LÍS kallar eftir frekari umbótum fyrir nemendur með sérþarfir á háskólastigi // LÍS calls for further reforms for students with special needs at the university level
Þann 11. nóvember 2020 var haldin kynningarfundur og vígsla vefsíðu Rettinda-Ronju, sem er verkefni á vegum LÍS og Öryrkjabandalagi Íslands (ÖBÍ). Tilgangur vefsíðunnar er að auka aðgengi nemenda með sérþarfir að upplýsingum um réttindi sín í háskólum á Íslandi.
//
On 11 November 2020, an introductory meeting and inauguration was held for the new Rettinda-Ronja website, a project run jointly by LÍS and ÖBÍ - The Icelandic Disability Alliance. The purpose of the website is to provide information for students with special needs about their rights in universities in Iceland. The website is currently only in Icelandic but will soon be available in other languages as well.
—ENGLISH BELOW—
Þann 11. nóvember 2020 var haldin kynningarfundur og vígsla vefsíðu Rettinda-Ronju, sem er verkefni á vegum LÍS og Öryrkjabandalagi Íslands (ÖBÍ). Tilgangur vefsíðunnar er að auka aðgengi nemenda með sérþarfir að upplýsingum um réttindi sín í háskólum á Íslandi.
Í beinni útsendingu á facebook kynntu upphafs- og umsjónarmenn verkefnisins sögu, tilgang, virkni og mikilvægi Réttinda-Ronju, en kynningin er enn aðgengileg fyrir áhugasama.
LÍS eru ótrúlega stolt af framlagi þeirra einstaklinga sem standa að verkefninu og óskum þeim innilega til hamingju með árangur margra ára vinnu. Tilkoma vefsíðunnar er stórt skref í átt að því að auka tækifæri fólks með fötlun til þess að stunda það nám sem þau kjósa.
Niðurstöður könnunar sem gerð var í upphafi verkefnisins sýna að einhver úrræði til stuðnings við þennan nemendahóp eru til staðar, en skortur er á upplýsingum um þau úrræði. Í þeirri vinnu sem nú hefur átt sér stað í þróun vefsins hefur komið í ljós að víða er hægt að gera betur í þjónustu við fólk með fötlun í háskólum landsins. Það er von okkar að vefsíðan muni nýtast sem þrýstiafl í að auka þjónustuna við þessa nemendur.
Í ljósi þess að Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hefur verið fullgildur hér á landi er hér um framfaraskref að ræða. Í 24. grein samningsins er fjallað um menntun. Þar er meðal annars kveðið á um að fólk með fötlun eigi jafnan rétt til náms og ófatlaðir einstaklingar.
Til þess að fylgja samningum eftir á borði en ekki aðeins í orði þá kalla LÍS eftir eftirfarandi aðgerðum:
Að þeir aðilar sem koma að því að þjónusta nemendur með fatlanir eða námsörðuleika stuðli að samvinnu fagaðila til að auðvelda nemandanum að fá þann stuðning sem hann þarfnast. Það gæti falist í að fagmenn hittist reglulega saman með nemandanum og skapaður þannig sameiginlegan vettvang til samráðs.
Að þau úrræði sem standa þessum nemendum til boða séu sýnileg öðrum fagstéttum eins og náms- og starfsráðgjöfum og félagsráðgjöfum.
Að háskólar taki til athugunar þau atriði sem fá rauðan þumal á vefsíðunni, þ.e. bæti við þjónustu sem ætti að vera til staðar en er það ekki. (Svo má endilega láta Réttinda-Ronju vita um framfarir svo hægt sé að uppfæra vefsíðuna!)
Að háskólar tryggi að um raunverulegt aðgengi sé að ræða, ekki aðeins fyrir fólk sem notar hjólastól, sem á að sjálfsögðu alltaf að tryggja, en að sé hugað að þörfum enn fjölbreyttari hóps stúdenta, eins og blindra og sjónskertra, heyrnalausra og heyrnaskertra, fólks á einhverfurófinu og með þroskaskerðingar auk nemenda með námserfiðleika að öðru tagi.
Að stjórnvöld tryggi nægilegt fjármagn og skapi hvata til þess að háskólar veiti nemendum með fötlun þá þjónustu sem þau þurfa á að halda til að geta stundað nám sitt óháð staðsetningu skóla eða tegund náms
LÍS calls for further reforms for students with special needs at the university level
On 11 November 2020, an introductory meeting and inauguration was held for the new Rettinda-Ronja website, a project run jointly by LÍS and ÖBÍ - The Icelandic Disability Alliance. The purpose of the website is to provide information for students with special needs about their rights in universities in Iceland. The website is currently only in Icelandic but will soon be available in other languages as well.
