Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Stúdentar fá atvinnuleysistryggingar // Students get unemployment benefits

Stúdentar eru nú teknir með í reikninginn í aðgerðum ríkisstjórnarinnar sem miða að því að lágmarka áhrif COVID-19 á hagkerfið. Stúdentar munu því tímabundið eiga rétt á atvinnuleysistryggingum vegna skerts starfshlutfalls eins og aðrir samfélagsþegnar, ef þeir halda að lágmarki 25% starfshlutfalli.

—  English below — 

Stúdentar eru nú teknir með í reikninginn í aðgerðum ríkisstjórnarinnar sem miða að því að lágmarka áhrif COVID-19 á hagkerfið. Stúdentar munu því tímabundið eiga rétt á atvinnuleysistryggingum vegna skerts starfshlutfalls eins og aðrir samfélagsþegnar, ef þeir halda að lágmarki 25% starfshlutfalli.

Frumvarpið var áður útilokandi fyrir stúdenta en þeir eiga almennt ekki rétt á atvinnuleysisbótum. LÍS skrifuðu umsögn um frumvarpið þar sem þess var óskað að stúdentar væru teknir með í reikninginn og fundaði varaforseti LÍS með velferðarnefnd Alþingis vegna þess. Nefndin brást við óskum stúdenta og var frumvarpinu breytt í takt við óskir LÍS. Sjá nánar nefndarálit 2. umræðu á Alþingi hér.

Nú eiga stúdentar rétt á umræddum bótum eins og önnur en einnig hefur krafa um starfshlutfall verið rýmkuð verulega.  

LÍS þakka velferðarnefnd kærlega fyrir samstarfið og fyrir það að bregðast svo skjótt við kröfum stúdenta. Þessar breytingar munu væntanlega hafa áhrif á fjölda stúdenta á landsvísu. 

Umsögn LÍS má lesa á sérstakri COVID-19 síðu sem samtökin hafa sett upp. 

Tengill á síðuna er hér: https://studentar.is/covid19

Umsögn LÍS má sjá hér.

— 
Students are now taken into account in government actions aimed at minimizing the impact of COVID-19 on the economy. Students will be temporarily entitled to unemployment benefits due to reduced employment rate, like other members of the community, if they hold a minimum 25% employment ratio.

The bill previously excluded students, but they are generally not entitled to unemployment benefits. LÍS commented on the bill requesting that students be included in the bill. LÍS's Vice-President met with the Welfare Committee of Parliament to further discuss the demands of students. The committee responded to our requests and the bill was amended in line with LÍS's wishes.

Students are now entitled to the benefits in question as others, but the requirement for a mininum percentage of work has also been significantly reduced in the bill.

LÍS would like to thank the Welfare Committee for their cooperation and for responding promptly to student demands. These changes are likely to affect number of students nationwide.

LÍS's comments can be read on a special COVID-19 page that the organization has set up. A link to the site is here: https://studentar.is/covid19

Read More
Kolbrún Lára Kjartansdóttir Kolbrún Lára Kjartansdóttir

Stúdentar eru líka launþegar

Stúdentar verða fyrir djúpstæðum áhrifum af heimsfaraldri COVID-19 eins og aðrir samfélagsþegnar og skiptir miklu máli að þær aðgerðir sem ríkisstjórnin grípur til til þess að lágmarka áhrif faraldursins á hagkerfið nái einnig til stúdenta…

Stúdentar verða fyrir djúpstæðum áhrifum af heimsfaraldri COVID-19 eins og aðrir samfélagsþegnar og skiptir miklu máli að þær aðgerðir sem ríkisstjórnin grípur til til þess að lágmarka áhrif faraldursins á hagkerfið nái einnig til stúdenta. 

Af þeim sökum gáfu Landssamtök íslenskra stúdenta, LÍS, út umsögn um frumvarp  til laga um breytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar og lögum um Ábyrgðasjóð launa og funduðu með velferðarnefnd Alþingis vegna þess síðastliðinn miðvikudag.

