Fréttir, Gæðamál Kolbrún Lára Kjartansdóttir Fréttir, Gæðamál Kolbrún Lára Kjartansdóttir

Gæðanámskeið LÍS - Gæði eru æði!

GÆÐI ERU ÆÐI!

Fyrsta gæðanámskeið LÍS fer fram rafrænt sunnudaginn 18. apríl næstkomandi frá 10:00-13:00!

Vinsamlegast skráið ykkur fyrir kl. 17, 17. apríl. Skráning er hér svo hægt sé að senda Zoom hlekk á þátttakendur.

Fyrirlesarar verða Ragnar Auðunn Árnason, Kolbrún Lára Kjartansdóttir, Eygló María Björnsdóttir og Erna Sigurðardóttir og finna má Facebook viðburðinn hér

Á námskeiðinu geta stúdentar og aðrir áhugasamir fræðst um það sem varðar gæði í íslenskum háskólum, hvernig stúdentar geta notað rödd sína og staðið vörð um gæði háskólanáms síns. Farið verður yfir allt það helsta er varðar gæði ásamt því að kynnt verða úttektarferli og gæðamat á háskólunum og hvernig stúdentar geta undirbúið sig og fengið sem mest úr ferlinu.

Tilgangur námskeiðsins er að efla þekkingu og vitneskju stúdenta á gæðamálum ásamt því að virkja fleiri stúdenta og auka áhuga þeirra á þáttum tengdum gæðum í íslenska háskólakerfinu.

Námskeiðið fer fram á íslensku og er styrkt af ráðgjafarnefnd Gæðaráðs íslenskra háskóla.

Ef spurningar vakna hafið samband við Indiu Bríeti gæðastjóra LÍS (india@studentar.is)

——————————————————

EVERY DAY IS QUALITY DAY

LÍS' first Quality Course will take place online next Sunday, the 18th of april at 10:00-13:00!

Sign up here before 17:00 on the 17th of April so we can send participants the Zoom link.

The speakers are, Ragnar Auðunn Árnason, Kolbrún Lára Kjartansdóttir, Eygló María Björnsdóttir og Erna Sigurðardóttir and here you can find the Facebook event

Students and others interested will be able to learn about matters involving quality assurance in Icelandic universities, how they can influence and improve the quality of their courses and university education. The course covers the main factors involved in quality assurance as well as reviewing universities and helping students to prepare themselves in order to get the most of the process.

The goal of the course is to increase students' knowledge with regards to quality as well as encouraging students to participate in an active way to improve quality within higher education.

The course will be held in Icelandic and is sponsored by the Quality Council

If you have any questions please contact India Bríet, LÍS's Quality Assurance Officer (india@studentar.is)


Read More
Fréttir Kolbrún Lára Kjartansdóttir Fréttir Kolbrún Lára Kjartansdóttir

Áttunda Landsþingi LÍS slitið

Þinggestir landsþings Landssamtaka Íslenskra Stúdenta samankomnirMynd eftir: Rolando Díaz

Þinggestir landsþings Landssamtaka Íslenskra Stúdenta samankomnir

Mynd eftir: Rolando Díaz

Sunnudaginn 7. mars var áttunda Landsþingi LÍS slitið en samantekt á vinnustofum, kosningar til embætta, ályktun um fjárhagslega stöðu stúdenta og fleira var til umræðu á síðasta degi Landsþings.

Dagskráin hófst á stuttri samantekt á vinnustofum helgarinnar áður en farið var í önnur mál. Þar kom Stúdentaráð Háskóla Íslands með tillögu að ályktun um fjárhagslega stöðu stúdenta og aðra tillögu um þróunaráætlun LÍS. Báðar tillögur voru samþykktar.

Næst voru umræður um tungumál innan LÍS en í vetur hefur verið aukning í þátttöku innra starfs samtakanna af einstaklingum sem hafa ekki íslensku sem móðurmál. Á föstudag var samþykkt viðbót í lög LÍS um tungumál. Vinnutungumál LÍS er íslenska en heimilt er að nota önnur tungumál á fundum samtakanna eftir samkomulagi og voru umræðurnar framhald um mögulegt fyrirkomulag tungumálanotkunar.

Nýkjörin framkvæmdastjórn LÍS 2021-2022Mynd eftir: Sylvía Lind Birkland

Nýkjörin framkvæmdastjórn LÍS 2021-2022

Mynd eftir: Sylvía Lind Birkland

Frambjóðendur í embætti framkvæmdastjórnar kynntu sig fyrir þinggestum og opnað var fyrir spurningar úr sal. Fóru kosningar á þann veg að Derek T. Allen hlaut kjör í embætti forseta LÍS, Kolbrún Lára Kjartansdóttir hlaut kjör í varaforseta, Jonathan Wood í jafnréttisfulltrúa, Erla Guðbjörg Hallgrímsdóttir í alþjóðafulltrúa, Úlfur Atli Stefaníuson í ritara og Nhung Hong Thi Ngo hlaut endurkjör í markaðsstjóra samtakanna. Embætti gæðastjóra er enn ómannað og mun LÍS óska eftir framboðum í það embætti fljótlega. Ný framkvæmdastjórn mun taka við keflinu á skiptaþingi samtakanna í maí.

Í kjölfar kosninga var staðsetning næsta landsþings rædd. Tillaga var lögð fyrir þingið að næsta landsþing yrði haldið á Hólum og sú tillaga var samþykkt einróma.

Að lokum kom framkvæmdastjórn saman upp á svið og veitti forseta samtakanna, Jóhönnu Ásgeirsdóttur, þakklætistvott fyrir vel unnin störf í erfiðum aðstæðum. Jóhanna þakkaði þinggestum fyrir framúrskarandi Landsþing og kraftmikla vinnu af hálfu stúdenta og bauð Derek, verðandi forseta að slíta þinginu.

