Allsherjarverkfall fyrir loftslagið 20. til 27. september 2019
Frá 22. febrúar 2019 hefur ungt fólk safnast saman á Austurvelli hvern föstudag til að krefjast öflugri aðgerða strax af hálfu stjórnvalda og fyrirtækja í baráttunni gegn hamfarahlýnun. LÍS hafa verið hluti af skipulagshóp verkfallanna frá upphafi en skipulagshópurinn efndi til Allsherjarverkfalls fyrir loftslagið frá 20. til 27. september, ásamt Landvernd. Unga kynslóðin hefur svo sannarlega látið til sín taka undanfarna mánuði og var það því ákall allsherjarverkfallsins að eldri kynslóðin og allir þeir sem hafa hingað til fylgst með á hliðarlínunni styðji við hreyfinguna.
Frá 22. febrúar 2019 hefur ungt fólk safnast saman á Austurvelli hvern föstudag til að krefjast öflugri aðgerða strax af hálfu stjórnvalda og fyrirtækja í baráttunni gegn hamfarahlýnun. LÍS hafa verið hluti af skipulagshóp verkfallanna frá upphafi en skipulagshópurinn efndi til Allsherjarverkfalls fyrir loftslagið frá 20. til 27. september, ásamt Landvernd. Unga kynslóðin hefur svo sannarlega látið til sín taka undanfarna mánuði og var það því ákall allsherjarverkfallsins að eldri kynslóðin og allir þeir sem hafa hingað til fylgst með á hliðarlínunni styðji við hreyfinguna.
Fyrsta hádegisverkfall vikunnar
Um 4 milljónir manns tóku þátt í Allsherjarverkfalli fyrir loftslagið 20. september síðastliðinn en boðað var til aðgerða í yfir 150 löndum. Þar á meðal voru ríflega 1200 manns sem tóku þátt á Íslandi. Mótmælendur gengu frá Hallgrímskirkju niður á Austurvöll þar sem tók við stútfull dagskrá af ræðum og tónlistaratriðum. Á meðal ræðufólks var Kári Stefánsson, Stjörnu-Sævar, Högni, Eydís Blöndal og grunnskólanemarnir Daði, Emelía, Jökull, Ida og Elís sem hafa öll tekið virkan þátt í verkföllunum undanfarna mánuði. Tónlistarfólkið Friðrik Dór, Krummi og GDRN stigu á stokk og skemmtu viðstöddum.
Framkvæmdastjórn á allsherjarverkfalli fyrir loftslagið
Loftslagsverkföll fóru svo fram með hefðbundnu sniði í hverju einasta hádegi í loftslagsvikunni og voru ýmsir hliðarviðburðir skipulagðir samhliða. Til að mynda fór fram bolaprentun og skiltagerð í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur sem var skipulagt af hópnum List fyrir loftslagið. Bíllausi dagurinn fór fram 22. september þar sem lokað var fyrir umferð á Miklubraut hjá Klambratúni, ásamt Hringbraut, og ferðaðist fólk þaðan á Lækjartorg með öllum mögulegu fararskjótum öðrum en einkabílnum.
Þann 27. september var fjölmennt á Austurvelli. Í kjölfar verkfallsins gengu fulltrúar frá Sambandi íslenskra framhaldsskólanema (SÍF), Stúdentaráði Háskóla Íslands (SHÍ), Ungum umhverifssinnum (UU), Foreldrum fyrir framtíðina og LÍS fyrir hönd skipulagshóps loftslagsverkfallsins á fund með forsvarsaðilum ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum.
Eftirfarandi voru kröfur loftslagsverkfallsins á fundinum:
Við krefjumst þess að Ísland taki af skarið og lýsi yfir neyðarástandi vegna loftslagsvárinnar. Þeirri yfirlýsingu verða að fylgja aðgerðir af þeirri stærðargráðu sem tryggja að losun Íslands minnki árlega um a.m.k. 5% þannig að öruggt sé að kolefnishlutleysi náist fyrir árið 2040.
Stjórnvöld fylgi tillögum Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (IPCC) og sjái til þess að árlegar fjárfestingar í aðgerðir gegn loftslagsvánni af hálfu atvinnulífs og hins opinbera séu samtals 3,5% af landsframleiðslu.
Ásamt kröfunum fylgdi tillaga að yfirlýsingu á neyðarástandi.
Ríkisstjórnin sá sér ekki fært að skrifa undir en tók fram að hún myndi fara yfir kröfurnar og halda samtalinu áfram síðar. Á fundinum bauð umhverfis- og auðlindaráðherra skipulagshópnum að koma að endurskoðun á aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem er af hinu jákvæða.
Loftslagsverkfallið mun halda áfram að krefjast aukinna aðgerða í loftslagsmálum. Við viljum afdráttarlausar aðgerðir. Núna. Fyrir framtíðina. Fyrir loftslagið.
