Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Norður-Evrópskir stúdentafulltrúar sammælast mikilvægi samstöðu, umhverfisvitund og félagslega ábyrgð

Nú fyrr í mánuðinum fór fram 79. samráðsfundur NOM eða Nordisk Ordförande Möte þar sem komu saman fulltrúar landssamtaka stúdenta í Norður Evrópu. Að vana átti LÍS sína fulltrúa á fundinum og voru það Erla Guðbjörg Hallgrímsdóttir, nýkjörin alþjóðafulltrúi, ásamt Sylvíu Lind Birkiland, fráfarandi alþjóðafulltrúa sem sóttu ráðstefnuna.

Sú venja hefur verið höfð á að aðildarfélög NOM skiptist á að skipuleggja viðburði NOM sem alla jafna eru haldnir tvisvar á ári í heimalandi skipuleggjanda. Sú óvenjulega staða kom upp að landssamtök einstnestra stúdenta (EÜL) sem stóðu fyrir samráðsfundi síðastliðins hausts, NOM78, skipulögðu nú sína aðra ráðstefnu í röð en ástæðu þess má rekja til þess að síðasti fundur fór fram rafrænt vegna COVID-19. Það var vonin að aðstæður yrðu þegar betri nú í apríl svo EÜL fengi tækifæri til að að fylgja hefðinni um heimboð. Því miður voru aðstæður í Norður Evrópu ekki metnar fullnægjandi til ferðalaga fyrir fulltrúa aðildarfélaga og var því lendingin að NOM79 yrði einnig haldið rafrænt.

Ráðstefnan spannaði tvo daga að þessu sinni og var yfirskriftin „Environmental Awareness & Social Responsibility.“ Dagskráin var tvískipt en fyrri daginn voru málstofur og vinnustofur helgaðar þeim titli út frá sjónarhorni stúdenta. Á dagskránni mátti meðal annars finna umfjöllun um loftslagsvána og hringrásarhagkerfið þar sem sérfræðingar fræddu fulltrúa um það hvernig örplast og önnur mengun afvöldum óábyrgrar neyslu í okkar umhverfi hefur áhrif á lífríkið allt í kring, ekki síst okkur mannfólkið. Í þessum málaflokki sé heildræn nálgun aðalatriðið, engin ein lausn dugi, standi hún ein, en meðvitund um ástandið sé lykilatriði til framfara. Fulltrúar voru hvattir til að stuðla að endurskoðun námskerfisins í hverju landi fyrir sig og skoða mikilvægi menntunar í átt að aukinni meðvitund sem svo skili sér í framförum. 

Fyrri vinnustofa dagsins fjallaði um órjúfanleg tengsl á milli félagslegrar þróunar og frelsis enda skuli samfélagið taka þarfir hinna fjölbreyttu hópa innan þess fremur en að þrýsta öllum þegnum þess innan fyrirfram ákveðins ramma, enda sé markmiðið að allir geti lagt sitt að mörkum við betrun umhverfis og samfélags. 

Seinni vinnustofan tók svo til umræðu áhrifamátt smáþjóða undir yfirskriftinni: „How small countries can save the world.“ Fulltrúum LÍS þó mikið til efnisins koma enda hefur samfélagsumræðan ósjaldan hér á landi beinst að áhrifamætti smáþjóðarinnar Íslands í hinum ýmsu málefnum, þar með töldu jafnrétti kynjanna, loftslagsmálum og nú nýlega góðum árangri íslensku þjóðarinnar í baráttunni gegn COVID-19. Þrátt fyrir oft á tíðum ótrúlegan áhrifamátt hverrar þjóðar fyrir sig þá sammældust fulltrúar um að bestur árangur gæti einungis nást með góðri samvinnu og samstarfi. Lykilatriði væri að Norður- og Eystrasaltslöndin ynnu saman til að ná ákjósanlegum árangri og deila upplýsingum inn á milli en þannig mætti meðal annars koma í veg fyrir tvíverknað og spekileka (e. brain drain). Þar undirstrikast mikilvægi samráðsvettvanga stúdenta á borð við NOM svo að stúdentar megi styðja hvert annað í baráttunni um loftlagsvánna. Stúdentar ættu ekki að veigra sér við að sýna róttækni: „Stúdentar fara með lykilhlutverk sem vinnuafl framtíðarinnar, nýtum okkur þá staðreynd!“ 

Á dagskrá seinni dagsins var hinn formlegi NOM fundur. Á meðal fundarefna voru fundarefni BM80 eða komandi aðalfundar European Student Union (ESU) en hann fer fram nú dagana 3.-7. maí. Þá var réttilega rætt um núverandi áskorun NOM-samstarfsins í kjölfar heimsfaraldursins og það hvernig megi tryggja áhrifaríkan samstarfsvettvang aðilfarfélagana á milli í nánustu framtíð. Þess ber að nefna að óðum styttist í að LÍS taki við keflinu sem gestgjafi NOM samkvæmt hefðinni sem fjallað er um hér að framan. Síðast tóku LÍS á móti aðildarfélögunum í Reykjavík árið 2017 og munu þau að öllu óbreyttu koma til með að endurtaka leikinn vorið 2022.

