Opnunarávarp forseta LÍS á landsþingi 2020
Sigrún Jónsdóttir, forseti LÍS, flutti eftirfarandi ávarp á landsþingi LÍS 2020 sem haldið er 6. - 8. mars á Akureyri.
…
Sigrún Jónsdóttir, forseti LÍS, flutti eftirfarandi ávarp á landsþingi LÍS 2020 sem haldið er 6. - 8. mars á Akureyri.
Kæru þingfulltrúar, framkvæmdastjórn, rektor og aðrir góðir gestir,
Það er mér sönn ánægja að standa hérna frammi fyrir ykkur í dag og opna sjöunda landsþing samtakanna. Ég vil byrja á að þakka ykkur innilega fyrir að hafa komið saman hér í dag. Það er ekki sjálfsagður hlutur að taka tíma frá námi, og oft og tíðum starfi og fjölskyldu, til þess að taka þátt í hagsmunagæslu stúdenta. Þeirri vinnu er að miklu leyti sinnt af einstaklingum í sjálfboðaliðastarfi en það er óeigingjarnt starf sem má ekki taka sem gefnu. Takk fyrir það.
Fyrrum forseti LÍS hefur áður líkt vexti samtakanna við æviskeið mannsins. Frá fæðingu þeirra 3. nóvember 2013 hafa þau vaxið hratt og dafnað. Við fjögurra ára aldur minntu þau strax á ungling sem lá mikið á að fullorðnast. Nú á sjötta aldursári hafa samtökin skotið rótum, keypt sér íbúð og eru komin langt á leið með draumanámið. Þau ætla að sigra heiminn, eitt skref í einu. Það mætti segja að lífið leiki við þau, enda eru þau ekki enn byrjuð að greiða niður af námslánum.
Fyrir ári síðan bjóst ég ekki við því að standa hér í dag en það hefur verið sannur heiður að hafa fengið að leiða samtökin síðastliðnu mánuði. LÍS hafa vaxið á ógnarhraða, í veldisfalli, og það hefur verið ævintýri að taka þátt í þeirri þróun.
Það ríkir alltaf mikil tilhlökkun fyrir landsþingi LÍS enda gefst hér tækifæri til þess að bæði líta yfir farinn veg og horfa fram á við. Þetta hefur verið viðburðaríkt ár og höfum við tekist á við ýmsar áskoranir, sumar stærri en aðrar, og tekist vel til. Þó er enn mikil vinna fyrir höndum. Það hefur ýmislegt sprottið upp á starfsárinu sem við sem verðir hagsmuna stúdenta hér á landi verðum að vera á varðbergi fyrir. Frumvarp um Menntasjóð námsmanna hefur skiljanlega tekið mikið pláss í umræðunni og komum við til með að gera skil á því í hér um helgina en einnig hafa mikilvæg mál eins og höfnun umsækjenda í starfsnám í lögreglufræði og falin skólagjöld komið við sögu. Einnig er mikilvægt að nefna gerð menntastefnu og endurskoðun á fjárveitingu háskólanna sem eru risavaxin mál sem LÍS hafa lengi kallað eftir. Það er fagnaðarefni að vinna sé hafin að menntastefnu, þó að samráð við stúdenta og aðra aðila innan háskólakerfisins hefði mátt vera töluvert betra. Þessi mikilvægu mál munu áfram krefjast sterkrar sameinaðarar raddar stúdenta. Það er því mikilvægt að við nýtum þá rödd sem við höfum til þess að krefjast bættra kjara fyrir stúdenta og þar með skapa hagstæðra umhverfi fyrir stúdenta í námi í dag og framtíðar kynslóðir. Landsþing er stærsti samráðsvettvangur stúdenta á Íslandi og hefur ykkar þátttaka hér mótandi áhrif á samtökin og hvernig þau munu takast á við áskoranir framtíðarinnar. Það er einstaklega mikilvægt fyrir samtök sem eru í forsvari fyrir um 21 þúsund stúdenta að hafa sterka stefnu í velferðarmálum og hlakka ég til þeirra umræðna sem munu skapast yfir helgina. Skiptumst á skoðunum, rökræðum og lítum á umræðuefnin frá öllum mögulegum sjónarhornum, því þannig verðum við færari í okkar hagsmunagæslu.
