
Stuðningsyfirlýsing við bréfi jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands um að kynjafræði verði skyldufag í kennaranámi.
Landssamtök íslenskra stúdenta - LÍS telja að skyldug kynjafræði í kennaranámi sé mikilvægt skref til þess að tryggja framgang jafnréttismála í íslensku samfélagi.
Í jafnréttisstefnu LÍS, samþykkt á landsþingi 2019, er kveðið á um að bjóða þurfi upp á fræðslu í kynjafræði, hinseginmálum og fötlunarmálum fyrir kennaranema sem stuðlar að víðsýni og aukinni yfirsýn yfir þarfir stúdenta.
LÍS hvetur rektora og stjórnendur háskólanna til að hlusta á jafnréttisnefnd KÍ og leita allra leiða til þess að bjóða upp á aukna fræðslu í jafnréttismálum í kennaranámi. Hnitmiðuð stefnumótun í háskólasamfélaginu, þá fyrst og fremst hjá stjórnvöldum, er grunnatriði þess að jafnrétti kynja sé þar náð.
Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa hér að neðan:
Opið fyrir umsóknir í nefndir LÍS 2019-2020 // Open for applications to LÍS's committees 2019-2020
Hefur þú áhuga á félagsstörfum? Brennur þú kannski fyrir hagsmunabaráttu stúdenta? Langar þig til að hafa áhrif? Vilt þú starfa með stúdentum frá öllum háskólum landsins? Landssamtök íslenskra stúdenta auglýsa eftir áhugasömum einstaklingum í nefndir samtakanna en þær eru gæðanefnd, lagabreytingarnefnd, fjármálanefnd, alþjóðanefnd og jafnréttisnefnd.
------------ Scroll down for the english version ------------
Hefur þú áhuga á félagsstörfum? Brennur þú kannski fyrir hagsmunabaráttu stúdenta? Langar þig til að hafa áhrif? Vilt þú starfa með stúdentum frá öllum háskólum landsins?
Landssamtök íslenskra stúdenta auglýsa eftir áhugasömum einstaklingum í nefndir samtakanna en þær eru gæðanefnd, lagabreytingarnefnd, fjármálanefnd, alþjóðanefnd og jafnréttisnefnd.
Hvað eru LÍS?
Landssamtök íslenskra stúdenta, eða LÍS, voru stofnuð 3. nóvember 2013 og eru samtök háskólanema á Íslandi sem og íslenskra háskólanema á erlendri grundu. LÍS eru regnhlífarsamtök og standa að þeim átta aðildarfélög sem eru í forsvari fyrir stúdenta við Háskólann á Akureyri, Háskólann á Bifröst, Landbúnaðarháskóla Íslands, Listaháskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Hólum, Háskóla Íslands og fyrir íslenska stúdenta sem stunda nám erlendis. LÍS er því í forsvari fyrir rúmlega 20 þúsund íslenska stúdenta.
Fyrir nefndum LÍS fara sex af átta embættum í framkvæmdastjórn; gæðastjóri, varaforseti, fjáröflunarstjóri, alþjóðafulltrúi, markaðsstjóri og jafnréttisfulltrúi.
Hvernig sæki ég um?
Opið er fyrir umsóknir frá 29. ágúst til og með 13. september. Sótt er um hér. Í umsókn skal koma fram nafn og tölvupóstfang en í viðhengi skal setja ferilskrá og kynningarbréf.
Við hvetjum einstaklinga af öllum kynjum til að sækja um þær lausu stöður sem í boði eru. Nánari upplýsingar um nefndirnar og laus sæti í hverri nefnd er að nálgast hér að neðan.
Gæðanefnd
Brennur þú fyrir eflingu íslensks háskólaumhverfis? Þá er gæðanefndin fyrir þig!
