Niðurstöður könnunar um áhrif COVID-19 á stúdenta og seta fulltrúa LÍS í Sókn fyrir stúdenta
LÍS eru í miklum samskiptum við stjórnvöld um stuðning við stúdenta vegna heimsfaraldursins. Hér verður sagt frá könnun um stöðu stúdenta síðasta sumar sem send var út í mars 2021 en einnig fjallað um starfshópinn Sókn fyrir stúdenta þar sem fulltrúar LÍS, Mennta- og menningarmálaráðuneytis og Félagsmálaráðuneytis sitja.
LÍS eru í miklum samskiptum við stjórnvöld um stuðning við stúdenta vegna heimsfaraldursins. Hér verður sagt frá könnun um stöðu stúdenta síðasta sumar sem send var út í mars 2021 en einnig fjallað um starfshópinn Sókn fyrir stúdenta þar sem fulltrúar LÍS, Mennta- og menningarmálaráðuneytis og Félagsmálaráðuneytis sitja. Könnunin er hugsuð til þess að kortleggja stöðu stúdenta eins og hún var síðasta sumar, og eins og hún er núna, og bregðast við með aðgerðum. Önnur könnun verður framkvæmd seinna í vor til að kanna hvernig stúdentum gengur að útvega sér vinnu yfir sumarið. Aðgerðir í þágu stúdenta fyrir sumarið 2021 undir formerkjum Sókn fyrir stúdenta verða kynntar á næstunni en þær munu fela í sér sumarnám og sumarstörf.
Stúdentar fagna því að eiga sæti við borðið og að tekið sé markt á áhyggjum þeirra.
Sköpun sumarstarfa er nauðsynleg til þess að sporna við brotfalli úr námi, þar sem stúdentar safna sér inn fyrir veturinn yfir sumartímann. Aðgerðir síðasta sumars virðast hafa heppnast vel miðað við niðurstöður þessarar könnunar sem sýna að í þessu úrtaki hafi atvinnuleysi stúdenta síðasta sumar endað með að vera fremur lítið eða rúm 4%.
Við viljum samt benda á nokkur atriði:
Sumarstörf hins opinbera voru yfir tvo mánuði, en sumarleyfi stúdenta eru almennt 3 mánuðir eða lengur
Niðurstöður könnunarinnar sýna að 33% svarenda hefðu viljað vinna lengra tímabil en þau fengu
Stúdentar lentu í minnkuðu starfshlutfalli eins og aðrir
Tæp 24% hefðu viljað hærra starfhlutfall
Þessi 4% sem voru atvinnulaus eiga ekki rétt á atvinnuleysisbótum og voru því alfarið án öryggisnets
Það áttu 9% erfitt með að mæta útgjöldum síðasta sumar og 3% mjög erfitt
Núna í mars glíma 14% við mikla og 10% við mjög mikla fjárhagserfiðleika
Fjárhagsleg staða stúdenta var slæm fyrir COVID-19, þau vandamál sem voru til staðar áður eiga í hættu á að ágerast í ástandinu. Stúdentar fagna aðgerðum til að sporna við áhrifum heimsfaraldursins á stúdenta en vilja einnig sjá langtíma lausnir á borð við hækkun grunnframfærslu námslána.
Í umfjöllun um sumarstörf hins opinbera síðasta sumar kom fram að ekki öll störf sem aulýst voru gengu út. Það átti að skapa um 3400 störf fyrir stúdenta þegar búið var að auglýsa í 1500 störf höfðu 1500 stúdentar sótt um. Þá taldi félagsmálaráðherra ekki þörf á því að skapa fleiri störf. Stúdentar töldu ótímabært að draga í land, þar sem kannanir stúdenta í byrjum sumars á atvinnuleysi stúdenta sýndu mjög sláandi hlutfall á atvinnu eða um 40%. Gagnrýni stúdenta voru einnig þau að ótækt væri að skapa þúsundir starfa sem henta nákvæmlega þeim hópi sem er í atvinnuleit. Það var mat stúdenta að störfin sem auglýst voru voru mörg sérfræðistörf og alls ekki þannig að öll gætu gengið í þau. Svör við þessari gagnrýni voru á þann veg að stjórnvöld skapa fjármagn fyrir þessi störf en hafa ekki stjórn á því hverskonar störf verði í boði. Í þessari nýjustu könnun var spurt í hvaða atvinnugreinum stúdentar vinna og eru það helst umönnunarstörf og þjónustustörf. Sé það ómögulegt að hafa áhrif á það hverskonar störf verða til fyrir stúdenta þá væri eðlilegt að skapa nógu mörg til þess að fjölbreytni verði til staðar.