Read More
Fréttir Kolbrún Lára Kjartansdóttir Fréttir Kolbrún Lára Kjartansdóttir

Menntun á umrótartímum

Annar dagur Landsþings einkenndist af mikilli fræðslu og umræðum um hagsmunamál stúdenta. Dagurinn hófst á kynningu frá Guðrúnu Geirdóttur um rannsókn á áhrifum heimsfaraldursins á kennsluaðferðir í háskólum. Næst var kynning frá Uliönu Furiv á alþjóðlegri rannsókn á sveigjanlegu háskólanámi. Í kjölfar kynninganna voru haldnar vinnustofur þar sem að þinggestir tóku saman þekkingu sína í umræðuhópum. Fyrsta vinnustofan fjallaði um gæði náms og kennslu þar sem að þinggestir ræddu hvernig stúdentar geta haft áhrif á gæði í sínu háskólanámi en þar voru samskiptum og tækifærum til að koma skoðunum sínum á framfæri gert hátt undir höfði.

Næst var horft á erindi frá Hrund Gunnsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Festu en kynningin var tekin upp fyrir þingið. Hrund og Jóhanna Ásgeirsdóttir, forseti LÍS, áttu samtal í upptökunni um hvaða hlutverki háskólasamfélagið gegnir í loftlagsmálum í kjölfar heimsfaraldurs. Í erindinu var stiklað á stóru um hlutverki stúdenta í að byggja upp sterkt og sjálfbært háskólasamfélag. Í kjölfar erindisins var haldin vinnustofa um sjálfbæra uppbyggingu.

Að lokum var farið yfir endurskoðun gæðastefnu og alþjóðastefnu samtakanna. Stefnurnar voru samþykktar í kjölfar breytingartillaga.

Landsþing LÍS er styrkt af Erasmus+ sem verkefni í flokknum fundir ungs fólks og ráðamanna. Styrkurinn er stúdentum gífurlega mikilvægur enda landsþing æðsta vald LÍS sem tekur stefnumótandi ákvarðanir í hagsmunabaráttu stúdenta.

Read More
Fréttir Kolbrún Lára Kjartansdóttir Fréttir Kolbrún Lára Kjartansdóttir

Fyrsti dagur Landsþings afkastamikill

Landsþing LÍS hófst á Bifröst í gær, 5. mars, með um fimmtíu þinggesti. Þema þingsins er menntun á umrótartímum þar sem að markmið okkar er að kortleggja áhrif Covid-19 á stúdenta.

Dagurinn hófst á ávarpi frá Jóhönnu Ásgeirsdóttur, forseta LÍS, sem lagði mikla áherslu á að stúdentar nýti vettvanginn á Landsþingi til þess að deila reynslu, styðja hvort annað og sameinast í baráttu fyrir bættum kjörum stúdenta.

Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor Háskólans á Bifröst, flutti áhrifamikið ávarp um sögu Bifrastar og mikilvægi hagsmunabaráttu stúdenta með áherslu á það hvað hefur breyst þökk sé stúdentum. Ávarpinu fylgdu hvatningarorð til stúdenta um að halda áfram baráttunni.

Að loknu ávarpi rektors var farið yfir ýmis praktísk atriði. David Erik Mollberg var kjörinn fundarstjóri þingsins og Eygló María Björnsdóttir og Leifur Finnbogason voru kjörin ritarar þingsins. David tók við fundarstjórn og kynnti starfsemi og fundarsköp Landsþings ásamt hlutverki fundarstjóra, framkvæmdastjórnar og þinggesta. Einnig voru kynntar sóttvarnaraðgerðir. Fundarstjóri tilnefndi trúnaðarmenn þingsins, Derek T. Allen úr framkvæmdastjórn og Erlu Guðbjörgu Hallgrímsdóttur. Kosning fór fram og voru trúnaðarmenn þingsins samþykktir af þinggestum. Að lokum var kynnti kjörstjórn sig, tilkynnti framboð sem bárust fyrir umsóknarfrest og opnaði fyrir framboð í laus embætti. Framboðsferlið var útskýrt. Í kjörstjórn eru Freyja Ingadóttir, Júlíus Andri Þórðarson og Sylvía Lind Birkiland.

Næst hófst fyrirlestur Önnu Báru Unnarsdóttur og Ingibjörgu Magnúsdóttur um Líðan í Covid, tölfræði um námsmenn úr rannsókninni Líðan þjóðar á tímum Covid-19 á vegum Háskóla Íslands. Vinnustofa um áskoranir og lærdóma fyrir stúdenta fylgdi í kjölfar fyrirlestursins.

Eftir hádegishlé voru þingfundir þar sem að farið var yfir og kosið um ársskýrslu og verkáætlun framkvæmdastjórnar ásamt ársreikningi og fjárhagsáætlun fyrir næsta ár. Einnig var ný velferðarstefna samtakanna kynnt, farið var yfir breytingartillögur og að lokum var stefna LÍS um velferð samþykkt. Í lok dagsins var ráðist í breytingar á lögum samtakanna en 7 breytingartillögur komu frá framkvæmdastjórn og 5 frá aðildafélögunum.

Dagurinn var einstaklega afkastamikill og framkvæmdastjórn LÍS er ánægð með að hægt var að halda Landsþing í persónu og við þökkum fundargestum fyrir góða mætingu.

Landsþing LÍS er styrkt af Erasmus+ sem verkefni í flokknum Fundir ungs fólks og ráðamanna.

Read More