Hádegisverkfall föstudaginn 27. september. Á borðanum stendur ,,Loftslagsaðgerðir strax”.
Opinn fundur um LÍN
Málefnanefnd Samfylkingarinnar um menntamál bauð LÍS að taka þátt í pallborði á opnum fundi um Lánasjóð íslenskra námsmanna í Iðnó þann 16. september. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, varaþingmaður og formaður málefnanefndar Samfylkingarinnar um menntamál, stýrði fundinum. Sigrún Jónsdóttir, varaforseti LÍS, fór fyrir hönd samtakanna og sat í pallborði ásamt Guðmundi Andra Thorssyni, þingmanni Samfylkingarinnar og varaformanni allsherjar og menntamálanefndar; Þórunni Sveinbjarnardóttur, formanns Bandalags háskólamanna og Marinó Erni Ólafssyni, lánasjóðsfulltrúa Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Málefnanefnd Samfylkingarinnar um menntamál bauð LÍS að taka þátt í pallborði á opnum fundi um Lánasjóð íslenskra námsmanna í Iðnó þann 16. september.
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, varaþingmaður og formaður málefnanefndar Samfylkingarinnar um menntamál, stýrði fundinum.
Sigrún Jónsdóttir, varaforseti LÍS, fór fyrir hönd samtakanna og sat í pallborði ásamt Guðmundi Andra Thorssyni, þingmanni Samfylkingarinnar og varaformanni allsherjar og menntamálanefndar; Þórunni Sveinbjarnardóttur, formanns Bandalags háskólamanna og Marinó Erni Ólafssyni, lánasjóðsfulltrúa Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Sigrún fór yfir helstu breytingarnar sem frumvarp um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna hefur í för með sér og ræddi kosti og galla þeirra breytingar út frá umsögn LÍS. Sigrún lagði áherslu á kröfur stúdenta þegar kemur að breyttum vaxtakjörum. Í frumvarpsdrögunum, sem birtust inni á Samráðsgátt stjórnvalda í júlí, kom fram að námsmenn geta valið á milli verðtryggðs og óverðtryggðs láns við námslok og að vextir skulu vera breytilegir og byggja á vaxtakjörum sem ríkissjóði bjóðast á markaði að viðbættu föstu vaxtaálagi. LÍS telja æskilegra að sett verði þak vexti. Marinó Örn Ólafsson fjallaði svo nánar um áhrif breyttra vaxtakjara út frá ýmsum sviðsmyndum. Þórunn Sveinbjarnardóttir ræddi kosti og galla frumvarpsins út frá sínum hagsmunahópi, greiðendum. Tók hún undir kröfur LÍS um þak á vexti og ræddi meðal annars þjónustuhlutverk SÍN. Guðmundur Andri Thorsson stiklaði á stóru um sögu LÍN og ræddi mikilvægi þess að sjóðurinn gagnist sem félagslegt jöfnunartæki.
Nálgast má umsögn LÍS vegna frumvarps um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna hér.
Í röð: Guðmundur Andri Thorsson, Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, Sigrún Jónsdóttir, Marinó Örn Ólafsson og Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Útgáfuhelgi Student Refugees Iceland // Student Refugees Iceland launch weekend
Student Refugees Iceland er stúdentarekið framtak með það að markmiði að auka aðgengi hælisleitenda og flóttafólks að háskólamenntun á Íslandi. Síðusta helgi var viðburðarrík fyrir framvindu verkefnisins. Haldið var námskeið fyrir nýja sjálfboðaliða og ný vefsíða sett í loftið. …
Student Refugees Iceland is a student run initiative with the goal of increasing access to higher education for asylum seekers and refugees in Iceland. Last weekend was eventful for the progress of the project. New volunteers received training and a new website was launched. …
— Scroll down for the English version —
Stór helgi hjá Student Refugees Iceland
Student Refugees Iceland er stúdentarekið framtak með það að markmiði að auka aðgengi hælisleitenda og flóttafólks að háskólamenntun á Íslandi. Síðusta helgi var viðburðarrík fyrir framvindu verkefnisins. Haldið var námskeið fyrir nýja sjálfboðaliða og ný vefsíða sett í loftið. Námskeiðinu stýrðu verkefnastjórar Student Refugees í Danmörku sem eru á vegum Studenterhuset í Kaupmannahöfn. Þeim var boðið til landsins með styrk frá European Students Union. Sjá má nýju vefsíðuna hér. Fylgist með næstu skrefum þar og á samfélagsmiðlum.
— English —
Big weekend for Student Refugees Iceland
Student Refugees Iceland is a student run initiative with the goal of increasing access to higher education for asylum seekers and refugees in Iceland. Last weekend was eventful for the progress of the project. New volunteers received training and a new website was launched. The training was led by project managers of a related project run by Studenterhuset in Denmark, who were invited to the country on a grant from the European Student Union. See the new website here. Follow the next steps there and on our social media.
