Fulltrúaráðsfundur 29. janúar
Mánudaginn 29. janúar kl 17:00 verður fundur hjá fulltrúaráði LÍS.
Í fulltrúaráði LÍS sitja 2 fulltrúar frá hverju aðildarfélagi LÍS. Að LÍS standa átta aðildarfélög sem eru í forsvari fyrir stúdenta við Háskólann á Akureyri, Háskólann á Bifröst, Landbúnaðarháskóla Íslands, Listaháskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Hólum, Háskóla Íslands og fyrir íslenska stúdenta sem stunda nám erlendis.
Fulltrúaráðsfundir eru skv. lögum LÍS opnir öllum stúdentum og hvetjum við alla háskólanema með áhuga á hagsmunabaráttu stúdenta að sækja fundina. Að þessu sinni er fundurinn haldinn í Listaháskóla Íslands, Skipholti 31. Fjórða hæð, fræðastofa 3. Fulltrúar í fulltrúaráði geta nálgast fundargögn á heimasvæði fundarins.
Ályktun LÍS um aðgengi fóttafólks að háskólanámi
Landssamtök íslenskra stúdenta fagna áherslu stjórnvalda á aukna alþjóðavæðingu í háskóla og vísindastarfi. Er þar vísað til aðgerðar 1.7: Aukin alþjóðavæðing í háskóla- og vísindastarfi í tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi aðgerðir til eflingar þekkingarsamfélags á Íslandi til ársins 2025 sem Alþingi samþykkti í desember síðastliðnum. Í tillögunni segir að gripið verði til aðgerða til að fjölga erlendum nemendum á Íslandi en LÍS telur að skýrari áætlanir skorti til þess að ná því markmiði.
Alþjóðavæðing hefur styrkt tengsl milli einstaklinga, samtaka og stofnana í ólíkum heimshornum og stuðlar þannig að auknum skilningi og hraðari samskiptum milli landa og menningarheima. Þar að auki ber Ísland ábyrgð í samfélagi þjóðanna og ættu stjórnvöld einnig að stefna að markmiði um fjölgun alþjóðlegra nemenda vegna mannúðarsjónarmiða en ljóst er að tækifæri til náms eru ólík eftir búsetu og ríkisfangi. Í því samhengi má sérstaklega nefna fólk á flótta en aldrei hafa fleiri verið á flótta en um þessar mundir en samkvæmt Flóttamannastofnun Sameinuðu Þjóðanna eru nú um 110 milljónir einstaklinga á flótta á heimsvísu. Þessir einstaklingar eru af öllum þjóðfélagsstigum og þar á meðal háskólanemar en fjölmörg dæmi eru um að stúdentar hafa þurft að hætta eða fresta námi um langa hríð vegna þessa. Aðeins um 6% flóttamanna eru í háskólanámi á alþjóðavísu en það er langt undir meðaltali innritunar í háskóla meðal annarra en flóttamanna.
LÍS hvetur því stjórnvöld sérstaklega til þess að hefja samstarf við Flóttamannastofnun Sameinuðu Þjóðanna (UNHCR) um viðbótarbrautir (e. Complementary Education pathways for refugees) til þess að koma háskólanemum á flótta inn í nám í öruggum ríkjum. Nú þegar eiga nokkur ríki í Evrópu í slíku samstarfi, t.d. Noregur og Litháen.
Slíkar viðbótarbrautir eru skilgreindar leiðir fyrir flóttafólk til þess að hefja nám í öruggu ríki og geta leitt til dvalar- og atvinnuleyfis í kjölfarið. Brautirnar tryggja samtímis tækifæri þessa viðkvæma hóps til náms sem og stuðlar að markmiði stjórnvalda um að fjölga erlendum nemum. Slíkar leiðir eru ekki síst mikilvægar fyrir Ísland enda mæta þær áskorunum um skort á sérfræðingum á Íslandi.
Fulltrúaráðsfundur 18. desember
Mánudaginn 18. desember kl 17:00 verður fundur hjá fulltrúaráði LÍS.
Í fulltrúaráði LÍS sitja 2 fulltrúar frá hverju aðildarfélagi LÍS. Að LÍS standa átta aðildarfélög sem eru í forsvari fyrir stúdenta við Háskólann á Akureyri, Háskólann á Bifröst, Landbúnaðarháskóla Íslands, Listaháskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Hólum, Háskóla Íslands og fyrir íslenska stúdenta sem stunda nám erlendis.
Fulltrúaráðsfundir eru skv. lögum LÍS opnir öllum stúdentum og hvetjum við alla háskólanema með áhuga á hagsmunabaráttu stúdenta að sækja fundina. Að þessu sinni er fundurinn haldinn í Háskólanum í Reykjavík í stofu M306. Fulltrúar í fulltrúaráði geta nálgast fundargögn á heimasvæði fundarins.
Opið fyrir framboð í stöðu alþjóðafulltrúa
English below
LÍS óskar eftir framboði í framkvæmdastjórn LÍS fyrir starfsárið 2023-2024. Ein staða eru laus: Alþjóðafulltrúi.
Framboðsfrestur er til og með 14. desember 2023. Hafir þú áhuga skaltu senda kynningarbréf og ferilskrá á kjorstjorn@studentar.is
Kosið er í embætti á fulltrúaráðsfundi LÍS. Fundarboð berst umsækjendum.
Við hvetjum frambjóðendur til þess að kynna sér lög og verklag samtakanna vel, en nánari upplýsingar um hvert embætti má einmitt finna þar. Þú getur einnig haft samband á lis@studentar.is
Starfsárið er til lok maí 2024.
Kjörgengi hafa:
Öll sem stunda háskólanám á Íslandi og/eða eru meðlimir í aðildarfélagi LÍS
Frambjóðendur mega hafa lokið námi, ef það eru innan við tvö ár frá námslokum
Helstu skyldur alþjóðafulltrúa:
Forseti alþjóðanefndar
Sækir ráðstefnur erlendis fyrir hönd samtakanna
Viðheldur tengslaneti LÍS á alþjóðavísu
ENGLISH
Dear students,
LÍS is opening the call for candidates for this year’s Executive Committee. The application deadline is 14th of December, if you are interested, please send an introductory letter and CV to kjorstjorn@studentar.is
The voting takes place on LÍS´s board meeting. An invite to the meeting will be sent to applicants timely.
The mandate is until the end of May 2024.
Eligability to run:
Any university student in Iceland and/or member of an Icelandic student union (e.g. member of SÍNE, the union if Icelandic students abroad).
Candidates may have finished studying, as long as they have been a student within the last two years.
International officer:
President of the International committee
Attends conference abroad on behalf of the association
Maintains LÍS´s international network