Guest User Guest User

Framlengdur frestur fyrir umsóknir í stjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna

LÍS auglýsa eftir áhugasömum einstaklingi til þess að sitja sem fulltrúi í stjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna.

LÍS auglýsa eftir áhugasömum einstaklingi til þess að sitja sem fulltrúi í stjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna.

NSN_logo.png

Markmið sjóðsins er að gefa háskólum, rannsóknastofnunum og fyrirtækjum tækifæri til að ráða námsmenn í grunn- og meistaranámi við háskóla til sumarvinnu við metnaðarfull og krefjandi rannsóknarverkefni. Frá stofnun 1992 hefur sjóðurinn unnið sér nafn og gott orð fyrir vinnu mörg hundruð námsmanna og verkefna sem þeir hafa leyst af hendi fyrir tilstyrk sjóðsins.

Sótt er um með því að senda umsókn á lis@studentar.is. Umsóknarfrestur hefur verið lengdur og rennur út þann 6. febrúar kl. 17:00.

Umsókn skal innihalda helstu upplýsingar, m.a.: 

  • Ferilskrá.

  • Stutt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar 

Hæfniskröfur eru eftirfarandi:

a) Að umsækjandi sé í háskólanámi eða að ekki sé meira en ár liðið frá því að umsækjandi var háskólanemi.

b) Að umsækjandi hafi reynslu af nýsköpun, praktíska reynslu eða akademíska.

Æskilegt er að umsækjandi:

e) Hafi reynslu og ánægju af því að vinna í hóp.

f) Sýni mikinn áhuga á starfi stjórnar og að það endurspeglist í kynningarbréfi.

Skipunartími núverandi stjórnar rennur út þann 1. mars næstkomandi og er hún skipuð til þriggja ára. LÍS munu tilnefna tvo einstaklinga, hvorn af sínu kyni. Mennta- og menningarmálaráðherra skipar í stjórnina og velur úr tilnefningum svo kynjaskipting sé sem jöfnust.   

Lesa má nánar um störf nefndarinnar hér á heimasíðu Rannís. Nánari upplýsingar veitir Ragnhildur Þrastardóttir, varaforseti LÍS á ragnhildur@studentar.is. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum verður svarað.

Read More
Guest User Guest User

Opið fyrir framboð í framkvæmdastjórn // Open for applications for the Executive Committee

Opið er fyrir framboð til embætta framkvæmdastjórnar LÍS fyrir starfsárið 2020-2021. Framboð skulu berast á kjorstjorn@studentar.is fyrir kl 23:59 þann 21. febrúar n.k.. Framboðum skulu fylgja kynningarbréf og ferilskrá frambjóðenda. Kosningar til framkvæmdastjórnar eiga sér stað á landsþingi LÍS í Háskólanum á Akureyri helgina 6.-8. mars.

1.png

—English below—

Opið er fyrir framboð til embætta framkvæmdastjórnar LÍS fyrir starfsárið 2020-2021. Framboð skulu berast á kjorstjorn@studentar.is fyrir kl 23:59 þann 21. febrúar n.k.. Framboðum skulu fylgja kynningarbréf og ferilskrá frambjóðenda. Kosningar til framkvæmdastjórnar eiga sér stað á landsþingi LÍS í Háskólanum á Akureyri helgina 6.-8. mars.

Lýsing á framkvæmdastjórn og embættum úr lögum LÍS:

18.gr. Skipun framkvæmdastjórnar

Í framkvæmdastjórn sitja forseti, varaforseti, ritari, fjáröflunarstjóri, alþjóðafulltrúi, gæðastjóri, markaðsstjóri og jafnréttisfulltrúi sem kosnir eru í embætti á landsþingi, sbr. 49. gr. Framkvæmdastjórn sækir umboð sitt til fulltrúaráðs.

19.gr. Hlutverk og skyldur framkvæmdastjórnar

Framkvæmdastjórn stjórnar daglegu starfi samtakanna í samræmi við lög þessi, stefnur og samþykktir samtakanna. Þá tekur framkvæmdastjórn að sér önnur tilfallandi verkefni er lúta að hagsmunum stúdenta.