Broadcasted live on Facebook, the founders and supervisors of the project presented the history, purpose, function and importance of Réttindi-Ronja, and the presentation is still accessible for anyone interested.
LÍS is incredibly proud of the contribution of the individuals involved in the project and we sincerely congratulate them on this success of many years’ of work. The advent of the website is a major step towards increasing opportunities for people with disabilities to pursue the education they choose.
The results of a survey conducted at the beginning of the project show that there are some resources to support this group of students available, but there is a lack of information about those resources. In the work that has now taken place in the development of the website, it has become clear that in many ways Iceland’s universities can do better in services for people with disabilities. It is our hope that the website will be used as a driving force in increasing the services for these students.
In light of the fact that the United Nations Convention on the Rights of Persons with Disabilities has been ratified in Iceland, some progress is being made. Article 24 of the Convention deals with education. Among other things, it stipulates that people with disabilities have the same right to education as non-disabled individuals.
In order to fully comply with the convention, LÍS calls for the following actions to increase support for students with disabilities:
Increase cooperation between the various experts responsible for supporting students with disabilities. This could involve professionals meeting regularly with the student, thus creating a common forum for consultation.
That the resources available to these students are visible to other professions such as study and career counselors and social workers.
That universities take into account the issues that get a red thumbs-down on the website, ie. add services that should be available but are not. (Then please let Réttinda-Ronja know about the progress so we can update the website!)
That universities ensure that there is real access, not only for people who use wheelchairs, which of course should always be ensured, but that the needs of an even more diverse group of students be taken into account, such as the blind and visually impaired, the deaf and hard of hearing, people on autism spectrum and with developmental disabilities as well as students with other learning difficulties.
The government must ensure sufficient funding and create incentives for universities to provide students with disabilities with the services they need to be able to pursue their studies, regardless of the location of the school or type of study.
Fjárhagsleg staða stúdenta fyrir COVID mjög slæm skv. niðurstöðum EUROSTUDENT VII // Students' financial situation very difficult before COVID according to EUROSTUDENT VII
Fyrstu niðurstöður sjöundu umferð EUROSTUDENT, alþjóðlegrar könnunar sem skoðar stöðu stúdenta í 26 evrópulöndum, birtust í skýrslu á vef Eurostudent 5. Nóv 2020.
//
The first results of the seventh round of EUROSTUDENT, an international survey examining the status of students in 26 European countries, were published in a report on the Eurostudent website on November 5th 2020.
—ENGLISH BELOW—
Fyrstu niðurstöður sjöundu umferð EUROSTUDENT, alþjóðlegrar könnunar sem skoðar stöðu stúdenta í 26 evrópulöndum, birtust í skýrslu á vef Eurostudent 5. Nóv 2020. Ísland tók þátt í þessari umferð sem lögð var fyrir vorið 2019, en tók einnig þátt í sjöttu umferð árið 2016.
Skýrslan ber heitið Félagsleg vídd í lífi stúdenta á Evrópska háskólasvæðinu 2019: Valdir mælikvarðar úr EUROSTUDENT VII (e. The social dimension of student life in the European Higher Education Area in 2019: Selected indicators from EUROSTUDENT VII). Þessar niðurstöður eru ekki tæmandi, heldur munu fleiri skýrslur birtast sem sýna aðra mælikvarða í vetur, en heildarniðurstöður könnunarinnar verða birtar í gagnagrunni vorið 2021. Þessi gögn eru ómetanlega verðmæt fyrir íslenska háskóla, stúdenta og stjórnvöld að fá, þar sem hægt er að nýta þau til þess að bæta kjör þeirra sem þegar eru í námi en einnig til að auka aðgengi að háskólanámi fyrir fjölbreyttari hóp fólks.
Áhersla þessarar skýrslu er félagsleg vídd, eða Social Dimension, sem er mælikvarði á gæði menntunar sem byggir á því að skoða samsetningu stúdentahópsins og þær aðstæður sem stúdentar búa við. Fyrirmyndar háskóli er aðgengilegur fjölbreyttum hópi fólks, þar sem samsetning stúdentahópsins er sambærileg þjóðfélaginu í heild hvað varðar félagslegan og efnahagslegan bakgrunn. Þannig skiptir máli að skoða hverjir það eru sem búa á Íslandi en eru ekki í háskólanámi, og hvers vegna það er, hvort um sé að ræða einhverjar hindranir að námi. En kannanir um félagslega vídd leiða einnig í ljós aðstæður einstaklinga sem eru í námi, hvar og hvernig þau búa, á hvaða aldri þau eru, hvort og hvernig heilsufarsvandamál þau búa við og hvernig þau eru stödd fjárhagslega.
