Elsa Drífudóttir Elsa Drífudóttir

Dagskrá landsþings 2019

Dagskrá landsþings LÍS samanstendur af hinum ýmsu fyrirlestrum og vinnustofum þar sem unnið er að stefnumótun samtakanna. Að þessu sinni eru yfirskrift þingsins Sjálfbærni og háskólasamfélagið - Hver er okkar samfélagslega ábyrgð? og mun stefnumótun ganga út á það að móta stefnu LÍS í sjálfbærni.

DSC01703.jpg

Dagskrá landsþings LÍS samanstendur af hinum ýmsu fyrirlestrum og vinnustofum þar sem unnið er að stefnumótun samtakanna. Að þessu sinni eru yfirskrift þingsins Sjálfbærni og háskólasamfélagið - Hver er okkar samfélagslega ábyrgð? og mun stefnumótun ganga út á það að móta stefnu LÍS í sjálfbærni sem verður síðan lögð fyrir landsþing að ári.

Einnig fara þar fram hefðbundin þingstörf þar sem er meðal annars farið yfir ársskýrslu og -reikning og lagabreytingar. Tvær stefnur eru á dagskrá, en í vetur hefur framkvæmdastjórn unnið að skrifum nýrrar jafnréttisstefnu samtakanna sem og uppfærðri alþjóðastefnu.

Föstudagur 29. mars

8:00 Morgunmatur

9:00 Setning landsþings

Formaður LÍS setur þingið
Ávarp Rektors Háskóla Íslands Jóns Atla Benediktssonar
Ávarp forseta SHÍ Elísabetar Brynjarsdóttur

9:40 Þingstörf

Kosning fundarstjóra og ritara landsþings
Tilnefning trúnaðarmanna
Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár
Reikningar samtakanna bornir upp til samþykktar

Stefna um alþjóðavæðingu í íslensku háskólasamfélagi

14:00 Fyrirlestrar & vinnustofur

Birgitta Stefánsdóttir: Í átt að sjálfbærari framtíð
Jens Bonde Mikkelsen: A Danish perspective on sustainability and the role of students
Vinnustofa: Forgangsröðun heimsmarkmiða

16:20 Þingstörf

Lagabreytingar

Laugardagur 30. mars

9:00 Þingstörf

Verk- og fjárhagsáætlun LÍS 2019 -2020

10:45 Fyrirlestrar og vinnustofur

Fanney Karlsdóttir: Ísland og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna
Lára Jóhannsdóttir: Hvað þýðir samfélagsleg ábyrgð eiginlega? - Sjálfbærni og samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja
Rakel Guðmundsdóttir Fyrirlestur

Vinnustofa um Sjálfbærnistefnu LÍS

17:00 Þingstörf

Stefna um jafnrétti í íslensku háskólasamfélagi

Sunnudagur 31. mars

9:00 Vinnustofur

Samantekt úr vinnustofum LÍS lögð fyrir þingið
Forgangsröðun heimsmarkmiða

11:00 Þingstörf

Önnur mál
Kosningar

Tilnefning nýrra fulltrúa í fulltrúaráði
Formaður
Varaformaður
Ritari
Fjármálastjóri
Alþjóðaforseti
Gæðastjóri
Markaðsstjóri
Jafnréttisfulltrúi

Þingi slitið



Read More
Elsa Drífudóttir Elsa Drífudóttir

Landsþing LÍS 2019: Sjálfbærni og háskólasamfélagið - Hver er okkar samfélagslega ábyrgð?

Landsþing LÍS verður haldið að Háskólanum á Bifröst helgina 29.-31. mars. Yfirskrift þingsins verður að þessu sinni Sjálfbærni og háskólasamfélagið - Hver er okkar samfélagslega ábyrgð? Dagskrá þings verður í samræmi við yfirskrift og eiga sér stað fyrirlestra og vinnustofur um sjálfbærni og samfélagsábyrgð með áherslu á hlutverk háskólasamfélagsins og þá sérstaklega stúdenta.

bannerfcb.jpg

Landsþing LÍS verður haldið að Háskólanum á Bifröst helgina 29.-31. mars. Yfirskrift þingsins verður að þessu sinni Sjálfbærni og háskólasamfélagið - Hver er okkar samfélagslega ábyrgð? Dagskrá þings verður í samræmi við yfirskrift og eiga sér stað fyrirlestra og vinnustofur um sjálfbærni og samfélagsábyrgð með áherslu á hlutverk háskólasamfélagsins og þá sérstaklega stúdenta.