20.gr. Skyldur og réttindi fulltrúa

Fulltrúar í framkvæmdastjórn bera ábyrgð á miðlun upplýsinga til fulltrúaráðs. Við atkvæðagreiðslu á fundum framkvæmdastjórnar hefur hver fulltrúi eitt atkvæði og ræður einfaldur meirihluti atkvæða.

Fulltrúar hafa rétt til setu, málfrelsi og tillögurétt á fundum fulltrúaráðs og landsþingi.

21. gr. Forseti LÍS

Forseti LÍS er forseti framkvæmdastjórnar og fulltrúaráðs LÍS og er yfir landsþingsnefnd.

Hlutverk forseta er að:

Forseti ber ábyrgð á að boða framkvæmdastjórnar- og fulltrúaráðsfundi, leggja fram dagskrá og stýra fundum. Forseti kemur fram fyrir hönd félagsins og er málsvari þess á opinberum vettvangi. Hann er ábyrgur fyrir miðlun upplýsinga til fulltrúaráðs og framkvæmdastjórnar um alla starfsemi LÍS. Forseti skal gæta jafnt að hagsmunum allra aðildarfélaga og gæta hlutleysis í hvívetna. Þá hefur forseti jafnframt umsjón með sameiginlegum gögnum samtakanna – að á þeim sé gott skipulag og hægt að finna öll þau gögn er samtökin varða.

Forseti hefur ekki atkvæðisrétt á fundum fulltrúaráðs nema að atkvæði falla að jöfnu.

22. gr. Alþjóðafulltrúi

Alþjóðafulltúi hefur umsjón með alþjóðastarfi, samskiptum við stúdentasamtök annarra landa og regnhlífasamtök stúdenta í Evrópu og víðar. Alþjóðafulltrúi velur  fulltrúa sem eru í forsvari fyrir samtökin erlendis í samráði við forseta og er ábyrgur fyrir starfi þeirra á alþjóðlegum fundum og ráðstefnum. Alþjóðafulltrúi skal upplýsa fulltrúaráð og framkvæmdastjórn um alþjóðastarf samtakanna. Alþjóðafulltrúi skal  gæta þess að alþjóðastefnu samtakanna sé fylgt. Alþjóðafulltrúi er yfir alþjóðanefnd.

23. gr. Gæðastjóri

Gæðastjóri ber ábyrgð á því að þekking innan samtakanna á gæðamálum sé fullnægjandi. Þá er hlutverk gæðastjóra að efla þekkingu og áhuga hins almenna háskólanema á gæðamálum. Gæðastjóri er tengiliður Gæðaráðs íslenskra háskóla við samtökin. Gæðastjóri skal gæta þess að gæðastefnu samtakanna sé fylgt. Gæðastjóri er yfir gæðanefnd.

24. gr. Varaforseti

Varaforseti skal sinna forsæti í fjarveru forseta. Varaforseti skal aðstoða forseta við gerð fundardagskrár. Varaforseti hefur yfirumsjón með lagabreytingum samtakanna og fer fyrir lagabreytingarnefnd. Lagabreytinganefnd skal endurskoða lög samtakanna ár hvert. Varaforseti ber ábyrgð á samskiptum við aðildarfélög og vinnu á milli LÍS og aðildarfélaganna sem snýr að uppbyggingu innra starfs samtakanna sem og aðildarfélaganna, sé þess óskað af þeim.  

25. gr. Fjáröflunarstjóri

Fjáröflunarstjóri er ábyrgur fyrir fjáröflun og hefur umsjón með gerð styrktar- og viðskiptasamninga. Fjáröflunarstjóri sér um skipulagningu, fjarmögnun og framkvæmd viðburða sem haldnir eru á vegum samtakanna. Fjáröflunarstjóri er yfir fjármálanefnd.

26. gr. Ritari

Ritari skal skrá fundargerðir fyrir hvern framkvæmdastjórnarfund, á vinnudögum og vinnuþingum stjórnar. Ritari skal halda utan um mætingu stjórnarmanna á fundi og ber ábyrgð á varðveislu og vistun fundargagna samtakanna. Ritari skal hafa umsjón með útgefnu efni samtakanna.

