Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Fulltrúaráðsfundur LÍS 15. ágúst

Fimmtudaginn 15. ágúst kl. 17:00-18:30 verður fundur hjá fulltrúaráði LÍS.

Í fulltrúaráði LÍS sitja 2 fulltrúar frá hverju aðildarfélagi LÍS. Að LÍS standa átta aðildarfélög sem eru í forsvari fyrir stúdenta við Háskólann á Akureyri, Háskólann á Bifröst, Landbúnaðarháskóla Íslands, Listaháskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Hólum, Háskóla Íslands og fyrir íslenska stúdenta sem stunda nám erlendis.

Fulltrúaráðsfundir eru skv. lögum LÍS opnir öllum stúdentum og hvetjum við alla háskólanema með áhuga á hagsmunabaráttu stúdenta að sækja fundina. Að þessu sinni er fundurinn haldinn í Borgartúni 6., fjórðu hæð. Fulltrúar í fulltrúaráði geta nálgast fundargögn á heimasvæði fundarins.

Read More
Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Opið fyrir umsóknir í fulltrúa LÍS í áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema

Landssamtök íslenskra stúdenta auglýsa eftir áhugasömum einstaklingum til þess að sitja sem fulltrúar LÍS í áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema. 

Nefndin starfar samkvæmt 20. gr. laga um háskóla nr. 63/2006 og reglum nr. 1152/2006. Hún fjallar um kærur og kvartanir stúdenta í háskólum á hendur skólanna vegna málsmeðferðar og/eða ákvarðana um þeirra mál. 

Sótt er um með því að senda umsókn á lis@studentar.is. Umsóknarfrestur rennur út þann 7. ágúst kl. 23:59.

Umsókn skal innihalda helstu upplýsingar, m.a.: 

  • Nafn og aldur.

  • Ferilskrá.

  • Stutt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið.

Menntunar- og hæfniskröfur eru eftirfarandi:

  • Umsækjendur þurfa að uppfylla starfsgengisskilyrði héraðsdómara sbr. 29. gr. laga nr. 50/2016.

  • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu. 

  • Gott vald á íslenskri tungu.

  • Skipulögð, sjálfstæð og vönduð vinnubrögð. 

  • Lipurð í mannlegum samskiptum. 

Æskilegt er að umsækjandi hafi:

  • Reynslu af störfum kæru- og/eða úrskurðarnefnda.

  • Þekking á lagaumhverfi háskóla.

  • Reynslu af og/eða áhuga á hagsmunabaráttu stúdenta. 

Einn aðal- og einn varafulltrúi eru skipaðir til tveggja ára. 

Lesa má nánar um störf nefndarinnar hér á heimasíðu Stjórnarráðsins. Nánari upplýsingar veitir Lísa Margrét Gunnarsdóttir, forseti LÍS á lisa@studentar.is. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum verður svarað.

Read More
Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

LÍS og Viska í samstarf

Viska, stéttarfélag sérfræðinga, og Landssamtök íslenskra stúdenta hafa undirritað samstarfssamning. Viska er nýtt stéttarfélag sérfræðinga sem lætur málefni háskólasamfélagsins sig varða og leggur áherslu á fræðslu og þjónustu fyrir háskólanema. Félagið hyggst eiga virkt samtal við hagsmunasamtök íslenskra háskóla á landsvísu og taka þátt í hagsmunabaráttu háskólanema.

Í janúar undirrituðu Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir formaður Visku og Alexandra Ýr van Erven forseti LÍS samstarfssamning sem hefur það að markmiði að efla þekkingu háskólanema á kjara- og réttindamálum á vinnumarkaði og vinna saman að stefnumótun um sameiginleg hagsmuna- og réttindamál.

Starfsfólk Visku og fulltrúar LÍS munu vinna að nánari útfærslu á samstarfinu með það að markmiði að fræðsla og námskeið verði komin í fullan gang í haust. Í framhaldinu verður skoðað hvernig hægt er fjölga leiðum til að styrkja stöðu háskólanema á vinnumarkaði og vinna að undirbúningi fyrir lífið á vinnumarkaði. Kjara- og réttindamál ungs fólks og fyrstu skref á nýjum vinnustað verða meginatriðin í þeirri vinnu.

Það er mikið fagnaðarefni að Viska skuli vilja styðja við bakið á LÍS og þar með efla hagsmunabaráttu stúdenta á landsvísu. Fyrir liggur samningur við BHM og með þessum nýja samningi bætist enn frekari stuðningur við LÍS og samvinna stúdenta- og verkalýðshreyfingarinnar þéttist sagði Alexandra Ýr van Erven forseti LÍS.

Alexandra Ýr, forseti LÍS, og Brynhildur Heiðars- og Ómarsdóttir, formaður Visku, við undirritun samningsins.

Read More
Framkvæmdastjóri LÍS . Framkvæmdastjóri LÍS .