Niðurstöður þessarar fyrstu skýrslu úr könnun Eurostudent er sláandi og sýna að fjárhagsleg staða íslenskra stúdenta er mjög slæm.
Fram kemur að:
72% íslenskra svarenda telja sig ekki geta stundað nám án þess að vinna fyrir sér
30% glíma við fjárhagslega erfiðleika
25% telja vinnuna hafa áhrif á námsframvindu
43% eyða meira en 40% af sínum tekjum í húsnæði (sem bendir til þess að ráðstöfunartekjur umfram húsnæðiskostnað séu lágar)
Þar sem þessar tölur eru frá 2019 er ljóst að staðan getur ekki hafa batnað síðan þá, í því efnahagsástandi sem ríkir. Af þessum niðurstöðum einum, en enn fremur vegna áhrifa heimsfaraldursins, er ljóst að auka þarf við fjárhagslegan stuðning við stúdenta til þess að háskólafólk eigi möguleika á því að sinna náminu sínu.
Í ljósi þessarra niðurstaðna bendum við á fyrri yfirlýsingar samtakanna um nauðsynlegar breytingar á úthlutunarreglum Menntasjóðs námsmanna, til þess að stúdentar eigi raunverulegan kost á því að halda áfram í námi, hvað þá í heimsfaraldri.
//
The first results of the seventh round of EUROSTUDENT, an international survey examining the status of students in 26 European countries, were published in a report on the Eurostudent website on November 5th 2020. Iceland participated in this round, which was conducted in the spring of 2019, but also participated in the sixth round in 2016.
The report is entitled The social dimension of student life in the European Higher Education Area in 2019: Selected indicators from EUROSTUDENT VII. These results are not exhaustive, as more reports will be published that show other indicators this winter, and the overall results of the survey will be published in a database in the spring of 2021. This data is invaluable for Icelandic universities, students and the government, whereas they can be used to improve conditions for those who are already studying but also to increase access to higher education for a more diverse group of people.
The focus of this report is Social Dimension, which is a measure of the quality of education based on examining the composition of the student body and the circumstances in which students live. An exemplary university is accessible to a diverse group of people, as the composition of the student body is comparable to society as a whole in terms of social and economic background. Thus, it is important to look at who lives in Iceland but is not in higher education, and why it is, whether there are any barriers to receiving an education. But surveys of social dimension also reveal the situation of individuals currently studying, where and how they live, at what age they are, whether and how they have health problems and how they are financially.
The results of this first report from the Eurostudent survey are striking, they show that students in Iceland are struggling financially.
The survey shows that:
72% of Icelandic respondents agree or strongly agree with the statement “Without my paid job, I could not afford to be a student”
30% are struggling financially
25% believe that work affects their academic progress
43% spend more than 40% of their income on housing (indicating that disposable income in excess of housing costs is low)
As these figures are from 2019, it is clear that the situation cannot have improved since then, in the current economic situation. From these findings alone, but also due to the effects of the pandemic, it is clear that financial support for students needs to be increased in order for university students to have the opportunity to pursue their degrees.
In this regard we underline our previous statements on necessary changes to the Icelandic Student Loan Fund in order for it to be feasible for students to continue studying, particularly during COVID times.
Umsögn LÍS um frumvarp til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna // LÍS's statement on the new bill on equal status and gender rights
Hér má nálgast umsögn LÍS um frumvarp til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Almennt telur LÍS að frumvarpið sé jákvætt skref í átt að kynjajafnrétti. Hlekkir að umsögninni má finna hér og frumvarpinu hér.
//
Here is LÍS’s statement on the new bill being proposed on gender equality. Overall, we consider this bill a step in the right direction. Links to the statement can be found here and the bill can be found here (both in Icelandic).
Hér má nálgast umsögn LÍS um frumvarp til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Almennt telur LÍS að frumvarpið sé jákvætt skref í átt að kynjajafnrétti. Hlekkir að umsögninni má finna hér og frumvarpinu hér.