Frumvarpið heimilar sérstakar greiðslur frá atvinnuleysistryggingasjóði til launþega sem lenda í því að starfshlutfall þeirra skerðist vegna þeirra áhrifa sem heimsfaraldurinn hefur á íslenskt hagkerfi. Stúdentar á Íslandi, sem vinna mun meira með skóla en kollegar þeirra á Norðurlöndum, eiga almennt ekki rétt á atvinnuleysisbótum og eru þeir stúdentar sem eru bæði í námi og vinnu því undanskildir þeim björgum sem frumvarpið færir.

Í umsögn LÍS krefjast samtökin þess að stúdentar séu teknir með í reikninginn og þeim verði heimilað að sækja í sérstakan sjóð ef starfshlutfall þeirra skerðist. Ragnhildur Þrastardóttir, varaforseti LÍS, fór með þá kröfu inn á fund velferðarnefndar í morgun og talaði einnig fyrir því að stúdentar sem væru í hlutastarfi nytu einnig góðs af frumvarpinu. 

Sömuleiðis minntist hún á að í öðru frumvarpi sem nú er til umræðu á alþingi, frumvarpi til laga um tímabundnar greiðslur vegna launa einstaklinga sem sæta sóttkví samkvæmt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda án þess að sýna merki þess að vera sýktir, þurfi að vera skýrt að stúdentum sem sinna hlutastörfum og eru jafnvel ekki með fast hlutastarf heldur breytilegar vaktir, sé tryggður sami réttur og öðrum. 

LÍS þakka nefndinni sérstaklega fyrir að hafa boðað sig á fundinn og vona innilega að sjálfsögðum óskum stúdenta verði komið á framfæri. Stúdentar treysta margir hverjir á laun til að framfleyta sér og því væri mjög bagalegt ef ríkisstjórnin væri ekki tilbúin í að létta undir með þeim eins og öðrum launamönnum á fordæmalausum tímum sem þessum. 

Umsögn LÍS má lesa á sérstakri COVID-19 síðu sem samtökin hafa sett upp. 

Tengill á síðuna er hér: https://studentar.is/covid19

Umsögn LÍS má sjá hér:

Umsögn+LÍS+_664.+mál-2.jpg
Read More
Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Ábyrgð háskólastofnanna í ljósi heimsfaraldurs COVID-19 // The responsibility of Higher Education Institutions in light of the COVID-19 pandemic

Augljóst er að háskólasamfélagið verður fyrir miklum áhrifum vegna útbreiðslu COVID-19 og nýtilkynnts samkomubanns. LÍS leggja áherslu á að háskólar leiti allra mögulegra lausna til þess halda uppi starfi með fjarkennslu.

Ábyrgð háskólastofnanna í ljósi heimsfaraldurs COVID-19 // The responsibility of Higher Education Institutions in light of the COVID-19 pandemic

—  English below — 

Augljóst er að háskólasamfélagið verður fyrir miklum áhrifum vegna útbreiðslu COVID-19 og nýtilkynnts samkomubanns. LÍS leggja áherslu á að háskólar leiti allra mögulegra lausna til þess halda uppi starfi með fjarkennslu. Um er að ræða fordæmalaust ástand og ættu allir háskólar að leggja kapp í að það komi ekki niður á námsfamvindu stúdenta. LÍS biðla einnig til allra að fylgja fyrirmælum heilbrigðisyfirvarda og sýna samstöðu. 

Ályktun vegna heimsfaraldurs COVID-19 .docx (1).png

It has become clear that the higher education community will be greatly affected by the spread of COVID-19 and the recently announced ban on assemblies. LÍS emphasize that universities seek every possible solution to continue studies with distance learning. This situation is unprecedented and all universities should make an effort to minimize the impact on students’ progress. LÍS also urge everyone to abide by instructions from health authorities and to show solidarity.