27. gr. Markaðsstjóri

Markaðsstjóri sér um að koma samtökunum á framfæri og skal semja markaðsáætlun í upphafi starfsárs. Markaðsstjóri skal vekja athygli á LÍS í samfélaginu, þá sérstaklega meðal framhalds- og háskólanema. Markaðsstjóri er yfir markaðsnefnd.

28. gr. Jafnréttisfulltrúi

Jafnréttisfulltrúi skal gæta þess að jafnrétti ríki innan samtakanna. Hann skal leitast við að tryggja öllum stúdentum jafnan rétt, jafna stöðu og leggja ríka áherslu á að allir samfélagsþegnar búi við jafnrétti til náms. Jafnréttisfulltrúi skal sjá til þess að jafnréttisstefnu samtakanna sé fylgt. Jafnréttisfulltrúi er yfir jafnréttisnefnd.

Nánari upplýsingar veitir Sigrún Jónsdóttir, forseti LÍS á sigrun@studentar.is.


2.png

LÍS has opened for applications for the positions of the Executive Committee for the year 2020-2021. Applications must be submitted to kjorstjorn@studentar.is before 11:59 pm on February 21st. Each application should contain a letter of introduction and CV. Elections will take place at the General Assembly of LÍS at the University of Akureyri on the 6th-8th of March. A description of the Executive Board and its members can be found here below:

Article 18 - Appointment of the Executive Committee

The Executive Committee consists of a: President, Vice-President, Secretary, Funding Officer, International Officer, Quality Assurance Officer, Marketing Officer and Equal Rights Officer. They are all elected at the National Assembly, cf. Article 49. The Union seeks its mandate to the Board of Representatives. The names of the Executive Commission in English are: President, Vice-President, Secretary, Funding Officer, International Officer, Quality Assurance Officer, Marketing Officer and Equal Rights Officer.

Article 19 - The role and duties of the Executive Committee

The Executive Committee manages the daily activities of LÍS in accordance with it’s laws, the policies and the resolutions of the association. In addition, the Executive Committee undertakes other tasks that might arrise in connection to students interests.

Article 20 - Duties and Rights of the Executive Committee

Members of the EC are responsible for disseminating information to the Board of Representatives. Each member of the EC has one vote and a simple majority of votes is needed to approve proposals. Members of the Union have the right to sit, speak and vote at meetings of the Board of Representatives and at the National Assembly.

Article 21 - The President of LÍS

The President of the LÍS is also the President of the EC and the BR. He is also the head of the National Assembly committee.

The President is responsible for convening meetings of both the EC and the BR, submitting agendas and chairing meetings. The President acts on behalf of the association both inside LÍS and on the public venue. The President is responsible for disseminating information to the BR and the EC regarding all activities of LÍS. The President shall take care of the interests of all members of LÍS and shall be impartial in all respects. The President also oversees the collective data of the association - that they are organized and can easily be found.

The President does not have the right to vote at meetings of the BR unless the votes are equal.

Article 22 - International Officer

The International Officer oversees the international activities of LÍS, relations with student organizations of other countries and umbrella organizations of students in Europe and elsewhere. The International Officer chooses representatives which represent LÍS overases in consultation with the President. The International Officer is responsible for the  work of these representatives at international meetings and conferences. The International Officer shall inform the BR and the EC of the international activities of LÍS. The International Officer shall ensure that the international policy of the association is fulfilled. The International Officer is the supervisor of the International Committee.

Article 23 - Quality Assurance Officer

The Quality Assurance Officer is responsible for ensuring that knowledge of Quality considerations is adequate within LÍS. The role of the Quality Assurance Officer is also to promote the knowledge and interest of the general university student on quality issues. The Quality Assurance Officer is the contact of the Quality Council of Icelandic universities to LÍS. The Quality Assurance Officer shall ensure that the quality policy of the association is followed. The Quality Assurance Officer is the supervisor of the Quality Committee.

Article 24 - Vice-President

The Vice-President shall stand in for the President in his absence. The Vice-President shall assist the President in making agendas for meetings. The Vice-President oversees the legislative amendments of the association and is responsible for the Legislative Committee. The committee shall review the law of the association each year. The Vice-President is responsible for relations with the local unions and work between LÍS and the local unions on the structure of the internal work of the association as well as the local unions, upon request.

