í Úkraínu. Fulltrúar frá Hvíta Rússlandi tóku sömuleiðis þátt í pallborði um stöðu stúdenta í Hvíta-Rússlandi. Einnig voru innlegg og umræður um eistneska háskólaumhverfið og komandi Evrópuþingskosningar.
Annar dagurinn var einnig fyrirlestrardagur og hittust fulltrúarnir í einum af háskóla Tallinn borgar. Á dagskrá var meðal annars fyrirlestrur um stöðu fatlaðra nemenda í Evrópu, Bologna samstarfið, kynning frá Úkraínskum stúdentum ásamt umræðum.
Næstu þrír dagar voru tileinkaðir fundinum sjálfum. Stefna ESU um félagslega vídd stúdenta var uppfærð og nýtt verklag um þátttöku fólks af fjölbreyttum uppruna í starfi stúdentahreyfingarinnar samþykkt. Einnig voru nýjar stefnur um gervigreind í háskólanámi og útrýmingu kynbundins ofbeldis í háskólaumhverfi samþykktar. Þá voru fjármál ESU skeggrædd og ný fjármálaáætlun samþykkt. Þar sem flest lönd innan ESU eru partur af Evrópusambandinu var mótuð verkáætlun stúdenta vegna komandi Evrópuþingskosninga. Þá sóttu ný samtök frá Úkraínu um aðild að ESU og samevrópsk stúdentasamtök nemenda í sálfræði sóttu um áheyrnaraðild.
LÍS fylgdi eftir ályktun fulltrúaráðs LÍS um málefni Palestínu og Ísrael og var einnig meðflutningsmaður að ályktun um stöðu stúdenta í Palestínu og Ísrael. Málin voru þó ekki samþykkt.
Yfirlýsing LÍS vegna stríðsreksturs ísraelskra stjórnvalda í Palestínu
Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) fordæma framgöngu og stríðsglæpi ísraelskra stjórnvalda í Palestínu og lýsa yfir fullum stuðningi við palestínsku þjóðina og baráttu hennar fyrir tilverurétti sínum sem frjáls þjóð. Tryggja verður tafarlausa mannúðaraðstoð og virðingu fyrir grundvallarmannréttindum.
Stúdentar eru þátttakendur í íslensku háskólasamfélagi og ber því skylda að bregðast við ákalli Birzeit háskóla: Fræðasamfélaginu ber að uppfylla akademískar skyldur sínar, byggja á staðreyndum, halda fjarlægð frá ríkisstyrktum áróðri og gera þá sem standa fyrir þjóðarmorði, sem og þá sem það styðja, ábyrga fyrir gjörðum sínum.
Háskólamenntun er mikilvægur vegvísir að opnara og réttlátara samfélagi. Stúdentar hvetja því háskólastofnanir landsins sem og fræðasamfélagið í heild sinni til að halda staðreyndum á lofti, viðurkenna sögulegar rætur árásanna og varpa ljósi á valdaójafnvægi þjóðanna. Þekkingu og orðræðu fylgir vald en líkt og kemur fram í yfirlýsingu frá starfsfólki Háskóla Íslands hefur vestrænt alþjóðasamfélag haldið uppi ríkjandi orðræðu sem afmennskuvæðir palestínsku þjóðina og skapar réttlætingu fyrir ítrekuðum fjöldamorðum á saklausum borgurum.
LÍS krefjast þess að íslensk stjórnvöld fylgi eftir ályktun Alþingis um tafarlaust vopnahlé með afdráttarlausum hætti á alþjóðavettvangi og beiti sér fyrir vopnahléi strax. Þjóðarmorð, stríðsglæpir og ólögleg yfirtaka landsvæða hafa átt sér stað í óforskammanlega langan tíma. Tími skýrrar afstöðu og athafna er löngu runninn upp.
LÍS krefjast þess sömuleiðis að Evrópusamtök stúdenta (ESU) fordæmi árásir ísraelskra stjórnvalda sem og Hamas samtakanna og dragi til baka birta yfirlýsingu. sem byggir á hlutdrægni orðræðu í þágu Ísrael og víkur sér undan því að gera ísraelsk stjórnvöld ábyrg fyrir gjörðum sínum.
Íslenskir stúdentar standa með Palestínu í baráttunni fyrir friði og réttlæti.