Nefndin starfar náið með fjölbreyttum einstaklingum og stofnunum á landsvísu sem vinna að eflingu gæða háskólanáms svo sem Rannís og Gæðaráði íslenskra háskóla. Mörg ný og skemmtileg verkefni eru á döfinni starfsárið 2019-2020 en nefndin mun meðal annars:
Aðstoða við gerð hlaðvarpsins Stúdentaspjallið sem leit dagsins ljós síðastliðin nóvember
Kynna stefnu LÍS um gæði í íslensku háskólaumhverfi
Kynna stúdentafulltrúum fyrir gæðastörfum með aðstoð leiðarvísis sem unnin var út frá gæðahandbók Rannís (QEF II)
Hefja vinnu við að styrkja starf aðildarfélaga samtakanna með nýju krefjandi verkefni að írskri fyrirmynd.
Öll verkefnin hafa það að markmiði að auka þekkingu á gæðamálum meðal íslenskra stúdenta sem og að efla þátttöku þeirra í gæðastarfi háskólanna. Um er að ræða einstakt tækifæri til að efla gæði háskólanáms á Íslandi. Við óskum eftir þremur metnaðarfullum og vinnusömum einstaklingum í nefndina.
Viljir þú vita meira getur þú haft samband við Eygló Maríu Björnsdóttur, gæðastjóra LÍS. Netfang: eyglo@studentar.is.
Lagabreytingarnefnd
Lagabreytinganefnd LÍS sér um endurskoðun á lögum og verklagi LÍS á hverju ári. Tryggja þarf að lögin séu í samræmi við starf samtakanna og einnig að samtökin fylgi þeim í hvívetna. Þátttaka í lagabreytingarnefnd gerir einstaklingum kleift að að bæta skilvirkni og starf samtakanna. Óskað er eftir einstaklingum sem hafa áhuga á lögum og lagabreytingum. Lögfræðiþekking er ekki skilyrði en þó kostur. Laus sæti í nefndinni eru fjögur.
Viljir þú vita meira getur þú haft samband við Sigrúnu Jónsdóttur, varaforseta LÍS. Netfang: sigrun@studentar.is.
Fjármálanefnd
Fjármálanefnd sér um utanumhald fjármála LÍS auk fjáröflunar samtakanna og helstu viðburða. Nefndin sér um að byggja upp samstarf samtakanna við fyrirtæki í gegnum þjónustusamninga eða styrktarveitingu sem og gerð styrkjaumsókna hjá stærri fyrirtækjum. Ár hvert halda samtökin landsþing þar sem fulltrúar frá öllum aðildarfélögum LÍS koma saman. Það er því stórt verkefni nefndarinnar að fjármagna þingið með styrkjum. Leitað er að þremur áhugasömum aðilum til að sitja í fjármálanefnd auk fjármálastjóra.
Viljir þú vita meira getur þú haft samband við Anítu Eir Jakobsdóttir, fjáröflunarstjóra LÍS. Netfang: fjarmal@studentar.is
Alþjóðanefnd
Alþjóðanefnd LÍS sinnir alþjóðlegum skuldbindingum LÍS, sækir fróðleik til alþjóðlegra stúdenta og færir þann fróðleik heim til Íslands. Nefndin sinnir undirbúningsvinnu og úrvinnslu í kringum alla alþjóðlega viðburði sem fulltrúar LÍS sækja, en á starfsárinu 2019-2020 munu nefndarmeðlimir einnig skipuleggja málstofu um alþjóðamál sem tengjast stúdentum og háskólasamfélagi. Laus sæti í nefndinni eru fjögur.
Viljir þú vita meira getur þú haft samband við Jóhönnu Ásgeirsdóttur, alþjóðafulltrúa LÍS. Netfang: johanna@studentar.is
Jafnréttisnefnd
Jafnréttisnefnd heldur utan um verkefni og viðburði LÍS sem tengjast jafnréttismálum. Nefndin ber ábyrgð á því að jafnrétti sé framfylgt í öllum málum og skal vera framkvæmdarstjórn LÍS til ráðgjafar í störfum og málefnum stjórnar. Auk þess munu nefndarmeðlimir sinna allskyns spennandi verkefnum á komandi starfsári, t.d. skipuleggja málstofu um jafnréttismál sem tengjast stúdentum og háskólasamfélagi, skipuleggja sameiginlegan fund jafnréttisnefnda og jafnréttisfulltrúa háskólanna og aðstoða við gerð hlaðvarpsins Stúdentaspjallið svo eitthvað sé nefnt. Við hvetjum alla sem hafa áhuga til að hika ekki við að sækja um. Fjölmennum í nefndir LÍS og aukum fjölbreytileikann!