Article 25 - Funding Officer

The Funding Officer is responsible for fundraising and oversees the preparation of sponsorship and trade agreements. The Funding Officer is responsible for the organization, funding and implementation of events organized by LÍS. The Funding Officer is in charge of the Finance Committee.

Article 26 - Secretary

The secretary shall record minutes for each EC meeting, at workshops and Board Meetings. The secretary shall oversee the attendance of members of the board at each meeting and shall be responsible for the preservation and storage of the meeting documentation. The secretary shall supervise the published content of the association.

Article 27 - Marketing Officer

The Marketing Officer is responsible for promoting the organization and shall draw up a marketing plan at the beginning of the operating year. The Marketing Officer should draw attention to LÍS in the community, especially among college and university students. The Marketing Officer supervises the Marketing Committee.

Article 28 - Equal Rights Officer

The Equal Rights Officer shall ensure that equality prevails within LÍS. He shall endeavor to ensure equal rights for all students, equal status and shall have a strong emphasis on ensuring that all members of the community have equal opportunities in education. The Equal Rights Officer representative shall ensure that LÍS's equality policy is adhered to. The Equality Rights Officer supervises the Equality Committee.

Contact Sigrún Jónsdóttir, President of LÍS, for further information at sigrun@studentar.is.

Read More
Guest User Guest User

Umsóknir í áheyrnarfulltrúa Gæðaráðs//Applications for student observer of the Quality Board

Landssamtök Íslenskra stúdenta (LÍS) leita að einstaklingi í stöðu áheyrnarfulltrúa stúdenta í Gæðaráð Íslenskra Háskóla.

—English below—

Landssamtök Íslenskra stúdenta (LÍS) leita að einstaklingi í stöðu áheyrnarfulltrúa stúdenta í Gæðaráð Íslenskra Háskóla. Gæðaráðið ber ábyrgð á framkvæmd og yfirsýn á rammaáætlun um eflingu gæða á sviði æðri menntunar á íslandi (QEF). Markmið QEF er að efla gæði kennslu og rannsókna í íslenskum háskólum.

Gæðaráð samanstendur af gæðasérfræðingum en LÍS hefur þar tvo fulltrúa, einn stjórnarmeðlim og einn áheyrnarfulltrúa. Hlutverk áheyrnarfulltrúa er að aðstoða erlenda stúdentafulltrúann og tryggja samskipti á milli þeirra og LÍS.

Almennar upplýsingar:

  • Frestur til að sækja um stöðuna er til og með 30 janúar 2020.

  • Athuga skal að staðan er ólaunuð en er hinsvegar ómetanleg starfsreynsla.

  • Áheyrnarfulltrúinn sinnir hlutverkinu frá upphafi mars 2020 til mars 2022.

  • LÍS mun taka viðtöl við umsækjendur og að lokum tilnefna áheyrnarfulltrúa.

  • Allir fundir Gæðaráðs og skjöl verða á ensku.

  • Skyldufundir verða haldnir að minnsta kosti fjórum sinnum á ári og stendur hver fundur í um tvo heila daga.

  • Fundir fara fram á Íslandi en mögulega verða gerðar undantekningar á því.

  • Núverandi stjórnarformaður er Andrée Sursock.

  • Áheyrnarfulltrúi og aðalfulltrúi skulu funda með LÍS fyrir og/eða eftir skyldufundi Gæðaráðs.

Hæfniskröfur:

  • Umsækjandi þarf að vera innritaður í háskóla eða hafa verið í háskólanámi á síðast liðnum tveimur árum.

  • Kostur er að umsækjandi hafi reynslu í hagsmunabaráttu stúdenta, gæðamálum eða sambærilegu starfi

  • Hafa skilning á uppbyggingu háskólakerfisins.

  • Góð enskukunnátta.

  • Góð færni í mannlegum samskiptum og vinnur vel í hóp.

  • Sveigjanleiki til að tryggja mætingu á fundi.

Áhugasamir geta sótt um með því að senda umsókn á lis@studentar.is.

Með umsókninni skal fylgja:

  • Kynningarbréf.

  • Ferilskrá, þar sem öll reynsla tengd stöðunni er upptalin.