Fulltrúar LÍS þakka skipuleggjendum fyrir upplýsandi og vel að staðinni ráðstefnu.

Read More
Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Opið fyrir framboð í gæðastjóra LÍS til 18. maí // Candidacy open for Quality Assurance Officer until may 18th

Copy of framboð gæðastjóri-2.png

Ekki barst framboð í hlutverk gæðastjóra á Landsþingi 2021, svo nú hefur verið opnað fyrir framboð á ný. Framboðsfrestur er til 18. maí 2021. Kosing mun fara fram á skiptafundi þann 25. maí, þar sem frambjóðendur fá að kynna sig fyrir fulltrúaráði. Kosið er til eins árs, þ.e. til lok maí 2022. Allir háskólanemar á Íslandi og meðlimir SÍNE eru kjörgeng í embætti LÍS, allt að tveimur árum eftir útskrift úr námi. Hafir þú áhuga skaltu senda kynningarbréf og ferilskrá á lis@studentar.is. Ekki hika við að hafa samband núverandi gæðastjóra, Indiu Bríet (india@studentar.is) til að spyrja nánar út í stöðuna.

Það er mjög mikilvægt að kynna sér samtökin vel þegar hugað er að framboði, til dæmis með því að kíkja á stefnur samtakanna, lög og verklag. Kjarninn í vinnu LÍS er að bæta stöðu stúdenta og auka aðgengi allra að háskólanámi, en gæðastjóri skipar einmitt lykilhlutverki í þeirri vinnu. Í gæðavinnu á sér stað samtal milli stúdenta og skipuleggjendur náms þar sem vandamál eru rædd og unnið er að lausnum.

Nánar um hlutverk gæðastjóra:

  • Fylgja eftir Gæðastefnu LÍS

    • gæðavinna í háskólum snýst um stöðugar úrbætur þ.a. upplifun og ávinningur af námi verði sem best

  • Fylgja eftir stefnu LÍS um samstarf

    • tryggja að stúdentar eigi sæti við borðið í ákvarðanatöku sem þau varða

  • Fræða stúdenta um gæðamál

    • m.a. með því að halda gæðanámskeið

  • Sjá um skipun stúdentafulltrúa í ýmsar nefndir og störf

  • Ýmis verkefni sem hluti af framkvæmdastjórn LÍS

  • Þátttaka í nefndum sem starfa á íslensku


Candidacy open for Quality Assurance Officer until may 18th

No candidacy was received for the role of Quality Officer at Landsþing 2021, so now the candidacy has been reopened. The deadline for running is May 18, 2021. The election will take place at the exchange meeting on May 25, where candidates will be able to present themselves to the Representative Board. The term is for one year. All university students in Iceland and members of SÍNE are eligible for election to LÍS’ offices, up to two years after graduation. If you are interested, send an introductory letter and CV to lis@studentar.is. Do not hesitate to contact the current Quality Officer, India Bríet (india@studentar.is) to inquire further about the position. NOTE this position requires participation in committees that work in Icelandic.

It is very important to get to know the association well when considering candidacy, for example by looking at the association's policies, laws and procedures. The core of LÍS’ work is to improve the position of students and increase everyone's access to university, and the Quality Officer plays a key role in that work. In quality work, conversations take place between students and HE organisers where problems are discussed and solutions found.

More about the role of Quality Officer:

  • Follow the LÍS Quality Policy

    • Quality work in universities is about continuous improvement, i.e. the experience and benefits of learning will be the best

  • Follow LÍS's policy on co-operation

    • ensure that students have a seat at the table in decision-making that concerns them

  • Educate students about quality issues

    • eg. by hosting quality courses

  • Oversee appointments of student representatives to various committees and positions

  • Various projects as part of the executive committee of LÍS

  • Participation in committees that work in Icelandic

Read More
Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Óskað eftir stúdentafulltrúa í úttekt á Listaháskóla Íslands / Seeking student representative for a review of the Iceland Academy of the Arts

1.png

LÍS hefur borist beiðni um að tilnefna stúdentafulltrúa í úttekt á Listaháskóla Íslands sem fer fram 20-24. september 2021. 

