Fullskipun og fyrsti fundur framkvæmdastjórnar
Kosið var til fjármálastjóra og jafnréttisfulltrúa LÍS á fulltrúaráðsfundi þann 18. júní. Bárust alls fimm framboð og fór það svo að Kristín Þóra Jónsdóttir hlaut kjör til fjármálastjóra og Sonja Björg Jóhannsdóttir til jafnréttisfulltrúa. Framkvæmdastjórn er þar með fullskipuð:
Formaður: Elsa María Guðlaugs Drífudóttir
Varaformaður: Teitur Erlingsson
Gæðastjóri: Aldís Mjöll Geirsdóttir
Alþjóðaforseti: Salka Sigurðardóttir
Fjármálastjóri: Kristín Þóra Jónsdóttir
Markaðsstjóri: Sandra Rún Jónsdóttir
Jafnréttisfulltrúi: Sonja Björg Jóhannsdóttir
Ritari: Sigrún Jónsdóttir
Fullskipuð framkvæmdastjórn fundaði í fyrsta skipti þann 20. júní, þar sem var meðal annars rætt um aðkomu stúdenta að 100 ára fullveldishátíð Íslands og komandi skref í starfi framkvæmdastjórnar. Góður andi er í hópnum og hlakkar framkvæmdastjórn til þess að takast á við komandi verkefni.
Yfirlýsing LÍS í ljósi endurskipunar í embætti framkvæmdastjóra LÍN
Landssamtök íslenskra stúdenta lýsa yfir miklum vonbrigðum með vinnubrögð mennta- og menningarmálaráðuneytis við endurskipun í embætti framkvæmdastjóra Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Leitast skal í hvívetna við að finna og skipa hæfasta einstaklinginn í öll embætti út frá faglegum forsendum, einungis er hægt að tryggja það með því að viðhafa gegnsætt og opið ráðningaferli.
Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, sagði sjálf þegar hún var innt eftir því á landsþingi samtakanna í mars að hennar stefna væri að auglýsa í stöður sem þessar. Gefur það því að skilja að það eru enn frekari vonbrigði, að framkvæmd fylgi ekki orði.
Yfirlýsinguna í heild sinni má nálgast hér.
Framboðsfrestur til fjármálastjóra og jafnréttisfulltrúa framlengdur
Framboðsfrestur til fjármálastjóra og jafnréttisfulltrúa LÍS hefur verið framlengdur um þrjá daga. Framboð skulu berast á kjorstjorn.lis@gmail.com fyrir kl 23:59 þann 5. júní og skal fylgja ferilskrá og nokkur orð um ástæðu framboðs. Kosið verður á fundi fulltrúaráðs LÍS í júní, dagsetning auglýst síðar.
Framboðsfrestur til fjármálastjóra og jafnréttisfulltrúa LÍS hefur verið framlengdur um þrjá daga. Framboð skulu berast á kjorstjorn.lis@gmail.com fyrir kl 23:59 þann 5. júní og skal fylgja ferilskrá og nokkur orð um ástæðu framboðs. Kosið verður á fundi fulltrúaráðs LÍS í júní, dagsetning auglýst síðar.
Fyrir upplýsingar um embætti sjá hér: http://www.haskolanemar.is/frettir-og-greinar/opidfyrirframbod
Nánari upplýsingar veitir Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, formaður LÍS á lis@haskolanemar.is.
Opið er fyrir framboð til fjármálastjóra og jafnréttisfulltrúa
Opið er fyrir framboð til fjármálastjóra og jafnréttisfulltrúa LÍS. Framboð skulu berast á kjorstjorn.lis@gmail.com fyrir kl 23:59 þann 2. júní og skal fylgja ferilskrá og nokkur orð um ástæðu framboðs. Kosið verður á fundi fulltrúaráðs LÍS í júní, dagsetning auglýst síðar.
Opið er fyrir framboð til fjármálastjóra og jafnréttisfulltrúa LÍS. Framboð skulu berast á kjorstjorn.lis@gmail.com fyrir kl 23:59 þann 2. júní og skal fylgja ferilskrá og nokkur orð um ástæðu framboðs. Kosið verður á fundi fulltrúaráðs LÍS í júní, dagsetning auglýst síðar.
