Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Borgar sig að vanmeta menntun?

BHM boðar til málþings þriðjudaginn 9. september kl. 15:00–17:00 í Grósku. Húsið opnar 14:30, boðið verður upp á léttar veitingar. Tilefnið er útgáfa nýrrar skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um virði háskólamenntunar.

Arðsemi háskólamenntunar á Íslandi er nú með því lægsta sem gerist í OECD-ríkjunum og hefur aldrei verið minni. Hlutfall ungs fólks með háskólapróf er undir meðaltali OECD og undir markmiðum Evrópusambandsins. Í samanburðarlöndunum er fjöldi útskrifaðra úr háskólum stöðugur og arðsemi háskólamenntunar er líka stöðug.

Ísland þarf háskólamenntað fólk til að uppfylla væntingar um þróað þekkingarsamfélag, byggja upp öflugt heilbrigðis- og velferðarkerfi og skapa ný verðmæti. Því er brýnt að eiga samtal um virði háskólamenntunar og þá stefnu sem líkleg er til að skila sem bestum árangri til framtíðar.

Málþinginu verður streymt.

📍 Dagskrá málþingsins:

Setning málþings
Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM

Kynning á skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ
Sigurður Jóhannesson, hagfræðingur og einn af höfundum skýrslunnar

Virði háskólamenntunar – sjónarhorn BHM
Sigrún Brynjarsdóttir, hagfræðingur BHM

Háskólasamfélagið og virði menntunar
Silja Bára Ómarsdóttir, rektor Háskóla Íslands

Menntun og atvinnulíf
María Rut Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Tónlistarmiðstöðvar

Fundarstjórn
Katrín Jakobsdóttir, fv. ráðherra

Pallborðsumræður, þátttakendur:
• Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra
• Jón Ólafur Halldórsson, formaður Samtaka atvinnulífsins
• Tanya Zharov, aðstoðarforstjóri Alvotech og stjórnarmaður í HR
• Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM

Við hvetjum félagsfólk, háskólasamfélagið og aðra áhugasama til að mæta og taka þátt í þessu mikilvæga samtali um framtíð háskólamenntunar á Íslandi.

Read More
Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Opið fyrir umsóknir í nefndir LÍS // Applications open for LÍS’s committees

(english below)

Skráningarhlekkur // Application link: https://forms.gle/Tk9N23kV6hF5TB6w7

Langar þig til þess að hafa áhrif og vera með í hagsmunabaráttu stúdenta á landsvísu? Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) auglýsa eftir áhugasöm einstaklingum í gæðanefnd, alþjóðanefnd, jafnréttisnefnd og markaðsnefnd. Opið er fyrir umsóknir til 22. September 2025. Í umsókn skal koma fram: Hvaða nefnd þú sækir um í, nafn, menntun, reynsla af félagsstörfum og/eða önnur reynsla sem gæti nýst og stutt lýsing á ástæðu umsóknar. Við hvetjum einstaklinga af öllum kynjum til að sækja um. Umsóknir berast á lis@studentar.is.

LÍS voru stofnuð 3. nóvember 2013 og eru samtök háskólanema á Íslandi sem og íslenskra háskólanema á erlendri grundu. LÍS eru regnhlífarsamtök og standa að þeim átta aðildarfélög sem eru í forsvari fyrir stúdenta við Háskólann á Akureyri, Háskólann á Bifröst, Landbúnaðarháskóla Íslands, Listaháskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Hólum, Háskóla Íslands og fyrir íslenska stúdenta sem stunda nám erlendis. LÍS er því í forsvari fyrir rúmlega 20 þúsund íslenskra stúdenta.