//
Here is LÍS’s statement on the new bill being proposed on gender equality. Overall, we consider this bill a step in the right direction. Links to the statement can be found here and the bill can be found here (both in Icelandic).
Kallað eftir samstöðu með stúdentum í Hvíta-Rússlandi
European Student Union (ESU) hefur nýlega gefið út yfirlýsingu í ljósi ástandsins sem nú ríkir í Hvíta-Rússlandi, en þar hafa mikil mannréttindabrot átt sér stað á síðustu misserum. Í yfirlýsingu sinni eru taldar til kröfur sem ESU setur yfirvöldum þar í landi og tekur LÍS undir þær kröfur.
//
The European Student Union (ESU) recently released a statement in light of the current events in Belarus, where the population has recently been subject of human rights violations. In their statement, ESU demands action from the Belarusian government. LÍS fully supports these demands.
Yfirlýsing vegna mannréttindabrota í Hvíta-Rússlandi og áhrif þeirra á stúdenta þar í landi
European Student Union (ESU) hefur nýlega gefið út yfirlýsingu í ljósi ástandsins sem nú ríkir í Hvíta-Rússlandi, en þar hafa mikil mannréttindabrot átt sér stað á síðustu misserum. Í yfirlýsingu sinni eru taldar til kröfur sem ESU setur yfirvöldum þar í landi og tekur LÍS undir þær kröfur. Yfirlýsingu LÍS má lesa í heild sinni að neðan:
Statement due to human rights violations in Belarus and its impact on the country’s students
The European Student Union (ESU) recently released a statement in light of the current events in Belarus, where the population has recently been subject of human rights violations. In their statement, ESU demands action from the Belarusian government. LÍS fully supports these demands. The statement can be read in full, below:
LÍS taka undir yfirlýsingu SHÍ vegna úthlutunarreglna Menntasjóðs námsmanna // LÍS supports SHÍ’s statement on the allocation rules of Menntasjóðu
LÍS vill leggja áherslu á mikilvægi þess að Menntasjóður mæti þörfum stúdenta varðandi hækkun grunnframfærslu, sérstaklega í ljósi þeirra aðstæðna sem uppi eru vegna faraldursins.
//
LÍS wishes to emphasize the importance of Menntasjóður meeting the needs of students regarding the increase in basic subsistence, particularly in light of the current situation of the pandemic.
- English Below -
Í sumar fimmfaldaði Menntasjóður námsmanna frítekjumark þeirra stúdenta sem ekki höfðu verið í námi sl. 6 mánuði. Breytingarnar áttu sér stað vegna aðstæðna sökum faraldursins og hækkaði hámark heildartekna þessa stúdenta því allt að 6.820.000 kr. Stúdentaráð Háskóla Íslands (SHÍ), líkt og LÍS, leit jákvæðum augum á þær breytingar sem væru að eiga sér stað, en höfðu þó orð á að úrræðið stæði ekki til boða þeim stúdentum sem þegar voru í námi. Nýlega kom að auki í ljós að Menntasjóður námsmanna hefði keyrt í gegn breytingar á frítekjumarkinu án þess að breyta úthlutunarreglum né auglýsa þessar breytingar meðal stúdenta. Þessar breytingar höfðu í för með sér að nemendur sem höfðu verið í námi, en ekki verið á námslánum sl. 6 mánuði, fengu einnig sjálfkrafa fimmfalda hækkun á frítekjumarki. SHÍ furðar sig á að Menntasjóður geri upp á milli námsfólks með þessum hætti og að nemendur fái ekki fréttir af svona stórum breytingum. SHÍ hefur metið að það hafi eflaust verið stúdentar sem ekki sóttu um námslán vegna skerðingar á frítekjumarki, en sem hefðu gert það við fregnir af hækkun frítekjumarks.
Núverandi umræða vegna úthlutunarreglna Menntasjóðs varðar tekjur stúdenta í bakvarðasveit. Bæði LÍS og SHÍ hafa lagt áherslu á að þátttaka stúdenta í bakvarðasveit eigi ekki að valda skerðingum á námslánum. SHÍ hefur fundið þörf á að frítekjumarkið verði endurskoðað m.t.t. allra stúdenta. Einnig hafi störf verið af skornum skammti vegna faraldursins, en þau hafa verið nauðsyn hjá mörgum stúdentum meðfram námslánum. SHÍ metur að vegna þessa, sé aukin þörf á að hækka frítekjumarkið og grunnframfærslu námslána. LÍS lýsti fyrr í sumar yfir áhyggjum sínum af of lágum grunnframfærslulánum og frítekjumarki. LÍS, ásamt fleiri stúdentahreyfingum, hafa krafist hækkun grunnframfærslu og frítekjumarks síðan í sumar.