Mætt verður til Bifrastar aðfarakvöld föstudags og þinghöld standa yfir frá föstudagsmorgni til eftirmiðdags sunnudags. Ásamt fyrirlestrum og vinnustofum fara einnig fram hefðbundin þingstörf, þ.á.m. verða breytingartillögur á lögum samtakanna bornar upp og ræddar sem og ný stefna samtakanna um jafnréttismál í íslensku háskólasamfélagi sem unnin er upp úr stefnumótunarvinnu landsþings 2018. Einnig verður farið yfir endurnýjaða stefnu um alþjóðavæðingu í íslensku háskólasamfélagi, en sú sem er í gildi í dag var samþykkt á landsþingi árið 2016.

Á landsþingi LÍS koma saman stúdentafulltrúar frá öllum háskólum landsins sem og frá Sambandi íslenskra námsmanna erlendis. Alls eru það um 60 einstaklingar sem taka þátt í þingstörfum og leggja sitt á vogarskálarnar við ákvarðanatöku og þróun á stefnumálum samtakanna. Landsþing LÍS er stærsti samráðsvettvangur stúdenta á Íslandi þar sem gefst færi á að skiptast á skoðunum, rökræða og fá innsýn í baráttumál stúdenta á öðrum vettvöngum sem og sækja styrk og stuðning.

Framboð til framkvæmdastjórnar

Framboðsfrestur til embætta framkvæmdastjórnar rann út föstudaginn 15. mars sl. Alls bárust átta framboð í fimm embætti:

Formaður:
Sonja Björg Jóhannsdóttir

Varaformaður:
Eygló María Björnsdóttir
Polina Diljá Helgadóttir
Sigrún Jónsdóttir

Alþjóðaforseti:
Jóhanna Ásgeirsdóttir

Fjármálastjóri:
Aníta Eir Jakobsdóttir

Jafnréttisfulltrúi:
Anastasía Jónsdóttir
Hrafn Sævarsson

Ekki bárust framboð í embætti ritara, gæðastjóra og markaðsstjóra. Opnað verður fyrir framboð í þau embætti að nýju á landsþingi. Kosið er í embætti á landsþingi.

Read More
Kamilla Dogg Gudmundsdottir Kamilla Dogg Gudmundsdottir

Ert þú vefsíðu- og/eða grafískur hönnuður?

Landssamtök íslenskra stúdenta óska eftir vefsíðuhönnuði og/eða grafískum hönnuði í launaða stöðu til að hanna vefsíðuna Student Refugees á Íslandi. Kostur væri ef einn og sami einstaklingurinn gæti séð um bæði hönnun vefsíðunnar og grafíska hönnun, en við tökum einnig á móti umsóknum frá einstaklingum sem búa yfir annarri hvorri menntuninni/hæfninni. 

mynd 3.png

Landssamtök íslenskra stúdenta óska eftir vefsíðuhönnuði og/eða grafískum hönnuði í launaða stöðu til að hanna vefsíðuna Student Refugees á Íslandi. Kostur væri ef einn og sami einstaklingurinn gæti séð um bæði hönnun vefsíðunnar og grafíska hönnun, en við tökum einnig á móti umsóknum frá einstaklingum sem búa yfir annarri hvorri menntuninni/hæfninni. 

 

Student Refugees er verkefni að danskri fyrirmynd en Landssamtök danskra stúdenta (DSF) og Studenterhuset í Danmörku halda uppi vefsíðunni www.StudentRefugees.dk. LÍS vilja yfirfæra verkefnið að íslenskum stöðlum og setja upp vefsíðuna StudentRefugees.is sem mun halda utan um allar þær upplýsingar sem flóttafólk þarf á að halda til að sækja um og hefja nám á háskólastigi á Íslandi.