Lesa má meira um samtökin hér

ALÞJÓÐANEFND

Alþjóðanefnd LÍS sinnir alþjóðlegum skuldbindingum LÍS, sækir fróðleik til alþjóðlegra stúdenta og færir þann fróðleik heim til Íslands. Nefndin sinnir undirbúningsvinnu og úrvinnslu í kringum alþjóðlega viðburði sem fulltrúar LÍS sækja, þá einna helst á vegum Evrópusamtaka stúdenta (ESU), ásamt því að endurskoða alþjóðastefnu LÍS. Með þátttöku í nefndinni munu meðlimir fá innsýn inn í starf LÍS og ekki síður inn í störf alþjóðlegra stúdentahreyfinga en nefndin sér um að kynna sér og vekja athygli á tækifærum til þátttöku stúdenta í alþjóðlegu stúdentasamstarfi. Nefndin mun í sameiningu móta starf vetrarins undir handleiðslu alþjóðafulltrúa. Laus sæti í nefndinni eru þrjú. Hvers kyns reynsla eða þekking á alþjóðlegri umhverfi er kostur en alls ekki krafa, einungis brennandi áhugi á því að læra nýja hluti!

Viljir þú vita meira getur þú haft samband við Þóru Margréti Karlsdóttur, alþjóðafulltrúa LÍS. Netfang: althjodafulltrui@studentar.is.

GÆÐANEFND

Brennur þú fyrir eflingu íslensks háskólaumhverfis? Þá er gæðanefndin fyrir þig. Nefndin starfar náið með fjölbreyttum einstaklingum og stofnunum á landsvísu sem vinna að eflingu gæða háskólanáms svo sem Rannís og Gæðaráði íslenskra háskóla. Skemmtileg verkefni eru á döfinni starfsárið sem öll hafa það að markmiði að auka þekkingu á gæðamálum meðal íslenskra stúdenta sem og að efla þátttöku þeirra í gæðastarfi háskólanna. Um er að ræða einstakt tækifæri til að efla gæði háskólanáms á Íslandi.
Laus sæti í nefndinni eru þrjú.

Viljir þú vita meira getur þú haft samband við Lilju Margréti Óskarsdóttur, gæðastjóra LÍS. Netfang: lilja@studentar.is 

JAFNRÉTTISNEFND

Jafnréttisnefnd heldur utan um verkefni og viðburði LÍS sem tengjast jafnréttismálum. Nefndin ber ábyrgð á því að jafnrétti sé framfylgt í öllum málum og skal vera framkvæmdarstjórn LÍS til ráðgjafar í störfum og málefnum stjórnar. Nefndin mun eiga í samráði við jafnréttisnefndir háskólanna og taka þátt í öðrum verkefnum. Laus sæti í nefndinni eru þrjú.

Ef þú vilt frekari upplýsingar getur þú haft samband við Írisi Björk Ágústsdóttur. Netfang: jafnrettisfulltrui@studentar.is  

MARKAÐSNEFND

Markaðsnefndin miðar að því að efla sýnileika samtakanna innan íslensks samfélags og sérstaklega háskólasamfélagsins. Nefndin heldur utan um vefsíðu samtakanna, samfélagsmiðla og hlaðvarpi, í samvinnu við önnur embætti og nefndir varðandi innihald. Nefndin skipuleggur og framkvæmir tvær markaðsherferðir á hverju ári til þess að vekja athygli á réttindabaráttu stúdenta og er einnig ábyrg fyrir skipulagningu viðburða samtakanna ásamt fjármálanefnd. Reynsla og/eða þekking á grafískri hönnun, ritun og/eða samfélagsmiðlum er kostur. Formaður nefndarinnar er framkvæmdastjóri LÍS. Laus sæti í nefndinni eru þrjú.

Viljir þú vita meira getur þú haft samband við framkvæmdastjóra LÍS. Netfang: framkvaemdastjori@studentar.is.

Skráningarhlekkur: https://forms.gle/Tk9N23kV6hF5TB6w7

Do you want to make an impact and take part in advocating for the interests of Icelandic university students? The National Union of Icelandic Students (LÍS) has available seats in four of its committees: Quality Assurance Committee, Equal Rights Committee, International Committee and the Marketing Committee. Applications are open until September 22nd. Please let us know which committee you are interested in, your full name, education, experience of social activities and/or other relevant experience and a few sentences describing your motivation for applying. We encourage individuals of any gender to apply for the available positions.