The National Union of Icelandic students (LÍS) is looking for applicants to fill the position of a student observer in the Icelandic Quality Board for higher education. The Quality Board is responsible for the implementation and overview of the Quality Enhancement Framework (QEF) for Higher Education in Iceland. The purpose of the QEF is to secure the standards of degrees and awards in Icelandic higher education institutions, and systematically enhance both the students’ learning experience and the management of research efforts at the universities.

The Quality Board consists of a group of Quality Assurance experts of which LÍS has two members, one student with full membership and one observer student member. The role of the student observer member is to aid the full student representative and ensure communication between them and LÍS.

Practicalities:

  • Deadline to apply for the position is the 30th of January 2020.

  • Please be aware that this position is unpaid but it is an invaluable experience.

  • This is a 2-year position, starting in the beginning of March 2020 and ending in March 2022. 

  • LÍS will interview possible candidates and eventually nominate a candidate to represent students.

  • All meetings of the Quality Board and documentation will be conducted in English.

  • Mandatory meetings will be held at least four times a year and each meeting will take about two days.

  • Meetings will take place in Iceland, with possible exceptions.

  • The current chair of the Board is Andrée Sursock.

  • During mandatory meetings in Iceland with the Quality Board, LÍS expects the student representative to attend a mandatory meeting with LÍS during the visit.

Application criteria:

  • Have been registered at a University for at least 2 years.

  • It is an advantage to have some experience in student interest work, quality assurance or other similar duties.

  • Have an understanding of the structure of the Higher Education system in Iceland

  • Above-average English speaking skills

  • Excellent communication and social skills and works well in a group.

  • A flexible schedule to be able to attend mandatory meetings.

Those interested can apply by sending an application to lis@studentar.is.

The application must contain:

  • Motivation letter.

  • CV, where any experience relevant to the position is listed.

Read More
Kolbrún Lára Kjartansdóttir Kolbrún Lára Kjartansdóttir

BM77 á Möltu

Þrír fulltrúar LÍS fóru á dögunum á þingfund Evrópsku stúdenta samtakanna, það er European Student Union Board Meeting, eða ESU BM77 á Möltu. Af viku langri ferð fóru fyrsti og síðasti dagurinn í ferðalag til og frá fundarstaðnum, þess á milli tveir dagar í fræðslu og þrír í sameiginlegan þingfund.

Þrír fulltrúar LÍS fóru á dögunum á þingfund Evrópsku stúdenta samtakanna, það er European Student Union Board Meeting, eða ESU BM77 á Möltu. Af viku langri ferð fóru fyrsti og síðasti dagurinn í ferðalag til og frá fundarstaðnum, þess á milli tveir dagar í fræðslu og þrír í sameiginlegan þingfund.

Viðburðurinn átti sér stað í skugga mikillar ólgu í maltnesku samfélagi en sú ólga hafði áhrif á störf þingsins. Stúdentar á Möltu taka virkan þátt í mótmælaaðgerðum gegn stjórnvöldum í þeirri trú að háskólar, og sér í lagi stúdentar, verði að standa vörð um sín gildi og láta í sér heyra þegar frelsi og lýðræði er ógnað.

Á BM koma fulltrúar landssamtaka stúdenta frá allri Evrópu saman til þess að deila reynslu sinni af hagsmunabaráttu. Sömuleiðis er þingið vettvangur fyrir fulltrúana til þess að sammælast um sameiginleg baráttumál og gildi. Dagana fyrir þingfundinn fræddu landssamtökin hvort annað um hin ýmsu framtök á vegum stúdenta sem snúa að aðgengi, sjálfbærni og mannréttindum. Á þinginu sjálfu settu aðildarfélögin og ESU sín gildi í orð í formi laga, stefna og yfirlýsinga.

Lagabreytingar sem teknar voru fyrir, og sumar samþykktar, sneru flestar að því að gera lögin skýrari og skilvirkari. Tvær mikilvægar stefnur voru endurskoðaðar, endurbættar og að lokum samþykktar. Þar var annars vegar um að ræða stefnu um mannréttindi og samstöðu (e. human rights and solidarity) og hins vegar stefnu um félagslega vídd í gæðamálum (e. social dimension policy). Fjöldi yfirlýsinga voru skrifaðar og þær samþykktar. Þar má helst nefna yfirlýsingu um loftslagsvána og þátt háskólasamfélagsins í að sporna við hlýnun jarðar. 