Niðurstöðurnar í heild sinni má sjá hér.
Könnunin var gerð af Maskínu fyrir Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Landssamtök íslenskra stúdenta. Markmið könnunarinnar var að kanna áhrif kórónu-veirufaraldursins sem veldur sjúkdómnum COVID-19 á stöðu stúdenta Íslandi.
Könnunin var send með tölvupósti á 2500 manna slembiúrtak allra háskólanema á Íslandi. Áminning var send fimm sinnum með tölvupósti og tvisvar í gegnum SMS. Einnig var hringt í þá sem ekki höfðu svarað. Þátttakendur gátu valið um að svara könnuninni á íslensku eða ensku.
Könnunin fór fram dagana 25. febrúar til 26. mars 2021. Svör fengust frá 892 stúdentum, sem gerir 35,7% svarhlutfall.
Að neðan má sjá nokkur skjáskot af heildarniðurstöðunum.
Af mynd eitt má sjá að líðan stúdenta er einhverju skárri en hún var á öðrum tímum faraldursins, en þó eru enn um 19% sem líður fremur illa og 3% sem líður mjög illa.
Næsta spurning var sú helsta sem stúdentar vildu sjá tölur um, þar sem gögn um atvinnuleysi stúdenta eru hvergi fáanleg. Í þessu úrtaki var staðan nokkuð góð síðasta sumar, sem bendir til þess að atvinnulífið hafi tekið við sér við tilslakanir á sóttvarnarreglum og vegna sköpun sumarstarfa hjá hinu opinbera. Á næstu myndum má sjá að helstu atvinnugreinarnar sem stúdentar hafa verið í og sækja í eru umönnunarstörf og þjónustu störf.
Að neðan má sjá þær niðurstöður sem vísað er í að ofan.
Háskóli á að vera draumur, ekki fjárhagsleg martröð! // Studying should be a dream, not a financial nightmare!
Herferð LÍS um hækkun grunnframfærslu námslána frá Menntasjóð námsmanna
Kröfur stúdenta:
Hækka skal grunnframfærslu framfærslulána um 17% til að tryggt sé að hún samsvari, að lágmarki, dæmigerðu neysluviðmiði félagsmálaráðuneytisins
//
LÍS’ campaign for higher subsistence loans
Students’ demands:
The basic support student loan should be increased by 17% to ensure that it corresponds, at a minimum, to the typical consumption criteria of the Ministry of Social Affairs.
Herferð LÍS um hækkun grunnframfærslu námslána frá Menntasjóð námsmanna
Kröfur stúdenta:
Hækka skal grunnframfærslu framfærslulána um 17% til að tryggt sé að hún samsvari, að lágmarki, dæmigerðu neysluviðmiði félagsmálaráðuneytisins.
Samkvæmt könnun Eurostudent VII segist fjórðungur stúdenta á Íslandi eiga erfitt með að sinna náminu sínu vegna álags í vinnu. Nái stúdent ekki að klára þær einingar sem hann sótti um lán fyrir, þá skerðist námslánið. Ef stúdent vinnur of mikið, þannig að tekjur fara yfir frítekjumarkið, þá skerðist námslánið. Tæpur þriðjungur stúdenta segjast glíma við fjárhagslega erfiðleika. Lág framfærsla veldur því að stúdentar þurfa að vinna, vinnan getur valdið álagi, álagið hefur áhrif á námsframvindu og stúdentinn situr upp með skert námslán. Allt þetta spilar saman í fjárhagslega martröð. Grunnframfærsla námslána hefur ekki hækkað í takt við verðlag, það er löngu komin tími til þess að leiðrétta upphæðina og gera háskólanám raunverulega aðgengilegt.
Stúdentar eiga ekki að þurfa að vinna með námi til að geta framfleytt sér.
Brjótum vítahringinn sem of lág grunnframfærsla veldur!
//
Studying should be a dream, not a financial nightmare!