Í handbók gæðaráðs kemur fram að LÍS skuli tilnefna stúdenta frá aðildarfélögum sínum og einnig að tilnefndur fulltrúi geti ekki verið úr sömu stofnun og verið er að taka út (LHÍ). 

  • Fulltrúinn má ekki hafa náin tengsl við stofnunina í gegnum fjölskyldutengsl - að náinn fjölskyldumeðlimur stundi nám við stofnunina eða starfi við hana. 

  • Ekki má vera meira en eitt ár frá útskrift stúdentafulltrúa

  • Stúdent skal hafa reynslu af íslensku háskólakerfi og hafa verið stúdent við íslenskan háskóla

  • Úttektarteymið skrifar undir yfirlýsingu til staðfestingar á því að engir hagsmunaárekstrar séu til staðar

  • Þessi talning er ekki tæmandi og lokaákvörðun um gjaldgengi umsóknar er tekin af gæðaráði

Fulltrúinn þarf að vera laus allan daginn, þá daga sem úttektin fer fram. Um er að ræða launaða stöðu en stúdentafulltrúinn fær greitt sömu þóknun og aðrir meðlimir úttektarteymisins. Ekki er hægt að gefa upp að svo stöddu hvort úttektin fari fram staðbundið eða með rafrænum hætti. Stúdentafulltrúinn skal vera vel talandi og skrifandi á ensku. 

Óskað er eftir tilnefningum frá öllum aðildarfélögum LÍS, fyrir utan SLHÍ í síðasta lagi 25. apríl, með ferilskrá og kynningarbréfi viðkomandi aðila. Tilnefningar skulu berast á lis@studentar.is 

Það er kjörið tækifæri fyrir áhugasama stúdenta að nýta sér gæðanámskeið LÍS sem fer fram sunnudaginn 18. apríl kl.10-13 til þess að kynnast gæðamálum íslensks háskólasamfélags.

Endilega hafið samband við Indiu Bríeti, gæðastjóra LÍS (india@studentar.is) ef einhverjar spurningar vakna. 

-ENGLISH-

Seeking student representative for a review of the Iceland Academy of the Arts

IWR á LHÍ.png

LÍS has received a request to nominate a student representative for a quality review of the Iceland Academy of the Arts, which will take place 20-24. September 2021

The Quality Boards's handbook states that LÍS shall nominate students from its member associations and also that a nominated representative may not be from the same institution as is being reviewed (LHÍ).

  • The student representative must not have a close connection with the institution through family ties - that a close family member studies or works with the institution.

  • The student representative may not have graduated more than one year earlier 

  • The student representative must have experience of the Icelandic university system and have been a student at an Icelandic university

  • The review team signs a statement confirming that there is no conflict of interest

  • This list of requirements is not exhaustive and the final decision on eligibility is made by the Quality Board.

The representative must be available all day, on the days of the audit. This is a paid position and the student representative is paid the same fee as other members of the review team. It is not possible to say at this time whether the review is carried out locally or electronically. The student representative must be fluent in spoken and written English.

We request nominations from all LÍS member associations, except SLHÍ, no later than April 25, with a CV and cover letter from the applicant. Nominations should be sent to lis@studentar.is

It is an ideal opportunity for interested students to take advantage of the LÍS quality course which will take place on Sunday 18 April at 10-13 in order to get to know the quality issues of the Icelandic university community.

Please contact India Bríeti, LÍS quality manager (india@studentar.is) if you have any questions.

Read More
Fréttir, Gæðamál Kolbrún Lára Kjartansdóttir Fréttir, Gæðamál Kolbrún Lára Kjartansdóttir

Gæðanámskeið LÍS - Gæði eru æði!

GÆÐI ERU ÆÐI!

Fyrsta gæðanámskeið LÍS fer fram rafrænt sunnudaginn 18. apríl næstkomandi frá 10:00-13:00!

Vinsamlegast skráið ykkur fyrir kl. 17, 17. apríl. Skráning er hér svo hægt sé að senda Zoom hlekk á þátttakendur.

Fyrirlesarar verða Ragnar Auðunn Árnason, Kolbrún Lára Kjartansdóttir, Eygló María Björnsdóttir og Erna Sigurðardóttir og finna má Facebook viðburðinn hér

Á námskeiðinu geta stúdentar og aðrir áhugasamir fræðst um það sem varðar gæði í íslenskum háskólum, hvernig stúdentar geta notað rödd sína og staðið vörð um gæði háskólanáms síns. Farið verður yfir allt það helsta er varðar gæði ásamt því að kynnt verða úttektarferli og gæðamat á háskólunum og hvernig stúdentar geta undirbúið sig og fengið sem mest úr ferlinu.