79659149_1010800289278930_3915167108996005888_n.jpg

Baráttumál stúdenta eru víðtæk og finnast þau hvarvetna í samfélaginu kjarninn í baráttunni snýst um gæði náms á háskólastigi, þar með talið aðgengi að námi. Ein af þeim yfirlýsingum sem tekin var fyrir á þinginu fól í sér kröfur stúdenta um framtíð Bologna-ferlisins, sem tryggja á gæði háskólanáms í Evrópu. Brýnt er að kerfið  taki mið af sjónarmiðum stúdenta ef það á raunverulega að hafa tilætluð áhrif. 

ESU berast reglulega umsóknir um aðild, en á þessu þingi sóttu tvö félög um inngöngu. Eitt þeirra, GSOA frá Georgíu, var samþykkt einróma en hinu, LINK frá Ítalíu, var hafnað. Fulltrúar LÍS hafa hins vegar fulla trú á LINK og hafa efnt til samstarfs með þeim. LINK fengu ekki inngöngu á grundvelli tilraunakennds kosningakerfis innan samtakanna og þess að önnur ítölsk samtök eru í ESU. Það þótti fulltrúum LÍS miður enda kosningakerfi LINK áhugaverð leið að lýðræði sem ESU gæti mögulega dregið lærdóm af. LINK standa fyrir stóran hluta ítalskra stúdenta og voru mörg aðildarfélög innan ESU ósátt með framgang annarra aðildarfélaga í garð LINK. Því ákváðu fulltrúar LÍS ásamt fulltrúum landssamtaka írskra stúdenta að samþykkja að vinna með LINK að því að sækja á ný um kandídátsaðild að ESU síðar meir. 

IMG_0389.JPG

Þinginu lauk með því að þingfulltrúar samþykktu yfirlýsingu frá KSU, landssamtaka stúdenta á Möltu, einróma. Yfirlýsingin sneri að ólíðandi framkomu stjórnvalda á Möltu í garð þegna sinna og bar í sér kröfu um tafarlausa afsögn forsætisráðherra Möltu á þeim grundvelli.

Þingfulltrúar LÍS. Frá vinstri til hægri: Jóhanna Ásgeirsdóttir, Ragnhildur Þrastardóttir og Sylvía Lind Jóhannesdóttir

Þingfulltrúar LÍS. Frá vinstri til hægri: Jóhanna Ásgeirsdóttir, Ragnhildur Þrastardóttir og Sylvía Lind Jóhannesdóttir

Read More
Kolbrún Lára Kjartansdóttir Kolbrún Lára Kjartansdóttir

The first application café // Fyrsta umsóknarkaffihúsið

Student Refugees Iceland held their first application cafe at the Nordic House last week. Quite a few people came through to receive information and advice (as well as free coffee!) from volunteers about the university system in Iceland: where, how and when to apply to study….

------------ Íslensk útgáfa neðar ------------

77252566_3086269431597510_5517984603907817472_n.jpg

Student Refugees Iceland held their first application cafe at the Nordic House last week. Quite a few people came through to receive information and advice (as well as free coffee!) from volunteers about the university system in Iceland: where, how and when to apply to study. The next application cafe will be on December 18th, same time and location, see facebook event here. Learn more about higher education in Iceland, and the project itself, at www.studentrefugees.is.

--------------- Íslenska ---------------

Í vikunni hélt Student Refugees Iceland sitt fyrsta umsóknarkaffihús í Norræna Húsinu. Þónokkrir gestir komu og þáðu  (ásamt ókeypis kaffi!) upplýsingar og ráð um háskólakerfið á Íslandi: hvar, hvernig og hvenær sé hægt að sækja um nám. Næsta umsóknarkaffihús verður 18. desember, á sama tíma og stað, sjá má Facebook viðburðinn hér. Kynnið ykkur æðri menntun á Ísalndi, og verkefnið sjálft, á www.studentrefugees.is

74392051_954421268272475_4352375795973357568_n.jpg
Read More