Frambjóðendur til framkvæmdastjórnar LÍS
Frambjóðandi til forseta
Jóhanna Ásgeirsdóttir
Jóhanna Ásgeirsdóttir er núverandi alþjóðafulltrúi LÍS, en sinnti þar áður hlutverki fulltrúa Listaháskóla Íslands í fulltrúaráði. Hún sat einnig í Nemendaráði LHÍ og í stjórn Meistarafélagsins Jakobs, félag meistaranema við LHÍ. Hún lauk MA í listkennslu frá LHÍ hautið 2019, og þar áður BFA gráðu í myndlist frá New York University. Í starfi sínu sem alþjóðafulltrúi hefur hún séð um samskipti LÍS við stúdentafélög erlendis, kynnt alþjóðastefnu samtakanna innanlands og stýrt verkefninu Student Refugees ásamt jafningjafulltrúa. Fyrir utan félagsstörf vinnur Jóhanna sem myndlistamaður og kennari í ýmsum verkefnum sem tengja umhverfismál og vísindi saman við list.
Frambjóðendur til alþjóðafulltrúa
Derek T. Allen
Derek T. Allen er meistaranemi við Háskóla Íslands. Undanfarin tvö ár hefur hann barið fyrir jafnt aðgengi erlendra nema að námi á ýmsum hætti. Innan HÍ hefur hann verið virkur baráttumaður í því að tryggja réttindi erlendra nema að fjárhagslegri aðstoð og einnig að gögnum í ensku. Sem erlendur nemi hér á landi hefur hann mjög sérstakt sjónarhorn sem innblásir starfseminni hans í hagsmunabaráttu stúdenta. Hann langar gjarnan að erlendir nemar, hvar sem þeir eru í heimi, þurfi ekki að verða fyrir þær sömu hindranir sem hann og aðrir nemar hafa orðið fyrir.
Sylvía Lind J. Birkiland
Sylvía Lind heiti ég og býð mig fram sem alþjóðafulltrúa LÍS fyrir starfsárið 2020-2021.
Undanfarið starfsár hef ég setið í fulltrúaráði LÍS fyrir hönd NLHÍ og hef þannig orðið þess aðnjótandi að fá að kynnast of taka þátt í þeirri mögnuðu starfsemi sem samtökin standa að. Mín persónulega reynsla af réttindabaráttu stúdenta hafði þar til verið heldur sérstök og einkennst mikið af uppbyggingu starfsins innan Listaháskólans. Annað sem kenndi mér eitt mest á mínum námsferli var að stunda skiptinám þar sem ég kynntist nemendum víða úr Evrópu og fékk innsýn inn í persónulega reynslu annarra af námi. Síðastliðinn desember fékk ég svo tækifæri til þess að fylgja núverandi alþjóðafulltrúa á Evrópuþing stúdenta en síðan þá ekki getað tekið hug minn af því spennandi og ótrúlega mikilvæga starfi sem alþjóðafulltrúa sinnir í samvinnu við aðra fulltrúa LÍS og vonast ég til þess að fá tækifæri til að halda því flotta starfi áfram!
Frambjóðandi til markaðsstjóra
Guðbjartur Karl Reynisson
Guðbjartur heiti ég og býð mig fram í embætti markaðsstjóra. Ég hef verið sitjandi markaðsstjóri LÍS síðan í byrjun október síðastliðinn og langar gjarnan að halda því starfi áfram. Með því myndi ég fá tækifæri til að fylgja eftir þeim verkefnum sem í gangi eru ásamt því að nýta reynsluna við að leysa úr nýjum.