LÍS’ campaign for higher subsistence loans
Students’ demands:
The basic support student loan should be increased by 17% to ensure that it corresponds, at a minimum, to the typical consumption criteria of the Ministry of Social Affairs.
According to Eurostudent VII, a quarter of Icelandic students say they find it difficult to pursue their studies due to workload. If a student does not manage to complete the credits for which they applied for a loan, the student loan will be reduced. If a student works too much, so that income exceeds the maximum income limit, the student loan is reduced. Almost a third of students say they are struggling financially. Low subsistence means that students have to work, work can cause stress, the stress affects academic progress and the student is left with a reduced student loan. All of this plays into a financial nightmare. The basic subsistence of student loans has not increased in line with the cost of living, it is high time to correct the amount and make university education actually accessible.
Students should not have to work alongside studying to be able to support themselves.
Let's break the vicious cycle that too low subsistence loans cause!
Áttunda Landsþingi LÍS slitið
Sunnudaginn 7. mars var áttunda Landsþingi LÍS slitið en samantekt á vinnustofum, kosningar til embætta, ályktun um fjárhagslega stöðu stúdenta og fleira var til umræðu á síðasta degi Landsþings.
Dagskráin hófst á stuttri samantekt á vinnustofum helgarinnar áður en farið var í önnur mál. Þar kom Stúdentaráð Háskóla Íslands með tillögu að ályktun um fjárhagslega stöðu stúdenta og aðra tillögu um þróunaráætlun LÍS. Báðar tillögur voru samþykktar.
Næst voru umræður um tungumál innan LÍS en í vetur hefur verið aukning í þátttöku innra starfs samtakanna af einstaklingum sem hafa ekki íslensku sem móðurmál. Á föstudag var samþykkt viðbót í lög LÍS um tungumál. Vinnutungumál LÍS er íslenska en heimilt er að nota önnur tungumál á fundum samtakanna eftir samkomulagi og voru umræðurnar framhald um mögulegt fyrirkomulag tungumálanotkunar.
Frambjóðendur í embætti framkvæmdastjórnar kynntu sig fyrir þinggestum og opnað var fyrir spurningar úr sal. Fóru kosningar á þann veg að Derek T. Allen hlaut kjör í embætti forseta LÍS, Kolbrún Lára Kjartansdóttir hlaut kjör í varaforseta, Jonathan Wood í jafnréttisfulltrúa, Erla Guðbjörg Hallgrímsdóttir í alþjóðafulltrúa, Úlfur Atli Stefaníuson í ritara og Nhung Hong Thi Ngo hlaut endurkjör í markaðsstjóra samtakanna. Embætti gæðastjóra er enn ómannað og mun LÍS óska eftir framboðum í það embætti fljótlega. Ný framkvæmdastjórn mun taka við keflinu á skiptaþingi samtakanna í maí.
Í kjölfar kosninga var staðsetning næsta landsþings rædd. Tillaga var lögð fyrir þingið að næsta landsþing yrði haldið á Hólum og sú tillaga var samþykkt einróma.
Að lokum kom framkvæmdastjórn saman upp á svið og veitti forseta samtakanna, Jóhönnu Ásgeirsdóttur, þakklætistvott fyrir vel unnin störf í erfiðum aðstæðum. Jóhanna þakkaði þinggestum fyrir framúrskarandi Landsþing og kraftmikla vinnu af hálfu stúdenta og bauð Derek, verðandi forseta að slíta þinginu.
Menntun á umrótartímum
Annar dagur Landsþings einkenndist af mikilli fræðslu og umræðum um hagsmunamál stúdenta. Dagurinn hófst á kynningu frá Guðrúnu Geirdóttur um rannsókn á áhrifum heimsfaraldursins á kennsluaðferðir í háskólum. Næst var kynning frá Uliönu Furiv á alþjóðlegri rannsókn á sveigjanlegu háskólanámi. Í kjölfar kynninganna voru haldnar vinnustofur þar sem að þinggestir tóku saman þekkingu sína í umræðuhópum. Fyrsta vinnustofan fjallaði um gæði náms og kennslu þar sem að þinggestir ræddu hvernig stúdentar geta haft áhrif á gæði í sínu háskólanámi en þar voru samskiptum og tækifærum til að koma skoðunum sínum á framfæri gert hátt undir höfði.