LÍS lýsir yfir fullum stuðningi við SHÍ í yfirlýsingu sinni vegna úthlutunarrerglna Menntasjóðs námsmanna.
LÍS vill leggja áherslu á mikilvægi þess að Menntasjóður mæti þörfum stúdenta varðandi hækkun grunnframfærslu, sérstaklega í ljósi þeirra aðstæðna sem uppi eru vegna faraldursins. Mikið atvinnuleysi ríkir meðal stúdenta og ljóst er að stúdentar geti ekki lifað einungis á grunnframfærslunni. Hækkun frítekjumarksins fyrir alla stúdenta kemur að auki til móts við þeim stúdentum sem hafa þörf á hærri ráðstöfunartekjum, sem og þeim stúdentum sem kunna hafa farið yfir frítekjumarkið fyrr á árinu en hafa síðar misst vinnuna. LÍS óskar að auki að Menntasjóður endurmeti umsóknarferlið og opni aftur fyrir umsóknir. Umsóknarfrestur Menntasjóðs var snemma á önn, en þá getur verið erfitt fyrir stúdenta að meta fjárhagsþörf sína og stöðu atvinnumarkaðs.
Yfirlýsingu SHÍ má finna í heild sinni hér.
Fyrri yfirlýsingu LÍS um kröfu á hækkun grunnframfærslu námslána má finna hér.
LÍS supports Stúdentaráð Háskóla Íslands’ (SHÍ’s) statement on the allocation rules of Menntasjóður námsmanna
This summer, the Icelandic student loan fund, Menntasjóður, presented a fivefold increase in the maximum permitted income of students. The increase enabled eligible students to earn a maximum of 6.820.000 kr. alongside their student loans. Both Stúdentaráð Háskóla Íslands (SHÍ) and LÍS have welcomed this improvement and have viewed it as a positive change in the allocation rules. However, this improvement was only available to students who had not been studying the previous 6 months. SHÍ pointed out the limitations of the offer, as it is not available to students who are in the midst of their studies. Recently, SHÍ found that Menntasjóður had implemented a change to the maximum permitted income of students, without making changes to the allocation rules or informing students about this change. The new changes automatically enabled current students, who had been studying the past 6 months but did not take a student loan, to receive a fivefold increase in their maximum permitted income. SHÍ addressed their surprise as to how Menntasjóður could differentiate students in this manner, and why this information was not conveyed further. Moreover, SHÍ evaluates that there have most likely been several students who did not apply for student loans due to their belief that there was a lower cap of maximum permitted income per student that would have severely reduced their loans.
The current discussion regarding the allocation rules within Menntasjóður revolves around the students who are currently working in the reserve forces in the health sector. Both LÍS and SHÍ have highly emphasized the importance that students currently working increased hours in the reserve forces, in order to fight the virus, will not have their student loans severely reduced due to their work. SHÍ has expressed their opinion that the maximum permitted income limit should be reevaluated with regards to all students. Moreover, there has been a lack of job opportunities for students during the pandemic, but the income from student jobs often plays a fundamental role in students’ finances. SHÍ therefore evaluates that there is an increased need for a higher basic subsistence loan. Earlier this fall, LÍS made a statement regarding the organisation’s worries as to the low basic substance low as well as the restriction of a maximum permitted income cap. LÍS, amongst multiple other student organizations, have demanded an improvement in the basic subsistence loans, as well as a raise in the maximum permitted income amongst all students, since the summer. LÍS shows SHÍ full support on its statement regarding the allocation rules of Menntasjóður.
LÍS wishes to emphasize the importance of Menntasjóður meeting the needs of students regarding the increase in basic subsistence, particularly in light of the current situation of the pandemic. Unemployment amongst students is visible and it is clear that students cannot survive solely on the basic subsistence. The raise in the maximum permitted income limit for all students would benefit students who need an increase in disposable income, as well as the students who have exceeded the maximum permitted income limit earlier this year, and later lost their jobs. LÍS wishes that Menntasjóður reconsiders its application process and opens up for applications again. The application deadline was early in the semester, limiting students in evaluating their financial need and the situation of the job market.
SHÍ’s full statement can be found here.
LÍS’ previous statement demanding an increased basic subsistence can be found here.