LÍS was founded November 3rd 2013 and is a union for students of hight education in Iceland, including those studying abroad. LÍS is an umbrella organization within which there are eight member unions that represent the students of the University of Akureyri, Bifröst University, the Agricultural University of Iceland, Hólar University College, University of Iceland, Reykjavík University, the Art Academy of Iceland, and for Icelandic students that study abroad. LÍS therefore represents about 20 thousand students.

Further information about the union can be found here.

INTERNATIONAL COMMITTEE

The International Committee is responsible for the international obligations of LÍS. It gathers knowledge from foreign student unions and brings that knowledge back to Iceland. The Committee prepares and processes international events attended by LÍS representatives, primarily under the European Student Union (ESU). They will also work on updating LÍS’s international policy. Through participation in the committee, members will gain insight into the work of LÍS, as well as the work of international student movements. The Committee is responsible for shedding light on opportunities regarding student participation in any kind of international student co-operation. The committee will, under the guidance of the International Officer, collectively shape the committee’s activities for the upcoming academic year. There are three seats available in this committee.

For further information you can contact Þóra Margrét Karlsdóttir, the International Officer of LÍS. Email: althjodafulltrui@studentar.is.

QUALITY COMMITTEE

Are you passionate about improving the Icelandic system of higher education? Then the Quality Committee is something for you. The Committee is responsible for the engagement of students in quality assurance nationwide and works closely with other units and institutions that work on the improvement of the quality of higher education. E.g. the Icelandic Centre for Research (RANNÍS) and the Quality Council of Icelandic Universities. All projects have a goal of promoting knowledge of quality matters among Icelandic students and inspire their participation. This is a unique opportunity to improve the quality of higher education in Iceland. There are three seats available in this committee.

For further information you can contact Lilja Margrét Óskarsdóttir, the Quality Officer of LÍS. Email: lilja@studentar.is.

EQUALITY COMMITTEE

The Equal Rights Committee is involved in and responsible for tasks and events that LÍS undertakes that involve social justice-related affairs. The committee is responsible for overseeing that everyone is equal in all of LÍS’ affairs and shall guide and advise the Executive Committee of LÍS in matters of equality and equal rights. The committee will be working with the equal rights committees and officers of member unions as well as participating in other projects. There are three seats available in this committee.

If you would like further information, you can contact Íris Björk Ágústsdóttir, the Equality Officer of LÍS. Email: jafnrettisfulltrui@studentar.is.

MARKETING COMMITTEE

The Marketing Committee aims to promote the union within the Icelandic community and especially the university community. The committee manages the union’s website, social media and podcast, in collaboration with other officers and committees with regards to content. The committee plans and executes two marketing campaigns each year, that highlight specific issues concerning students’ rights and is also responsible for planning the union’s events along with the Finance Committee. Experience and/or knowledge of graphic design, writing and/or social media is an advantage. There are three seats available in this committee.

If you wish for further information, you can contact the executive director of LÍS. Email: framkvaemdastjori@studentar.is.

Application link: https://forms.gle/Tk9N23kV6hF5TB6w7

Read More
Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Þátttaka stúdenta í mótun háskólasamfélagsins

Stúdentar fjölmenntu á árlegt Landsþing LÍS í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri síðastliðna helgi, en vel yfir 50 þingfulltrúar frá öllum háskólum landsins og fulltrúar stúdenta í námi erlendis auk annarra góðra gesta sóttu þingið. Á líðandi starfsári hafa orðið miklar breytingar á háskólaumhverfinu, og á þinginu héldu LÍS pallborðsumræður með Loga Einarssyni háskólaráðherra, Maríu Rut Kristinsdóttur þingmanni Viðreisnar og stofnanda LÍS sem einnig var fundarstjóri þingsins, Silju Báru R. Ómarsdóttur nýkjörnum rektor Háskóla Íslands og Páli Winkel nýjum framkvæmdastjóra Menntasjóðs námsmanna. Yfirskrift þingsins í ár var Þátttaka stúdenta í mótun háskólasamfélagsins og ræddu þingfulltrúar og nýir valdhafar mikilvægi þess að tryggja aðkomu stúdenta að málefnum háskólasamfélagsins.