Tilgangur námskeiðsins er að efla þekkingu og vitneskju stúdenta á gæðamálum ásamt því að virkja fleiri stúdenta og auka áhuga þeirra á þáttum tengdum gæðum í íslenska háskólakerfinu.

Námskeiðið fer fram á íslensku og er styrkt af ráðgjafarnefnd Gæðaráðs íslenskra háskóla.

Ef spurningar vakna hafið samband við Indiu Bríeti gæðastjóra LÍS (india@studentar.is)

——————————————————

EVERY DAY IS QUALITY DAY

LÍS' first Quality Course will take place online next Sunday, the 18th of april at 10:00-13:00!

Sign up here before 17:00 on the 17th of April so we can send participants the Zoom link.

The speakers are, Ragnar Auðunn Árnason, Kolbrún Lára Kjartansdóttir, Eygló María Björnsdóttir og Erna Sigurðardóttir and here you can find the Facebook event

Students and others interested will be able to learn about matters involving quality assurance in Icelandic universities, how they can influence and improve the quality of their courses and university education. The course covers the main factors involved in quality assurance as well as reviewing universities and helping students to prepare themselves in order to get the most of the process.

The goal of the course is to increase students' knowledge with regards to quality as well as encouraging students to participate in an active way to improve quality within higher education.

The course will be held in Icelandic and is sponsored by the Quality Council

If you have any questions please contact India Bríet, LÍS's Quality Assurance Officer (india@studentar.is)


Read More
Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Yfirlýsing LÍS um aðlögun námsmats í háskólum vegna COVID-19 / LÍS' statement on the adjustment of assessment in universities due to COVID-19

Í ljósi þess að hertar sóttvarnaraðgerðir voru kynntar 24. mars telja LÍS tilefni til þess að minna háskóla og yfirvöld á kröfur stúdenta um nauðsynleg úrræði til þess að stemma stigu við áhrif heimsfaraldursins á stúdenta. Stúdentar eiga í samtali við stjórnvöld um sveigjanleika Menntasjóðsins, sköpun sumarstarfa og skipulag sumarnáms en eftir standa áhyggjur stúdenta af fyrirkomulagi prófa í vor. Undirrituð virða mat sérfræðinga um alvarlega stöðu varðandi útbreiðslu veirunnar og sýna því fullan skilning að gripið hefur verið til þess að loka skólabyggingum, þ.m.t. háskólum. Í ljósi þess endurtak stúdentar kröfu sína frá haustinu 2020:

Ekki skal skylda stúdenta til þess að mæta í próf á prófstað.

//

In light of the introduction of tougher disease control measures on March 24, LÍS sees reason to remind universities and authorities of students' demands for the necessary measures to curb the effects of the pandemic on students. Students are in conversation with the government about the flexibility of the Education Fund, the creation of summer jobs and the organization of summer studies, but students' concerns about the arrangements for exams remain unmet. The undersigned respect the experts' assessment of the serious situation regarding the spread of the virus and therefore fully understand that steps have been taken to close school buildings, incl. universities. In light of this LÍS demands that students shall not be obliged to attend examinations on site.

Untitled design (5).png

— English below —

Í ljósi þess að hertar sóttvarnaraðgerðir voru kynntar 24. mars telja LÍS tilefni til þess að minna háskóla og yfirvöld á kröfur stúdenta um nauðsynleg úrræði til þess að stemma stigu við áhrif heimsfaraldursins á stúdenta. Stúdentar eiga í samtali við stjórnvöld um sveigjanleika Menntasjóðsins, sköpun sumarstarfa og skipulag sumarnáms en eftir standa áhyggjur stúdenta af fyrirkomulagi prófa í vor. Undirrituð virða mat sérfræðinga um alvarlega stöðu varðandi útbreiðslu veirunnar og sýna því fullan skilning að gripið hefur verið til þess að loka skólabyggingum, þ.m.t. háskólum. 

Ekki skal skylda stúdenta til þess að mæta í próf á prófstað

Nú er ár liðið frá því að kórónuveiran skaut fyrst upp kollinum á Íslandi og þó að bólusetningar gefi tilefni til bjartsýni þá sýnir núverandi staða faraldursins innanlands mjög skýrt að hættan er ekki liðin hjá. Veiran er ófyrirsjáanleg, við höfum öll þurft að bregðast hratt við og vera sveigjanleg, en eftir því sem á líður verður mikilvægt að gera ráðstafanir til þess að háskólar geti starfað með einhverjum fyrirsjáanleika þannig að nám raskist sem minnst. Vel hefur gengið að aðlaga staðnám að sóttvarnarreglum með hólfun og fjarnámi en nú þarf að gera stúdentum kleift að stunda nám alfarið að heiman frá með því að innleiða netpróf eða annarskonar námsmat en próf á prófstað.