Viljir þú vita meira getur þú haft samband við Anastasíu Jónsdóttur, jafnréttisfulltrúa LÍS. Netfang: anastasia@studentar.is
------------ English ------------
Are you interested in social activities? Are you enthusiastic about fighting for students’ rights? Do you want to have an influence? Do you want to work with students from all over the country?
The National Union of Icelandic Students (LÍS) is looking for interested personnel for the Unions’ committees. The committees are: the Quality Assurance Committee, Legislative Committee, Finance Committee, International Committee and Equal Rights Committee.
What is LÍS?
The National Union of Icelandic Students, or LÍS, was founded on November 3rd, 2013, and is a union for students of higher education in Iceland and for Icelandic students abroad. LÍS is an umbrella organization within which there are eight member unions that represent the students of the University of Akureyri, Bifröst University, the Agricultural University of Iceland, Iceland University of the Arts, Hólar University College, University of Iceland, University of Reykjavik and for Icelandic students that study abroad. LÍS therefore represents about 20 thousand students.
How do I apply?
Applications are open from August 29th until September 13th. You can apply here. The application should include your name, email address and you are also required to put in your CV and a short introduction letter. We encourage individuals of every gender to apply for the available positions.
Further information about the committees and number of available seats below.
Quality Assurance Committee
Do you burn for the improvement of the Icelandic system of higher education? Then the Quality Assurance Committee is something for you!
The Committee is responsible for the engagement of students in quality assurance nationwide and works closely with other units and institutions that work on the improvement of the quality of higher education. E.g. the Icelandic Centre for Research (RANNÍS) and the Quality Council of Icelandic Universities. The committee has many exciting projects coming up in this working year, but the Committee will among other things:
Assist with the production of LÍS’s podcast, Stúdentaspjallið, which was launched last October.
To promote the union’s quality assurance policy
Strengthen the member unions of LÍS with a new and challenging project.
All projects have a goal of promoting knowledge of quality matters among Icelandic students and inspire their participation. This is a unique opportunity to improve the quality of higher education in Iceland. There are three available seats in the Committee.
If you wish for further information you can contact Eygló María Björnsdóttir, the Quality Officer of LÍS. Email: eyglo@studentar.is
Legislative Committee
The Legislative Committee reviews LÍS´s standing orders and procedures each year. It must be ensured that the standing orders are in line with the work of the organization and also that the organization follows them in full. The Legislative committee provides a great opportunity to improve the efficiency and general work of the association. The Legislative Committee wishes for applicants interested in law and legal amendments. Knowledge of law is not necessary, but beneficial. There are four available seats in the committee.
For further information you can contact Sigrún Jónsdóttir, the Vice-Chairperson of LÍS. Email: sigrun@studentar.is
The Finance Committee
The Finance Committee provides financial oversight for LÍS, as well as funding for the Union and its biggest events. The Committee takes care of building up and maintaining cooperation between the Union and companies through service contracts or grants, as well as working on grant applications within bigger companies. LÍS hosts an annual general assembly attended by delegates from its member unions. It is therefore a big task of the Committee to provide funding for that through grants. Three interested individuals are wanted to sit in the Committee along with the Financial Officer.
If you wish for further information you can contact Aníta Eir Jakobsdóttir, the Financial Officer of LÍS. Email: fjarmal@studentar.is
The International Committee
The International Committee is responsible for the international obligations of LÍS. It gathers knowledge from foreign student unions and brings that knowledge back to Iceland. The committee prepares for and reports on all international events that LÍS delegates attend. For the work year 2019-2020, committee members will plan and host a symposium on international issues as they pertain to students and university life. There are four available seats in the committee.