Opið fyrir umsóknir í sjálfbærninefnd LÍS - framlengdur umsóknarfrestur // Open for application to LÍS's sustainability committee
Sjálfbærninefnd er ný nefnd sem mun hafa það hlutverk að skrifa sjálfbærnistefnu LÍS sem unnin er upp úr gögnum frá landsþingi LÍS 2019. Landsþingið hafði yfirskriftina ,,Sjálfbærni og háskólasamfélagið - Hver er okkar samfélagslega ábyrgð?” og koma gögnin úr vinnustofum sem fóru þar fram. Sjálfbærninefnd LÍS hefur einnig það hlutverk að endurskoða starfsemi samtakanna með sjálfbærni í huga. Laus sæti í nefndinni eru fjögur.
------------ Scroll down for the english version ------------
Landssamtök íslenskra stúdenta auglýsa eftir áhugasömum einstaklingum í sjálfbærninefnd LÍS!
Sjálfbærninefnd er ný nefnd sem mun hafa það hlutverk að skrifa sjálfbærnistefnu LÍS sem unnin er upp úr gögnum frá landsþingi LÍS 2019. Landsþingið hafði yfirskriftina ,,Sjálfbærni og háskólasamfélagið - Hver er okkar samfélagslega ábyrgð?” og koma gögnin úr vinnustofum sem fóru þar fram. Sjálfbærninefnd LÍS hefur einnig það hlutverk að endurskoða starfsemi samtakanna með sjálfbærni í huga. Laus sæti í nefndinni eru fjögur.
Viljir þú vita meira getur þú haft samband við Sonju Björgu Írisar Jóhannsdóttir, forseta LÍS. Netfang: sonja@studentar.is
HVERNIG SÆKI ÉG UM?
Opið er fyrir umsóknir frá 23. september til og með 6. október. Sótt er um með því að senda ferilskrá og kynningarbréf á sonja@studentar.is
Við hvetjum einstaklinga af öllum kynjum til að sækja um!
------------ English ------------
The National Union of Icelandic Students call for members in LÍS’s Sustainability Committee!
The Sustainability Committee is a new committee that will have the role of writing the LÍS’ Sustainability Policy which will be made from data from LÍS’s National Assembly. The National Assembly was entitled “Sustainability and the University Community - What is our corporate social responsibility?” and will we be using the data from the workshops there. LÍS's sustainability committee also has the role of reviewing the organization's activities with sustainability in mind.
There are four available seats in the committee.
If you wish for further information you can contact Sonja Björg Írisar Jóhannsdóttir, the President of LÍS. Email: sonja@studentar.is
HOW DO I APPLY?
Applications are open from September 23rd until October 6th. You apply by sending your CV and a short introduction letter to sonja@studentar.is
We encourage individuals of every gender to apply for the committee!
LÍS hljóta viðurkenningu frá Íslandsdeild Amnesty International
Greta Thunberg hlaut á dögunum titlilinn ,,samviskusendiherra”, heiðursverðlaun Amnesty International. Titlinum deilir hún með alþjóðlegu loftslagsverkfallshreyfingu ungmenna, Fridays For Future. Í kjölfarið veitti Íslandsdeild Amnesty International skipuleggjendum loftslagsverkfallanna hérlendis viðurkenningu fyrir baráttu sína gegn loftslagsvánni…
Greta Thunberg hlaut á dögunum titlilinn ,,samviskusendiherra”, heiðursverðlaun Amnesty International. Titlinum deilir hún með alþjóðlegu loftslagsverkfallshreyfingu ungmenna, Fridays For Future. Í kjölfarið veitti Íslandsdeild Amnesty International skipuleggjendum loftslagsverkfallanna hérlendis viðurkenningu fyrir baráttu sína gegn loftslagsvánni. Fjögur samtök hlutu viðurkenninguna að þessu sinni og voru LÍS þar á meðal, ásamt Stúdentaráði Háskóla Íslands, Ungum Umhverfissinnum og Sambandi Íslenskra Framhaldsskólanema. Nelson Mandela, Malala Yousafzai og Colin Kaepernick eru meðal þeirra sem áður hafa hlotið heiðursverðlaun Amnesty og það er LÍS verulegur heiður að fá að deila þessum titli með þeim og Gretu Thunberg.
Samtökunum er sannur heiður að hljóta viðurkenningu af þessu tagi. Viðurkenningin á þó best heima hjá börnunum sem hafa mætt alla föstudaga á verkföllin og krafist aðgerða. Þau eru uppsprettan og drifkrafturinn að verkföllunum í þágu umhverfisins.
Frá vinstri: Sigrún Jónsdóttir, Jóna Þórey Pétursdóttir, Sigurður Loftur Thorlacius, Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir og Jóhanna Steina Matthíasdóttir