86. stjórnarfundur ESU

Á dögunum fóru fulltrúar LÍS á stjórnarfund hjá ESU, eða European Students' Union. Stjórnarfundir, eða Board Meeting (BM), eru haldnir tvisvar á ári þar sem starf og stefna ESU er mótuð. Meðal annars er samþykkt starfsáætlun ESU, stefnur, tillögur og yfirlýsingar. Fulltrúar frá öllum 44 aðildarfélögum ESU mæta á fundina, en þessi aðildarfélög koma frá 40 Evrópulöndum. Hvert land hefur tvö atkvæði. Á stjórnarfundum að vori er einnig kosið í nýja framkvæmdarstjórn ESU, en hún sér um dagleg störf félagsins og sér um að framfylgja samþykktum ákvörðunum og stefnum. Þessi stjórnarfundur var 86. fundur sem haldinn hefur verið, og er því kallaður BM86, og í þetta skiptið var hann haldinn í Genf í Sviss. ESU og landssamtök stúdenta í Sviss, VSS-UNES-USU, skipulögðu fundinn. Sjálfur fundurinn er yfir þrjá daga, en einnig eru málstofur, pallborðsumræður og fyrirlestrar haldnir í tvo daga fyrir fundinn.

ESU var stofnað árið 1982 sem regnhlífarsamtök landssamtaka stúdenta í flestum löndum Evrópu, og þau eru í forsvari fyrir 20 milljón stúdenta í Evrópu. Í framkvæmdarstjórn ESU situr forseti og tveir varaforsetar, og eru þau búsett í Brussel og vinna á skrifstofu ESU þar í borg. Að auki sitja sjö almennir fulltrúar í framkvæmdarstjórninni.

Fyrstu tvo dagana voru haldnar hinu ýmsu málstofur og pallborðumræður. Fyrri daginn var haldið til í Campus Biotech, en það er stofnun sem hýsir rannsóknarstofnanir og líftæknifyrirtæki. Þar var haldin opnunarathöfn, pallborðsumræður og málstofur um Erasmus+, fyrirlestur frá starfsmanni UNHCR (United Nations High Commissioner for Refugees) um aðgengi flóttafólks og hælisleitanda að háskólanámi, fyrirlestrar frá landssamtökum stúdenta sem var verið að endurmeta ásamt fleiri fyrirlestrum. Á degi tvö var staðsetningin Maison Internationale des Associations og þar var meðal annars fjallað um ráðherrafund um Bologna samstarfið sem haldinn verður í Albaníu í lok maí þar sem ráðherrar frá löndum Evrópu funda um málefni háskóla og æðri mentunnar. Einnig var farið létt yfir skjöl sem verða nánar skoðuð á fundardögunum sjálfum. Deginum var svo lokað með kappræðum frá frambjóðendum í kjöri til framkvæmdarsjórnar.

Á fundardögunum sjálfum var meðal annars farið yfir og samþykkt tvær stefnur sem ESU mun vinna eftir, en þær voru um málefni og aðgengi flóttamanna og hælisleitenda að háskólanámi og réttindi stúdenta. Einnig var farið yfir starfsáætlun ESU fyrir komandi starfsár, fjárhagsáætlun samtakanna, samþykktar ytri yfirlýsingar sem ESU mun senda frá sér og innra verklag sem samtökin munu taka sér fyrir hendur. Einnig var kosið í nýja framkvæmdarstjórn. Iris Kimizoglu var kosin sem forseti samtakanna og Arno Schrooyen og Lana Par voru kosin sem varaforsetar. Einnig var kosið sjö manns í framkvæmdarstjórn.

Read More
Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Skiptafundur LÍS

Fimmtudaginn 23. maí frá kl. 17:00-19:00 verður haldinn skiptafundur LÍS.

Á fundinn mæta fulltrúaráð og framkvæmdastjórn nýliðins starfsárs auk þeirra sem taka við keflinu það næsta. Í fulltrúaráði LÍS sitja 2 fulltrúar frá hverju aðildarfélagi LÍS. Að LÍS standa átta aðildarfélög sem eru í forsvari fyrir stúdenta við Háskólann á Akureyri, Háskólann á Bifröst, Landbúnaðarháskóla Íslands, Listaháskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Hólum, Háskóla Íslands og fyrir íslenska stúdenta sem stunda nám erlendis.

Fundurinn er skv. lögum LÍS opinn öllum stúdentum og hvetjum við alla háskólanema með áhuga á hagsmunabaráttu stúdenta að sækja fundina. Fulltrúar í fulltrúaráði geta nálgast fundargögn á heimasvæði fundarins. Staðsetning auglýst síðar

  1. Fundargerð síðasta fundar borin upp til samþykktar

  2. Verklagsbreytingar

  3. Ársskýrsla 2023-2024 

  4. Alþjóðamál

  5. Framboð til framkvæmdastjórnar

  6. Fráfarandi framkvæmdastjórn og fulltrúaráð gefa keflið áfram

  7. Nýkjörinn forseti ávarpar fundinn

  8. Tilnefningar í stjórn Menntasjóðs námsmanna

  9. Önnur mál

Read More