If you wish for further information you can contact Jóhanna Ásgeirsdóttir, the International Officer of LÍS. Email: johanna@studentar.is
The Equal Rights Committee
The Equal Rights Committee is involved in and responsible for tasks and events that LÍS undertakes which involve equality affairs. The Committee is responsible for overseeing that equality is implemented in all of LÍS’ affairs and shall guide and advise the Executive Committee of LÍS in all matters concerning equality. During the school year of 2019-2020 the Equality Rights Committee will also be involved in a number of projects. They will take the lead in organizing an equality seminar, will take part in the organization of a meeting between equality committees and equality officers from all of the Icelandic universities, and last but not least they will assist in preparing podcast episodes for Stúdentaspjallið, which focus’ on equality and equal rights. We urge everyone who’s interested to apply for the Equal Rights Committee. Let’s celebrate diversity and work together to improve the life of students everywhere!
If you wish for further information you can contact Anastasía Jónsdóttir, the Equal Rights Officer of LÍS. Email: anastasia@studentar.is
Framlengdur umsóknarfrestur í stöðu markaðsstjóra
LÍS leita eftir markaðsstjóra fyrir starfsárið 2019-2020. Framboð skulu berast á kjorstjorn@studentar.is fyrir kl 23:59 þann 5. september og skal fylgja ferilskrá og nokkur orð um ástæðu framboðs.
LÍS leita eftir markaðsstjóra fyrir starfsárið 2019-2020. Framboð skulu berast á kjorstjorn@studentar.is fyrir kl 23:59 þann 11. september og skal fylgja ferilskrá og nokkur orð um ástæðu framboðs.
Lýsing á hlutverki markaðsstjóra úr verklagi LÍS:
Markaðsstjóri skal vekja athygli á LÍS í samfélaginu, þá sérstaklega meðal framhalds- og háskólanema.
Markaðstjóri sækir umboð sitt til fulltrúaráðs.
Í upphafi stjórnartíðar nýrrar framkvæmdastjórnar ber markaðstjóri ábyrgð á mótun áætlunar varðandi markaðsstarfsemi LÍS fram að næsta landsþingi. Áætlun þessi er lifandi og breytist stöðugt yfir tímabil hvers fulltrúaráðs en miðað er við að markaðsstjóri leggi fram drög að áætluninni fyrir fulltrúaráð einum mánuði eftir að hann tekur forseta við embætti.
Markaðsstjóri ber ábyrgð á miðlum samtakanna svo sem heimasíðu og samfélagsmiðlum. Hann ber ábyrgð á að miðlarnir séu ávallt virkir.
Markaðsstjóri hefur yfirumsjón með markaðsnefnd, heldur utan um starf nefndarinnar og ber ábyrgð á því að markaðsnefndin sinni hlutverki sínu vel.
Markaðsstjóri er forseti markaðsnefndar.
Markaðsstjóri sér um að boða markaðsnefnd á fundi og gegnir jafnframt stöðu fundarstjóra, ásamt því að skipa fundarritara.
Markaðsstjóri hefur umsjón með sameiginlegu skjala- og gagnasafni markaðsnefndar sem geymd er inni á sameiginlegum gagnagrunni LÍS í þar tilgerðri möppu sem tilheyrir markaðsnefnd.
Framlengdur frestur í sæti varafulltrúa í áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema
Landssamtök íslenskra stúdenta auglýsa eftir áhugasömum einstaklingi til þess að sitja sem varafulltrúi í áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema. Nefndin starfar samkvæmt 20. gr. laga um háskóla nr. 63/2006 og reglum nr. 1152/2006. Hún fjallar um kærur og kvartanir stúdenta í háskólum á hendur skólunum vegna málsmeðferðar og/eða ákvarðana um þeirra mál.
Landssamtök íslenskra stúdenta auglýsa eftir áhugasömum einstaklingi til þess að sitja sem varafulltrúi í áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema.
Nefndin starfar samkvæmt 20. gr. laga um háskóla nr. 63/2006 og reglum nr. 1152/2006. Hún fjallar um kærur og kvartanir stúdenta í háskólum á hendur skólanna vegna málsmeðferðar og/eða ákvarðana um þeirra mál.