Næst var horft á erindi frá Hrund Gunnsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Festu en kynningin var tekin upp fyrir þingið. Hrund og Jóhanna Ásgeirsdóttir, forseti LÍS, áttu samtal í upptökunni um hvaða hlutverki háskólasamfélagið gegnir í loftlagsmálum í kjölfar heimsfaraldurs. Í erindinu var stiklað á stóru um hlutverki stúdenta í að byggja upp sterkt og sjálfbært háskólasamfélag. Í kjölfar erindisins var haldin vinnustofa um sjálfbæra uppbyggingu.
Að lokum var farið yfir endurskoðun gæðastefnu og alþjóðastefnu samtakanna. Stefnurnar voru samþykktar í kjölfar breytingartillaga.
Landsþing LÍS er styrkt af Erasmus+ sem verkefni í flokknum fundir ungs fólks og ráðamanna. Styrkurinn er stúdentum gífurlega mikilvægur enda landsþing æðsta vald LÍS sem tekur stefnumótandi ákvarðanir í hagsmunabaráttu stúdenta.
Fyrsti dagur Landsþings afkastamikill
Landsþing LÍS hófst á Bifröst í gær, 5. mars, með um fimmtíu þinggesti. Þema þingsins er menntun á umrótartímum þar sem að markmið okkar er að kortleggja áhrif Covid-19 á stúdenta.
Dagurinn hófst á ávarpi frá Jóhönnu Ásgeirsdóttur, forseta LÍS, sem lagði mikla áherslu á að stúdentar nýti vettvanginn á Landsþingi til þess að deila reynslu, styðja hvort annað og sameinast í baráttu fyrir bættum kjörum stúdenta.
Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor Háskólans á Bifröst, flutti áhrifamikið ávarp um sögu Bifrastar og mikilvægi hagsmunabaráttu stúdenta með áherslu á það hvað hefur breyst þökk sé stúdentum. Ávarpinu fylgdu hvatningarorð til stúdenta um að halda áfram baráttunni.
Að loknu ávarpi rektors var farið yfir ýmis praktísk atriði. David Erik Mollberg var kjörinn fundarstjóri þingsins og Eygló María Björnsdóttir og Leifur Finnbogason voru kjörin ritarar þingsins. David tók við fundarstjórn og kynnti starfsemi og fundarsköp Landsþings ásamt hlutverki fundarstjóra, framkvæmdastjórnar og þinggesta. Einnig voru kynntar sóttvarnaraðgerðir. Fundarstjóri tilnefndi trúnaðarmenn þingsins, Derek T. Allen úr framkvæmdastjórn og Erlu Guðbjörgu Hallgrímsdóttur. Kosning fór fram og voru trúnaðarmenn þingsins samþykktir af þinggestum. Að lokum var kynnti kjörstjórn sig, tilkynnti framboð sem bárust fyrir umsóknarfrest og opnaði fyrir framboð í laus embætti. Framboðsferlið var útskýrt. Í kjörstjórn eru Freyja Ingadóttir, Júlíus Andri Þórðarson og Sylvía Lind Birkiland.
Næst hófst fyrirlestur Önnu Báru Unnarsdóttur og Ingibjörgu Magnúsdóttur um Líðan í Covid, tölfræði um námsmenn úr rannsókninni Líðan þjóðar á tímum Covid-19 á vegum Háskóla Íslands. Vinnustofa um áskoranir og lærdóma fyrir stúdenta fylgdi í kjölfar fyrirlestursins.
Eftir hádegishlé voru þingfundir þar sem að farið var yfir og kosið um ársskýrslu og verkáætlun framkvæmdastjórnar ásamt ársreikningi og fjárhagsáætlun fyrir næsta ár. Einnig var ný velferðarstefna samtakanna kynnt, farið var yfir breytingartillögur og að lokum var stefna LÍS um velferð samþykkt. Í lok dagsins var ráðist í breytingar á lögum samtakanna en 7 breytingartillögur komu frá framkvæmdastjórn og 5 frá aðildafélögunum.
Dagurinn var einstaklega afkastamikill og framkvæmdastjórn LÍS er ánægð með að hægt var að halda Landsþing í persónu og við þökkum fundargestum fyrir góða mætingu.
Landsþing LÍS er styrkt af Erasmus+ sem verkefni í flokknum Fundir ungs fólks og ráðamanna.