Opna skal námsaðstöðu um leið og hægt er

Það hefur verið krafa stúdenta frá byrjun faraldursins að boðið sé upp á staðnám og námsaðstöðu þegar hægt er en auðvitað á öryggi að vera í fyrsta sæti og því eðlilegt að loka skólum eða takmarka fjölda eftir stöðu faraldursins. Það skal þó leita allra leiða til þess að veita stúdentum aðgang að aðstöðu með öruggum hætti, sem hefur gengið vel hingað til, sérstaklega með tillit til stúdenta í verknámi sem ekki er hægt að stunda heiman frá. Hafa ber í huga að stúdentar í bóklegu námi þurfa einnig á aðstöðu að halda. Stúdentar hafa mjög misjafna aðstöðu til þess að sinna fjarnámi heiman frá og því skal opna lesaðstöðu sem fyrst eða um leið og samkomutakmarkanir leyfa.

Stúdenta vilja mæta í skólann, en enn skortir úrræði fyrir þau sem ekki geta það

Við viljum árétta að þó það sé mikilvægt fyrir stúdenta að mega mæta í skólann þegar hægt er þá er alfarið óásættanlegt að skylda fólk til þess að mæta. Í yfirlýsingu LÍS frá 8. okt 2020 var gerð krafa um að aðlaga skuli námsmat á öllum námsleiðum háskóla þannig að enginn neyðist til þess að mæta í próf á prófstað og endurtökum við þá kröfu nú. Það er ekki þar með sagt að engin próf geti eða skuli eiga sér stað á prófstað, heldur verður að veita þeim sem ekki treysta sér til þess að mæta aðrar leiðir til þess að sýna fram á námsárangur. Stúdenta hópurinn er fjölbreyttur en öll eiga þau skilið að geta haldið áfram með námið sitt. Því þarf fjölbreytt og sveigjanleg úrræði.

Yfirlýsinguna í heild sinni má sjá hér.

//

LÍS' statement on the adjustment of assessment in universities due to COVID-19

In light of the introduction of tougher disease control measures on March 24, LÍS sees reason to remind universities and authorities of students' demands for the necessary measures to curb the effects of the pandemic on students. Students are in conversation with the government about the flexibility of the Education Fund, the creation of summer jobs and the organization of summer studies, but students' concerns about the arrangements for exams remain unmet. The undersigned respect the experts' assessment of the serious situation regarding the spread of the virus and therefore fully understand that steps have been taken to close school buildings, incl. universities.

Students shall not be obliged to attend examinations on site

It is now a year since the Coronavirus first appeared in Iceland, and although vaccinations give cause for optimism, the current state of the pandemic shows very clearly that the danger has not passed. The virus is unpredictable, we have all had to react swiftly and be flexible, but as time goes on it will be important to take measures so that universities can work with some predictability so that learning is disrupted as little as possible. The adaptation of on-site study to epidemic prevention rules through compartmenting and distance learning has been successful, but now it is necessary to enable students to study entirely from home by introducing online exams or other types of assessment than exams at the examination site.

Study facilities should be opened as soon as possible

Students have emphasised from the beginning of the pandemic that on-site instruction and study facilities be offered whenever possible, but of course safety should be prioritised and therefore it is natural to close schools or limit attendance depending on the status of the pandemic. However, every effort shall be made to provide students with access to facilities in a safe manner, which has been successful so far, especially with regard to students in vocational education which cannot be pursued from home. It should be borne in mind that students in theoretical studies also need facilities. Students have very different facilities for distance learning from home and therefore reading facilities should be opened as soon as possible or as soon as meeting restrictions allow.

Students want to attend school, but there is still a lack of resources for those who cannot

We would like to emphasize that although it is important for students to be able to attend school whenever possible, it is completely unacceptable to oblige people to attend. In LÍS’ statement from 8 October 2020, students demanded that assessment should be adapted in all study programs at universities so that no one is forced to attend an examination in person, and we now repeat that demand. This does not mean that no exams can or should take place at the exam site, but must other options to demonstrate academic achievement must be provided to those who are unwilling or unable to show up to exams in person. The student group is diverse, but they all deserve to be able to continue their studies. Therefore, diverse and flexible resources are needed.

Read the whole statement here

Read More