 

Starfshópur Student Refugees á Íslandi hefur nú þegar aflað gagna og upplýsinga fyrir leiðarvísi, starf vefsíðuhönnuðarins/grafíska hönnuðarins felst í því að útfæra þau gögn og hanna vefsíðu verkefnisins. Stefnt er að því að vefsíðan fari í loftið í ágúst 2019.

 

Hæfniskröfur:

  • Sköpunarhæfni

  • Menntun sem nýtist í starfi æskileg

  • Reynsla í hönnun vefsíðna og/eða grafískri hönnun 

  • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð

  • Góð ensku og íslensku kunnátta

 

Umsókn sendist á verkefnastýrur verkefnisins með stuttri kynningu á þér auk ferilskrá.

 

Umsóknarfrestur er til miðnættis þriðjudagsins 19. mars 2019.



//

 

The National Union for Icelandic Students (LÍS), is looking for a graphic designer and a web designer to build the Icelandic Student Refugees website. 

 

Student Refugees is a project from a Danish model where The National Union for Danish Students (DSF) and Studenterhuset in Denmark run the website www.StudentRefugees.dk. LÍS wants to adjust the project to Icelandic standards and set up the website StudentRefugees.is, the website will handle all the information that refugees need to apply for universities in Iceland.

 

The purpose of the job is to create the design and build the website for the project using data and information that the project will provide. The aim is to launch the website in August 2019

 

Qualifications:

  • Creative skills

  • Knowledge of both Icelandic and English languages are required

  • Independent and disciplined at work 

  • Proven experience inweb design for the graphic designerand website creation for the web designer

 

Applications are submitted to the project managers with a brief description of you as well as your CV.

  • Salka Sigurðardóttir, International Officer of LÍS, salka@studentar.is, +354 861 6540

  • Sonja Björg Jóhannsdóttir, Equal Rights Officer of LÍS, sonja@studentar.is, +354 616 2620

 

The deadline for applications is at 11.59PM, Thursday the 19th of March 2019.

 

 

Read More
Elsa Drífudóttir Elsa Drífudóttir

Stuðningur við kröfur stúdenta frá samstarfsnefnd háskólastigsins

Samstarfsnefnd háskólastigsins - samráðsvettvangur rektora íslenskra háskóla, hefur sent út bréf þar sem lýst er yfir stuðningi við kröfur stúdenta við úrbætur á úthlutunarreglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna.

Samstarfsnefnd háskólastigsins - samráðsvettvangur rektora íslenskra háskóla, hefur sent út bréf þar sem lýst er yfir stuðningi við kröfur stúdenta við úrbætur á úthlutunarreglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna.

Mikilvægt er að frítekjumark verði hækkað úr 930.000 kr á ári í 1.330.000 kr í samræmi við launaþróun. Einnig þarf að endurskoða húsnæðisgrunn framfærslulána á gagnsæjan máta í samráði við stúdenta, en húsnæðisgrunnur er í dag 75.000 kr á mánuði.

Yfirlýsingin er undirrituð af Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands og formanni samstarfsnefndarinnar.

Yfirlýsinguna má lesa hér:

yfirlysing samstarfsnefnd.JPG


Read More
Elsa Drífudóttir Elsa Drífudóttir

Áskorun til þingflokka um að sýna kröfum stúdenta samstöðu í verki

Stúdentar og ungliðahreyfingar flokka skora á þingflokka til að sýna samstöðu í verki og mæta á samstöðufund 26. febrúar n.k. kl  09:00 fyrir utan Lánasjóð íslenskra námsmanna að Borgartúni 21. Þá á sér stað stjórnarfundur LÍN þar sem tekin verður ákvörðun um úthlutunarreglur fyrir skólaárið 2019-2020.

Stúdentar og ungliðahreyfingar flokka skora á þingflokka til að sýna samstöðu í verki og mæta á samstöðufund 26. febrúar n.k. kl  09:00 fyrir utan Lánasjóð íslenskra námsmanna að Borgartúni 21. Þá á sér stað stjórnarfundur LÍN þar sem tekin verður ákvörðun um úthlutunarreglur fyrir skólaárið 2019-2020.

Áskorunina í heild sinni má lesa hér að neðan:

Screenshot+2019-02-25+at+09.01.57.jpg
Read More