English - Resolution on the COVID-19 pandemic.docx.png
Read More
Kolbrún Lára Kjartansdóttir Kolbrún Lára Kjartansdóttir

Lokadagur landsþings

Kosningar til embætta, yfirlýsing vegna undirfjármögnunar háskólastigsins og fleira var til umræðu á síðasta degi landsþings, 8. mars. Þingið fór fram í hátíðasal Háskólans á Akureyri þennan síðasta dag og var mikil eftirvænting í þinggestum fyrir kosningum…

Kosningar til embætta, yfirlýsing vegna undirfjármögnunar háskólastigsins og fleira var til umræðu á síðasta degi landsþings, 8. mars. Þingið fór fram í hátíðasal Háskólans á Akureyri þennan síðasta dag og var mikil eftirvænting í þinggestum fyrir kosningum. 

Mynd eftir Egil Bjarna Friðjónsson

Mynd eftir Egil Bjarna Friðjónsson

Dagskráin hófst á samantekt úr vinnustofum helgarinnar en því næst voru önnur mál tekin fyrir. Steinunn Alda Gunnarsdóttir og Sólveig María Árnadóttir, þingfulltrúar Stúdentafélags Háskólans á Akureyri (SHA), byrjuðu þann dagskrárlið á því að óska eftir stuðningi landsþings við yfirlýsingu SHA um undirfjármögnun Háskólans á Akureyri. Eftir smávægilegar breytingar á yfirlýsingunni samþykkti landsþing einróma að styðja yfirlýsingu SHA. 

Í kjölfarið flutti Jóna Þórey Pétursdóttir, þingfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ), annað mál er laut að yfirlýsingu um undirfjármögnun háskólakerfisins í heild sinni. Landsþing samþykkti einróma að leggja fram yfirlýsinguna. 

Eftir önnur mál var komið að því að tilnefna fulltrúa í fulltrúaráði LÍS. Flest félögin þurftu að biðja um frest vegna þess en tekið skal fram að landsþing var haldið óvenjulega snemma þetta árið. 

Mynd eftir Egil Bjarna Friðjónsson

Mynd eftir Egil Bjarna Friðjónsson

Eftir hádegishlé var komið að kosningum í embætti framkvæmdastjórnar. Frambjóðendur kynntu sig fyrir þinggestum hver á eftir öðrum og fengu fjöldann allan af spurningum. Fóru kosningar loks þannig að Jóhanna Ásgeirsdóttir, núverandi alþjóðafulltrúi LÍS, hlaut kjör í embætti forseta samtakanna, Sylvía Lind J. Birkiland hlaut kjör í embætti alþjóðafulltrúa LÍS, Derek T. Allen hlaut kjör sem jafnréttisfulltrúi samtakanna, Indía Bríet Böðvarsdóttir Terry hlaut kjör í embætti gæðastjóra LÍS, Guðbjartur Karl Reynisson, núverandi markaðsstjóri LÍS, hlaut kjör í embætti markaðsstjóra samtakanna og Kolbrún Lára Kjartansdóttir hlaut kjör í embætti ritara samtakanna. Embætti varaforseta er enn ómannað og munu LÍS óska eftir framboðum í það embætti fljótlega. 

Í kjölfar kosninga var staðsetning næsta landsþings rædd. Tillaga var lögð fyrir þingið um að næsta landsþing yrði haldið á Bifröst en lagt til að landsþingsnefnd myndi skoða aðra kosti fyrir landsþing 2022. Sú tillaga var einróma samþykkt. 

Að lokum kom framkvæmdastjórn upp á svið og veitti forseta LÍS, Sigrúnu Jónsdóttur, þakklætisvott fyrir vel unnin störf. Sigrún þakkaði þinggestum fyrir helgina og fyrir þá öflugu rödd sem þeir ljá stúdentum á landsvísu með sinni vinnu.