Frá vinstri: Páll Winkel, framkvæmdastjóri Menntasjóðs, Silja Bára R. Ómarsdóttir nýkjörinn rektor Háskóla Íslands, Logi Einarsson menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra og Lísa Margrét Gunnarsdóttir, forseti LÍS.

Stefnumótunarvinna Landsþings

Á þinginu var gæðastefna yfirfarin í kjölfar nýrrar rammaáætlunar um gæði í íslenskum háskólum. Auk þess voru teknar fyrir lagabreytingar, störf framkvæmdastjórnar á árinu, drög að ársskýrslu og verkáætlun 2025 - 2026 kynnt. Á þinginu var yfirlýsing vegna mögulegrar sameiningar Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst samþykkt einróma, auk ályktunar um gæði og aukið aðgengi að fjarnámi og ályktunar um aðkomu stúdenta að heildarendurskoðun á lögum um Menntasjóð námsmanna. Þingfulltrúar sóttu skapandi vinnustofur og áttu málefnalegar og stefnumótandi umræður um málefni er varða stúdenta á landsvísu og í námi erlendis. 

Skapandi vinnustofa skipulögð af Lilju Margréti Óskarsdóttur, gæðastjóra LÍS.
Frá vinstri: Halldór Kjartan Þorsteinsson, hagsmunafulltrúi NFHB, Steinunn Thalia J. Claessen forseti SLHÍ og nýkjörinn varaforseti LÍS og Ástþór Ingi Runólfsson nefndarfulltrúi SFHR.

Framkvæmdastjórn 2025 - 2026

Á þinginu var kosið í framkvæmdastjórn samtakanna fyrir starfsárið 2025 - 2026. Hún tekur við þann 1. júní næstkomandi en þangað til starfar núverandi framkvæmdastjórn. Lísa Margrét Gunnarsdóttir hlaut endurkjör sem forseti, Steinunn Thalia J. Claessen var kjörin varaforseti, Þóra Margrét Karlsdóttir var kjörin alþjóðafulltrúi, Íris Björk Ágústsdóttir hlaut kjör sem jafnréttisfulltrúi og Lilja Margrét Óskarsdóttir var kjörin gæðastjóri.

Þakkir

Framkvæmdastjórn LÍS þakkar nýjum valdhöfum kærlega fyrir að leggja áherslu á öflugt samráð við stúdenta og þakkar Loga Einarssyni háskólaráðherra, Maríu Rut Kristinsdóttur þingmanni, Páli Winkel framkvæmdastjóra Menntasjóðs námsmanna og Silju Báru R. Ómarsdóttur nýkjörnum rektor HÍ kærlega fyrir erindi sín. María Rut Kristinsdóttir og Isabel Alejandra Díaz voru fundarstjórar þingsins og Embla Líf Hallsdóttir þingritari og fá þær einnig sérstakar þakkir fyrir frábæra fundarstjórn og -ritun. Þakkir fær einnig Hrafn Ingason, sérfræðingur Maskínu sem hélt erindi um Eurostudent 9 könnunina sem nú er að fara í loftið, Ragnheiður I. Þórarinsdóttir rektor LBHÍ sem ávarpaði þingið, Eva Símonardóttir fyrir yfirumsjón með streymi og tæknimálum, Rósa Björk Jónsdóttir fyrir aðstoð við undirbúning, Stúdentafélag Landbúnaðarháskóla Íslands og Nemendafélag Háskólans á Bifröst fyrir ómetanlega aðstoð við uppsetningu og annað tilfallandi á meðan þinginu stóð og allt starfsfólk Landbúnaðarháskólans fyrir að taka vel á móti þingfulltrúum. Síðast en ekki síst eiga allir þingfulltrúar þakkir skilið fyrir málefnalegar umræður og þverpólitíska samstöðu! 