Lýsing á hlutverkum úr lögum LÍS:
25. gr. Fjármálastjóri
Fjármálastjóri skal hafa yfirumsjón með fjármálum samtakanna. Fjármálastjóri ber ábyrgð á því að greiða þau gjöld er samtökunum ber að greiða og innheimta kröfur. Fjármálastjóri skal sjá um gerð fjárhagsáætlunar í upphafi starfsárs og leggja fyrir fulltrúaráð til samþykktar. Fjármálastjóri hefur prókúru fyrir reikningum samtakanna. Fjármálastjóri skal sjá til þess að ársreikningur sé gerður, kynna hann á landsþingi og bera hann upp til samþykktar. Fjármálastjóri er ábyrgur fyrir fjáröflun og hefur umsjón með gerð styrktar- og viðskiptasamninga. Fjármálastjóri er yfir fjármálanefnd.
28. gr. Jafnréttisfulltrúi
Jafnréttisfulltrúi skal gæta þess að jafnrétti ríki innan samtakanna. Hann skal leitast við að tryggja öllum stúdentum jafnan rétt, jafna stöðu og leggja ríka áherslu á að allir samfélagsþegnar búi við jafnrétti til náms. Jafnréttisfulltrúi skal sjá til þess að jafnréttisstefnu samtakanna sé fylgt. Jafnréttisfulltrúi er yfir jafnréttisnefnd.
Nánari upplýsingar veitir Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, formaður LÍS á lis@haskolanemar.is.
LÍS og BHM endurnýja samstarfssamning
LÍS og BHM (Bandalag háskólamanna) hafa endurnýjað samstarfssamning sinn með það fyrir augum að efla samstarfið enn frekar. Í samningnum felst meðal annars að LÍS munu eiga rétt til þátttöku í stefnumótun BHM um sameiginleg hagsmuna- og réttindamál og að BHM mun leita til LÍS um málefni sem bandalagið ályktar um og varða stúdenta. Aðilar munu beita sér sameiginlega fyrir því að settar verði skýrar reglur um starfsnám á háskólastigi, auk þess sem LÍS verða BHM til ráðgjafar vegna hugsanlegra breytinga á Lánasjóði íslenskra námsmanna. Þá munu LÍS vera tengiliður BHM við Gæðaráð íslenskra háskóla.
LÍS og BHM (Bandalag háskólamanna) hafa endurnýjað samstarfssamning sinn með það fyrir augum að efla samstarfið enn frekar. Í samningnum felst meðal annars að LÍS munu eiga rétt til þátttöku í stefnumótun BHM um sameiginleg hagsmuna- og réttindamál og að BHM mun leita til LÍS um málefni sem bandalagið ályktar um og varða stúdenta. Aðilar munu beita sér sameiginlega fyrir því að settar verði skýrar reglur um starfsnám á háskólastigi, auk þess sem LÍS verða BHM til ráðgjafar vegna hugsanlegra breytinga á Lánasjóði íslenskra námsmanna. Þá munu LÍS vera tengiliður BHM við Gæðaráð íslenskra háskóla.
Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, formaður LÍS, og Þórunn Sveinbjarnadóttir, formaður BHM, við undirritun samningsins
Sameiginleg kynning á kjara- og réttindamálum háskólamenntaðra
Enn fremur munu aðilar standa sameiginlega að kynningu á kjara- og réttindamálum háskólamenntaðra á vinnumarkaði fyrir aðildarfélög LÍS og undirbúa ráðstefnu eða fundaraðir um það efni fyrir stúdenta. Fulltrúar LÍS munu hafa seturrétt á upplýsingafundum BHM og fá afnot af skrifstofu- og fundaaðstöðu í húsakynnum bandalagsins.
Gildistími samningsins er frá 18. maí 2018 til 31. maí 2019 og skal hann endurskoðaður í apríl 2019.