Mynd eftir Egil Bjarna Friðjónsson

Mynd eftir Egil Bjarna Friðjónsson

Read More
Kolbrún Lára Kjartansdóttir Kolbrún Lára Kjartansdóttir

Velferð í brennidepli

Annar dagur landsþings LÍS var fullur af umræðum og fræðslu um hagsmunamál stúdenta, þá sérstaklega velferðarmál. Sigrún Jónsdóttir, forseti LÍS, hóf dagskrána á því að kynna sjálfbærnistefnu LÍS sem Sigrún hefur unnið að ásamt sjálfbærninefnd og fleiri aðilum. Í stefnunni er að finna kröfur LÍS til æðri menntastofnana, stjórnvalda og fyrirtækja hvað varðar sjálfbærni í umhverfismálum…

Mynd eftir Egil Bjarna Friðjónsson

Mynd eftir Egil Bjarna Friðjónsson

Annar dagur landsþings LÍS var fullur af umræðum og fræðslu um hagsmunamál stúdenta, þá sérstaklega velferðarmál. Sigrún Jónsdóttir, forseti LÍS, hóf dagskrána á því að kynna sjálfbærnistefnu LÍS sem Sigrún hefur unnið að ásamt sjálfbærninefnd og fleiri aðilum. Í stefnunni er að finna kröfur LÍS til æðri menntastofnana, stjórnvalda og fyrirtækja hvað varðar sjálfbærni í umhverfismálum. Eftir nokkrar breytingar af hálfu aðildarfélaganna var stefnan samþykkt einróma og fögnuðu aðildarfélögin því að fá stefnu sem þau gætu nýtt sér til þess að þrýsta á sína skóla í umhverfismálum. 

Eftir hádegismat var fjallað um húsnæðismál en Þóra Margrét Þorgeirsdóttir, sérfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, hélt erindi þar sem hún fjallaði meðal annars um frumvarp sem nú er í ferli hjá Alþingi sem miðar að bættri réttarstöðu og auknu öryggi leigjenda.

Mynd eftir Egil Bjarna Friðjónsson

Mynd eftir Egil Bjarna Friðjónsson

Í kjölfarið tók Jóhannes Baldur Guðmundsson við keflinu og fjallaði um Félagsstofnun stúdenta Akureyri, FÉSTA. Jóhannes sagði þinggestum helst frá stúdentagörðum sem stofnunin sér um á Akureyri og fjallaði um mikilvægi þess að vera með öruggt húsnæði í háskólanámi. Jóhannes sagði frá þeim áskorunum sem FÉSTA stendur frammi fyrir vegna takmarkaðrar aðsóknar í stúdentagarða á Akureyri og ræddi mögulegar úrlausnir við þingfulltrúa. 

Því næst flutti Fam Karine Heer Aas, fulltrúi velferðar- og jafnréttismála hjá Landssamtökum norskra stúdenta, erindi um velferðarkerfi stúdenta í Noregi. Fam tjáði þinggestum að henni þætti norska kerfið eitt það besta i heimi og líflegar spurningar spunnust upp á meðal þinggesta sem voru áhugasamir um svo sterkt velferðarkerfi.

Erindi Fam var þingfulltrúum svo innblástur í vinnustofum um velferðarmál. Þar var markmiðið að móta stefnu LÍS um velferðarmál og komu þingfulltrúar fjöldanum öllum af áhugaverðum punktum á framfæri í því samhengi. 

Loks voru verk- og fjárhagsáætlanir samtakanna kynntar og samþykktar einróma.

Landsþing LÍS er styrkt af Erasmus+ sem verkefni í flokknum fundir ungs fólks og ráðamanna. Styrkurinn er stúdentum gífurlega mikilvægur enda landsþing æðsta vald LÍS sem tekur stefnumótandi ákvarðanir í hagsmunabaráttu stúdenta.

Vinnustofur um velferðarmálMynd eftir Egil Bjarna Friðjónsson

Vinnustofur um velferðarmál

Mynd eftir Egil Bjarna Friðjónsson

Read More