Read More
Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Streymi á Landsþing LÍS

Í dag og um helgina halda Landssamtök íslenskra stúdenta Landsþing sitt í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri. Þingið er stærsti samráðsvettvangur íslenskra stúdenta og æðsta ákvörðunarvald samtakanna, þar sem 39 þingfulltrúar, fulltrúaráð, framkvæmdastjórn og aðrir gestir koma saman til að móta stefnu og framtíðarsýn stúdentahreyfingarinnar. Yfirskrift þingsins er: Þátttaka stúdenta í mótun háskólasamfélagsins.

Tenglar á streymi frá Landsþinginu eru hér:

Föstudagur
Pallborðsumræður
Laugardagur
Sunnudagur

Á þinginu blæs LÍS því til pallborðsumræðna með Loga Einarssyni, nýjum ráðherra háskólamála, Maríu Rut Kristinsdóttur, nýkjörinni þingkonu Viðreisnar og stofnanda LÍS, Silju Báru R. Ómarsdóttur nýkjörnum rektor Háskóla Íslands og Páli Winkel nýjum framkvæmdastjóra Menntasjóðs námsmanna.

Read More
Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Dagskrá og yfirskrift Landsþings 2025

Landsþing LÍS á Hvanneyri 2025

Landsþing Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS) fer fram dagana 3.–6. apríl 2025 á Hvanneyri. Þingið er stærsti samráðsvettvangur íslenskra stúdenta og æðsta ákvörðunarvald samtakanna, þar sem 39 þingfulltrúar, fulltrúaráð, framkvæmdastjórn og aðrir gestir koma saman til að móta stefnu og framtíðarsýn stúdentahreyfingarinnar.

Þema þingsins í ár er „Þátttaka stúdenta í mótun háskólasamfélagsins“ og verður lögð áhersla á samtal, samráð og stefnumótun um þau málefni sem brenna á háskólanemum. Dagskrá þingsins er fjölbreytt, þar sem boðið verður upp á vinnustofur, pallborðsumræður, erindi, stefnumótun, kosningar og félagslega viðburði.

Meðal gesta í ár verða Logi Einarsson, ráðherra háskólamála, María Rut Einarsdóttir, þingmaður Norðvesturkjördæmis og Páll Winkel nýr framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna. Þau munu taka höndum saman í pallborðsumræðum á föstudaginn, sem verður stýrt af Lísu Margréti Gunnarsdóttur, forseta LÍS.

Erlingur Sigvaldason og Natan Kolbeinsson úr hlaðvarpinu Á Öðrum bjór

Þeir Natan Kolbeinsson og Erlingur Sigvaldason úr hlaðvarpinu á Öðrum bjór verða svo með okkur alla helgina og taka viðtöl við fundargesti og þingfulltrúa.

Fundarhald hefst formlega föstudaginn 4. apríl í Landbúnaðarháskóla Íslands (LBHÍ), en þátttakendur hittast fyrst á Bifröst síðdegis daginn áður til undirbúnings og hópeflis. Gist verður í stúdentaíbúðum á Bifröst og LÍS sér um allan mat og ferðir á milli fundarstaðar og gistingar.

Landsþing LÍS er styrkt af Erasmus+. Aðgengi er tryggt fyrir alla og LÍS stendur straum af auknum aðgengisþörfum þátttakenda.

Við hlökkum til samverunnar og öflugrar þátttöku á Landsþingi LÍS 2025!

Dagskrá Landsþings LÍS á Hvanneyri 2025

Read More