Ég er:
með meistaragráðu í markaðsfræðum frá Háskólanum í Reykjavík og var í starfsnámi hjá auglýsingastofunni Pipar\TBWA. Í mínu námi fékk ég þekkingu og verkfæri sem nýtast vel í starfi markaðsstjóra LÍS.
stjórnmálafræðingur frá Háskóla Íslands. Sú menntun hefur nýst mér vel í félagastarfinu.
tónlistar- og kvikmyndaspekúlant og hef almennt mikinn áhuga á öllu sem tengist skapandi hugsun.
Frambjóðendur til ritara
Kolbrún Lára Kjartansdóttir
Ég heiti Kolbrún Lára Kjartansdóttir og er að bjóða mig fram í hlutverk ritara. Ég er 24 ára mastersnemi í leikskólakennarafræðum og áætluð útskrift er júní 2021. Ég hef verið virk í Stúdentaráði Háskóla Íslands síðan 2017 og ásamt setu í stúdentaráði hef ég verið meðlimur í félagslífs- og menningarnefnd SHÍ, fulltrúi stúdenta í stjórn Menntavísindasviðs og í fastanefnd um meistaranám. Ég er mikill talsmaður fyrir réttindum og hagsmunum stúdenta og hef hlotið víðtæka reynslu í gegnum setu í stúdentaráði og nefndum innan háskólans sem og utan. Ég hef séð hvað rödd stúdenta skiptir miklu máli og vil halda áfram í hagsmunabaráttu stúdenta innan LÍS.
Þuríður Sóley Sigurðardóttir
Ég heiti Þuríður Sóley Sigurðardóttir og er að sækja um starf ritara fyrir LÍS á næsta ári. Síðastliðið vor lauk ég BA gráðu í ensku með ritlist sem aukagrein og stunda núna MA nám í ritlist við Háskóla Íslands. Síðastliðna mánuði hef ég síðan starfað sem ritari hjá markaðsnefnd LÍS og það væri því gaman að spreyta sig í því starfi við framkvæmdarstjórn LÍS og auka þannig hæfni mína og getu á því sviði.
Brotin loforð og óskiljanleg viðmið
Enn er það skýlaus krafa stúdenta að grunnframfærsla sem Lánasjóður íslenskra námsmanna, LÍN, miði við sé að minnsta kosti 100% af grunnviðmiði neysluviðmiða velferðarráðuneytisins. Enn er einungis miðað við 96% og því virðist námslánum ekki vera ætlað að mæta grunnþörfum stúdenta.
Enn er það skýlaus krafa stúdenta að grunnframfærsla sem Lánasjóður íslenskra námsmanna, LÍN, miði við sé að minnsta kosti 100% af grunnviðmiði neysluviðmiða velferðarráðuneytisins. Enn er einungis miðað við 96% og því virðist námslánum ekki vera ætlað að mæta grunnþörfum stúdenta.
Þessi krafa, ásamt öðrum, var einróma samþykkt á fundi fulltrúaráðs Landssamtaka íslenskra stúdenta, LÍS, síðastliðinn þriðjudag. Hún er hluti af kröfulista sem LÍS setja fram vegna úthlutunarreglna LÍN. Tekið skal fram að samtökin standa fyrir 21.000 stúdenta hérlendis sem og íslenska stúdenta á erlendum vettvangi.
LÍS vill sömuleiðis benda á að enn bólar ekkert á starfshópi um endurskoðun á húsnæðisgrunni stúdenta sem þeim var lofaður í fyrra. Þegar framfærsla stúdenta er ákveðin með tilliti til húsnæðiskostnaðar líta úthlutunarreglur LÍN til leigukjara sem bjóðast nánast einungis í stúdentaíbúðum. Það skýtur skökku við þar sem einungis 10% stúdenta búa í slíkum íbúðum. Í úthlutunarreglum verður að miða við raunverulegar aðstæður stúdenta og það er hvorki gert hvað varðar áðurnefnda grunnframfærslu né lán vegna húsnæðis.