Sótt er um með því að senda umsókn á lis@studentar.is. Umsóknarfrestur rennur út þann 9. september kl. 12:00.
Umsókn skal innihalda helstu upplýsingar, m.a.:
Nafn og aldur.
Ferilskrá.
Stutt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið.
Menntunar- og hæfniskröfur eru eftirfarandi:
Umsækjendur þurfa að uppfylla starfsgengisskilyrði héraðsdómara sbr. 29. gr. laga nr. 50/2016.
Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu
Gott vald á íslenskri tungu.
Skipulögð, sjálfstæð og vönduð vinnubrögð.
Lipurð í mannlegum samskiptum.
Æskilegt er að umsækjandi hafi:
Reynslu af störfum kæru- og/eða úrskurðarnefnda.
Þekking á lagaumhverfi háskóla
Reynslu af og/eða áhuga á hagsmunabaráttu stúdenta.
Fulltrúinn er skipaður til 17. maí 2020.
Lesa má nánar um störf nefndarinnar hér á heimasíðu Stjórnarráðsins. Nánari upplýsingar veitir Sonja Björg Jóhannsdóttir, forseti LÍS á sonja@studentar.is. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum verður svarað.
Sjálfboðaliðar óskast í Student Refugees // Seeking volunteers for Student Refugees
Viltu gerast sjálfboðaliði? Vertu með í að auka aðgengi hælisleitenda og flóttafólks að námi! // Would you like to become a volunteer? Come be a part of making higher education more accessible to asylum seekers and refugees!
Viltu gerast sjálfboðaliði?
Opið er fyrir umsóknir í sjálfboðaliðahóp Student Refugees! Vertu með í að auka aðgengi hælisleitenda og flóttafólks að námi.
Student Refugees er stúdenta rekið framtak sem býður hælisleitendum og flóttafólki upp á aðstoð við að sækja um háskólanám á Íslandi sem byggir alfarið á vinnu sjálfboðaliða.
Aðstoðin verður veitt á heimasíðu Student Refugees, í tölvupósti og í eigin persónu á umsóknarkaffi. Umsóknarkaffið eru opnir viðburðir í huggulegu umhverfi þar sem fólk getur komið að vinna í umsóknum undir leiðsögn. Sjálfboðaliðar munu hljóta þjálfun frá verkefnastjórum og sérfræðingum, svo það er engin þörf á fyrri reynslu.
Ábyrgð sjálfboðaliða:
Skipuleggja og mæta á umsóknarkaffihús u.þ.b. einu sinni í mánuði.
Svara fyrirspurnum og vera í sambandi við hælisleitendur og flóttafólk í tölvupósti.
Uppfæra vefsíðu.
Vera í samskiptum við og vinna með hópi sjálfboðaliða.
Safna upplýsingum um framvindu verkefnis.
Sækja um hér
Umsóknarfrestur er til og með 27. ágúst. Ekki hika við að hafa samband ef spurningar vakna! Frekari upplýsingar veita:
Anastasía Jónsdóttir jafnréttisfulltrúi, anastasia@studentar.is
Jóhanna Ásgeirsdóttir alþjóðafulltrúi, johanna@studentar.is
English:
Would you like to become a volunteer? Come be a part of making higher education more accessible to asylum seekers and refugees!
Student refugees is a student run initiative which provides asylum seekers and refugees with assistance in applying for higher education in Iceland.
This service will be provided through the Student Refugees website, via email and in person at the Application Café. The Application Cafés are open sessions in a cosy environment where people can receive guidance while working on their applications. Volunteers will undergo training from team leaders and specialists, so no prior experience is needed.
Responsibilities:
Plan, host and participate in Application Cafés, about once a month.
Answer questions and contact asylum seekers and refugees via email.
Update website.
Communicate with and meet up in your team of volunteers.
Collect data on progress.
Apply here
Deadline for applications is before midnight on the 27th of August. Please do not hesitate to reach out or ask questions! Further information are provided by:
Anastasía Jónsdóttir, Equal Rights Officer, anastasia@studentar.is
Jóhanna Ásgeirsdóttir, International Officer, johanna@studentar.is