LÍS krefjast þess einnig áfram að skerðingarhlutfall framfærslulána, þegar árstekjur fara umfram frítekjumark, lækki úr 45%, niður í 35% eins og það var áður en því var breytt árið 2014. Einnig vilja LÍS að eftir námshlé megi stúdentar sækja um fimmföldun frítekjumarks eins og áður var, í stað þreföldunar eins og nú er.
Áherslur stúdenta eru fleiri og skora samtökin á stjórn LÍN og menntamálaráðherra að endurskoða úthlutunarreglurnar fyrir árið 2020-2021 með tilliti til þeirra.
English translation to LÍS’s policies
LÍS’s policies are now available in English on our website. The Union is very grateful to Derek T. Allen for all the hard work he has put in translating the policies on Internationalization and Equal Eights in Icelandic Universities…
LÍS’s policies are now available in English on our website. The Union is very grateful to Derek T. Allen for all the hard work he has put in translating the policies on Internationalization and Equal Eights in Icelandic Universities.
Link to LÍS’s policies in English below:
The National Union for Icelandic Students’ Policy Regarding Equal Rights in Icelandic Universities
—— Íslenska ——
Stefnur LÍS á ensku eru nú aðgengilegar á vefsíðunni. LÍS eru Derek T. Allen innilega þakklát fyrir þá vinnu sem hann hefur lagt í að þýða stefnur um alþjóðavæðingu og jafnréttismál í íslensku háskólasamfélagi.
Enskar þýðingar af stefnunum má nálgast hér:
The National Union for Icelandic Students’ Policy Regarding Equal Rights in Icelandic Universities
Framlengdur frestur fyrir umsóknir í stjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna
LÍS auglýsa eftir áhugasömum einstaklingi til þess að sitja sem fulltrúi í stjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna.
LÍS auglýsa eftir áhugasömum einstaklingi til þess að sitja sem fulltrúi í stjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna.
Markmið sjóðsins er að gefa háskólum, rannsóknastofnunum og fyrirtækjum tækifæri til að ráða námsmenn í grunn- og meistaranámi við háskóla til sumarvinnu við metnaðarfull og krefjandi rannsóknarverkefni. Frá stofnun 1992 hefur sjóðurinn unnið sér nafn og gott orð fyrir vinnu mörg hundruð námsmanna og verkefna sem þeir hafa leyst af hendi fyrir tilstyrk sjóðsins.
Sótt er um með því að senda umsókn á lis@studentar.is. Umsóknarfrestur hefur verið lengdur og rennur út þann 6. febrúar kl. 17:00.
Umsókn skal innihalda helstu upplýsingar, m.a.:
Ferilskrá.
Stutt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar
Hæfniskröfur eru eftirfarandi:
a) Að umsækjandi sé í háskólanámi eða að ekki sé meira en ár liðið frá því að umsækjandi var háskólanemi.
b) Að umsækjandi hafi reynslu af nýsköpun, praktíska reynslu eða akademíska.
Æskilegt er að umsækjandi:
e) Hafi reynslu og ánægju af því að vinna í hóp.
f) Sýni mikinn áhuga á starfi stjórnar og að það endurspeglist í kynningarbréfi.
Skipunartími núverandi stjórnar rennur út þann 1. mars næstkomandi og er hún skipuð til þriggja ára. LÍS munu tilnefna tvo einstaklinga, hvorn af sínu kyni. Mennta- og menningarmálaráðherra skipar í stjórnina og velur úr tilnefningum svo kynjaskipting sé sem jöfnust.
Lesa má nánar um störf nefndarinnar hér á heimasíðu Rannís. Nánari upplýsingar veitir Ragnhildur Þrastardóttir, varaforseti LÍS á ragnhildur@studentar.is. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum verður svarað.